Þjóðólfur - 14.02.1908, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 14.02.1908, Blaðsíða 3
Þ T ÖÐOLFUR. 2 7 Utan úr heimi. Konungsmorðið í I*ortúgal var framið á einni aðalgötunni í Lissa- bon laugardagskveldið i. þ. m. Frásögn- um blaðanna ber ekki öldungis saman í einstökum atriðum, en skýrsla blaðsins „Edinborg Evening News“ 4. þ. m. eptir sjónarvotti að þessu hryðjuverki mun vera einna réttust. Samkvæmt henni óku kon- ungshjónin og báðir synir þeirra í opnum vagni eptir götunni, en allmikill manntjöldi stóð til beggja hliða. Allt í einu hljóp grann- vaxinn, svartskeggjaður maður fram úr hópnum í veg fyrir vagninn, miðaði skamm- byssu á konung og skaut. Konungur tók um hálsinn og hné niður á vinstri hliðina. Allt varð í uppnámi og var skotið á vagn- inn úr ýmsum áttum. Ökumaðurinn keyrði hestana áfram sem mest mátti og sneri inn í aðra götu. Sá fólkið drottninguna þá standa upprétta f vagninum, og hratt hún burtu einum morðingjanum, sem hékk utan í vagninum. Undir eins og fyrsta skotið reið af stóðu prinzarnir upp og skutu af skammbyssum sínum á morðingjana, er Þyrptust kringum vagninn, er lögreglan reyndi að verja. I sama bili og vagninn sneri við skaut lágur maður og fölleitur tveimur skotum á krónprinzinn úr skamm- byssu, er hann hafði leynt undir kápu sinni, og féll krónprinzinn þá niður f vagn- inn, en morðinginn skautzt bak við súlu eina og skaut aptur, í þetta skípti á drottning- una, er enn stóð uppi í vagninum, en hitti hana ekki, og á Manúel prinz, er særðist á handleggnum. Hefði morðingja þessum líklega tekizt að skjóta þau bæði til bana, ef hermaður einn hefði ekki verið svo hugrakkur að ráðast á hann og þrífa um kverkar hans. Annar maður kom honum til hjálpar, en morðinginn gat enn hleypt af tveimur skotum og sært þá báða. En þá var hann skotinn af lögregluþjóni. Á meðan dró konungsvagninn undan á fleygi- ferð og jafnan stóð drottningin upprétt sem skjöldur fyrir son sinn. Dáðust allir að kjark hennar og hugrekki. Manníjöld- inn flýði í allar áttir með angistarópi undan þessum ógnum. Lögreglan skaut til bana þrjá af morðingjunum. Var einn þeirra af spönsku kyni, annar fyrverandi verzlunar- bókhaldari, en síðar biaðstjóri og eigandi fréttaskrifstofu. — Mælt er, að margir auð- ugir menn hafi verið riðnir við samsærið, og hafa sumir fiúið til Spánar, þar á meðal einn fyrverandi portúgískur ráðgjafi. Hug- myndin hafði verið í fyrstu, að koma á fót lýðveldi án blóðsúthellinga, en ger- rseðistiltektir Franco’s upp á slðkastið höfðu espað menn svo, að fyrirætlunin var nú su, að myrða bæði konungshjónin og báða syni þeirra. Hinn ungi konungur fékk undir eins skipað nýtt ráðaneyti og virðist nú vera kyrt f landinu. En svo er að sjá, sem Franco sé enn kyr heima, eða var það 5. þ. m. Hann hafði meira að segja lýst þvf yfir á ráðstefnu daginn eptir morð konungs, að hann treysti sér til að friða landið, ef hann fengi að gera 300 menn útlæga, en með því að hann mundi naum- ast geta fengið fulla heimild til þess, væri hann reiðubúinn til að leggja niður öll völd og fara af landi burt. Hann er vitan- lega ekki f nýja ráðaneytinu. — Útför konungs og sonar hans átti að fara fram 8- þ. m. Drottningunni og Manúel konungi bárust samhryggðarskeyti hvaðanæfa að. Holger Draehmann, er andaðist f Hornbæk á Norður-Sjá- landi 14. f. m., var brenndur í Kaupmanna- höfn, en askan látin í skrautlega krukku og flutt til Jótlandsskaga, nyrzta oddans, er „Grenen" kallast, og sett þar niður í sandhól 26. f. m. samkvæmt þvf, sem Drachmann hafði óskað í lifandi lífi. Verður hóll sá kallaður „Drachmannshaugur". Við- höfn mikil og margháttuð við athöfn þessa alla, frá því lík Drachmanns var flutt frá Hornbæk og til sjálfrar útfararinnar á Skag- anum. Frá Hornbæk til Helsingjaeyrar fylgdi t. d. stórkostleg blysför lfkvagninum seint um kveld, og hafði það verið áhrifa- mikil sjón. „Sterling“ kom hingað 11. þ. m. snemma morguns. Farþegar: Björn Kristjánsson kaupmaður, Magnús Blöndahl trésmíðameistari, Böðvar Kristjánsson cand. mag., Jón Ófeigsson cand. mag., Þorsteinn Þorsteinsson cand. polit., Jóhannes Lárusson trésmiður, Svein- björn Sveinsson kaupm. Patreksfirði, Sveinn Einarsson kaupmaður frá Raufarhöfn, S0- rensen verzlunarm. (Rvík), Garðar Gísla- son verzlunarumboðsmaður frá Leith. Frá Vestmannaeyjum kom Magnús Jónsson sýslumaður. Smj örsala. Konsul G. Davidsen símaði hingað 8. þ. m.: „Smjörverð ágætt. Fast verð og lítur svo út, sem eptirspurn muni fara vax- andi. Sem stendur nnindi íslenzkt smjör líklega seljast á 114 sh. (102 kr.), hver 90 ®, að kostnaði frádregnum". Húskólaiiróf. Fyrri hluta læknaprófs við Kaupmanna- hafnarháskóla hefur Pétur Bogason tekið með 2. einkunn. F’yrri hluta lögfræðisprófs hafa tekið Lárus Fjeldsted með 2. og Júlíus Havsteen með 1. einkunn. Drukknun. Á sunnudaginn var (9. þ. m.) drukknuðu 4 menn í Hvítá í Borgarfirði, allir frá Hvanneyri, tveir lærisveinar frá skólanum: Páll Guttormsson (prests Vigfússonar) frá Stöð í Stöðvarfirði, 18 ára gamall og Sigurbergur Arngrímsson úr Hornafirði og 2 vinnustúlkur: Sigríður Benjamínsdóttir og Soffía Sig- urðardóttir. [Eptir einkasímskeyti til Þjóðólfs]. Króssar. Sigfús Bjarnarson konsúll á Issfirði er oröinn riddari af sænsku Vasaorðunni, segir „Vestri", og Matthías Þórðarson skip- stjóri orðinn dannebrogsmaður að tilhlutun flotamálaráðaneytisins danska, segir „Lög- rétta". Fregnbréf úr sveitinni. Sudur-Múlasýslii (Geithellnahreppi) 2,jan. Gleðilegt nýár, Þjóðólfur minn! Af þvl eg veit, að þú ert lesinn vfða hér um sýsluna sem annarstaðar á land- inu, en mjög fáir sem senda þér línu, og má þó ekki minna vera, en við látum þig vita, hvernig okkur líður hér. V e t u r i n n síðastliðni var hér einhver hlnn harðasti, sem komið hefur í nokkur ár, snjóaði mikið á jólaföstu og setti í glergadd, sem tók þó upp milli þorra og þrettánda. Þar eptir sífelldir umhleypingar, 3—4 veðrin á sama sólarhring. Vorið sfðan mjög kalt, svo trost var hér opt á nóttu til 10. júní. Bjuggust víst margir við, að sjá hafís þá og þegar, en hann kom aldrei, sem betur fór, Grasspretta var með minnsta móti, svo munaði z/3—^/2 af túnum, en það bætti úr, að nýting á lieyi var ágæt, því alltaf voru þurkar og stillur; samt munu menn hafa eytt miklu af lömbum og kúm í haust, en það sem nú er af vetri, hefur heldur mátt heita vortíð en vetrar, og bætir það mikið úr heyskortinum. Dúntekja var hjá varpeigendum í góðu meðallagi, og dún- pundið 12 kr. í haust. Talsverður flskur kom hér í sumar. en var fremur smár. Fjártaka var hér engin á lifandi fé, en mörgu lógað og lagt inn hjá kaup- i mönnum, kjötverð var 17—19, 20—23 a. ; pd., gærur 0,45 a., mör 0,25 a. Allur j kornmatur í háu verði, t. d. rúgmjöl 23 | kr., rúg 20 kr. o. s. frv. Búnaðarfélag er hér, og talsvert unnið að jarðabótum, túnasléttum og i girðingum. Sömuleiðis eru flestir búnir að koma upp allgóðum íveruhúsum járn- i vörðum á þaki, og þeir sem betur geta, ! járnklæða veggina með. Þó hefur Ólafur læknir Thorlacius gert langmest, bæði að jarðabótum og húsabyggingum, og mega sveitungar hans, sem eiga jörðina, þakka fyrir, að hafa annan eins fyrirmyndar- I mann að landseta, enda á Búlandsnes það skilið, að þar búi framfaramaður, því jörðin er góð. ’ Engir nafnkenndir dáið. S 1 y s f a r i r engar síðan 11.—12. marz sl. (f. á.) að j Gísli bóndi Þorvarðsson 1 Papey lagði úr landi kl. um kveldið í Ijótu útliti og slæmum sjó; komst samt út að Papey, hleypti þar upp manni og sendi hann heim að fá sér fólk til að setja bátinn í naust, þvf allar fjörur voru fullar af klaka eptir norðangaddana dagana áður, en sjálfur ætlaði hann að róa bátnum inn í höfnina, með dreng um fermingu, Páli Einarssyni uppfóstursyni sínum, en þegar gerði snjóél og bráðhvessti á sunnan, svo þeir gátu ekki náð 1 höfnina, og hvergi náð landi 1 Papey. Þeiv sáu ljós og heyrðu fólkið kalla, sem ætlaði að setja bátinn með þeim, en stormur og straumur dreif þá frá eynni; segir þá Páll, að sér ætli að verða illt, og líður út af með það sama, en Gísli hlúði síðan að honum sem föng voru á, því hann hélt að liðið hefði yfir hann, en hann gat ekki fundið neitt llfsmark með honum eptir það. Síðan hrakti bátinn fyrir straumi og veðri, þar til kl. 4 eptir miðnætti, gegnum boða og sker inn undir Hamarstjörð. Allan þann tíma var krapastormrigning. Síðan slot- aði sunnanveðrinu fáar mínútur, en þá bráðhvessti á norðan, svo rauk yfir bátinn, en það veður stóð ekki nema rúma 2 kl.tíma; síðan hvessti á suðvestan með degi, og þá loksins birti í lopti. Náði Gísli svo landi í Papey kl. 3 e. h., þá búinn að hrekjast 1 21 kl.tíma fáklæddur og holdvotur. Allir, sem þekkja sjóleið- ina milli Papeyjar og lands, geta ímynd- að sér, hvernig sú nótt hefur verið. Eng- um datt í hug í Papey, að Gísli sæist aptur lifandi. Mislingar fluttust hlngað í haust sunnan yflr Lónsheiði; þá var ekki hægt að varast, en læknir hér gerði sem í hans valdi stóð, að veikin ekki kæmist hér í land af »Hólum«, og tókst það. Veikin hefur verið væg, en þó tínt flesta upp, sem ekki höfðu fengið hana áður. Eptirmæli. Hinn 25. febrúar f. á. andaðist að For- sæludal í Vatnsdal í Húnavatnssýslu Sig- ríður Hjáhnarsdóttir yfirsetukona. Var hún svo merk kona, að skylt er að hennar sé getið. Hún var fædd í Bólu í Blönduhlíð 1833, og voru foreldrar hennar hið nafnkunna þjóðskáld Bólu-Hjálmar og kona hans Guð- ný Ólafsdóttir, alsystir séra Ólafs stúdents. Dvaldi Sigríður hjá foreldrum sínum um 9 ár, og síðan 7 ár hjá föður sínum, að móð- ur sinni látinni. Þaðan fór hún 16 ára í vist að Sólheimum í Húnavatnssýslu og eptir 4 ár að Svínavatni. Þar giptist hún 22 ára gömul Lárusi Erlendssyni frá Sól- heimum, og lifðu þau saman í hjónabandi 51 ár, og biuggu lengst í Holtastaðakoti 23 ár, en fluttu þaðan í húsmennsku á Blöndu- ós og voru þar 9 ár, en síðar fluttu þau til Jóns sonar þeirra, og dó Sigríður þar eins og áður er sagt, eptir 3 ár, en Lárus maður hennar lifir enn. Sigríður sál. var hin merkasta kona. Hún var ágæt móðir og lét sér mjög annt um börn sín, bæði ung og eldri. Hún var vitur kona og fróð um margt, þótt hún hefði ekki átt kost á að afla sér eins fjöl- breytilegrar þekkingar og henni hefði verið samboðið. Las hún mikið á efri árum, og ávallt raunar, en hafði tíðum lítið tækifæri til slíks. Hún var lengi yfirsetukona og lét það starf vel, þótt hún hefði ekki tii þess lært. Munu margar konur minnast hennar með virðing og hlýjum huga, enda hafði hún sérstakt lag á að gleðja sjúklinga og alla, sem daprir voru í lund með viturleg- um samræðum og glöðu viðmóti. — Þó var hún hreinlynd mjög og sagði hverjum manni sannleikann, þótt beiskur væri, Hún var trygglynd kona og vinföst og einkar ráð- holl þeim, sem hún taldi vini sína, og veit eg þetta að eigin reynd. Hún var einkar fríð kona og bauð af sér hinn bezta þokka. Ávallt voru þau hjón fremur fátæk, en kom- ust þó af fyrir sig og voru ávallt gestrisin og örlát og samtaka í því, enda er Lárus maður hennar fágætlega drenglyndur maður og góðgjarn. Þau hjón áttu 10 börn, og dóu 3 þeirra í æsku og 1 fullorðið í Ame- ríku, en 6 eru á lffi uppkomin, og er eitt þeirra Hjálmar Lárusson tréskurðarmaður í Reykjavík. Sigríðar sál. mun lengi og vel minnzt verða af þeirn mönnum, sem kynnt- ust henni og meta kunnu mannkosti hennar. Arni Átnason. Veð urskýrsluágrip. Vikuna 8. til ?4. febrúar 1908. Febr. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. 8. -5- 2,7 "4" 4,9 -4 5,4 -4io,6 4- 5,0 -4- 0,4 9- 4- 0,8 -í- 8,0 -4- 8,0 -4 9,5 -7-10,0 4- 4,0 IO. + 1.9 -4- 0,5 + L3 4- 2,6 + 3,0 + 6,5 II. 0,0 -4- 1,0 0,0 -4 6,5 4- 1,8 + 7,6 12. -4- 2,8 •I- 5,5 -4 3,0 4- 7,9 4- 1,3 + 5,6 13- + 5.o -)- ^,0 -4 4,o 4- 2,5 4- 0,9 + 5,7 14- + t.ð + °,3 -4 0,5 -4- 2,8 + 4,9 -j- 6,0 Stjórnvalda-birtingar. Bæjarfógetinn í Rvík kallar með 6 mán- aða fyrirvara frá 23. jan. eptir skuldakröfum í dánarbúi Ólafs prests Ólafssonar, með 6 mánaða fyrirvara frá 6. þ. m. í dánarbúi Páls Vídalíns í Reykjavík, með 12 mánaða fyrirvara frá 13. þ. m. í þrotabúi Árna bakara Jónssonar í Rvík, og 6 mán. frá s. d. í þrotabúi Friðriks Eggertssonar klæð- skera. Sýslumaðurinn í Skagafjarðarsýslu kallar með 6 mánaða fyrirvara frá 6. þ. m. eptir skuldakröfum i dánarbúi Jónasar Jónssonar í Syðri-Hofdölum. Stjórn Landsbankans augl. glatað banka- vaxtabréf Litra C nr. 20, 2. fl. með 12 mán- aða fyrirvara frá 23. f. m. Stjórnarráðið auglýsir innköllun gömlu Landsbankaseðlanna til ógildingar frá 1. febr. 1909. Nauðungaruppboð auglýsir bæjarfógetinn í Rvík á húseign 40 B við Njálsgötu 24. þ. m., 300 ferálna lóð við Klapparst. og Hverf- isgötu 13. marz, húseign Unu Gíslad. við Garðastræti 9. marz og Gíslaholt við Vest- urgötu með lóð 9. marz, hálf húseignin 24 Laugaveg 21. marz. Penlngabudda liefur týnzt á mið- vikudaginn milli Isafoldarprentsmiðju og Is- landsbanka, með nokkru af peningum o. fl. Skilist á afgreiðslu Þjóðólfs. Viðurnefni. Það auglýsist hér með, að Jón Jónsson, er búið hefur á Heiði í Heiðardal { Göngu- skörðum í Skagafjarðarsýslu síðastliðin 20 ár, tekur sér viðurnefnið Heiðdal. Kvenúr í kassa, með karlmannsfesti, týndist frá Aðalstræti 14 og að Vesturgötu 45. Finnandi skili til Einars kaupm. Árna- sonar. Lainb, mark: stýft, standfj. fr. h., blað- stýft apt., lögg fr. v., er í óskilum á Leirá. XJr hefur fundizt á Vesturgötu. Réttur eigandi getur vitjað þess á Vesturgötu 35 gegn fundarlaunum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.