Þjóðólfur


Þjóðólfur - 24.01.1908, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 24.01.1908, Qupperneq 4
i6 ÞJÖÐOLFUR. Gasljósin heimsfrægu. NYJASTA á Fróni NYTT! Nýjustu endurbætur á þessum ljósum eru kenndar við Margreth’s Weetlight Feuerheerd & Co. Hamborg, sem eru í því fólgnar, að engin sprengingarhætta getur átt sér stað. Ljósker þessi ern af öllum tegundum, t. d. götuljósker, búðarljós, verkstæðislampar, mótorljós, og sérstaklega er ein tegund þeirra mjög hentug við alla útivinnu, ómissandi fyrir brandliðið, uppskipun o. s. frv. Verðið er óheyrilega lágt, og eyðsla af brennsluefninu sárlítil. Annars mæla ljósin bezt með sér sjálf, en þar að auki eru fjöldamörg vottorð til sýnis um ágæti þeirra bæði írá Þýzkalandi og Englandi, þar sem þau eru mikði notuð. Ljósin ávallt til sýnis og reynslu, ef þess er óskað. Virðingarfyllst lEílöiidlalil & Einarsson. Læbjargötu (». Reykjavík. Aðalumboðsmenn fyrir Island og Færeyjar. Saumastofa 6uðm. Sigurðssonar er á íaugaveg 38. Tekur á rnáti allskonar karlmannafötum til sauma. Ódýr- ustu vinnulaun, fljót afgreiðsla, og ábyrgst ad fötin fari vel Einnig kenni eg slú/kum að sníða og taka mál. Laugaveg 38. Á síðastl. hausti var mér dregið hvítt gimbrarlamb með mínu marki: sneiðrifað apt. h., boðbíldur apt. v. Lamb þetta á eg ekki, og getur því réttur eigandi vitjað þess og samið við mig um markið. Hólum í Biskupstungum 3/, 1908. Guðjón Bjarnason. Þingvallarétt í Árnessýslu verður færð og byggð upp að nýju. Aðvarast því allir þeir, er fjár- von eiga 1 áðurnefndri rétt, að hafa dilka sína tilbúna fyrir næstu réttir. Þingvallahreppi 14. jan. 1908. Hreppsnefndin. Til almennings. Eins og almenningi mun kunnugt, hefur síðasta alþingi samþ}rkkt lög um, að af Kína-lífs-elixír þeim, sem eg bý til og alstaðar er viður- kenndur, skuli greiðast skattur, er samsvarar 2/3 af innflutningstollinum. Sökum þessa ósamsvarandi háa skatts, er mér kom öldungis óvart og vegna mikillar verðhækkunar á öllum efnum elixírsins, sé eg mig því miður knúðan til að hækka verðið á Kína-lífs-elixír upp í 3 kr. fyrir flöskuna frá þeim degi, er fyrnefnd lög ganga í gildi, og ræð eg því öllum neytendum Kína-lífs-elixírsins vegna eiginhagsmuna þeirra, að birgja sig upp með hann um langan tima, áður en verðhækkun þessi gengur i gildi. Waldemar Petersen. íiyvej 16. Köbenhavn V. Llfsafi, og þar með framlenging mannsæf- innar, — sem í flestum tilfellum er alt of stutt, — fæst með því að neyta daglega hius heimsfræga heilsubitt- ers Hjna-lífs-elixírs. Krainpi ojf taiiyaveiKlun. Eg undirrituð, sem í mörg ár hef verið þjáð af krampa og taugaveikl- un og þeim öðrum lasleika, sem því eru samfara, og árangurslaust leitað margra lækna, votta með ánægju, að eg hef fengið ósegjanlegan bata við það að neyta hins fræga Kína- lífs-elixírs frá Waldemar Petersen, og finn, að eg má ekki án hans vera. Agnes Bjarnadóttir. Hafnarfirði, íslandi. MóöursýKi og: KjartveiKi. Eg undirrituð hef í mörg ár ver- ið þjáð af móðursýki, hjartveiki og þar af leiðandi tauga-óstyrkleik. Eg reyndi Kína-Iífs-elixír Waldemars Petersens, og þegar eg var búin að neyta að eins úr 2 flöskum, fékk eg bráðan bata. Ólafía Guðmundsdóttir. Þurá í Ölfusi, íslandi. Steinsótt. Eg undirritaður, sem í 14 ár hef verið þjáður af steinsótt og árang- urslaust leitað margra lækna, reyndi síðastliðið sumar hinn heimsfræga Kína-lífs-elixír Waldemars Petersens, og með því að neyta 2 matskeiða af honum daglega, er eg nú orðinn hressari og glaðari en um langan undanfarinn tima og get stundað störf mín bæði úti við og heima. Carl Mariager, Skagen. twjetíö þess vel, að hver llaska sé með mínu löghelgaða vörumerki, sem er Kínverji með glas í hendi og v'pP' í grænu lakki á flöskustútnum. Líkkistur. Undirritaður hefur nú sett á stofn líkkistuforðabúr og geta menn þar fengið líkkistur af allri stærð og gerð. Vandaðar og ódýrar. Kist- urnar má einnig panta hjá herra kaupm. Matthíasi Matthíassyni. Haraldur Möller. Cggcrí Qlaassan ylrréltariálaflutningsiaDur. Pósthússtrætt 17.] Venjulega heima kl. 10—11 og 4— 5. Tals. 16. Eigandi og ábyrgðarm.: Hannes Þorsteinsson. Prentsmiðjan Gutenberg. 94 I hverju horni hékk vagnljós, en í miðjunni stórt hesthússkriðljós. Kaðall var borinn inn og fjórir menn látnir halda honum strengdum milli sín. »Hversu mikið svigrúm ætlið þér þeim ?« spurði móðurbróðir minnjackson. »Tuttugu og íjögur fet, með því að báðir eru stórir vexti«. »Það er gott, og þá líklega hálf mínúta milli umferðanna ? Eg skal vera dómari, ef hr. Lothian Hume vill einnig vera það, og þér getið haft gát á tímanum, Jackson«. »Með miklum hraða og nákvæmni leystu þessir þaulvönu menn undirbún- inginn af hendi. Tveir gamlir hnefleikamenn, Mendoza og Samúel hollenzki, skyldu vera Berks til aðstoðar, en Belcher og Harrison hinsvegar Jim til að- stoðar. Njaðarvettir, þurkur og dálítið at brennivíni í blöðru var handlangað upp yfir áhorfendurna til afnota fyrir aðstoðarmennina. »Hérna er maðurinn okkar«, kallaði Belcher. »Komdu nú Berks, annars komttm við og sækjum þig«. Jim gekk inn íyrir véböndin, nakinn ofan að mitti, með dökkleitan dúk vafinn um mjaðmirnar. Áheyrendurnir létu í ljós aðdáun sína, er þeir sáu, hversu fagurlimaður hann var, og eg dró heldur engar dulur á, að eg dáðist að honum. Vinna hans við steðjann hafði þróað handleggsvöðva hans feikilega mikið, og hið heilsusamlega sveitalíf hafði gert hörund hans hvítt sem fílabein, og svo gljáandi, að það kastaði frá sér ljósinu af Ijóskerunum. Afl og sjálfstraust lýsti sér greinilega í hinu glaðlega andliti hans, og hörkulegt bros lék um varir hans, bros, sem eg opt hafði séð á unglingsárum okkar, og vissi hvað merkja átti: að sjálfstraust hans var óbifanlegt og að skynsemi hans mundi frekar bregðast hon- um en hugrekkið. Nú var Joe Berks einnig kominn inn á glímusviðið, og stóð með kross- lagðar hendurnar mtlli aðstoðarmanna sinna í horninu andspænis Jim. Andlit hans bar ekki vott um, að hann tæki neitt verulega eptir hlutunum í kringum sig, og ókunnugir menn gátu jafnvel þegar séð af hinum nábleika hörundslit hans og hinum djúpu hrukkum utan á rifjunum, að hann var ekki því vaxinn, að heyja hnefleik án æfingar. En hann var nafnkunnur fyrir afl sitt, svo að nú var veðjað þremur gegn einum, að hann mundi bera sigur úr býtum. Gauragangurinn, meðan veriö var að gera út um veðjanirnar, keyrði svo fram úr hófi, að annað heyrðist alls ekkl. Hr. John Lade, er stóð beint fram undan mér, öskraði upp, að hann veðjaði allmikilli fjárupphæð gegn Jim. »Eg hef séð Berks berjast«, sagði hann við Berkeley Craven. »Enginn sveitabjálfi getur sigrað slíkan afreksmann«. »Það getur vel verið, að hann sé sveitabjálfi«, sagði hinn, »en eg hef jafnan 95 verið talinn fær um að dæma allt, hvort sem það gengur á tveimur fótum eða fjórum, og eg segi yður það, hr. Lade, að eg hef aldrei séð íturvaxnari mann. Veðjið þér enn gegn honum?« »Þrjá gegn einum«. »Eg veðja hundrað«. »Gott og vel, Craven! Nú byrjar það! Berks! Berks! bravó! Berks! Berks! Eg býst við, að eg þurfi að ónáða yður með útborgunina á þessu hundraði, Craven!«. Báðir keppinautarnir stóðu nú andspænis hvor öðrum. Jim rétti vinstri handlegginn beint út, en hélt hinum hægri á brjóstholinu neðanverðu, en Berks hélt báðum handleggjunum útréttum til hálfs. Þeir virtu hvor annan fyrir sér örlitla stund, en svo setti Berks hausinn undir sig og þaut áfram, um leið og ltann veifaði höndunum kringum sig og sló Jim niður í hornið. Hann rann fremur aptur á bak, en hann dytti fyrir högginu, en það sást dálítil blóðrák í öðru munnvikinu. í sömu svipan höfðu aðstoðarmennirnir hlaupið til og flutt hvorn á sinn stað aptur. »Hafið þér nokkuð á móti að tvöfalda veðféð?« spurði Berkeley Craven. »Fjóra gegn einum fyrir Berksl« var kallað upp. »Þér sjáið, að veðféð hefur hækkað. Viljið þér leggja undir fjóra gegn einu hundraði?« »Já, gjarnan, hr. Lade«. »Yður virðist lítast betur á hann, af því að hann datt á gólfið«. »Honum var hrundið um kell, en hann bar af sér hvert einasta högg, og mér geðjaðist vel að svipnum á honum, er hann stóð upp«. Nú byrjuðu þeir aptur og eg hoppaði fram og aptur á kirnunni minni af eintómri geðshræringu. Það var bersýnilegt, að Berks ætlaði sér að leiða bar- dagann til lykta undir eins, en Jim, er hafði tvo reyndustu menn á Englandi sem ráðunauta, virtist hugsa sér, að honum væri hyggilegast að láta hinn verða örmagna af þreytu. En Berks var engu síður slunginn en ofsafengur. Smátt og smátt króaði hann Jim upp í horn, sem ekki var unnt að sleppa úr og hljóp svo á hann eins og tígrisdýr. Það sem nú gerðist varð nteð svo skjótri svipan, að eg gat ekki fullkomlega áttað mig á því, en eg sá Jim skjótastundir handarkrikann á Berks og í sömu andránni heyrði eg harðan skell. Kom þá Jim dansandi fram á mitt glímusviðið, en Berks lá á gólfinu með hendur fyrir augum. En þau 6p! Hnefleikamennirnir, heldri mennirnir, prinzinn, hestasveinarnir og veitingamaðurinn, allir grenjuðu hver í kapp við annan, en þeir Jim og Berks voru þegar fluttir hvor á sinn stað. Þar þvoði annar aðstoðarmaðurinn

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.