Þjóðólfur - 20.03.1908, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 20.03.1908, Blaðsíða 3
ÞTÖÐOLFUR. 59 ekki svo mikið til, pótt vatnsbóli væri spillt á pessum eina bæ, pví aö ef til vill mætti ná þar vatni á annan hátt. En annað væri lakara, er stór hætta gæti staðið af, ef Hraunsholts- lækur myndaði aðalafrennsli frá heilsu- hælinu, og það væri sýkingarhætta á skepnum, einkum kúm, því að sumrinu til væri beitt þar í kring öllum kúm úr Garðahverfi og allmörgum úr Haín- arfirði innanverðum, og gætu þær livergi náð þar í vatn, nema í læknum. Hefðu þeir, er heilsuhælisstaðinn völdu að líkindum ekki athugað þetta, eða séð neitt isjárvert við að gera lækinn að skolprennu, og þess vegna vildi hann nú þegar mótmæla því fyrir sína og margra annara hönd, að það yrði gert, ef það væri í ráði. En ef til vill mætti fá afrennsli frá hælinu annarsstaðar en um lækinn, t. d. út i hraunið, ef hælið I væri reist að sunnanverðu við lækinn, en þó mætti það tæplega kallast vel tryggt, með þvi að skolpið gæti eigi að siður komist í lækinn, sakir jarðvegsíns í hrauninu, nema því betur væri um búið. Yrði það samt sem áður ofan á, að láta skolpið fara í lækinn, væri ófor- svaranlegt annað en setja girðingar beggja vegna við hann alla leið tilsjáv- ar, svo að engar skepnur gætu til hans náð, en það mundi verða ærinn kostn- aður og til mikilla óþæginda á margan hátt fyrir skepnueigendur á þessu svæði. En hann kvaðst naumast geta imyndað sér annað, en að læknar þeir, er stað- inn hefðu valið, mundu gæta þess, að stofna ekki nágrenninu í stórvoða, en bæði sér og öðrum þætti mikilsvert að heyra sem allra fyrst umsögn þeirra um, hvernig þeir hafi hugsað sér að haga afrennsli frá hælinu, og hvort þeir ætli aö nota Hraunsholfslæk fyrir skolp- rennu, og þá með hverjum varúðarráð- stöfunum til að fyrirbyggja sýkingu af spilltu drykkjarvatni. Vér sögðum bónd- anum, að læknarnir .mundu eflaust fúsir tíl að gefa Garðahreppsbúum nú þegar skýlausa yfirlýsingu um þetta efni og taka frá þeim allan ótta, og lofuðum að koma þeirri fyrirspurn á framfæri, sem nú er hér með gert. Frá úílöndum engin stórtíðindi. Virdist óvenjulega við- burðalítið í heiminum um þessar mundir.— Frakkareigaalltaf í höggi viðMára í Mar- okkó, og unnuallmikinn sigur á þeim 8. þ. m. Hafa nú sent nýjan liðsauka suður þangað. — Mikið umtal hefur orðið á Englandi út af bréfi, er Vilhjálmur keisari reit Tweed- mouth lávarði, sjómálaráðherra Breta, og kvað það hafa átt að sannfæra ráðherrann °g ensku stjórnina um, að óþarft væri að auka enska herskipaflotann, því að floti hjóðverja væri lítilsháttar í samanburði v,3 hann. »Times« heimtaði bréfið gert keyrurn kunnugt, og fyrirspurnir um það voru gerðar í báðum deildum þingsins, en stjórnin neitaði að birta það, með því að það vaeri »prívatbréf«. Féll svo það mál niður, en ýms ensk blöð fóru allhörðum orðum um þessa aðferð keisara, er þau kölluðu óviðurkvæmilegan slettirekuskap, því að hann varðaði ekkert um, hvernig Bretar höguðu sjóvörnum sínum. Hinn 4. þ. m. brann stór barnaskóli 1 Cleveland í Ohio í Bandarfkjunum og brunnu þar inni 150 börn á aldrinum frá 9—12 ára. Sænskur maður, sem talinn cr bilaður á geðsmunum, skaut 12 skammbyssuskot- um inn um hallargluggana hjá Hákoni konungi í Kristjaníu 10. þ m., en kon- ungur og drottning voru ekki viðstödd, og höllin svo að segja mannlaus, enda særðist enginn. »Hvern þremilinn eig- um við að gera \ með konung f þessu Iandi«, sagði maðúriun um leið og hann var handsamaður. Nýlátnir eru: Friedrick v. Es- m a r c h, fyrrum háskólakennari 1 Kiel, nafnfrægur sáralæknir, 84 ára gamall, P a u 1 Thmtann, alkunnur þýzkur málari (f. 1834) og Pauline Lucca, þýzk söngkona, fyrrum heimsfræg fyrir íþrótt sína, rúmlega hálfsjötug að aldri. €rlenð síraskeyti til Þjóðólfs. Kaupm.höfn 18. marz, kl. 10,50 f. h. Ráðaneytisbreyting í Noregi. Lövland, forsætisráðherra Norðmanna farinn frá völdum, en Gunnar Knudsen kominn í stað hans. »Radikalt« (vinstri manna) ráðaneyti skipað. Sambandslaganefndin. Jón Sveinbjörnssnn cand.jur. er skrif- ari i sambandslaganefndinni (ásamt Knud Berlin). * H! * Af störfum nefndarinnar fréttist ann- ars ekkert, enda litt á veg koniin enn og þögn fyrirskipuð um það. Skrifað frá Höfn, að útlit sé fyrir gott sam- komulag meðal islenzku nefndarmann- anna. Fimm miljóna króna skulda- reikningnum og öðrum fjármálaútreikn- ingi Dana haldið að svo stöddu leynd- um í skjölum nefndarinnar. Eptirmæli. Hinn 20. f. m. andaðist bóndinn G e s t u r Eyjólfsson á Húsatóptum á Skeiðum, tæpra 56 ára, fæddur í apríl 1852. Hann kvæntist sinni eptirlifandi ekkju, Guðlaugu Ólafsdóttur, frá Eystra-Geldingaholti í Gnúp- verjahreppi 8. nóv. 1888; eignuðust þau 12 börn, og eru 8 þeirra á lífi. Hann varstak- asta valmenni, og svo bóngóður og greið- vikinn sem framast mátti vera, bezti gest- gjafi, manna vinsælastur, og því félagsmaður hinn bezti, sem er sárt saknað af öllum er hann þekktu. — Gestur heit. var heilbrigð- ur alla æfi, þangað til hann á svipstundu varð geðveikur á ferðalagi, og svo albrjálað- ur, og hélzt sú brjálsemi til dauðans. Dag- inn sama, sem átti að flytja hann til Reykja- víkur (að Kleppi), mælti hann, að ekki tæki að vera að flytja sig eða leggja á sig hend- ur, og sofnaði svo, en vaknaði aptur, albrjál- aður sem fyr, og andaðist sama kveld. n. Veðurskýrsluágrip vikuna frá lb. til 19. marz 1908. Marz Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. 14. -4- 0,5 -r 2,0 -F 3,5 ~T- 1,0 + 0,8 + 1,6 15- + 0,6 + Ö,1 + 2,0 -r- 0,0 + 5,o H- 0,5 16. + 1.1 -1- 0,3 -*- 0,2 -j- 4,o + 1,1 + 4,5 17. + °,2 -5* 1,0 -f- 1,0 -T- 4,0 + 2,0 + 4,5 18. + 3i° + 4,o + 6,0 + 2,0 -F i,4 0,0 19- + i,5 + 1,6 —1— CJ + 3,2 + 9,8 + 3,o Y firlýsing. Að gefnu tilefni skal því lýst yfir, að »Ungmennafélag Reykja- víkur« á alls engan þátt í skemmtun þeirri, er halda á í Góð- templarahxísinu næstk. laugardag og sunnudag, og ber félagið enga ábyrgð á þVí, er þar fer fram. Reykjavík 19. marz 1908. f. h. U. M. F. R. Jóhann Kristjánsson. OBSERVER! SYGE 0G LIDENDE. Islandske Mænd og Kvinder. De af denne avis’ læsere, som lider af sygdom, og i særdeleshed Kroniske sygdomme, opfordres herved til straks at tilskrive Medicinæ Doktor James W. Kidd, Box Y, Sói1/* Fort Wayne, Indiana, og for ham beskrive sine sygdomme; thi han har lovet aldeles gratis at tilsende Dem en Fri prövebehandling. Han har helbredet tusinder af kro- niske sygdomstilfælder, sygdomstilfælder som andre læger har opgivet som uhel- bredelige. Han er som en mester blandt læger, og hvad han lover det holder han. „Rheumatisme, Nyresygdom, Le- versygdom, Gulsot, Galdesten, Blæresyg- dom, og Blærekatarrh med inflammation, Mave- og Tarmsygdomme, Hjerte- sygdorn, Lungekatarrh, Asthma, Luft- rörskatarrh, Katarrh i Næsen, Halsen og Hovedet, Nervesvaghed, Kvindelig Svag- hed og Underlivslidender samt Blegsot, Neuralgi, Hoftesyge, Lændeværk, Hud- og Blodsygdomme, Urent, Giftigt Blod. Almindelig svaghed hos begge kön, íar- lige organiske sygdomme, Delvis Lam- hed“, etc., helbredes for at forblive varigt helbredede. Det er aldeles ligegyldigt hvad sygdom De lider af, eller hvor længe De har havt den, eller hvilke andre læger tid- ligere har behandiet Dem; thi Doktor Kidd lover at tilsende Dem gratis og paa sin egen bekostning en Fri forsögs- behandling, idet han föler sig aldeles forvisset om at kunde helbrede Dem. Alle omkostninger herved betales af ham selv, og De har intet at betale. Hans Lægemidler Helbreder. De har helbredet tusinder — næsten alle sygdomme — og de helbreder sik- kert og varigt. Lad ham helbrede Dem. Gjöre Dem fuldstændig fnsk og tilbage- give Dem fuldkommen helse og kræfter. Giv ham en anledning dertil nu; thi han lover straks at sende Dem utvilsomme beviser paa sine underbare lægemidlers overordentlige lægende egenskaber, uden en eneste cent i omkostninger for andre end ham selv. föet koster Dem intet.^ Han vil gjöre sit yderste for at hel- brede Dem. Han vil desuden sende Dem gratis en medicinsk videnskabs- bog paa ÍOI sider, omhandlende alle sygdomme, hvormed det menneskelige legeme kan behæftes, hvordan de kan helbredes og forebygges. Denne store, værdifulde bog indeholder desuden fuld- stændige diæt-regler for forskjellige syg- domme, samt andre værdifulde oplysning- er for en syg. Send ham Deres navn og fuldstændige postadresse nu i dag — straks — naar De har læst dette, tillige- med en beskrivelse af deres sygdom, og han vil gjöre alt i sin magt som læge paa en tilfredstillende maade at fjerne enhver tvil, som De muligens kunde have om hans nye og tidsmæssige lægemidlers evne til at helbrede Dem og befri Dem for sygdom, og af hvilken natur denne end maa være. Han sender ingen eíterretninger af i ; nogensomhelst slag. Intet underforstaaet. | Han sender Dem nöiagtig hvad heri | loves fuldstændigt gratis, hvis De tilskri- ver ham og beskriver Deres sygdom. Forsöm dertor ikke denne enestaaende, liberale anledning, men tilskriv ham nu i dag og adressér Deres brev saaledes: DR. JAMES W. KIDD, Box Y, 561V2 Fort Wayne, Indiana, U. S. A. af allri stœrð og g,erð, fást með bezta verði í verzlun Mjólkurskilvindan | ,VEGA‘ 'g er sú eina, sem uppíyllir allar •S þær kröfur, er gerðar verða til g> verulega góðrar og varanlegrar ^ mjólkurskilvindu, enda hefur hún hvívetna hlotið maklegt lof notendanna. Sjá blöð vor: S Þjóðólf 10/i, Lögréttu 15/i og t. d. ^ ísafold 15/2 þ. á. Pantanir sendist sem fyrst til undirritaðs umboðsmanns verk- Cd Í53 smiðjunnar á íslandi. <5. c7íg tRjarnason, Reykjavík. Lotterí hins ísl. kveníélags til ágóða fyrir berklahælið. Dregið var 17. þ. m. um vinn- ingana, og kom upp nr. 872 á silfurskeiðunum, en 805 á 50 kr. Vinninganna ber að vitja til frú Katrínar Magnússon í Ingólfsstræti 9, og afhenda um leið lotterí- miðana. fékk margvislegar vörur með y>Ster- ling«. Þar á meðal: Biscuit, fjölda teg. Appelsínur. Kartöflur danskar. Mestu kynstur af allskonar járn- vörum og smíðatólum. Postulíns kaffistell (kaffikönnur, sykurker, rjómakönnur og 6 bolla- pör) frá kr. 3,60 settið. Veiði- á h ö 1 d allskonar o. m. tl. Hjá undirrituðum fæst ef pantað ei : Húsgögn og búsgögn allskonar, hurðir og gluggar, skápar og kommóður, hjólbörur og handbörur, orf og hrífur, niðursagað og heflað efni í laupa og ýmislegt fleira, ef menn óska. P erðamenn, gerið svo vel og talið við mig. Selfossi við Ölfusárbrú. Kristján Ólafsson, trésmiður. Tilboð óskast i húsbyggingu sem allra fyrst. Gúli l*orb|arnaPSon.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.