Þjóðólfur - 21.02.1908, Síða 2

Þjóðólfur - 21.02.1908, Síða 2
30 í» J Ö Ð 0 LFUR. rómur. Ennfremur flutti Ólafur ísleifsson dbrm. fyrirlestur um það, hver áhrif vér hefðum á aðra með framkomu vorri, og var lokið lofsorði á fyrirlesturinn. Var það ósk manna, að báðir fyrirlestrarnir kæmu á prent. Þess skal getið, að sunnudaginn 26. jan. fjölmenntu nemendurnir til Kálf- holtskirkju, og voru kennararnir með í förinni, héldu nemendurnir uppi söngnum í kirkjunni meðan á guðsþjónustunni stóð. — Að henni lokinni var öllum boðið inn, og kunnum vér séra Ólafi Finnssyni þakk- ir fyrir viðtökurnar. Að endingu skal þess getið, að í lok námsskeiðsins x. febr. buðu Árnesingar Rangæingum til samsætis, ásamt Sigurði Sigurðssyni, er einn var eptir kennaranna og húsbsendunum beggja vegna við brúna. — Kjartan Guðmundsson plægingamaður hafði orð fyrir hönd Árnesinga og bauð Rangæinga velkomnu. Af hálfu Rang- æinga þökkuðu þeir Guðjón Jónsson 1 Bjóluhjáleigu og Þorsteinn Jónsson á Hrafntóptum. Sig Sigurðsson mælti fyrir minni nemendanna, og enn fleiri ræður voru haldnar, fyrir minni íslands o. s. frv. p. t. Þjórsárbrú 1. febr. 1908. Bergur Jónsson Engilbert Sigurðsson Skálholti. Kröggólfsstöðum. Gnðjón Jónssofi Bjóluhjáleigu. Landsmálapistill úr Árnesþingi. Ritsími — Vegamál — Aðflutningsbann. Heiðraði Þjóðólfur 1 Það er nú orðið æðilangt síðan eg hef skrifað þér; hefur það stundum optar verið; er það fyrir annríki að svo er, en ekki fyrir fáleika sakir. — Fréttir verða samt fáar; nýmæli ekki mörg, er hægt sé að skrásetja. Heilsu- far fólks yfirleitt ekki gott, síðan misling- arnir gengu yfir; 1 suma hreppa eru þeir ekki komnir enn, og nokkrir bæir í hrepp lausir við þá, þó víðast hafi gengið mis- lingaveiki 1 kringum þá. Talið líklegt, að þeir dreifist þangað síðar. — Mjög hagstæð veðurátta til þessa, því svo má segja, að almennt hafi ekki verið farið að gefa útifénaði fyr en um þrettánda; er því talið líklegt, að varla komi svo harður vetur héðan af, að hey endist ekki, enda þótt allur heyfengur yrði með rýr- ara móti sumarið sem leið; það bætti þó úr, að nýting var ágæt alstaðar, sem til hefur spurzt. Nú eru Þingtíðindin að smá-mjakast inn í sýsluna; þau sýnast nú óvenju hæg- fara, hvað sem því veldur ? Þegar litið er á það sem komið er hingað, en það er líkl. meiri hlutinn, 12 h., af Þingtíð. 1907, er synd að segja, að ekki hafi verið afkastað miklu og vandasömu verki, sem er á ýmsum lagasmíðum frá þinginu í sumar; er sannast að segja, að stjórn vor hefur ekki legið þar á liði sínu. Hitt er annáð mál, hvað vinsælt sumt af lögun- um frá því verða, ef í framkvæmd kom- ast; mun það verða óvenjumikið skoðun- armál, enda er svo opt, þegar um stór nýmæli er að ræða, einkum í lögum, er hafa mikil útgjöld í för með sér. Nú ept- ir komu póstanna að sunnan, er einna tíðræddast um hinn geysimikla nafnasæg af kosningarbærum mönnum (og konum, þær eru það til hreppsnefndar- og prests- kosninga), sem skrifað hafa undir allítar- legt skjal, er þeir Rangæingar nefna »Mis- rétti«. Umkvörtun er það til þings og i stjórnar út af lagasmíðum í sumar o. fl. j Því er nú ver, að allhætt er við, að eitt- i hvað því líkt sé f aðsigi hér — en svo mun úr því draga nokkuð — þar sem Ár- j nesingar sjá sig í sömu mynd, sem 1 áð- ur áminnstri grein er upp brugðið, og samsinni þetta því þegjandi, enda óvíst, hvern árangur mundi bera. Þetta er nú komið fram; er það góð bending að fara varlega, þó á þingi sé setið, með vald það, er þingm. hafa um sinn. Það, sem hér veldur mestri óánægju, eru undirtektir síðasta þings undir símann austur, yfir (eða austur í) báðar sýslurnar, Árnes- og Rangárvalla. Það virðist hafa verið fjarstæða, að heimta tillög úr sýsl- unum til aðalálmunnar, hagui fyrir land- sjóð að hirða tekjur af símunum á þess- ari leið, einkum eptir að samband við hann væri komið til kaupstaðanna hér, og annara nauðsynlegra aukalína, er sýslu- félögin og verzlanir, þar sem til þeirra næð- ist, kostuðu j3, en landsjóður s/3, enda hirti tekjurnar, og annaðist viðhaldið og starfræklsu. Það er almennt álitið hér um, að hér fari eitthvað milli mála. Vit- anlega er ómögulegt að neita því, að sýslunefnd hér tók afarþvergirðingslega og óheppilega í þetta mál. Þegar hún hafði það til meðferðar, hefði úr því mátt greiða betur. Það er mjög rauna- legt, og ekki hughreystandi fyrir sveita- bændur og aðra, er um veginn fara frá Reykjavík austur Hellisheiði, að sjá staur- ana, sem áttu að standa undir þræðinum liggja þarna á allri leiðinni, undir skemmd- um, aðgerðalausa. Sama er og um stafla þá af þeim, sem upp var skipað á Stokks- eyri í sumar, og kostar þetta allt land- sjóð svo nemur fleiri þúsundum kr. Þetta liggur þarna allt undir eyðileggingu, með- an aðrar sýslur landsins nota símann sér til þæginda og betri lífsskilyrða, og til þessa borga áðurnefnd sýslufél. í fullum mæli á við þau héruð, sem nú hafa af- notin. Þetta er vafalaust misrétti------. Er vonandi, að næsta alþingi verði svo skipað, að eitthvað umhægist, meiri jöfn- uður komist á milli hinna ýmsu lands- hluta, en nú er opt, ella er vafalaus ó- hamingja fyrir dyrum. Það skal þó hér tekið skýrt fram, að ekki er litið svo á hér, að þingmönnum þessarar sýslu sé í neinu um að kenna; bera t. d. breyting- artillögur 1. þingm. okkar þess ljósan og ótvíræðan vott, að hann gerði allt sem í hans valdi stóð, til þess að bjarga mál- inu; svo er og að sjá, að ráðherra hafi viljað styðja það með tillögu sinni — o. fl. Þá er að minnast á hinn mikla laga- bálk frá þinginu í sumar, nfl. vegalögin nýju; þau eiga að öllu forfallalausu að ganga í gildi 1. okt. 1909. Þar sem nú er á vitorði allra heilskyggnra manna, að aðalpóstleiðin frá Reykjavík austur að Ægissfðu, er iangfjölfarnasti vegur þessa lands, og liggur þar að auki í beinu sam- bandi við höfuðstað landsins og tengir hann með flestum lífsskilyrðum sínum fast við hinar umræddu sýslur, þá er næsta óskiljanlegt, að úr því þessi nýju vegalög voru búin til á annað borð, að Reykja- vík skyldi ekki hafa verið tekin með í að hjálpa til með viðhaldskostnaðinn. Sé það nú svo sem sumir kasta fram, að þetta stafi af því, að meiri hluti þingm. úr héruðum þessum séu úr Rvík, þá finnst mér það ekki ná nokkurri átt, að minnsta kosti bera ekki ræður þeirra þriggja þing- manna héðan vott um það, heldur hið gagnstæða, t. d. ræða framsögumanns 1 vegamálinu (1. þingm. Árnesinga), á bls. 1794—1808 í Þingtíð. 1907, 12. h., o. fl., heldur hefur dimmur, lskyggilegur undir- róður að líkindum ráðið —, er það leitt ef satt er ? Þessi lög eru nú samt að ýmsu vel og viturlega samin og taka hin- um eldri fram að mörgu, og er auðséð, að þau í höfuðatriðunum eru samin af »fagmanni« í þeim efnum. Það er ann- að mál. — Ut af þessu virðist nú auð- sætt, að í öllu falli hefði landsjóður einn átt að annast allt viðhald þessara tveggja stórbrúa, bæði á Ölfusá og Þjórsá. Það eru hvorttveggja mjög stórfeld og kostn- aðarsöm mannvirki, svo að við jafnvel tiltölulega litla viðgerð á þeim, hvorri fyrir sig, er fyrirsjáanlegt, að viðkomandi sýslusjóðir geta ekki með neinu móti undir þeim kostnaði risið, enda gætileitt til þess, og gerir það enda, að þess- ar lífsnauðsynlegu samgöngubætur verða látnar ganga sér til húðar, með svo litlu viðhaldi og gæzlu sem unnt er. Vitan- lega er eitt ráð til að bæta úr þessu, enda komst það til umræðu á þingmála- fundi hér í vor, en það var, og er líkl. eina úrræðið, að leggja toll á alla um- ferð yfir brýrnar, enda áður til tals kom- izt; vantaði þá ekki nema lítinn herzlu- mun, að þetta yrði að lögum. Verður það vafalaust eitt af málum þeim, sem fyrir næsta þing koma. Hvað uppgjöf lána af skuldum til vega og brúa hér snertir, þá er það að vísu gott, en miklu meira mun þó viðhaldið kosta. Uppgjöf sú, sem framsögumaður nefndi að ann- aðhvort félli úr gildi með lögum þessum eða yrðu gefin eptir, eru þær upphæðir hér tilfærðar, í þeirri röð sem hér segir: Eptir af brúarláni til Ölfusárbrúar, teknu I 1889, kr. 9000; til Eyrarbakkabrautar kr. 10,000, er nú eru eptir; þá ætti og lán- ið til Sogsbrúarinnar að falla niður, sem, 1. okt 1909, mun verða nál. kr. 4,000. Fleiri uppgjöfum þarf líklega ekki að gera ráð fyrir. Fljótt mun að því reka, að viðhald Skeiðavegar og vegar til Eyr- arbakka frá Selfossi verði sýslunni afar- þung byrði út af fyrir sig, þótt ekki bætt- ist annað á. Næsta mál, sem mikið hefur verið rætt um hér í vetur, og er ennþá, það er um aðflutningsbann alls áfengis til landsins; hófst umtal um það, aðallega útaf yfir- ferð hr. Guðm. Guðmundssonar fyrver- verandi prests í Gufudal, þá er hann var hér á ferð í haust. Heyrzt hefur þó, að undirtektirnar hér hafi verið vænlegar þá, en að einhver apturkippur sé kominn í hugi allmargra um það mál nú. Kváðu valda þvl þær feiknaháu tölur, sem byggð- ar eru á þeirri tekjugrein, sem verzlun með áfengi veitir landsjóði, því að leggja nýjan toll á ótollaðar vörurá næsta þingi, er nema mega e k k i minna að frádregn- um innheimtulaunum, en kr. 330,000 — en svo hár er áfengistollurinn áætlaður í fjárlögunum fyrir árin 1908—9 — er svo gffurlegt, að fóik sundlar við að hugsa til slíks. Kæmi sú tollhækkun að- allega niður á þeim, sem hafa meiri og minni heimilisráð, — en flokkar, svo sem lausamenn, útlenzkir ferðamenn, og alls- konar »sjóarar« kæmust hjá þessu gjaldi. Þó áðurnefndum mönnum yxi gjaldþol við þetta, þá er vitanlegt, að erfitt verð- ur að ná úr vösum þeirra síðasttöldu gjaldi, er nokkru nemur til landsjóðs þarfa. — Mörgum mun finnast, enda þótt bind- indissinnaðir séu, að hér sé úr mjög erf- iðri gátu að ráða— enda þar sem hagur landsjóðs er enganveginn eins og æski- legt væri — því telja má víst, að á næsta þingi megi heldur hækka alla tolla og jafnvel bæta við nýjum, þó allt stæði í stað. Þetta hlýtur að vera ljóst, þegar litið er til hinna miklu framfarafyrirtækja, sem 1 hefur verið ráðizt og áfram verða að halda, enda borga áfallnar skuldir. Síðar við tækifæri mun bráðlega verða minnst á ýmislegt viðvíkjandi öðrum frum- vörpum frá sfðasta þingi, sem orðið hafa að lögum. 4/2 ’o8. Búandkarl í Árnessýslu. Tveir ólíkir gestir. Fyrir skömmu komu hingað tveir land- ar vorir frá Ameríku, þeir Páll Bergsson frá Duluth og Hjörtur Bergsteinsson ætt- aður úr Rangárþingi. Páll er hingað kominn á eiginn kostn- að eptir rúmra 20 ára dvöl í Ameríku. Hefur honum liðið þar allvel, þótt ekki hafi hann safnað þar auðæfum. Erindi hans hingað mun einkum vera það, að setjast hér að, og mun hann ætla að ferðast eitthvað hér um landið, til að kynna sér fólk og byggðir, og sjá hvar honum lízt bezt á að taka sér bólfestu. Þótt Páll hafi dvalið svona lengi I Ameríku, hefur hann engu glatað af ást sinni og áliti á gamla íslandi. Með samanburði á landskostum og möguleg- leikum til að komast áfram f báðum löndunum, hefur hann komizt að þeirri niðurstöðu, að á Islandi sé engu óvist- legra en vestan hafs, og ávextir erfiðisins geti orðið engu slðri hér en þar, ef á báðum stöðunum er jafnmikil alúð og atorka fram lögð. Þetta segir hann nú löndum sínum hér hreinskilnislega og eptir beztu sannfæringu, byggðri á langri reynslu hans sjálfs. Hann hefur haldið fyrirlestra í Reykjavík og Hafnarfirði, til að sýna fólki fram á þetta. Eru fyrir- lestrarnir vel samdir, því maðurinn er skýr og vel að sér. Hann mun ætla sér að halda slíka fyrirlestra hingað og þangað,. þar sem hann ferðast um, og ættu menn sem almennast að hlýða á hann, því þar fá þeir ómengaða fræðslu um lífið vestan hafs. Hann telur mikilsvert fyrir land vort, að fá sem flesta landa vora heim aptur að vestan, því erfiðleikarnir, sem þeir þar hafa átt við að stríða og vinnu- brögð og hugsunarháttur vestur þar, hefur kennt þeim að beita hönd og heila betur en værðin, sem þeir lifðu í hér, og mundu þeir vetða okkar beztu innflytjendur, en hér vantar fólk, þ. e. a. s. gott, vinnu- gefið fólk, með verklegri þekkingu, og það eru landar vorir vestra orðnir. Páll vill með skynsamlegum og sönn- um fortölum fá menn til að íhuga vand- lega, hvort skiptin á löndunum séu eptir- sóknarverð. Hann vill, að Islandi bætist aptur ameríska blóðtakan með innflutn- ingi Vestur-íslendinga, sem borgi landi sínu brottförina með aukinni, verklegri þekkingu, æfðari höndum og meira trausti á sjálfum sér og þeim lffsskilyrðum, sem land vort hefur að bjóða. Um allt þetta vill Páll reyna að koma löndum sfnum hér í réttan skilning, því hann ann þeim alls góðs og hefur óbifanlega trú á gamla Islandi. Þess vegna á hann að vera öllum ís- lendingum velkominn gestur. Þess vegna eiga allir, sem því geta við komið, að hlusta á fyrirlestra hans, spyrja hann og fræðast af honum. Þess vegna mega allir óhultir trúa því, sem hann segir þeim. Hann fer ekki með neinar kynjasögur né agentaskrum af Ameríkudýrðinni. Hinn gesturinn, Hjörtur þessi Berg- steinsson, er aptur á móti sendur hingað af Kanadastjórninni til að telja menn á vesturferðir. — Hann fær góða borgun — gnægð amerískra dollara — fyrir að skreyta svo frásagnirnar frá Ameríku, að menn; fleygi frá sér löndum og lausum aurum og stökkvi burt frá ættingjum og vinuin til að vinna baki brotnu að ræktun ó- byggðanna í Manitoba, eða til að vinna þunga erfiðisvinnu í stórborgunum amer- ísku, innan um allskonar skríl — samsafn frá öllum löndum — á sumrum í steikjandi hita, sem menn fá varla af sér borið, á vetrum í brunafrostum, sem engu lífi eira. En hvað gerir agentunum það til? Bara að þeir hafi álitlega höfðátölu, þegar vest- ur kemur, svo að Kanadastjórnin verði ánægð með þetta heiðarlega starf þessara sómamanna og verði ör á gjaldinu. Því hvað eru þessir agentar eiginlega annað en mansalar? — ekkert annað—, prang- arar, sem með meira og minna villandi fortölum kveikja tálvonir í brjóstum landa sinna — tálvonir, sem sjaldnast rætast,

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.