Þjóðólfur


Þjóðólfur - 24.01.1908, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 24.01.1908, Qupperneq 1
ÞJOÐOLFUR ■ Reykjavík, föstudaginn 24. janúar 19 08. JB 4. 60. árg. Þjóðólfur. Hýir kaupcndur að þessum jiýbyrjaða 60. árgangi blaðsins, fa ókeypis og kostnaðarlaust senl, um leið og þeir borga h kr. fgrir árganginn: 1. Sögusafn Pjóðólfs, 13. hepti með ágætum skemmtisögum (þar á meðal: Unnusta fangans, Á flótta, Þorsteinn sterki o. fl.) 128 bls. í stóru broti, og 2. Vesturförin. Sönn saga um íslenzka útflytjendur. Vel rituð. 4 arkir að stærð. Enginn, sem gerist nýr kaup- andi, fær kaupbæti þennan fyr en hann borgar blaðið, syo að það er ekki til neins, að krefjast hans fyr. Gamlir kaupendur Þjóðólfs, sem skuldhusir eru við blaðið, eru beðnir að gæta að auglýsingu 20. des. f. á. Samkvæmt henni geta þeir átt kost á að fá: íslenzka sagnaþætti 2. liepti, gegn því að senda 20 aura í burðargjald (í frímerkjum), ef þeir geta ekki nálgazt það á annan hátt, en skilvísir útsölumenn, er hafa að minnsta kosti 4 kaupendur, geta fengið heptið gegn 10 a. burðargjaldi fyrir hvern kaupanda. Um þetta dregur engan einstakan, en er gert til þess, að heptið verði ekki sent þeim, er alls ekki kæra sig um það. Neðanmálssaga sú (Rodney Stone), sem nú er í blaðinu, er að allra dómi ágætasta sagan, er hinn víð- trægi Conan Doyle hefur ritað, og hefur Þjóðólfur fengið úr ýmsum áttum sönnun fyrir því, að almenn- ingi fellur hún vel í geð. Það er mjög líklegt, að lienni verði lokið á þessu ári, og verður hun þá sér- prentuð lianda gömlum og nýjum skilvísum kaupendum blaðsins, með sömu kjörum og sagnaþættirnir. íslenzkar sagnir verður haldið á- fram að birta í hlaðinu, ef til vill rífar en áður, eptir ósk margra, og verða þær jafnóðum sérprentaðar. Skrumlaust mun óhætl að full- yrða, að Þjóðólfur sé hið vinsælasta og bezt metna blað landsins yfir- leitt, þá er alls er gætt; en ‘ekkí ætlar hann sér þá dul, að öllunx geðjist vel að honum, enda ætlast hann hvorki til fylgis né hylli hjá pólitiskum uppskafningum eða óþjóð- legum skrumurum, sem í hvorugan fótinn geta stigið fyrir pólitiskuiu vanka og vindhanaskap. En allra góðra drengja og góðra íslendinga hylli vill Þjóðólfur gjarnan njóta, enda hefur jafnan svo verið ha;ði í orði og á borði, þrátt fvrir allar skærur og skilmingar. Nýir kaupendur ge/i sig fram sem fgrst, áður en kaupbætirinn þrýtur. Vissast að borga blaðið um leið og pantað er, til þess að verða ekki af honum. Lausaínennskulögin. Eitt meðal hinna þýðingarmestu laga frá síðasta þingi eru lögin um 1 a u s a - menn, húsmenn ogþurrabúðar- m e n n. Þar er töluvert rýmkað til frá eldri lögum og meiru samræmi komið í þessa löggjöf, en áður var. Af því að lög þessi varða allan almenning og því gott, að menn kynni sér þau sem ræki- legast, eru þau prentuð hér í heilu lagi: I. kafli. Um lausame-nn, 1. gr. Þeir menn eru eigi skyldir til að vera í vist, er hafa 200 kr. eða meira í árs- ágóða af fasteignum eða öðru fé. 2. gr. Hverjum þeim manni, sem er 20 ára að aldri, eða að fullu f]Ar síns ráðandi, þótt yngri sé, er beimilt að leysa sig und- an vistarskyldunni með því að taka leyfis- bréf hjá lögreglustjóra. Fyrir leyfisbréf skal karlmaður gjalda 15 kr., en kvenmaður 5 kr. Rennur það fé í styrktarsjóð handa alþýðufólki í þeim hreppi eða bæjarfélagi, er hann var síðast vistfast- ur í. Sá, sem er fullra 30 ára að aldri, fær leyfisbréfið, án þess að greiða gjald þetta. Sá, er leyfisbréfið vill fá, skal taka það í síðasta lagi 1. dag maímánaðar það ár, er hann gengur úr fastri vist. 3. gr. Auk gjalds þess, er ræðir um í 2. gr., skal greiða í landsjóð 2 kr. fyrir útgáfu leyfisbréfs hvers. 4. gr. Skylt er liverjum manni, er þann- ig verður laus, að hafa fast ársheimili, og skal hann tilkynna hlutaðeigandi hreppstjóra eða bæjarfógeta á vori hverju, eigi síðar en 20. júní, hjá hverjum húsráðanda heimili hans er, og sanna það með skírteini frá húsráðandanum, ef hreppstjóri eða bæjarfó- geti krefst þess. Verði ella sekur um 4 til 20 kr., og renni þær sektir f fátækrasjóð. 5. gr. Rétt er, að lausamaður greiði þar lögboðin gjöld, sem ársheimili hans er. Nú greiðir hann eigi gjöld þessi á réttum gjald- daga, og er þá húsráðandi sá, er lausamað- ur á heimili hjá, skyldur að greiða gjöldin fyrir hann, nema hann geti vísað á eignir, er lausamaður á, og teknar verði lögtaki til lúkningar gjöldunum. 6. gr. Láti nokkur, sem fengið hefur leyfisbréf til að komast hjá vist, undanfalla 2 ár í bili að greiða lögboðin gjöld eða skylduverk, eða þurfi fjárnámi að beita 2 ár hvort eptir annað, til að ná þeim gjöldum, þá hefi ' h um fyrirgert þeim rétti sínum, er leyfisbréfið eitír honum, en veita má hon- um leynsi-'réf að nýju eptir eitt ár. 7. gr. Lúgreglustjórnin skal hafa vak- andi auga á því, að enginn sá, sem er skyldur að vera í 'vist, komi sér hjá skyldu þeirri, og skulu lögreglustjórar á hverju manntalsþingi grennslast eftir, hvort brotið hafi verið á móti lögum þessum. Lögreglustjórnin skal vaka yfir því, að þeir, sem leyst hafa leyhsbréf, hafi fast heimili og séu ekki á flakki en verði þeir sekir í flakki. sektast þeir 4—40 kr., og skal lögreglustjórnin útvega þeim samastað, ef þeir engan hafa. 8. gr. Hver sá, sem skyldur er að fara f vist, en hefur eigi gert það, né heldur keypt leyfisbréf það, sem um er rætt í 2. gr., verði um það sekur 10—50 kr. og greiði að auki jafnmikið og lúka á fyrir leyfisbréf eptir 2. gr. Þyngja skal jafnan sektina, ef brot- ið er ítrekað eða beitter röngum fyrirburði um vistarráð, eða ef maður gerir sig sekan í flakki. 9. gr. Hver sá, er hjálpar öðrum til að koma sér undan skyldu sinni að fara í vist, skal eptir málavöxtum sektast um helming eða alt að tveim þriðjungum þeirra sekta, sem ákveðnar eru í næstu grein á undan. II. kafli. Um húsmenn og þurrabú ðarme nn. 10. gr. Nú vill maður setjast að í hús- mennsku eða þurrabúð, og skal hann þá skýra lögreglustióra í kaupstöðum og hrepp- stjóra annarstaðar frá því, að minnsta kosti 4 vikum áður en hann ætlar að setjast að þannig í kaupstöðum eða sveitinni, og um leið skal hann sanna fyrir lögreglustjóra eða hreppstjóra, að hann eigi vísan samastað þar um 1 ár að minnsta kosti. Lögreglustjóri eða hreppstjóri gefur manni þeim, er húsmaður eða þurrabúðarmaður vill gerast, vottorð um tilkynninguna, og er vottorð þetta að skoða sem byggðarleyfi. 11. gr. Nú sest maður að í húsmennsku eða þurrabúð, án þess að fullnægja áður skilyrðum þeim, er ræðir um í 10. gr., og er hann þá sekur um 10—50 kr. Sömu sekt sætir húsráðandi, er húsmann eða þurrabúðarmann tekur, er eigi hefur byggðarleyfi samkvæmt 10. gr. 12. gr. Akvæði 10. og. 11. gr. ná og til þeirra manna, er til afnota hafa jarðarpart, er eigi er stærri en 1 hundrað. 13. gr. Enginn má selja á leigu þurra- búðir utan kaupstaðar eða verzlunarstaðar, hvort sem henni fylgja sérstök hús eða lands- drottinn leigir af eigin húsum sínum, nema með þessum skilyrðum: a. að þurrabúðinni fylgi lóð með ákveðn- um merkjum, er að minnsta kosti sé 900 ferh.faðmar að stærð. Fjara skal eigi talin með, þar sem hún fylgir þurrabúðinni; b. að þurrabúðin hafi nægileg húsakynni fyrir þann, er við tekur, og að þau séu viðunanlega loptgóð og hlý, eptir dómi skilríkra manná; c. að þurrabúðin sé afhent viðtakanda með löglegri úttekt. Nú byggir þurrabúðarmaður sjálfur hús þurrabúðar með heimild umráðamanns jarð- ar, og gilda þá sömu reglur um úthlutun lóðar, enda fullnægi húsin þeim skilyrðum, sem mælt er fyrir í þessari grein. ?4. gr. Þurrabúðarmaður sá, er tekur við þurrabúð með óræktaðri lóð, skal hafa ræktað hana og girt innan 7 ára; vera skal hann undanþeginn eptirgjaldi af lóðinni þessi ár. 15. gr. Þurrabúð með óræktaðri lóð skal ávalt bygð að minnsta kosti 8 ár. — Lands- drottinn skal gefa þurrabúðarmanni bygg- ingarbréf, þar sem skýrt er tekið fram um ábúðartíma, réttindi og skyldur þurrabúðar- mannsins. Eigi má tiltaka leigumálann í vinnukvöðum, nema þær séu ætlaðar til umbóta þurrabúðarlóðinni eða húsum á henni. Nú hefur Iandsdrottinn vanrækt að gefa byggingarbréf, og skal þurrabúðin þá álítast byggð þurrabúðarmanni og ekkju hans æfilangt og með þeim leigumála, er þurrabúðarmaður viðurkennir, nema lands- droftinn sanni, að öðruvísi hafi verið um samið. 16. gr. Þegar ábúendaskipti verða á þeim þurrabúðum, sem þegar eru til, skal í öllu fara sem segir í lögum þessum urn húsakynni, ræktun, úttekt og bygging. 17. gr. Sýslunefndir geta eptir tillögum hreppsnefnda gert undantekning frá fyrir- mælum 13. greinar, að því er snertir stærð þurrabúðarlóða í einstökum byggðarlögum, þar sem landshættir mæla mnð þvf. Þó má sýslunefnd aldrei ákveða stærð þurra- búðarlóða minni en 300 ferh.faðma og ekki stærri en 1800 ferh.faðma. 18. gr. Nema öðruvísi sé ákveðið í ein- stökum greinum, varða brot gegn lögum þessum 2—100 kr. sekt. Fyrir lok hvers árs skulu hreppstjórar gefa sýslumönnum skýrslur um þurrabúðar- menn í hreppum þeirra og jafnframt upp- lýsingar um, hvort fyrirmælum 13.—15. gr. í lögum þessum sé fylgt. Skulu skýrslur þessar gerðar eptir fyrirmynd, er stjórnar- ráðið semur. Sektir eptir lögum þessum renna að helm- ingi í hlutaðeigandi fátækrasjóð, en hinn helmingurinn renni í styrktarsjóð handa alþýðufólki f hreppnum. 19. gr. Með mál út af brotum gegn lög- um þessum, skal farið sem almenn lögreglu- mál, 20. gr. Með lögum þessum eru úr gildi numin tilskipun um lausamenn og húsmenn á Islandi 26. maí 1863, lög um þurrabúðar- menn 12. jan. 1888 og lög 2. febrúar 1894 um breyting á 2., 4. og 15. gr. í tilsk. um lausamenn og húsmenn á Islandi 26. maí 1863 og viðauka við hana. ÖJug binðinðis-útbreiðsla. Eins og kunnugt er fær Goodtempl- arafélagið allmikinn fjárstyrk úr landsjóði á ári hverju til útbreiðslu og eflingar bindindis, og mig minnir, að styrkur þessi hafi verið til muna hækkaður á síðasta þingi með tilliti til, að á komandi sumri á fram að fara almenn leynileg atkvæða- greiðsla um það, hvort þjóðin vill hafa aðflutningsbann á áfengi leitt í lög eða 1 ekki. Félagið þarf því á miklu fé að halda til að undirbúa þessa atkvæða- greiðslu, svo að hún gangi því sem mest í vil, því að þótt þýðingarlaust sé nú að kaupa atkvæði, er atkvæðagreiðslan er leynileg, þá þarf samt mikið fé til far- andprédikara í öllum héruðum landsins, til útgáfu bindindisritlinga o. m. fl. Eg lái félaginu ekki, þótt það leggist nú á allar árar, úr því það hefur sett á stefnu- skrá sína algerða útrýmingu áfengisins úr landinu. Eg ætla ekki að minnast hér á, hvað mælir móti þessari stefnu og hvað með henni. Frá sjónarmiði templ- ara eru vitanlega allar ástæður gegn henni annaðhvort alls [ekki til, eða þá einskis nýtar, þær sem eru, því að svo er jafnan, þá er að^eins einhliða er litið á málin. Og templarar viðurkenna ekki einu sinni, að þetta mál hafi nema eina hlið, og verða því allar umræður ómögu-

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.