Þjóðólfur - 03.04.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.04.1908, Blaðsíða 1
60. árg. iReykjavík, föstudaginn 3. apríl 1908. Ríkisréttinði Dslanðs. Skjöl og- skrif. II. Höfundarnir hafa skipt þannig verkum tneð sér, að dr. Jón Þorkelsson hefur safnað skjölunum og samið skjringar og athugasemdir í sambandi við þau, en Einar Arnórsson hefur ritað yfirlit yfir stjórn landsins eptir 1262 frá réttarfars- iegu og lagalegu sjónarmiði og byggt á fornum heimildum. Skjöl þau, sem prent- uð eru í bókinni í heilu lagi, eru 1. Sátt- máli af hendi Norðlendinga og Sunnlend- inga um skattgjald til Hákonar konungs gamla og Magnúsar konungs lagabætis 1262. 2. Gamli sáttmáli samþykktur á alþingi 1263 (og 1264 og endurnýjaður síðan). 3. Bréi Magnúsar konungs laga- bætis með Jónsbók 1280. 4. Samþykkt íslendinga um endurnýjun á gamla sátt- mála við Hákon konung hálegg 1302. 5. Bréf íslendinga til ríkisráðsins í Noregi 1320 um skilmála eða hollustu við Magn- us konung minniskjöld. 6. Árnesingaskrá (hin eldri) frá 20. júlí 1375. 7- Hyllingar- bréf íslendinga til Eiríks konungs af Pommern frá 1. júlí 1419. 8. Áshildar- mýrarsamþykkt (Árnesingaslcrá hin yngri) bá 1496. 9. Bréf bænda og lögréttu- manna fyrir sunnan land tii Kristjáns konungs 2. 14. júlí 1520 um íslenzka hirðstjóra samkvæmt gamla sáttmála. 10. Eiðatökurnar 1551. 11. Alþingissam- þykkt frá 1588 um íslenzk lög og mót- mæh gegn löggjöf konungs upp á eigin hönd. 12. Alþingissamþykkt frá 1606, er mótmælir gildi »Garðsréttarins« frá 9. maí 1562 á Islandi. 13. Eiðarnir 1649. 14. Kópavogseiðarnir 1662. Við flestöll þessi skjöl hefur dr. J. Þ. ,gert lengri eða styttri skýringar og at- hugasemdir, en ítarlegastar eru þær um gamla sáttmála, aðdragandann að eiða- tökunum 1551» urn eiðana 1649 og 11 m alþingi 0g Kópavogseiðana 1662, Það hefur verið reynt að sanna það af sUm- um, þar á meðal einkum af Konráð jdaurer, ag ]xjnn SVo nefndi gamli sátt- máh- sem árfærður er til 1263—64, sé ekki hinn rétti, upphaflegi sáttmáli, er gerður hafi verig þessi ár, heldur væri það endurnýjux, fians við Háken konung hálegg frá r302. Ártalið i263 viðgamla sáttmála finnst að eins í einu handriti — skinnbók frá c jggg —. En dr. J. Þ. fserir góð rök íyr;r j,ví> ag ekkert sé því t'l fyrirstöðu, ag sáttmáli þessi sé hinn rétt sáttmáli millj íslendinga og Noregs- konungs trá I2&3 og 1264, og að það sé ékrekjanlegt- í sáttmálanum frá 1263 °g 1302 standi allt þag, er standa hafi °g staðið hafi 1 hinum eiginlega gamla sáttrnáia, og einmitt ekkert meira né ann- að’ og það sé aðalatriðjg. Má sjá það ijósast af samanburði á samþykktarbréfi Korðlendjnga °S ■'lunnlendinga frá 1262 V'ð samþykktarbréf Hndsmanna 1302 Það hinn er þvl lítiH vafi á, að vér höfum rHta gamla sáttmála, eins og hann %ar 1 hinnj upprunaiegu mynd 1263 og T2Ó4> °g verður því pýðingarlítið ag reyna að hnekkja gildi hans með þeirri stað- hæfingu, að hann sé yngri samsteypa. Því næst getur höf. þess, að í raun réttri hafi Islendingar verið að lögum lausir allra mála við Hákon konung há- legg, er rofið hafi gamla sáttmála með réttarbótinni 17. júní 1308, er tók af jarlsnafn og lendra manna í öllu »Noregs- konungsríki«, nema 1 Orkneyjum, og bauð að í þeirra stað skyldu koma hirðstjórar, því að þótt réttarbót þessi væri norsk og aldrei samþykkt af íslendingum, snerti þetta ofríki ísland ei að síður og svipti það jarlsdæminu, sem ekki var til fulls afnumið fyr en þá, þótt. konungur van- rækti áður að skipa jarl yfir landið, og virti að því leyti að vettugi kröfur lands- manna 1 gamla sáttmála, eða það höfuð- skilyrði, að jarl skyldi æzti valdsmaður nefnast. Síðar færðu konungarnir sig betur upp á skaptið, er flestir hirðstjór- arnir voru útlendir, alveg gagnstætt ósk- um landsmanna, t. d. í bréfinu til norska rlkisráðsins 1320, þar sem heimtað er, að allir valdsmenn á landinu séu islenzkir. Hafa og Islendingar aldrei lögtekið, að hafa hirðstjóra yfir sér í stað jarls. Þá færir nöf. rök fyrir því, að konungs- I erfðir hafi ekki staðið 1 Jónsbók frá upp- hafi, samkvæmt Skálholtsbók, bezta hand- ritinu af Jónsbók, heldur sé þeim skipað þar aptan við lögbókina. Frásögn höf. um aðdraganda siðbreyt- ingarinnar á 16. öld er mjög ítarleg, og frá sögulegu sjónarmiði sá kafli í bókinni, sem einna mestur veigur er í og flest nýtt hetur til brunns að bera. Er þar rakið í samfelldu máli syndaregistur Noregs- konunga og Danakonunga gagnvart Is- landi allar götur ofan frá leiðangurs- útboði Eiríks konungs Magnússonar 1286 til herskipasendingarinnar til landsins 1551, kúgunareiðanna á Oddeyri og ránskapar Dana á munum klaustra og kirkna. Er það alllöng skrá og ekki ófróðleg, ekki sízt um tilraunir þeirra Kristjáns 2., Frið- ] riks 1. og Kristjáns 3. að veðsetja ísland Englandskonungi fyrir peningaláni. Má það kalla hendingu eina, segir höf., að Islendingar eru ekki fyrir langa löngn orðnir þegnar Englandskonungs, því að eflaust hefði veðið aldrei innleyst verið, og farið um það eins og fór um Orkn- eyjar og Hjaltland, er Kristján konungur fyrsti veðsetti Skotakonungi, og hurfu undir Skotlandsríki, er innlausnin fórst fyrir. Höf. skýrir allítarlega frá yfirgangi konungsvaldsins f siðaskiptakúguninni og andófi biskupanna Ögmundar og Jóns gegn hinum nýja sið. Til skýringar prent- ar hann kafla úr ýmsum bréfum, t. d. úr umburðarbréfi Ögmundar biskups i2.marz r539 til allra manna í Skálholtsbiskups- dæmi gegn kenningu Lúters og úr bréfi almúgans ds. á Öxarárþingi 30. júní 1540, er Jón biskup sendi konungi, en í því bréfi er það ljóslega tekið fram, að menn neyðist til að flýja landið, ef þeir verði kúgaðir til að taka þennan nýja átrúnað. Þá var það, að konungur sendi Kristófer Hvítfeld með tveimur herskipum til ís- lands 1541) enda var alþingi það ár háð undir vopnnm danskra hermanna, eins og Kópavogseiðarnir síðar, en konungur fékk vilja sfnum framgengt og »ordinanziuna« samþykkta fyrir vikið. Var þá og Ög- mundur biskup tekinn og fé hans hrifsað undir konung, alltsaman með ofrfki og hervaldi, enda hafa þau vopn dugað Dönum bezt til að þröngva kosti Islend- inga fyr á tímum; það er einnig svo handhægt og hættulítið, að beita þeim gegn algerlega varnarlausri þjóð. Um Jón biskup Arason og aðdragand- ann að aftöku þeirra feðga ritar höf. skýrt og skorinort, og ber Jón biskup og syni hans eindregið undan því ámæli um landráð og meinsæri, er bæði Finnur biskup og aðrir rithöfundar hafa talið þá seka í, einkum biskup. lekur höf. það fram, að dómur Finns biskups og annara, er skrifað hafa um siðabreytinguna hér á landi, hafi um þetta efni og annað, er þar að hnígur, lítið að merkja, þvl að þeir hafi flestir skrifað hneyksianlega hlut- drægt, fegrað í öllu siðaskiptamenn og og hallað greypilega á Jón biskup og og hans menn, og mun það naumast of- mælt. Hrekur höf. lið fyrir lið höfuð- sakir þær, er á Jón biskup voru bornar í Oddeyrardómi 1551, en þar stóðu vopn- aðir hermenn yfir dómendunum, eins og yfir þeim, er eiðana unnu' daginn áður. Má því nærri geta, hverjar hefðu orðið farar þeirra, er dirfzt hefðu að verja þá feðga. Um sjálfa eiðana ferst höf. þannig orð, að þær skuldbindingar, jafn gífur- legar sem þær voru, hafi í sjálfu sér verið nlðingsverk og markleysa, er enginn hafi verið skyldugur til að halda lengur en hann var neyddur til, enda hafi þær verið ósamrýmanlsgar hinnm forna sáttmála og óbrjáluðum lögum landsins. Markleysan verður og enn áþreifanlegri við það, að hirðstjórinn (Otti Stfgsson) sver eið, sem beinlínis skírskotar til hinna fornu sáttmála við Noregskonung, sver með öðrttm orðum að halda þá sáttmála, sem hann sjálfur er að rjúfa. Höf. kemst því að þeirri niðurstöðu, sem er alveg rétt, að með eiðunum og skuldbindingunum frá 1551 hafi íslendingar að engu leyti sleppt neinu af hinum fornu ríkisréttind- um landsins. En Kristján konungur 3. verður alls enginn dýrðarmaður eptir gagnrýni höf. á gerðum hans og öllu hátterni við Islendinga, ránið og grip- deildirnar á munum kirkna og klaustra o. fl. ófagurt athæfi í skjóli hins nýja siðs, enda víkur höf. því að lokum undir dóm lesendanna, hver maður Kristján konungur 3. hefði verið, efyfirhann hefði átt að ganga íslenzk lög og dómur hér á landi. Um hyllingareiðana til Friðriks kon- ungs 3. á alþingi 1649 prentar höf. frá- sögn Vatnsfjarðarannáls hins eldra, Fitja- annáls og Vallholtsannáls, ásamt ágripi úr riti Runólfs skólameistara Jónssonar »Norrigia illustrata Khöfn 1651, er greini- legast iýsir eiðatöku þessari, og eru þar meðal annars talin nöfn allra þeirra, er eiðana unnu, eða voru »viðstaddir« á al- þingi 1649, °g er su slcrá hyergi annar- staðar í öðrum heimildarritum. Við hyll- ingareiða þessa er það helzt markvert, að Friðrik lconungur 3. heitir landsmönnum í bréfi 18. marz 1649 að láta þá njóta laga og réttar og fá að halda öllum vel 15. fengnum einkaréttindum og frelsi, sem þeir hingað til hafi haft, og við þetta er hyllingin miðuð í mörgum bréfum almúg- ans í sambandi við eiðana. Á þessu sama þingi (1649) voru og afboðnir út- lendir sýslumenn hér á landi »eptir göml- um Islendinga sáttmála«. Þá kemur frásögnin um alþingi og Kópa- vogseiðana 1662 og aðdragandann að þeim, og er það alllangt mál og ítarlegt að vonum, því að sú saga er merkileg, en ekki er hér rúm til að skýra nákvæm- lega frá því, enda nægilegt að skírskota til sjálfrar bókarinnar. Er það nú og komið á daginn, eptir nýfundnum heim- ildum, að sömu kúguninni með hfervaldi hefur verið beitt við Kópavogseiðana, eins og 1541 og 1551 og optar, og að bæði Brynjólfur biskup Sveinsson og sér- staklega Árni lögmaður Oddsson hafa harðlega mótmælt þessum skuldbinding- um, þótt þeir loks væru kúgaðir til að láta undan með ógnunum. Sést það ekki að eins af þessu, heldur ýmsu fleiru, að Árni lögmaður hefur verið hinn ágætasti og mætasti maður, er þá var uppi á iandi hér, en það hefur hingað til hvorki verið nægilega kunnugt eða fyllilega viðurkennt, eins og vera ætti. En héðan í frá hyggj- um vér, að minningu hans sé borgið frá gleymsku hjá þjóð vorri. Og fer það að maklegleikum. Vér eigum ekki svo marga ágætismenn meðal þjóðar vorrar síðan á þjóðveldistímanum, að vér höfum ráð á að glata minningu þeirra. Brynjólfur biskup á og allan heiður skilið fyrir framkomu sína gagnvart konungsvaldinu, en hann átti við ramman reip að draga. En eng- inn efi er á því, að hann hefur verið einhver hinn mikilhæfasti biskup þessa lands að fornu og nýju fyrir margra hluta sakir. Átti hann meðal annars mikinn þátt í því, að hrinda af landsmönnum skatti eða fjárframlögum til að kosta hlut- fallslega við Dani gæzluskip til varnar gegn Tyrkjum og öðrum erlendum ráns- mönnum, þótt það væri skylda konungs að kosta það að öllu leyti, úr því að hann tók allar tekjur af landinu. Þessi her- varnarkostnaður, er demba átti á lanuið, var síðasta tillagan, en Bjekke bar upp á Kópavogsfundinum, og var þar allt á sömu bókina iært. En líklega hefurBjelke tundið, að byr hans mundi ekki mikill verða hér í landi upp þaðan, og kom hann aldrei til Islands síðan, þótt hann væri höfuðsmaður landsins full 20 ár eptir kúgunareiðana í Kópavogi. I sambandi við þessar eiðatökur hefur dr. J. Þ. látið prenta minnisgreinar eptir Árna Magnússon um höfuðsmennina, fó- getana og aðra umboðsmenn konungs á Bessastöðum frá því um 1633' og fram um 1700. Nefnist það »Bessastadensia« og er allfróðlegt. Hafa minnisblöð þessi ekki verið áður prentuð 1 heilu lagi. Og þótt þau snerti ekki beiniínis efni það, er bók þessi fjallar um, þá er það þó óbeinlínis, með því að þar eru ýmsar frá- sagnir um yfirgang og óþokkaskap Bessa- staðavaldsmannanna á 17. öld, og miðar það allt til að skýra betur, hvernig stjórn Dana á landinu var háttað á þeim tfmum. Er og margt í þessum minnisgreinum, er ekki þekkist annarstaðar frá, þótt um ýmislegt sé annarstaðar frekar kunnugt.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.