Þjóðólfur - 20.03.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.03.1908, Blaðsíða 1
60. árg Reykjavík, föstudaginn 20. marz 1908. JB 12. ^ðjlntningsbann áfengis. Nú á þessum tlmum er ósköpin öll rætt um frelsi og framfarir, enda mikið gert, sem er til verulegra framfara og þjóðar- sæmdar, svo sem ritsiminn, brýr yfir stór- ár, kvennréttindi o. m. fl. En nú er á dagskrá aðflutningsbannið á öllum áfengis- vínum. Að leggja bann fyrir að íflytja hingað nokkur áfengisvín, er að mínu áliti í fyllsta máta að gera þjóðinni þá mestu lítilsvirðingu, sem hægt er að hugsa sér, ef það yrði ofan á. Það er að gera íslendinga að Molbúum í augum allra menntaþjóða heimsins. Eg er svo langt frá, að halda með vín- nautninni, af því að eg sjálfur hef reynt hana og séð afleiðingar hennar; og ef eg hefði ekki hætt við vinfengi gamla Bakk- usar, fann eg það vel, að hann mundi 'eggja mig að velli, þótt mörgum þúsund árum væri hann eldri en eg. Eg hef ekkert hatur til Bakkusar, heldur sé eg hve ósjálfstæður eg var, að kunna ekki að brúka hann eins og siðaður maður. En getur nokkur hugsað sér að biðja um lög, sem fyrirbyggja allt það, sem menn geta skaðað sig á, með hóflausri nautn ? Þá verður að banna alla skapaða hluti, fasta og lausa, til notkunar Islendingum, °g hvernig færi það?! Vínnautnina nú í landinu tel eg alls enga i samanburði við það, sem áður var, áður en góðtemplarafélagið hófhératlögu sína. Reglan á ódauðlegar þakkir skyld- ar og þeir, sem að henni hafa starfað fram á þennan dag, fyrir þá skýlu, sem hún hefur dregið frá augum vínneytenda, °g sýnt þeim skýluna sjálfum með því, að sýna þeim fram á, að þeir væru verri en vilitir menn, þegar ofdrykkjan riði þeim um koll. En þeir fáu, sem nú brúka það og eru menn — eg meina ekki skríl- inn þeir þrúka það nú án þess, að margir af því viti Reglan og vínir alls bindindis, hvað áfengi snertir, mega ekki gera þjóðinni þá smán, að álíta hana óalandi, óferjandi og ósjálfstæða alveg, og fá í lög leitt að- flutningsbannið og svipta þannig marga menn mannréttindum með lagavaldi. Við erum að biðja Um aukið frelsi, en um leið að koma þvl Upp um QjrkUr, að við getum ekki haft það frelsi, sem við alla tíma hingað til höfum haft, það er að stjórna Bakkusi, en láta hann ekki stjórna °kkUr. Mér finnst þetta alveg hvað á m6ti öðru. Eptir þessu virðist mér, að Islendingum sé að fara aptur, en ekki fram, núna á 20. öldinni. Með þvj ag Jögbanna áfengi hingað til landsins, hverfur starf bindindisvina, sem eg kalla að nú hafi algert sigrað Bakkusar- nautnma í landinu. Hvað verður þá úr öllu því féf sem veitt hefur verið til út- breiðslu bindindinu og öllum þeim virð- ingarverðu störfum þeirra manna, sem af a,úð hafa gefið sig fram til þessa ? Alls ekki neitt. Þau hverfa og fa„a f dvala gleymskunnar, og um leið? hverfa þeir úr sögunni líka. En um leið og við sviptum sjálfa okk- UT mannréttindum með banninu, ef það kæmist á í skjóli heimskunnar, þá svipt- um við alla útlendinga líka réttinum til þess að geta keypt sér hér á landi áfengi, og um leið missum við talsverða peninga, sem okkar landsjóði hlotnast af áfengi því, sem hér er selt og lang mest gengúr til útlendinga. Það er ærlegt, að taka við þvf fé, sem eg og aðrir leggjum vilj- ugir í forðabúr þjóðarinnar. En með banninu eru bæði innlendir og útlendir útilokaðir frá að borga af frjálsum vilja til lands og þjóðar, sem eg neld fram, að hver einn hafi fyllsta rétt til að gera. Annars er mannréttindunum hnekkt. Sérvizkan er óvitinu verri. Eg állt, að hér komi fram á hæsta stigi vantraust á kynslóðinni, sem nú er og verður, með því nú að svipta hana sjálfstæði og trausti á sjálfri sér, til að velja og hafna, með fáurn orðum: að gera þjóðina mína að hálfþroskuðum Hottentotta eða Indíána. & vil ekki að öll þjóðin íþyngi sér með auknum álögum fyrir sárfáa drykkju- ræfla, sem aldrei hafa verið menn og aldrei verða menn, hvorki með eða án víns. Slíkir mannræflar verða alltaf til á meðan að heimurinn er til, og þessar mannrolur vilja þeir,'sem banninu fylgja, að drottni og skapi skatta og útgjöld að nokkru leyti. Væri ekki skynsamlegra að búa til lög, sem hegna fyrir ofnautn áfengis, eins og ritmeistarinn Stuart Mill heldur fram? En hvað er það, þó að 80—200 manns af liðugum 80 þúsundum í landinu van- brúki áfengi, ef þeir annars eru svo marg- ir sem vanbrúka það. Að svipta landið og þjóðina sínum frjálsa rétti fyrir sárfá ómenni, finnst mér alveg fjarstætt. Skyldi það hæna að landinu útlenda ferðamenn, ef þeir vissu, að hér væri alls engin á- fengisvín að fá ? Eða á að drepa allt sauðfé á landinu vegna þess, að sauða- þjófar hafa verið hér til og verða að llk- indum til á meðan að sauðfénaðurinn er til. Mér finnst þetta eiga svo skylt við aðflutningsbannið. Vegna þess að nokkrir menn vanbrúka vínið nú, þá á það ekki að flytjast. Apturhvarfið frá áfenginu, sem eg hef getið um, er að þakka bindindishreyfing- unni hér og engu öðru, og af þvf hefur þjóðin séð sóma sinn yfirleitt öll, nú helzt á síðari árum. Þetta er heiður fyrir hana og lofsvert, að svo er komið. Nú þykir öllum, sem menn eru, lítilsvirðing að láta sjá sig ölvaða. Bindindisvinir, og eg er einn af þeim, við megum ekki ofmetnast svo, að við álítum okkur óskeikula eins og páfann, þótt við séum bindindismenn. Við getum ekki fleygt öllum steinum úr götunni hvort heldur er, þótt eg sé sann- færður um, að flráðum sé alveg búið að kasta þeim úr vegi, sem að ofdrykkjunni miða. Einstaklingurinn verður sjálfur að fá meðvitund um, hvað sig skaðar eða batar, og fara svo í skauti sinnar eigin meðvitundar þá leiðina, sem hann hyggur til hagsældar horfa. Hvernig ætti nú að fara að gæta toll- svikanna, sem kynnu að leiða af bann- inu ? Sú aðgæzla væri alómöguleg hér á landi, nema ef tollþjónar væru eins og mý á mykjuskán kringum allt landið, hátt launaðir, og þó til lítils. Einhversstáðar yrði að taka þeirra laun. Én hvaðan? Af landsmönnum auðvitað. Sá skattur yrði að leggjast á þá og óátalin kannske tollsvik, sem með fylgdu. Hvað mundu tollsvikin geta geysað víða yfir á okkar strjálbyggða landi og mörgu höfnum? Góðtemplarreglan hefur ógleymanlegan heiður fprir það starf, sem hún hefur þeg- ar af lokið. En forðumst að hneppa okkur alla í útgjaldadróma, því það er alveg óumflýjanlegt fyrir þingið, að leggja nýja skatta á alla í staðinn fyrir áfengis- skattana, sem útlendingar nú borga mest frlviljugir. Méga þeir það ekki ? Vel veit eg, að börn og konur ofdrykkju- mannsins (sem á að hegna með lögum) lfða mikið á sál og líkama. En eg veit líka mikið vel, að of þungir skattar og álögur, sem verða afleiðingar af vínflutn- ingsbanninu, firra okkur alla bindindis- menn og konur og börn okkar, öllum hagsældum lífsins. En þess skal fyrst leita, sem mest liggur á. Það er hag- sældin. Eg vona, að allir sjái og játi, að eg hef ritað grein þessá hleypidómalaust, og óska, að sem flest blöð athugi vel það, sem eg hef sannfæringu um, að á eptir fari. Haldið áfram allir bindindisvinir, að út- rýma áfenginu með djörfung, viti og kjarki, en hlaupið nú ekki undan merkj- um og í felur frá ykkar loflega starfi, sem hefur borið þann ávöxt, sem eg áður hef um talað. Eruð þið nú uppgefnir að strfða lengur, þegar sigrinum er að heita má, algerlega náð á þann hátt, sem þið hafi hafið bardagann. Hafið þakkir fyrir allt, sem búið er í þessa átt, en óþakkir fyrir að stuðla að útgjaldaálögum á okk- ur bindindismennina, sem hljóta að verða af aðflutningsbanni áfengis til Islands. Að endingu býst eg við mótmælum. En eg vænti, að þau veroi á rökum byggð og sanngjörn, og mér verði bent á, hvaðan sá tollur á að takast, sem óumflýjanlegur er til landsjóðs í staðinn fyrir núverandi vfntoll, sem algert hverfur með aðflutn- ingsbanninu, en sem vínneytendur nú borga þegjandi og hljóðalaust. En sá hinn nýi tollur hlýtur að verða þvingandi lagaboð á landsmenn. Og hverjum er um að kenna? Einmitt sjálfum okkur, landsbúum. Væri það hagsýni? Nú vona eg og óska, að drottningin »Heimska« fái ekki völdin yfir huga og heiðri íslenzku þjóðarinnar, þegar hún nú á komandi hausti á að velja og hafna með atkvæðum sínum fyrir næsta þing, hvort hún vill nú aðflutningsbannið eða ekki. Hún sýnir f vali sínu, hvort hún er sjálfstæð, eða þá að hún ekki lengur treystir sér til að vera það gegn gamla Bakkusi, þótt hún sé nú búin áð koma honum á bæði knén. En það væri efni í nýja þjóðsögu, ef hún nu álftur sig svo viljalausa og hvern einstakan það lít- ilmenni, að falla fyrir karlinum, ef hann fær að koma til landsins. Sýni þjóðin heldur, að hún bjóði honum engan verustað í heilabúi sínu, þó að hann fái að koma eins og áðnr. Við það fellur karltetrið alveg flatur og hreyfir sig varla í fjörbrotunum, því að það er svo af honum dregið. Það er heiður, en hitt er afkáraleg lítilmennska. Eg spyr nú að endingu að stóru spurn- ingunni ? Hvar á að taka þær 330,000 kr., sem áfengistollurinn er áætlaður í fjárlögunum fyrir árin 1908—9, og sem borgast í landsjóðinn okkar þegjandi og hljóðalaust? Þessa tekjugrein er ómögu- legt fyrir landsjóðinn að missa, án þess að fá jafnháar tekjur í staðinn. En svo kemur, auk þessara 330,000 kr., sem landið tapaði við aðflutningsbannið, spán- ný útgjöld, sem yrði borgun til allra toll- þjóna kringum landið, 20—50,000 kr. eða meira, að eg held. Vænt þætti mér um, að sem flest dag- blöð okkar tækju athugasemdir mínar til meðferðar og íhugunar. Hér er um ekk- ert lítilfjörlegt mál að ræða, að því er mér virðist. / Ritað í febr. 1908. L. P. t Vigfús Jónsson á Búðum á Snæfellsnesi andaðist 19. febr. síðastl. Hann var fæddur í Borgarþingum á Mýrum árið 1851, og ólst þar upp. For- eldrar hans voru Jón Jónsson, langa tíð lausamaður í Borgarhreppi, ættaður afSnæ- fellsnesi, og Kristfn Jónsdóttir, ættuð og uppalin í Mýrasýslu. Þegar Vigfús var 16 vetra gamall eða 1867, fór hann vistferlum að Borg til Þorkels prests Eyjólfssonar, síðar að Staðastað (d. 19. des. 1891), og Ragnheiðar húsfreyju hans Pálsdóttur (d. 13 júlí 1905). Með þeim fluttist hann að Staða stað 1875, og þar var hann til þess, er hann byrjaði búskap á Lukku undir Ölduhrygg 1886. Hafði hann þá verið vinnumaður þeirra hjóna óslitið í 19 vetur. Haustið 1885 gekk Vigfús að eiga Ragnhildi Gísla- dóttur, er lifir mann sinn ásamt þrem dætrum þeirra, tveimur fermdum, Hildi Þor- kötlu og Katrínu, og einni innan við ferm- ingu, Rannveigu. Er Ragnhildur vel kynjuð í móðurætt og af nafnkenndri föðurætt, þó hér sé hún eigi rakin atvika vegna. — Áður en Vigfús kvæntist átti hann son með Guð- rúnu Jónsdóttur, er lengi var honum sam- tíða á Borg og Staðastað. Er það Gunnar Hermann skósmiður í Reykjavík (Vestur- götu 24), er að nokkru leyti ólst upp á Staðastað hjá Þorkeli presti og þeim hjón- um. — Vigfús bjó á Lukku 6 vetur og farnaðist mjög vel. Síðan bjó hann á Barða- stöðum í Staðarsveit 4 vetur, og féll þar nokkuð miður, enda beið hann þar tilfinn- anlega skaða af missi fénaðar. Vorið 1896 réðst hann til Sigurðar kaupmanns Sæmund- sen's á Búðum (nú í Reykjavík) sem hirð- ingamaður, og kona hans þá sem matselja. Var hann síðan þurrabúðarmaður á Búðum til æfiloka. Það er frá Vigfúsi að segja, að hann var maður f meðallagi hár, breiður um herðar, þrekinn mjög, rétt vaxinn og vel limaður, stinnur maður og starfdrjúgur. Að yfirlit- um var hann allfríður sýnum, höfuðstór, hálsstuttur og hálsdigur, ennisbreiður og lá hátt, skúfbrýndur nokkuð, dökkur á hár, rauðjarpur á skegg og granstæðið vítt, breið- leitur nokkuð og þykkleitur, augun grá og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.