Þjóðólfur - 20.03.1908, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.03.1908, Blaðsíða 2
48 ÞJOÐOLFUR svo stöddu, að ráðast í útgáfu jafnum- fangsmikils rits, en stjórninni var falið að komast eptir pví hjá eiganda hand- ritsins með hverjum kjörum hann vildi láta það af hendi til félagsins. Sam- kvæmt félagslögunum átti einn að ganga úr stjórninni, Hannes Þorsteinsson rit- stjóri, en var endurkosinn. Varastjórn- endur einnig endurkosnir (Benedikt Sveinsson ritstj. og Pétur Zóphónías- son ritstj.). Sampykkt var loks, að nýir félagsmenn gætu fengið alt pað, sem nú er komið út af bókum félagsins fyrir 10 krónur (auk 5 kr. árstillags p. á.) og eru pað hin mestu vildarkjör, svo að menn ættu hópum saman að þyrpast í félag- ið, pví að enn er hluttaka almennings margfalt minni en vera ætti. Félags- menn nú um 200. Til leiðbeiningar skal þess getið, að formaður félagsins er dr. Jón Þorkels- son landskjalavörður, og eiga peir að snúa sér til hans, erí félagið vilja ganga, en gjaldkeri Klemens Jónsson landrit- ari veitir tillögum félagsmanna viðtöku. Útsendingu félagsbókanna hefur þetta ár á hendi Jóhann Kristjánsson ætt- fræðingur (Austurstræti 3). ísfélagiö við Faxaflóa hélt aðalfund sinn 16. p. m. Viðskiptavelta félagsins næstl. ár um 73,000 kr. Sampykkt að greiða hlut- höfum 12% í vexti, en töluverður tekju- afgangur geymdur til næsta árs. Ghr. Zimsen konsúll, gjaldkeri félagsins, átti i að ganga úr stjórninni, en var endur- kosinn með lófaklappi. Sögulestur. Ung stúlka hér í bænum, María Jó- hannsdóttir að nafni, ættuð úr Stein- grimsfirði, las upp 13. p. m. fyrir all- mörgum áheyrendum kafla úr skáldsögu, »Systurnar frá Grænadal«, er hún sjálf hefur samið, eða hefur í smíðum. Að pví er ráða má af þessum köflum, er hún Ias, er sagan að vísu ekki sérlega veigamikil að efni, en furðu góð tilþrif innan um, og málið svo gott, að furðu gegndi hjá jafn ungum og óæfðum höf- undi. Lausavísurnar voru einkar lag- legar og lipurt kveðnar. En vitanlega verður ekki til fulls dæmt um skáldlegt gildi sögunnar í heild sinni eptir pess- um sýnishornum. Sumt í pessu er les- ið var bar vott um svo góðan smekk og svo heilbrigða hugsun og lipurt orða- va), að fáar stúlkur á sögusmiðsins reki mundu þar við jafnast. Má og vel vera, að hér sé »mjór mikils vísir« og alls ekki rétt, að kæfa niður með kulda og fyrirlitningarummælum pessa fyrstu til- raun stúlku þessarar í skáldsagnasmíði. pvi að þess verður að gæta, að fáir eru smiðir í fyrsta sinni og flest stendur til bóta. Sagan var lesin upp skýrt og skil- merkilega, en mjög blátt áfram, án allr- ar tilgerðar. Sýndi pað góðan kjark hjá tvítugri stúlku, að bjóða höfuðstaðar- búum til pessa upplesturs, tvisvar sinn- um meira að segja. Hún hafði heldur engan vansa af pví. Sterkur vilji og kjarkur fleytir mönnum langt áleiðis, og svo kann og að verða um stúlku þessa. , I^angheppilegasta leysinginG Ritstjórnargrein með þessari fyrirsögn i 7. tölubl. Pjóðólfs 14. f. m. hefur ver- ið snúið á sænsku og birtist hún í blað- inu »Upsala« í Uppsölum 4. p. m. En meðritstjóri pess blaðs er hr. Ragnar Lundborg, sá er nýlega hefur ritað bók (á pýzku) um réttindi íslands, mjög vel- viljaða í vorn garð. Og heldur hann þar fram hinum fyllstu sjálfstjórnarkröf- um af hálfu íslendinga gagnvart Dönum. „Laura“ kom hingað af Vestfjörðum 15. þ. m. og fór héðan til útlanda í fyrra kveld. Með henni sigldu Bjarni Jónsson frá Vogi (til Þýzkalands og Svípjóðar), Ein- ar Gunnarsson cand. phil. (til Þýzka- lands og víðar), Sæmundur Halldórsson kaupmaður úr Stykkishólmi o. II. ,,Sterling“ kom hingað frá útlöndum aðfaranótt- ina 18. p. m. Meðal farpega vorn Ein- ar Benediktsson fyrrum sýslumaður, Benedikt Þórarinsson kaupmaður, Jón Þórarinsson skólastjóri í Flensborg og frú hans. Ungkvennafélag hafa 32 ungar stúlkur stofnað hér í bænum að tilhlutun Ungmennafélags Reykjavíkur, og á petta nýja félag, er nefnist »Ungmennafélagið !ðunn«, að starfa á sama grundvelli og Ungmenna- félag Reykjavíkur. „Einar Þveræingur“ nefnist annað nýtt félag, einskonar klofningur úr Ungmennafélagi Reykja- vikur, og stofnað af mönnum, er sögðu sig úr því félagi vegnaóánægju yíir einu atriði í félagslögunum, er peir pó áður höfðu samþykkt. Félag þetla starfar ekki á sama grundvelli og önnur Ungmenna- félög, hefur meðal annars ekki bindind- isheitið sem skilyrði fyrir upptöku. Þrátt fyrir pennan klofning er Ungmennafé- lag Reykjavíkur allfjölmennt (um 100 manns) þótt ungt sé. Formaður þess er Jóhann Kristjánsson ættfræðingur, en í stjórn með honum: Arsæll Arnason bókbindari, Grímólfur Ólafsson verzl- unarmaður, Ólafur Ólafsson póstspjalda- útg., Tómas Tómasson yíirslátrari og Þorkell Klementz vélfræðingur. „Sameignarkaupfélag Rvikur“ nefnist félag, stofnað fyrir skömmu hér í bænum, aðallega fyrir forgöngu Verkmannafélaganna. Tilgangur pessa nýja félags er — samkvæmt 3. gr. fé- lagslaganna—að safna stofnsjóði—veltu- fé — með hlutum frá félagsmönnum til pess að geta ávallt keypt útlendan varning sem mest gegn borgun út í hönd — a ð safna varasjóði til að tryggia framtíð félagsins, að fækka svo sem unnt er öllum óeðlilegum milliliðum í verzlunarviðskiptum, að útvega félags- mönnum sem beztar vörur með svo góðu verði sem unnt er og koma inn- lendum afurðum í svo hátt verð, sem auðið er og að auka pekkingu fé- lagsmanna, einkum að pvi er snertir samvinnu, félagsskap, verklegar fram- farir, vöruvöndun o. s. frv. Starfssvið félagsins nær að eins yíir Reykjavíkur- bæ. Hvert stofnbréfgildir 10 kr. Félagið ætlar aö hafa verzlun og sölubúð í Reykja- vík og kaupa og selja vörur einungis fyrir peninga út i hönd. í stjórn fé- lagsins eru: Sigurður Sigurðsson bú- fræðingur (formaður), Jón Árnason prentari, Jón Magnússon frá Skuld, Pét- ur Guðmundsson bókbindari og Pétur Zóphóníasson ritstjóri. Drukknun. Hinn 14. p. m. fórst bátur frá Gerða- koti á Miðnesi og drukknuðu allir, er á voru: formaðurinn, Pétur nokkur frá Löndum, og 4—5 hásetar. Pað var all- skammt frá landi eða í lendingu, en fregnir um slys þetta óljósar enn. Sama kveldið bjargaði fiskiskútan »Langanes« úr Hafnarfirði fjögramanna- fari úr Keflavík, nokkru fyrir utan Garð- skaga; hafði það hrakið undan í ofviðr- inu pá um kvöldið, og hefði eflaust far- izt, ef ekki hefði viljað svo lieppilega til, að pað varð einmitt á ieið skútunn- ar, er hún var að sigla til hafs úr Hafn- arfirði. Góður afli. íslenzki botnverpillinn »Marz« (skip- stj. Hjalti Jónsson) kom inn í fyrra dag mcð 25,000, er hann hai'ði aflað á 10— 12 dögum. — Fremur^gott útlitmeðafla á þilskip og opna báta. Kveldskemmtun sú, er augíýst er hér í blaðinu, að eigi að vera i Góðtemplarahúsinu ann- að kveld og á sunnudaginn, hefur vak- ið mikið umtal hér í bænum, og hafa sanntrúaðir andatrúarmenn alveg ætlað af göflunum að ganga, yfir því, að par verði vofur sýndar á leiksviði. — Ágóð- anum af skemtuninni verður varið til styrktar berklaveikishælinu, en ekki fyr- ir Ungmennafélagið, eins og leikendurn- ir — sem flestir eru meðlimir pess — ætluðu sér í öndverðu. Um fölsuðu ísl. seðlana, er „Pólitilcen" 23. f. m.fsagði, að væru í umferð í Höfn, og líklega falsaðir hér á landi, heyrist nú ekkert getið frekar. En pað er víst, að Danir trúðu á þessa fölsun um eitt skeið, eða þóttust trúa því (sbr. 10. tbl. Þjóðólfs), hvort sem þeir sjálfir hafa lostið þessum kvitt upp eða ekki. Fregnbréf úr sveitinni, Ií r-vallasý-islii ofanv. 12. febr. Mannslát er eitt að segja hér efra, bændaöldungsins Magnúsar Jóns- sonar að Snjallsteinshöfða i Landhreppi. Hann dó dýrðlegum dauða, lagðist heill og glaður og rólegur, eins og ætíð var hans eðli, til hvíldar í vökulok á aðfanga- dagskveld síðastl. jóla, en hvíldi að morgni liðið lík með hönd undir vanga og hafði eigi hreyft legg né lið. Þannig dó hann, þessi ágæti öidungur, sem fyr og síðar var sómi stéttar sinnar, og fyrirmynd að flestum dyggðum og dáðum, og allra kunn- ugra manna hugljúfi að maklegleikum. Hann var á 92. aldtirsári, erhannþannig solnaði slðast. Hann var jarðaður að Árbæ í Holtum 10. jan., og var þar viðstatt margt manna. Þjóðólfur flutti í fyrra frásögn góða og allítarlega um Magnús sál., þar sem þess var getið, er nokkrir vinir hans héldtt honum 90 ára afmælishátíð og gáfu hon- um staf góðan til minja og stuðnings. Þar var og glöggt og rétt getið allra helztu æfiatriða hans og lýst mannkostum og æfistarfi hans, sem allt var jafnt mikið og margt og gott. Hér verður því sleppt, að skýra nokkuð nánar frá æfiferli Magnúsar, en að eins vísað til þess, sem Þjóðólfur flutti um hann í fyrra. En hér fór maður, sem vert er um að tala, og allir, sem þekktu, munu minnast með stakri virðingu, velvildar- og þakk- lætishuga. Það má og í fréttum segja héðan ofan að, að í des. síðastl. héldu Landmenn sameiginlega 50 ára afmæli oddvita þeirra, Eyjólfs í Hvammi, gáfu honum tóbaks- dósir úr silfri með gull-fangamarki og upphleyptum myndum allra húsdýra, góð- an grip, en konu hans brjóstnælu fagra, sungu honum kvæði o. s. frv. Þykir mörgum Eyjólfur slíks sóma vel maklegur af sveitungum hans, þar sem hann 1 nær 24 ár hefur allra manna mest og bezt staðið fyrir fiestum málum þeirra, bæði innan og utan sveitar, og á eflaust enginn einn maður jafnmikinn þátt og Eyjólfur í mörgu góðu gengi þessa litla hrepps, Landhrepps, sem eptir sand- og fellisárið mikla (1882) var afar illa kominn, og virtist varla eiga sér viðreisnar von. Eink- anlega hefur Eyjólfur ætíð verið þarfur sveit sinni í verzlunarmálum, og þá eiga líka sveitungar hans skilið það hrós, að þeir hafi haft vit og manndóm til að meta hann, bera traust til hans, kjósa hann fyrir sig og fylgja honum að vel- ferðarmálum. H e i 1 s u f a r hefur yfirleitt verið slæmt hér um slóðir, eins og víðar, það sem af er vetri þessum. Mislingarnir hafa víðast komið við, en óvíða banvænir. Þó hafa nokkur börn dáið, t. d. fyrir skömmu ný- fermdur efnispiltur, einkasonur Sigurðar bónda á Brekkum í Holtum ogýmsfleiri yngri börn hér og hvar um sýsluna. En með mislingunum og upp úr þeim hefur komið versta kvefsótt, sem viða hefur lagst öllu þyngra á börn, einkum smá- börn og gamalmenni, en sjálfir misling- arnir. Ekki hefur þó þessi kvefsótt orðið mannskæð enn, svo eg viti. Hefur þessi kvefsótt farið jafnt um allt, hvort misl- ingar hafa komið þar eða eigi. Allmargir bæir hafa getað varizt mislingunum til þessa, og er vonandi, að héðan af sleppi. þeir við þann leiða gest. V eðurátta eða tíðarfar hefur yfir- leitt verið óvenjugott til þessa. Haustið var reyndar stirt fram að jólaföstu, en þó ekki svo, að útifénaður væri tekinn á gjöf; en síðan og p.lla leið fram á þorra var tíðin ómunablíð, stirðnaði opt varla á polli um heiðríkar nætur og vanalega hiti um daga, 1—50 C. En slðan með. þorra hefur verið umhleypingasamt-.. Menn hér efra voru með lakara mótL heyjaðir í haust, því sumarið síðasta. var í meira lagi þurviðrasamt og kalt, og lylgdi því grasbrestur að sama skapi.. Kviðu menn því vetrinum og fækkuðu flestir fénaði, einkum stórgripum, mest úr fjósum. Og sjálfsagt hefði þessi fénaðar- förgun varla verið um of, ef til vill sum- staðar oflítil, ef erfiðum vetri hefði orðið að mæta. En nú er öllu vel borgið, og þar sem eg þekki nokkuð til, munu allirr verða vel byrgir með heyforða, hversu sem vetur verður upp frá þessu. Mest er um vert, að vorið verði gott, en und- anfarið hafa vorin verið slæm, köld og þur og gróðurlítil. L í ð a n eða efnaleg afkoma manna, ep yfirleitt dágóð, ef á allt er litið, og þá jafnvel fram yfir vonir. I því efni hafa, eflaust verzlunarsamtökin hjálpað einna bezt, en í þeim taka flestir búendur þátt og eiga hlut í þeim. Mest kveður að »Ingólfs«félaginu á Stokkseyri og Eyr- arbakka, sem bændur í Rangárvalla- og Árnessýslum stofnuðu í fyrra vetur. For- maður þess félags er Eyjólfur i HvammL og með honum í stjórn hr. hreppstjóri Gr. Thorarensen í Kirkjubæ og hr. Einar Jónsson á Geldingalæk. Framkvæmdar- stjóri er hr. Ólafur Árnason fyrv. kaupm.. á Stokkseyri, en sölustjóri Helgi Jónsson frá Bráðræði. Verzlun þess hefur veriði. mjög mikil, og gengið án allra slysa, nema hvað telja má hinn geysilega pen- ingadýrleika tilfinnanlegt óhapp; og þegar litið er til þessa, og þess einnig gætt, að> félagið borgar hverjum hluthafa hæstu bankavexti, eins og þeir eru nú, 872%, og hverjum skuldlausum hluthafa c. io°/o, verzlunarágóða, þá má vissulega segja, að þessi félagsverzlun hafi gengið mæta vel. Og þennan verzlunarágóða gefur nú þetta félag að eins af verzlun s ö 1 u - d e i 1 d a r sinnar, sem líklega nemur eigi meiru en helmingi allrar verzlunarinnar, því í félaginu er einnig pöntunar- deild, sem pantar og afhendir vörur með allra lægsta verði, án nokkurs álags, nema fyrir beinum kostnaði. En í þess- ari deild hafa feikimiklar vörur verið teknar. Á allt þetta ber að líta og ýmis- legt fleira, svo að menn, einkum þó vér, Ingólfsfélagar, getum dæmt sanngjarn- lega um þetta lífsnauðsynjafélag vort, og verið meira að segja, vel ánægðir og vongóðir. Fyrir þessum félagsskap standa Ifka svo góðir og vandaðir menn, og um leið vel hæfir, að óhæfa er að tortryggja eða óttast, 0 g einskis að óska nema þess, að vér, félagar, hjálpum þessum forustu- mönnum vorum til heillavænlegrar forustu , með manndómlegri fylgd vorri. F é1a gi. Utn YíJiisstaðahxlið fyrirhugaða iorust greindum og gætnum bónda úr Garðahreppi svo orð í sam- tali við ritstjóra þessa blaðs nú i vik- unni, að honum litist afarilla á, ef nota ætti Hraunsholtslæk sem skolprennu frá hælinu, eins og margir væru að spá að gert yrði. I læknum væri ágætt neyzlu- vatn, og væri hann t. d. hið eina vatns- ból frá bænum Hraunsholtí, þar sem ekki hefði hingað til tekizt að ná vatni með brunngrepti. Pað gerði nú að vísu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.