Þjóðólfur - 20.03.1908, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.03.1908, Blaðsíða 2
46 ÞJOÐÖLFUR. skír, og lágu eigi djúpt, nefið frítt og fór vel. Hann var maður allvel skýr og hafði minni um marga hluti mjög trútt. í dag- fari var hann orðvar og glaðlegur, jafnlynd- ur og hógvær, bónþægur og hugull. Hug- arfar hans og innræti var það, að hann vildi ekki vamm sítt vita um orð eða verk, og það eitt gera til annara, er hann kysi að sér væri gert. Hann var trúmaður fölskva- laus og bænrækinn, og mátti aldrei heyra flysjungstal eða fleipur um neitt það, er snerti helgihald og trúrækni. Má geta þess í sambandi við þetta, að io eða 12 árin hin síðari, er Vigfús var hjá Þorkeli presti, lét prestur Vigfús og engan annan lesa hús- lestur. Stappaði mjög nærri, að prestur léti lestnr falla niður, ef Vigfús var eigi við. Munu þeir, sem þekktu skapferli prests og siðvendni, mega það ætla af þessu, að ekki hafi hann álitið Vigfús blandinn í trúnni eða afglapa í meðferð guðsorða. — Um húsbóndahollustu Vigfúsar mundi seint of mælt. Hún var þeim mun traustari til orða og athafnar, sem meira lá við, enda mun, ef til vill, sjaldfundin jafn fölskvalaus ást og virðing hjúa til húshænda sinna, sem sú, er kunnugir þekktu hjá honum. Þá mun slík trúmennska og tryggð, er hann sýndi vinum sínum, ekki á hverju strái. Um það geta þau börn Þorkels prests og Ragn- heiðar húsfreyju hans, er ólust upp með Vigfúsi, Ijósast vottað. Svo var hann þeim unnandi, trúr og tryggur til hinnstu stundar, að vart getur blóðskyldur bróðir eða systir þar við aukið. Umhyggjusemi hans fyrir þeim leynt og ljóst, í smáu og stóru, mun helzt eiga sér óvíða líka. Sem vott um trú- leik og dyggð Vigfúsar við menn, er með honum voru, má nefna það, að sú var venja meðan hann var á Staðastað, að trúa hon- um fyrir öllu. Öllum Ieyndarmálum var borgið hjá honum. Þyrfti að geyma eitt- hvað frá glötun, og um leið svo enginn vissi um það, þá var það falið honum. Þyrfti að muna eitthvað óskeikanlega, þá var það falið honum o. s. frv. Greiðvikni og hugulsemi, glögg réttlætistilfinning og þá eigi sízt kær- leiksylur til munaðarlausra og dýra allra, — það voru honum meðfæddir eiginleikar. Um trúleik hans og dyggð í verkum fyrir aðra en húsbændur sína, þarf varla að geta þess, að hann fór með allt eins og malið gull, var hagsýnn, skyldurækinn og afbrigða þrif- inn. — Hin síðustu 10 vetur æfi sinnar kenndi hann brjóstveiki, enda hafði hann síðan um tvítugt allt af verið skepnuhirðir og í heyjum á hverjum vetri. Fór veikin jafnan þyngjandi og leiddi hann loks til dauða eptir langa og þunga legu. — Varla er vafi á því, að við Vigfús áttu þessi orð: hæfur fyrir hærri stöðu, hann var sinnar stéttar prýði, sökum valmennsku hans, trúleika og sam- vizkusemi. Hefur og Jöklamaður einn minnst hans með vísum þessum: Trúr í verki’ og tryggur í hjarta, talaði ekki fals né lygi, trúar honum blysið bjarta birtu gaf og öruggt vígi. Yfir Kfsins urðaklungur upp til fjalla og nið’r ( byggðum fór hann gamall eins og ungur eina stefnu’, er lá að dyggðum. Húsbændunum hollur var ’ann, - hjúaprýði’ í máli og verki, — þeirra fyrir brjósti bar ’ann blessun. Þess voru ærin merki. Vinum sínum var hann dyggur vörður, bæði fjarri’ og nærri. Hvert sem þeirra leiðin liggur, lifir hann þeim ( minning kærri. Veraldar af fjánum fékk ’ann fæstu náð í hlöðu’ að safna, en með auðlegð aðra gekk ’ann innst í hjarta, trausta’ og jafna. Mönnum bæði’ og málleysingjum meiri kærleik sýndi’ hann flestum þeim, sem upp úr auradyngjum aumum látast buga’ að gestum. Þegar rifjast reikningarnir, rís upp hold af jarðardvala, orir verða allir farnir atburðir til ljóssins sala, mun þér drottins dómur rétta dyggra þjóna launin beztu fyrir þína sanna’ og setta sálardyggð og trúarfestu. Gatnall Búdari. „t*ess skal getið, sem gert er“. í 53. tölubl. Þjóðólfs f. á. stendur grein með yfirskriptinni: „Þess skal getið, sem gert er“. Mönnum hér um slóðir hefur orðið alltíðrætt um grein þessa, sérstaklega þó af því, að höf. hennar þykir halla þar réttu máli, að áliti voru og annara, sem þessu eru kunnugastir. Greinarhöf. — hver sem hann annars er — fer í áminnstri grein sinni mörgum fögrum orðum um hjálpsemi og góðgirni hjónanna í Hruna í Vestur- Skaptafellssýslu, Anesar Jónassonar og Sig- ríðar Jónsdóttur, og færir þar til nokkur dæmi, til sönnunar máli sínu. Við, sem ritum þessar línur, þykjumst vera nokkuð kunnugir nefndum hjónum og þeim sönnun- um, er greinarhöf. færir fyrir hjálpsemi þeirra og góðgirni; en af því að höf. heggur nokk- uð nærri okkur, og okkur finnst högg hans vera full þung, getum við ekki látið hjá líða, að gera nokkrar athugasemdir við sannanir hans. Höf. tekur helzt dæmi af síðastl. vetri, og getur þess, að nefndur bóndi hafi tekið kú allan tímann, — hvaða tíma vitum við ekki, ef til vill á meðan kýrin lifir(II), — þar að auki 4 hross í níu vikur; það mun nú satt vera. Svo kemur höf. að því, að nefndur bóndi hafi tekið 16 sauði, er ekki hefði mátt sleppa út, fyr en komið var fram á sumar. Þetta getur vel verið satt, að sauðunum hefði ekki m á 11 sleppa út, fyr en komið var fram á sumar. En meini gr.höf. það, að nefndur bóndi hafi hýst þá fram á sumar, þá hefur höf. verið í meira lagi ruglaður í tímatalinu, eða þá að hann hefur ekki skrifað réttan mánaðar- dag í dagbókina sína. Við vitum fyrir víst, að sauðunum skilaði bóndi af sér 9. apríl, og þá reiknast okkur — en við erum nú ekki æfðir reikningsmenn — að 2 vikur hafi verið eptir af honum vetrinum þeim. Betur að veturinn 1907—8 styttist um tvær vikur; mörgum mundi koma það vel hér um slóðir, sumarið var grasbrestasamt, og menn þar af leiðandi ekki vel undir veturinn búnir. Bót í máli er þó, að eiga þessa bjargvætti við hlið sér, er heiðruðum greinarhöf. verð- ur svo fjölyrt um(ll). Þá kemur höf. að því, að sýna í tölum, hve marga heyhesta Anes Jónasson hafi látið úr garði síðastl. vetur. Hér hefur honum skjátlazt, eins og fyr, hann hefur verið búinn að gleyma sam- lagningartöflunni, eða þá að hann hefur aldrei lært hana, af því að við vitum fyrir víst, að nefndur bóndi lánaði 13—14 hesta af heyi þetta vor, og þá vantar eptir okkar reikningskunnáttu, 6 eða 7 hesta ( 20. Þá kemnr höf. að því, hve mikið áðurnefnd hjón hafi hjálpað um af matbjörg, einkum síðastl. vetur, og nefnir hann sérstaklega okkur Fljótshverfinga sem þiggjendur að því. Það, að stórvandræði hefðu orðið hjá okkur Hverfingunum, ef þessir bjargvættir höf. hefðu eigi tekið í taumana, lýsum við helberósannindi.Að vfsu vitum við það, að einn bóndi ( Fljótshverfi fékk til láns hjá þeim nokkur pund af einhverri korn- vöru, en það er líka allt og sumt, að und- anteknum 8—9 hestum af heyi, er þrír bændur fengu lánað hjá þeim handa kúm. Greinarhöf. segir berum orðum, að „hér um“ — sjálfsagt nær og fjær“, eins og hann kemst að orði áður í áminnstri grein — hefðu orðið stór vandræði^ hefði engin hjálp fengist, þar eð næstliggjandi kauptún — Víkin — hefði ekki getað bætt úr þörf- um manna. En hvar var hjálp að fá? Hjá bjargvættum höfundar. En þá er hann sá góði maður farinn að Kta smáum augum á okkur Skaptfellingana, eða í það minnsta lénaðareign okkar, ef að fóður svona fárra gripa, eins og hann tilnefnir, og 13—14 hestar af heyi, muni geta bjargað heilli sýslu úr stórvandræðnm. Við segjum heilli sýslu, eða hver veit hvað, viljum við bæta við; orðin „nær og fjær“ eru að okkar áliti svo víðtæk, að við getum ekki hugsað okkur takmörk þess svæðis, er þau kynnu að ná yfir. Honum veitti sannarlega ekki af, mann- inum þeim, sem þetta hefur ritað, að litast betur um, en hann hingað til virðist hafa gert. Hann þyrfti að járna sér hesta og fá sér góðan fylgdarmann, er jafnframt gæti leiðbeint honum í landafræði, þótt ekki væri meira en um sýsluna, sem hann býr í. Enn- fremur viljum við í góðum tilgangi ráðleggja honum að fá sér góð gleraugu, sem stækka vel, áður en hann leggur út í slíkan leið- angur, ef ske kynni, að honum sýndist við ofurKtið stærii Skaptfellingarnir, en honum hefur hingað til sýnzt. Greinarhöf. segir, að þessi hjálp nefndra hjóna hafi tíðkazt árlega. Getur satt verið, að þau hafi hjálpað honum sjálfum árlega um hey og mat, það getur hann bezt dæmt um. Það er alls eigi ætlun okkar, að gera lítið úr hjálpsemi þeirra hjóna, Anesar og Sigríðar, nei, þvert á móti. Við viður- kennum það, að nefndur bóndi hefur í mörg ár verið byrgur af heyi og séð sér sjálþjp vel borgið, bæði að því er matbjörg og heyforða snertir, og er slíkt eptirbreytnis- vert. Líka hefur hann fyrirfarandi ár hjálp- að einstaka mönnum um nokkra hesta af heyi, einkum handa kúm. En að slíkt geti talizt sem bjargvættir stórum héruðum, nær engri átt, eins og allir skynsamir menn geta séð. Með línum þessum erum við að eins að leiðrétta það, sem rangt er hermt í framantéðri grein, og jafnframt að leitast við að koma höf. hennar í skilning um það, að það þarf meira en 13 eða 14 hesta af heyi og fárra gripa fóður um Ktinn tíma, til þess að bjarga okkur Vestur-Skaptfellingum frá fénaðarfelli, þótt við eigumj ekki margan fénað og séum fáir og smáir í augunum á honum, manninum þeim. — Ekki er margt fólk ( Hörgsl.- og Kirkjubæjarhreppum, og þó að orðin „nær og fjær“ nái ekki nema yfir báða þá hreppa, þá vitum við þó svo mikið, að nokkrir fjórðungar af einhverri kornvöru hefðu ekki bjargað þv( öllu frá hungursneyð yfir Iengri tíma. Getur vel verið, að heiðraður höf. hafi fnikið að þakka þessum hjónum. Það hefði hann gjarnan átt að gera, og undir eins geta þess, hve mikla hjálp þau hefðu hon- um sýnt. Öðru máli er að gegna með okkur. Við erum þannig skapi farnir, að við vjljum tala og þakka fyrir okkur sjálfir, og geta þess sem gert er, en ekki annars. Við, sem þetta ritum, höfum hingað til skilið íslenzka orðið gestrisni á þann hátt, að það ætti við þann greiða, er umfarend- um væri gerður á einn eða annan hátt, — en eptir orðum höf. í marg-áminnstri grein skilst okkur, að það eigi við það, að lána öðrum hey og mat, og taka fénað til fóðurs gegn fullri borgun. Um það, þfi að höf. geri einn mann úr tveimur, getum við ekki verið að rita langt mál, og látum því hér staðar numið, einkum þó af því, að við óttumst, að grein þessi, ef hún væri lengri, þreytti um of í honum augun, svo táðlegg- ingin okkar um gleraugun og landkönnun- ina kæmi honum að litlu haldi, en slíku viljum við ekki vera orsök ((I). Skrifað ( janúar 1908. Nokkrir Fljótshverjingar. Notið hinn heimsfræga Kína-líis-elixir. Hverjum þeim, sem vill ná hárri og hamingjusamri elli, er ráðið til að neyta daglega þessa heimsfræga, styrkjandi heilsubótarbitters. Magakrampi. Eg undirritaður, sem hef þjáðst 8 ár af magakvefi og magakrampa, er við notkun Kína-Iífs-elixírs Waldemars Petersen orðinn öld- ungis albata. Jörgen Mikkelsen, jarðeigandi. Ikart. Taugaveiklun. Eg, sem mörg ár hef þjáðst af ólæknandi taugaveiklun og þar af leiðandi svefnleysi og magnleysi, hef við notkun Kina-lífs-elixírs Waldemars Petersens fengið tölu- verða bót, og neyti þess vegna stöð- ugt þessa ágæta heilsubitters. Thora F. Vestberg Kongensgade 39. Kjöbenhavn. Brjósthimnubólga. Þá er eg lengi hafði þjáðst af brjósthimnubólgu og leitað læknis- hjálpar árangurslaust, reyndi eg Kína-lífs-elixír Waldemars Peter- sens og hef við stöðuga notkun þessa ágæta heilsubótarbitters feng- ið heilsu mína aptur. Hans Hemmingsen Skarerup pr. Vordingborg. "Varið yður á eptirstælingum. Gætið þess nákvæmlega, að á ein- kennismiðanum sé hið lögverndaða vörumerki mitt: Kínverji með glas i hendi og merkið i grænu lakki á flöskustútnum. Leikfél. Reykjavíkur, Og ,lri Pemilla', (síðari lcikirnir lýndir ad eins einu sinni), verðaleikin sunnudaginn 22. mar* kl. 8 síðdegis. Teklð á móti pöntunum í af- greiðslu ísafoldar. Cognac og Jrænðevin fra Frihavnen. Köbenhavn. I Ankere paa 40 Potter leveres: Fin gml. Cognac 8° 120 0re do 12° 165 0re. St. Croix Rom 12° 175 0re, schotch Whisky 12° 175 0re, Arak api 12° 175 0re pr. Pot. — Brændevin og Akvavit 8° 90 0re pr. Pot. Fin Portvin, Kirkevin, Rod- vin, Sherry, Caloric Punch, Likorer, Bitter og andre Sorter i Kasser paa 24 Potflasker eller 24 Fl^sker á ’/í Pot til billigste Eksportpriser. Alt leveret franko fortoldet overalt paa Island. A1 Emballage gratis. Udfor- lig Prisliste sendes paa Forlangende. Post Adresse: Chr. Funders EksporP forretning. Köbenhavn N. Eigandi og ábyrgðarm.: Hannes Þorsteinsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.