Þjóðólfur - 13.03.1908, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.03.1908, Blaðsíða 2
42 ÞJÓÐOLFUR. samningi við Abdul Aziz höfðu þeir náð allmiklum völdum í Marokkó, en nú er hann eins og kunnugt er, oltinn úr sessi, og Hafid soldán eptirmaður hans vill ekki heyra nefnda neina samninga við Frakka, og hefur sagt öllum hinum van- trúuðu útlendingum »trúarbragðastríð« á hendur. Er því ekki um annað að gera fyrir Frakka, ef þeir vilja halda vötdum sínum í Marokkó, en að hefja reglulegt stríð í þeim tilgangi, að leggja undir sig Marokkó. En það er enginn hægðar- leikur, því að höfuðborgin er laugt inni í landi og öll aðstaða í hernaði frá sjón- nm hin erfiðasta. 2. febr. lenti Frökkum saman við Mára hjá Ber-Reshid, skammt frá ströndinni, og varð þar hin harðasta orusta, sem staðið hefur síðan Frakkar sendu lið til Marokkó. Urðu Frakkar að láta undan síga, og íéllu afþeim xomenn, en 45 urðu sárir. 6. febr. varð aptur orusta, og misstu Frakkar þá um 30 manns, en veitti þó betur. Landstjóraskipti eru orðin á Finnlandi nýlega. Sá, er áður var þar landstjóri, heitir G e r h a r d, rússneskur maður, en frjálslyndur og vel látinn af Finnum. Varð hann landstjóri eptir Bobrikoff, og þóttu það góð um- skipti, enda reyndi hann aldrei að hnekkja stjórnarbót Finna. Sá, er 1 stað hans kemur, heitir B e k m a n, og er hershöfð- ingi. Á hann jafnframt landstjóraembætt- inu að hafa forustuna fyrir finnska hern- um. Uggir menn, að með þessu sé stigið fyrsta sporið í þá átt, að draga úr frelsi því, er Finnar fengu með stjórnarskránni, og muni ekki verða hið síðasta. Byltingamenn á Riísslandi. Hinn 20.—21. f. m. voru handteknir 60 byltingamenn hingað og þangað um Pét- ursborg. Lögreglan gefur 1 skyn, að þeir séu allir úr sama hóp, er stýrt hafi Kor- niloflf, foringi jafnaðarmennsku-byltinga- flokksins í fyrstu »dúmunni«, en hann hafði verið handtekinn nokkru áður á Finnlandi, þar sem flokkur hans nú upp á síðkastið aðallega hafði bækistöð sína. Én nú eptir landstjóraskiptin fer að verða vandlifað fyrir rússneska byltingamenn á Finnlandi. Munu þeir því hafa talið ráð- legra, að fara aptur til Pétursborgar, því að auðveldara væri að dyljast í marg- menninu þar. Við heimilisrannsóknir í nokkrum hús- um fann lögreglan mikið af sprengiefnum, uppreisnarritum og bréfum. Hyggur hún, að í ráði hafi vsrið, að ráða Nikulás Nikulásson stórfursta og keisarafrænda af dögum, enda hafi þetta sama félag (jafn- aðarmennsku-byltingaflokkur norðurhérað- anna) áður framið mörg pólitisk morð á háttstandandi embættismönnum. Þykist lögreglan því hafa veitt hér vel. 4000 miljónuin vill rússneska stjórnin verja á næstu 12 árum til þess að byggja upp aptur her- skipaflotann, sem eyddist í japanska stríðinu. Álandseyjar við mynnið á Helsingjabotni, byggja menn að Rússar vilji nú gjarnan víggirða, en þar er sá hængur á, að eptir að vestur- þjóðirnar í Krímstríðinu höfðu gereytt víggirðingum þeim, sem þar voru, skuld- batt Rússland sig tíl þess að reisa þær ekki að nýju. Við þessa skuldbindingu vill Rússland nú losna, en lætur þó jafn- fram í veðri vaka, að þar fyrir sé það ekki ætlun sín, að víggirða eyjarnar. Þessum málaleitunum hefur ekki verið illa tekið meðal hinna stórveldanna, en Sví- þjóð er á nálum um að Rússar muni víggirða eyjarnar, og telja þá land sitt í hættu, því að ekki er nema fárra stunda | sigling frá eyjunum til Svfþjóðar, og það sjálfrar höfuðborgarinnar (Stokkhólms) Treysta þeir mest á tilstyrk Englendinga, til að koma í veg fyrir þessar fyrirætlanir Rússa. Sáttmála, til tryggingar ríkisheild oglandareign Nor- egs, gerðu Norðmenn í haust sem leið við 4 af stórveldunum (England, Frakk- land, Þýzkaland og Rússland), og var samningurinn birtur í síðastl. mán. Heita stórveldi þessi því, að ásælast eigi lönd þau, er undir Noreg liggja, og lofa Nor- egi aðstoð sinni gegn hverjum þeim, sem til þess kynni að verða. Sáttmáli þessi á að gilda fyrst um sinn í 10 ár. Þykir Svíum hann vera stílaður gegn sér, og er þungt í skapi til Norðmanna fyrir til- tækið. Járnbraut gegnum Ralkanlöndin hefur stjórn Austurríkis og Ungverjalands áformað að leggja, og fengið til þess leyfi Tyrkjasoldáns. Á hún að liggja þvert yfir Bosníu, sem nú lýtur yfirráðum Aust- urríkiskeisara, síðan yfir landræmu þá, er aðskilur Serbíu og Montenegro, og nefn- I ist Sandsjak, og þaðan alla leið suður að sjó til bæjarins Saloniki. En óðar en barón von Aerenthal utanrlkisráðherra hafði látið þetta uppi, varð hvellur mikill í rússnesku blöðunum, og kváðu þau þetta eigi mega líðast, því að með þessu móti ykjust allt of mikið áhrif Austurríkis á Balkanskaganum, en það varð að samn- ingum með stórveldunum eptir óeirð- irnar í Makedoníu 1903, að þau skyldu öll í sameiningu styðja að því, að valda- skiptingin héldist óbreytt á Balkanskag- anum. Austurríkisrnenn segja aptur á móti, að til þessa fyrirtækis sé alls ekki stofnað til þess, að auka stjórnarvöld Austurríkis, heldur sé það einungis gert af efnalegum ástæðum. Þykir ekki ólík- legt, að misfellurnar kunni að jafnast í þetta sinn á þann hátt, að Rússar fái jafntrámt að leggja aðra járnbraut gegn- um Albaníu vestur að Adríahafi. Roosevelt hefur nýlega gefið út boðskap til banda- þingsins (Kongressins), þar sem hann j hamast gegn iðnaðarsamsteypunum miklu. | og ýmsu fjárgróðabralli og óráðvendni í ! atvinnurekstri, sem mikið ber á i Ame- | ríku. Skorar hann á bandaþingið að j setja lög til að stemma stigu fyrir slfku. 1 Var gerður góður rótuur að þessu ávarpi j forseta i þinginu, en þó öllu meir af and- | stæðingaflokki hans (demokrötum), heldur en hans eigin fylgifiskum (republikönum). Bryan, sem verið hefur forsetaefni demokrata optar en einu sinni, Ijfösaði boðskap Rooseveits fram úr öllu hófi í ræðu, sem hann hélt skömmu á eptir, og tók enn ákafar í sama strenginn ogvant- aði þó ekki stóryrðin hjá Roosevelt. Vatnsflóð í París. Sunnud. 23. f. m. að áliðnum degi sprungu vatnsleiðslupípur í Rue des Tui- leries. Spýttist vatnið upp úr götunni með afarmiklum krapti og þeytti grjóti og mold hátt í lopt upp. Vatnið rann sem árstraumur eptir götunum, og allir flýðu sem fætur toguðu. Varð af þessu vatns- flóð mikið, sem tók fyrir alla umferð. Vatnið rann inn í húsin" og olli miklu tjóni; er gizkað á, að það muni nema 2—3 (tnilj. kr., og þykir þó lágt í lagt. Vatnsleiðslupipurnar voru 4 fet að þver- máli, Og átti þriðjungur Parísarborgar að fá vatn sitt þar í gegnum. Varð því mikill vatnsskortur um allt miðbik bæj- arins. Skatt á morgungjaflr, er dætur amerískra miljónamæringa tíðka að gefa mönnum sinum, er þær giptast aðalsmönnum, vilja Bandaríkjamenn nú tá lögleiddan, eptir því sem »Times« skýrir frá nýlega. Það er farið að verða algengt, að aðalsmenn frá Norðurálfu, sem ekkert eiga til nema ættgöfgina, gangi að eiga dætur miljónamanna í Ameríku vegna hins mikla auðs, sem þeir fá með þeim, og fara síðan með þær og auðinn til Norðurálfunnar. Þetta þykir Ameríku- mönnum, sem von er til, allillt, og vilja því reyna að minnsta kosti að ná i eitthvað af auðnum. í New-York-ríki hefur líka verið borið upp frumvarp, sem fer ennþá lengra, því að eptir því á að leggja 20% skatt á eignir þeirra kvenna, sem gefa mönnum sínum morgungjöf. Mælt er, að dóttir Vanderbilts, sem gipt- ist nýlega ungverskum aðalsmanni, hafi gefið honum 18 milj. kr. i morgungjöf. Ef frumv. hefði verið orðið að lögum, hefði hún orðið að greiða 3,600,000 kr. af því skatt. En mikið tvísýni er talin á, að frv. nái fram að ganga. Kjósarsýsla er ekki stór, að eins 4 hrepp- ar. Þó virðist mér það hafa töluvert (sögu- legt) gildi, að alm. fái að vita, hvað þar gerist á sýslufundi, eins og í stærri sýsl- unum. Fundur var 6. marz. 1. Oddv. skýrði frá kosningum i nefndina síðastl. vor, aðal- og varamanna, þann- ig. Kjós: Þórður Guðm. hreppstj. Hálsi, Guðrn. Svbj. bóndi Valdastöðum. — Kjal.: Jón Jónatanss. bústjóri Braut- arholti, Kristj. Þork. bóndi Álfsnesi. — Mosf.: Björn Bj. hreppstj. Grafarh.’ Halld. Jónss. klæðari Álafossi. — Seltj. Ól. Stephens. Skildinganesi, Guðm. Ól. Nýjabæ. Aðalm. mættu, nema Kjal.: Kr. Þ. 2. Lagðir fram sýslusjóðs- og sýsluvega- reikningar endursk., samþ. 3. Hreppareikn. með litlum eða engum ath. úr Kjós, Kjal. og Mosf. samþ. Við Seltj. allmiklar ath. Hreppsn. gefin áminning fyrir ókurteis svör og neitun að svara. Fullnægi skyldu sinni í því efni undir dagsektir. 4. Hreppavegareikn. úrskurðaðir. 5. Fóður- og fénaðarskoðunarskýrsl. framl. 6. Alþýðustyrktarsjóðsreikn. samþ. 7. Endurskoðari endurkos.: B. Bj. Grafarh. 8. Þjóðj. Valdastaðir í Kjós, kaupbeiðni, mælt með. 9. Kirkjuj. Bakki, Seltj., kaupb. sömul. 10. ---- Sogn, Kjós, — 11. Sveitaverzlun í Viðey, mælt með. 12. Samþykkt fyrir nautgriparæktunarfélög í Kjósars. frestað. Oddviti sendi sveit- unum afrit til umsagnar; leggist síðan fyrir næsta sýslun.fund. 13. Yfirsetukonuefni í Kjal., Sigr. Jónsd. frá Kalastöðum, mælt með. 14. Kaup á þinghúsi fyrir Mosf., allt að 600 kr., mælt með, ef til kemur. 15. Kosinn endurskoðari reikninga mótor- bátfélagsins „Búi“ (sýslan á 100 (rokr.) hluti í fél.), og til að mæta á aðalfund- um féh, B. Bj. Grafarholti. 16. Kosnir búnaðarþingsfulltrúar til 4 ára (hluttaka sýslunnar í þeirri kosning), Ág. Helgas. Birtingah. 5 atkv., Björn Bj. Grafarholti 4 atkv. 17. Verðlaunabeiðni úr Rækt.sj. fsl. frá Kr. Þork. Álfsnesi, mælt með. 18. Kaup á 3/4 úr jörðinni Þúfu í Kjós 1400 kr. til handa hreppssjóði þar(á fyr V4), samþ. 19. Kaup á vöruskýli í Miðbúðum við Lax- árvog sunnanv. í Kjós til handa hreppssj. 200 kr., samþ. 20. Út af erindi frá Kjósardeild Sf. Sl. um að fá aptur uppteknar fyrstu réttir f sýslunni, (er felldar voru niður við síð- ustu breyting reglugj. um fjallskil), voru kosnir til að endurskoða fjallskilareglugj. f. sýsluna fyrir næsta fund: Þ. G. og B. B. 21. Mosfellssveitarvegurinn : Þar sem þetta er fjölfarinn þjóðvegur (milli höfuðstað- arins og 3 landsfjórðunga) þótti nefnd- inni ósanngjarnt að héraðið þyrfti að leggja til */* byggingarkostnaðarins, án þess að ráða verkinu að neinu, og þar á ofan annast að öllu viðhald hans. Samþ. að leggja úr sýslusj. 3000 kr. til hans í ár, mót 1000 kr., er lofað er úr Mosf.sv. og 4000 kr. úr landsjóði með því skilyrði, að héraðið yrði laust við viðhald vegarins. 22. Umboð til oddv. til lántöku, ef til kemur. 23. Mosf.hr. veitt leyfi til lántöku í sama skyni, og að veðsetja jarðeignir sínar. 24. Skattamálanefndin ávörpuð. Vegna byrðarauka, er á síð. þingum eru lagð ar á sveitir og héruð, svo sem vegavið- hald, skólaskylda, símar o. fl. o. fl. var skattam.nefndin beðin að athuga, hvort ekki mætti heimila meiri skattkröfurétt héruðum (t. d. tekjuskatta, húsaskatta) og sveitum (t. d. ábúðar- og lausafj,- skatta hreifanlega ?) til hjálpar að stand- ast auknar byrða-álögur. 25. Hreppavegir samþ. 26. Sýsluvegagjald ákveðið 2 kr. á verkf. mann. 27. Ráðstöfun vegafjár. 28. Áætlun um tekjur og gjöld sýslusjóðs. 29. Áskorun um viðbótarveð frá H. J. Ála- fossi fyrir lántim og ábyrgðum sýslunn- ar hans vegna, nema allmikil afborgun sé á þessu ári. 30. Ákv. að senda afskriptir af fundargerð- inni f hreppana. Viðstaddur. Vatnsveitumálið er nú komið það áleiðis, að bæjar- stjórnin hefur á aukaíundi 9. þ. m. sam- þykkt að taka tilboðum frá Sophus Ber- endsen i Kaupmannahöfn um vatnspípur, stopphana og brunahana, því að tilboð hans um það voru lægst þeirra tilboða, er bæjarstjórninni bárust um þessi vatnsleiðsluáhöid. Um pípulagninguna komu fjögur tilboð, en eptir tillögum vatnsveitunefndarinnar var írestað á- kvörðun um þau. Danskur verkfræð- ingur, Holger A. Hansen, var ráðinn af hálfu bæjarstjórnariunar til að hafa eptirlit með verkinu fyrir hennar hönd. Kvað hann hafa mikla æfingu við þess- konar störf, og hefur meðal annars staðið fyrir bæjarvatnsveitu á Borgund- arhólmi. Vatnsveitunefndinni var falið að fá tilboð um gröpt hér og gera nauð- synlegar ráðstafanir til framkvæmda verksins. Samkvæmt tilboðum þeim, sem þegar eru komin um pípurnar, lagningu þeirra o. fl., verður kostnaður- inn að mun lægri, en eptir áætlun þeirri, er bæjarstjórnin byggði á, svo að ætlað er, að allur vatnsveitukostnaðurinn eða vatnsleiðsla ofan úr Gvendarbrunnum, muni ekki fara fram úr 400,000 kr. Rannsókn á Vatnsmýrargullinu hefur nýlega verið gerð í Berlín af þýzkum málmfræðingi og efnafræðingi dr. M. Grúner og Guðm. Hlíðdal raf- magnsfræðing, er nú dvelur þar syðra, og hefur hann skýrt Sturla kaupm. Jóns- syni hér í bænum irá þeim árangri í bréíi 23. f. m. Hefur hann sagt, að þar væri »þrisvar sínnum eins mikið gull og i Afrikunámunum, eða 45 gr. gulls í einu tonni«, en sýnishornið var litið, og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.