Þjóðólfur - 14.02.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 14.02.1908, Blaðsíða 1
60. árg. Reykjavík, föstudaginn 14. febrúar 1908. 7. ,angneppnegasta íeysmgin Uppástunga til atliugunar. Hinir íslenzku fulltrúar, er sæti eiga í sambandslaganefndinni, leggja nú af stað héðan um næstu helgi að ölln forfalla- lausu. Nefndin á að taka til starfa í Kaupmannahöfn 28. þ. m. Hugheilar óskir munu fylgja nefndar- mönnunum íslenzku úr garði, óskir um, að þeir beri giptu til að ráða svo fram úr þessu vandamáli, að Islendingar hafi ástæðu til að fagna úrslitunum. En á því er vandhæfi mikið fyrir ísl. fulltrú- ana, að koma sambandsmálinu í það horf, er meginþorri Islendinga geti verið fullkomlega ánægður með. En með því að kröfur manna í þá átt munu ganga alllangt yfirleitt, er allhætt við, og því er miður, að árangurinn af nefndarstarfinu verði ekki til þess, að lægja til muna ófriðar- og óánægjuöldur þær, er allhátt hafa risið á síðustu tfmum. Það gæti enda farið svo, að deiiurnar yrðu enn svæsnari og ískyggilegri eptir en áður, Og væri þá ilia farið. Setjum t. d. svo, sem ekki er óhugsandi, að þjóðin skiptist í tvo fjandsamlega flokka um gerðir nefnd- arinnar, þar sem annar flokkurinn féllist á þær að öliu leyti og teldi þær harla mik- ilsverðar, en hinn hafnaði þeim með öllu og teldi frelsi landsins í voða teflt, ef þing og þjóð samþykkti slíkan sáttmála. Yrði þá eitt af tvennu, að sá hlutinn sigr- aði, er nefndinni fylgdi, eða hinn, er traðka vildi gerðum hennar, og væri hvorttveggja illt, því að af því leiddi stöðugan ófrið og illdeilur, er væru bæði háskalegar og óharningjusamlegar að þvl leyti, að annar flokkurinn gerðist máls- vari útlenda valdsins yfir landinu, en hinn reyndi að sporna gegn því. En slíkir flokkadrættir mega ekki eiga sér stað meðal Islendinga sjálfra. Gagnvart útlenda valdinu verðum vér að standa sem einn maður. Þar má alls engin sundrung vera. Annars er frelsi og sjálfstæði landsins í fullum voða statt. Af þessu leiðir, að nefndin verður að haga gerðttm sínum svo, að girt verði fyrir svona lagaðan flokkadrátt í landinu- Og til þess verður hún fyrst og fremst að koma sér saman innbyrðis, þ. e. að segja íslenzku fulltrúarnir verða a 11 i r að vera samtaka, allir mynda þéttan, fastan hóp, er Danir geti ekki fleygað sundur. í því liggur höfuðstyrkur íslenzku fulltrúanna, samhliða því, að þeir leggi í sameiningu grundvöllinn svo, að traustur sé og ábyggi- legur til frambúðar. Það er enginn efi á, að Danir fást til að slaka afarmikið á klónni, ef þeir sjá, að ísl. fulltrúarnir eru samtaka. £n hvað gerir þá íslenzka þjóðin sig ánægða með? Því er vandsvarað að vissu leyti, og ,þó ekki í rauninni. Það skal þegar tekið fram, að n ú s e m stendur mun þjóðin, og þar er átt við mikinn meiri hluta hennar, allsjekki æskja skilnaðar við Danmörku. Það mundi sannast, ef atkvæða væri nú um það leitað. En hitt er líka engu síður víst, og enda enn áreiðanlegra, að fullurskiln- aður íslands og Danmerkur er sú hug- sjón, er fyrir flestum þeim mun vaka, er nokkuð hugsa um framtfð þessa lands. Það rekur eflaust að því fyr eða slðar, að ísland verður Dönum óháð. Það þarf alls ekki mikinn spámannsanda til að segja það fyrir. Jafnvel Danir sjálfir hafa látið það í ljósi opinberlega, að endirinn muni verða sá, á þessari misklíð millum íslend- inga og Dana, að ísland losni frá Dan- mörku, og sumir málsmetandi menn þar í landi virðast vera því fremur hlynntir, þótt meginþorra danskra stjórnmálamanna sé það vitanlega þyinir í augum. En við rás viðburðanna og stefnu tímans verður til lengdar erfitt að sporna, og það er allhætt við, að sambandslög, sem ekki gera að neinu leyti ráð fyrir slíkum mögu- leika, verði að eins bráðabirgðarkák eitt og fremur til óþurftar en hitt. Þrefið, þjarkið og óánægjan við Dani mundi halda stöðugt áfram í landinu, samfara æsingum gegn landstjórninni, er sjálfsagt yrði talin á bandi dönsku stjórnarinnar. Og af þessu fargani gæti leitt ýmsan ó- fögnuð og mikil óþægindi oss til handa í framtíðinni. En hvernig á þá nefndin að geta bælt þessa óánægju niður? Hún hefur ekkert umboð frá lands- manna hálfu, til þess að fara fram á skiln- að, enda mundu Danir eins og nú stend- ur naumast sinna þeirri kröfu. Þeir mundu meira að segja geta fært allmiklar líkur fyrir því, að það væri að eins örlítill flokkur manna hér á landi, sem óskaði nú skilnaðar, og meðan svo væri, kæmi sú málaleitun ekki til greina. Nokkuð öðru máli væri að gegna, ef allur þorri þjóðarinnar með almennri atkvæðagreiðslu léti þann ótvíræða vilja sinn í ljósi, að hann óskaði aðskilnaðar. Almenn- ings-atkvæðagreiðsla eða »pleiscit«, sem svo er kallað, er ekki ósjaldgæft, þá er um mjög þýðingarmikil stórmál er að ræða. Tvö spánný dæmi frá Norð- mönnum, bæði uro sambandsslit við Svía og konungsveldi eða lýðveldi. Sam- bandsrof norska stórþingsins var talið öldungis ólöglegt, og var það áður en þessi almennings atkvæðagreiðslafór fram. En hún sýndi, að þingið hafði fullt fylgi þjóðarinnar. Mundi nú óhugsandi, ef farið væri fram á það í nefndinni, að Danir væru ófáan- 1 legir til þess að fallast á einhvern veginn þannig lagað ákvæði í sambandslög- unum: að þá er einhver ákveðinn meiri hlnti alþingis hefði samþykkt, að leita skyldi atkvceða allra alþingiskjósenda í landinu um það, hvort þeir óskuðu skilnaðar við Danmórku eða ekki, og yrði þá mikilL meiri hluti (t. d. 3/4 eða 4/$) með skilnaði, þá vœri slíka atkvæðagreiðsl^i að skoða sem lóg- mœtan skilnað landanna. En fengist ekki svo nnkill atkvœðaýjóldi fyrir skilnaði, þá gcetí sarnskonar atkvœða- grciðsla ekki farið fram fyr en' að 10 árum hðnum, án þess þó að þjóðin missti þennan rctt sinn, þótt atkvœða- greiðslunni yrði ýrestað um ónnur 10 ár eða fleiri tugi ára. Það getur vel verið, að mörgum þyki þetta kynleg uppástunga, og ísl. nefndar- mönnunum þyki hún ekki frambærileg. En hún er mjög sanngjörn á báðar hliðar og sker einmitt þvert í gegnum þennan vef, sem verið er að hrófa upp, og naum- ast verður greiddur svo sundur með bolla- leggingum nefndarinnar, að Islendingar megi vel við una, nema í samningunum felist að minnsta kosti eitthvað í þá átt, er uppástunga þessi fer fram á. Hún hefur og þann mikla kost, að þessu tækju allir flokkar í landinu fegins hendi. Kröf- urnar um aðskilnað mundu þá falla alveg niður, meðan sambúðin gengi þolanlega. Menn færu að gá betur til veðurs og at- huga með ró og stillingu, hvort nokkuð væri við það unnið, að slíta sambandinu við Dani, og þetta mundi verða einmitt til þess að fresta sambandsslitum, ef til vill um langan aldur, er menn vissu, að þjóðin hefði þennan rétt, hvenær sem hún vildi neyta hans. Danir að sínu leyti, mundu gera það sem í þeirra valdi stæði og leggja sig í líma til þess að gera oss ánægða í sambúðinni, og samkomulagið milli Dana og Islendinga mundi batna fremur en versna. Þá skipti og ekki miklu, hvort verulegar breytingar yrðu á stjórnarfarinu innanlands eða ekki. Það I mætti þá vera hið sama, eða mjög svipað því sem nú er, því að í bakhöndinni væri þá það vopn, er dugá mundi, ef veru- legar snurður kæmu á, bæði í einu og öðru. En það er enginn efi á, að snurð- urnar yrðu færri og óánægjuefnin smærri með svona löguðu ákvæði. Það væri meira að segja hin bezta trygging fyrir góðri og varanlegri sambúð. Menn hrapa sjaldnast að því, sem menn vita að ligg- ur í sjálfs manns valdi, hvenær sem vill. Vér mundum vilja sjá fótum vorum for- ráð og alls ekki sambandinu slíta, fyr en vér værum orðnir svo efnalega sjálfstæðir og að öðru leyti svo þroskaðir, að vér gætum staðið á eigin fótum. En það erum vér naumast sem stendur, enda enginn almennur áhugi í landinu fyrir skilnaði nú. Það þarf margt að athuga, áður en það spor er stigið. En stigið verður það eflaust af oss Islendingum fyr eða síðar, hvað sem hinum væntanlegu sambands- lögum llður. Uppástunga þessi fer skemmra og er aðgengilegri fyrir Dani, en uppsegjanlegur samningur, því að með þessari almennu atkvæðagreiðslu með fastákveðnu atkvæða- hlutfalli, er fengin trygging fyrir því, að ekki sé ráðlauslega og fyrirhyggjulítið að málinu hrapað. Þjóðin mundi íhuga vand- lega þá ábyrgð, er hún tækist á hendur með þessu spori og ekki stíga það fyr en henni yrði vaxinn svo fiskur um hrygg, að hún treystist til þess, eða henni þætti sambúðin við Dani orðin óþolandi. En þá er óánægjan yfir sambandinu væri orðin svo megn hjá allri þjóðinni, þá á hún að hafa heimild til að geta gert vilja sinn gildandi, án þess að þurfa að eiga í sífelldum stælum og sífelldu ófrið- arþrasi við Dani, hvorttveggja málsaðilum til ama og óþurftar. Neiti Danir öllu samkomulagi á þess- urn grundvelli og vilji alls ekki taka al- mennan eindreginn vilja íslenzku þjóðarinnar minnstu vitund til greina í þessu máli, þá getum vér fljótlega séð, hversu mlkils hagnaðar vér þurfum að vænta oss af starfi sambandslaganefndar- innar. Hins er samt að vona, að Danir sjái það, að lítill fengur sé að hafa oss þvernauðuga í eptirdragi, en hitt muni betur hlíta og haldbetra reynast til fram- búðar, að gera sambandið sem allra við- unanlegast og þægilegast fyrir oss, svo að vér finnum sem minnst, að það sé nokk- urt »band« á fullu frelsi voru. Og sam- bandinu mundum vér vel una um sinn, ef ákvæði í svipaða átt og uppástunga vor væri tekið í sambandslögin. Og vér erum sannfærðir um, að þing og þjóð mundi samþykkja slíkan sáttmála í einu hljóði, jafnvel þótt eitthvað mætti að öðru leyti að honum finna. Því að þetta er aðalatriðið. Allt annað aukaatriði, sem ekki hafa nokkra verulega þýðingu, nema et svo væri, að vér yrðum aldrei færir um að standa á eigin merg. Þá geta slík aukaatriði haft þýðingu, En þá er heldur ekki ástæða fyrir oss að hrópa hátt eða þykjast menn. Er þá sæmra að þegja, og upp á kongsins náð lifa og deyja. Þessi uppástunga vor er að eins bend- ing til athugunar fyrir íslenzku nefndar- mennina. Þeir um það, hvort þeir sinna henni eða ekki. Henni má vitanlega breyta á ýmsan hátt, en aðalhugsunin í henni er á gildum og réttum rökum byggð. Að minnsta kosti mun enginn íslenzkur maður geta neitað því, að takmarkið, sem vér eigum að keppa að, sé fullt sjálfstæði þjóðar vorrar. En það verður erfitt að færast nær því marki með nýj- um sambandslögum, sem ef til vill yrðu ekki í öðru fólgin, en að sletta einhverj- um lítilsháttar ónýtum bótum á gam- alt fat. Bankarnir. ísland fyrir íslendinga. 11. Þetta var satt, dönsku umboðsmenn- irnir hafa um langan aldur verið illræmdir, og sjálfsagt ekki að ástæðulausu. En hef- ur þetta þá lagazt við stofnun og rekstur hlutabankans ? Öðru nær, vér erum enn- þá í klónum á þessum dánumönnum; þeir sleikja ennþá rjómann ofan af ísl. viðskiptum, eru jafn hollir íslenzka við- skiptalífinu og þeir hafa verið og nota sömu tökin á oss, og þeir hafa gert. Nýi bankinn hetur að eins létt þeim viðskiptin, enda þarf engum að þykja slikt undar- legt, þótt útbú danskra auðkýfinga vilji styðja að danskri velmegun og vilji á þennan hátt byggja eina afþessum brúm, sem Danir í sífellu eru að tala um að byggja milli íslands og Danmerkur. Ætli þessi brú verði ekki einna traustust ? Hún er hvort sem er byggð úr veðböndum margvöfðum utan um hálsana á löndum vorum, og Danir halda í spottann. Eg spái, að þessir spottar verði seigari, en vináttuböndin og bræðraböndin. Jafn- hliða bankastofnuninni fylltist hér allt af farandsölum, flestum útlendum; þeir læstu flestir klóm sínum í nýbyrjendur (dönsku selstöðuverzlanirnar þekktu þá og skiptu ekki við þá), og hefur þeim á fáum ár- um tekizt að fækka tölu þessa vísis til alíslenzkrar verzlunarstéttar, enda sá Is- landsbanki fyrir því, að ekki þyrftu dönsku lánardrottnarnir að leita lengi að inn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.