Þjóðólfur - 29.05.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 29.05.1908, Blaðsíða 1
60. árg. Reykjavík, föstudaginn 29. maí 19 08. Jfs 25. Álit off breytingartillögur íninni hlutaug m. ni. Eins og nú er alkunnugt orðið, varð Skúli Thoroddsen að lokum einn síns liðs fslenzku fulltrúanna til að halda uppi hinum fyllstu kröfum, er allir ísl. fulltrúarnir fylktu sér upphaflega um, og héldu allir fast fram lengi fram eptir, eða allt þangað til að undirnefndirnar fóru að bræða saman aðalfrumvarpið. Eptir því sem nú er fram komið, hefði óefað verið langæskilegast og íslenzku fulltrúunum til mestrar sæmdar, að hvika hvergi frá þeim grundvelli, er þeir sameiginlega höfðu lagt í fyrstu, en sá grundvöllur var í fullu samræmi við ályktanir Þingvallafundarins. Fulltrúar vorir eiga skilið þakkir fyrir, að þeir komu sér saman um þá afstöðu, ekki sízt ráðherrann og flokksmenn hans, er and- vfgir höfðu verið þeirri stefnu. En það þakklæti hlýtur að verða endasleppt, úr því að svona fór að lokum, að allir nema Skúli þokuðust af þeirri undirstöðu, þá er Danir tóku að spyrna fast á móti. Vér erum sannfærðir um, að engir hefðu áfellt nefndarmennina, þótt þeir hefðu komið heim svo búnir, án þess nokkrir samningar hefðu tekizt. Menn hefðu þá vitað, hversvegna samningarnir hefðu strandað, þ. e. á samheldni fsl. fulltrú- anna gagnvart Dönum, og það er enginn efi á, að þjóðin hefði kunnað að meta þá festu, flokkadrættir og flokksofstæki hefði þá hjaðnað niður, að mestu eða öllu leyti, og þjóðin skipað sér saman í þéttan flokk gagnvart útlenda valdinu. Það hefði verið ómetanlegur vinningur. En sjálfsagt telja frumvarpsmennirnir, að j f þessu nýja frumvarpi séu svo miklar réttarbætur fólgnar oss til handa, að ófor- svaranlegt sé að hafna því. En á það I mun meginþorri þjóðarinnar tæplega fall- ast, er menn hafa kynnt sér málið til hlítar. Skúli Thoroddsen hefur f ágreinings- atriði sfnu drepið á hin helztu atriði, er varúðarverðust eru í frumvarpinu og telj- ast mega óaðgengileg. Þetta álit hans er nú prentað í fylgiblaði við »Þjóðvilj ann« og víðar, og prentum vér það hér á eptir ásamt breytingartillögum hans, er menn verða að bera saman við frumvarpið sjálft, sem prentað er í 22. tölubl. Þjóðólfs 15. þ. m. Skúli samdi vitanlega álit sitt og breytingartillögur á dönsku, en nægilegt virðist að birta hina íslenzku þýðingu af ágreiningsskjáli hans, og er hún á þessa leið: »Eg undirritaður hef ekki séð mér fært að ganga að lagafrumvarpi því, sem fjögra manna nefndin hefur samþykkt, og hef þv( áskilið mér ágreiningsatkvæði og til- kynnt, að eg bæri fram breytingartillögu. Ástæða mfn fyrir þessu er sú, að eg tel það nauðsynlegt, til þess að fullnægja hinni íslenzku þjóð og varðveita hið góða samkomulag meðal beggja landanna, að lagafrumvarpið beri ljóslega með sér, a ð ísland sé fullveðja ríki og ráði að fullu öllum slnum málefn- um og njóti í allastaðiiafn- réttis við Danmörku, og séað eins við hana tengt með sameiginlegum konungi. En eptir mínum skilningi er fyrir þetta girt, þegar einstök mál (utan- ríkismálefni og hervarnir á sjó og landi) eru undanskilin uppsögn þeirri, sem 9. gr. heimilar, en fengin umsjá danskra stjórnarvalda með slíku fyrirkomulagi, að Island getur því að eins tekið þátt í þeim eða fengið þau sér í hendur, að löggjafar- vald Dana samþykki. En þegar íslend- ingar vita það með sjálfttm sér, að þeir fá sér í hendur með tímanum að nokkru eða öllu leyti fullveldi yfir málefnum þessum, þegar þjóðin æskir og finnur sig færa til, þá mun það, að minni ætlan, áreiðanlega leiða til þess, að þjóðin unir vel hag sínum og vill ekki hrapa að neinu því, sem gæti bakað þessum tveim ríkjum vandræði á nokkurn hátt. Eg finn ekki, að sú mótbára sé á neinum rökum byggð, að hin fyrirhugaða sjálfstjórn Islands í utanríkismálum sínum gæti ef til vill leitt til erfiðleika gagnvart öðrum löndum, því að auðvitað sjá bæði ríkin jafnt hag sinn ( því, að gæta hinnar nákvæmustu var kárni í öllu því, sem snertir skipti þeirra við önnur ríki. Að líkindum mundu og ekki heldur verða vandræði úr því, að frið- trygging hins íslenzka ríkis yrði viður- kennd að alþjóðalögum. Ákvæðið f 5. gr.: »Danir og Islend- ingar á Islandi og Islendingar og Danir í Danmörku njóta fulls jafnréttis í alla staði«, finnst mér einnig varhugavert, sérstaklega af því að uppsagnarákvæði 9. gr. nær ekki til þess ákvæðis. — Þessi skipan er ekki heimiluð í lögum, sem nú gilda, og miðar því að takmörkun á lög- gjafarvaldi beggja landa því sem nú er, og þegar borin er saman fbúatala Is- lands og Danmerkur, þá getur þtssi tak- mörkun komið óheppilega niður við ein- stök tækifæri á ókomnum tímum, séð frá íslenzku sjónarmiði. Verzlunarfánann út á við tel eg al- íslenzkt málefni, samkvæmt gildandi stjórn- arskrá Islands, og sé enga ástæðu til að ráða til breytinga í því efni. Samkvæmt þessum stuttu athugasemd- ufn leyfi eg mér að bera frarn þessar Breytingartillögur vid frumvarp til iagn nm réttarsainliand Panmefknr og íslands. 1. Við 1. gr. í stað orðanna: »Tsland er frjálst og sjálfstætt land, sem verður ekki af hendi látið«, komi: »ísland er frjálst og fullveðja ríki«. 2. Við 1. gr. I stað orðanna: ríkissam- tenging, hin danska ríkisheild* komi: »rfkjasamband«. 3. Við 3. gr. 3. tölul. Á eptir orðunum »5. janúar 1874« komi: »Herskapar- umbúnað eða herskaparráðstafanir má ekki gera á íslandi nema stjórnarvöld Islands hafi veitt til þess samþykki sitt. Leitað skal sem fyrst við að fá frið- *) Hér standa önnur orð f hinni íslenzku þýðingu hins danska frumtexta, og er það sumpart villandi þýðing. tryggingu hins íslenzka ríkis viður- kennda að alþjóðalögum«. 3. Við 3. gr. 4. tölul. 3. gr. 4. töluliður orðist svo: »Gæzla fiskiveiða í land- helgi Islands, að óskertum rétti Islands til að auka hana«. 5. »3. gr. 8. tl. Kaupfáninn út á við« falli burt. 6. Við 5. gr. I stað orðanna: »Um fiski- veiðar í landhelgi við (strendur) Dan- merkur og Islands« komi: »(Jm fiski- veiðar í landhelgi beggja ríkjanna«. 7. Við 8. gr. I stað orðanna: serdóms- forseti hæstaréttar sjálfkjörinn odda- maður« komi: »skal hlutkesti ráða, hvort dómstjóri hæstaréttar, eða æzti dómari á Islandi skuli vera oddamaður«. 8. 9. gr. hljóði svo: »Þegar liðin eru 20 ár frá því þessi lög öðlast gildi, þá getur hvort sem er alþing eða ríkis- þing krafizt endurskoðunar á þeim. Leiði endurskoðunin ekki til nýs sam- komulags innan þriggja ára frá þvf er •endurskoðunar var krafist, má heimta endurskoðun á ný á sama hátt og áð- ur að fimm árum liðnum, frá því er þriggja ára fresturinn er á enda, og takist þá ekki að koma á samkomu- lagi milli löggjafarvalda beggja rfkj- anna á hinni fyrstu reglulegu samkomu þeirra eptir það, er endurskoðunar- krafan var gerð, þá ákveður konungur, eptir tillögu um það frá ríkisþingi eða alþingi, að sambandinu skuli að nokkru eða öllu vera slitið með tveggja ára fyrirvara, að konungssambandinuundan- skildu. Verði sambandinu þá að eins slitið að nokkru, fer um endurskoðanir laganna framvegis og uppsagnir, sem fyrir kunna að koma, svo sem hér er fyrir mælt á undan. Kaupmannahöfn 3. maí 1908. Skúli Thoroddsen. * * * Um breytingartillögur þessar skal þess getið, að þær miða allar að því, að færa frumvarpið í þann búning, er ísl. nefndar- mennirnir höfðu hugsað sér upphaf- lega og komið sér saman um að fylgja fram. Það var því óheppilegt, að breyt- ingartillögur þessar voru felldar með öllum atkvæðum gegn Skúla eins, því að þótt binir ísl. fulltrúarnir hafi þá verið orðnir bundnir við borð að fylgja aðalfrumvarpinu, þá hefðu þeir fyllilega getað varið þá afstöðu sína, að greiða alls ekki atkvæði, hvorki með né móti breytingartillögum Sk. Th. Það hefði litið betur út, en að standa upp gegn þeim, úr því að ætla má, að þeir hafi verið samþykkir efni þeirra í hjarta sínu. Danir voru alveg einhlítir um að fella þær, og hefðu helzt átt að vera látnir einir um það. Það mun óhætt mega fullyrða, að þeir sem þykjast vera harðánægðir með frumvarpið í þessari mynd, sem það er, eru það alls ekki í raun og veru, og mundu gjarnan kjósa breytingar á því í ýmsum atriðum. Og alls ekki sízt þeir, sem fyrir fram voru ákveðnir að fallast á gerðir nefndarinnar, hvernig sem þær hefðu orðið, því að þótt undarlegt megi virðast, þá er sá flokkur til í landinu og ekki allfámennur, sem að eins lítur á málin frá flokkssjór.armiði og fylgir ein- stökum mönnum í algerðri blindni, að eins til að þóknast þeim, en alls ekki af nokkurri sjálfstæðri skoðun á málefninu. En því fer samt betur, að slíku fólki fer fremur fækkandi, og að augu manna opnast smátt og smátt fyrir því, hversu öfugt þetta er og óviðurkvæmilegt á all- an hátt. Nú má ef til vill ganga að því vísu, að nefndarmennirnir allir eða flestir haldi því fast fram, að frumvarp þeirra verði að samþykkjast öldungis óbreytt. En hitt er engu síður víst, að þjóðin gengur naum- ast að því óskorað. Hún mun krefjast breytinga á því, einmitt hinna sömu eða svipaðra, eins og Skúli Thoroddsen hefur farið fram á. En sé enginn vegur að fá slíkum breytingum framgengt, er senni- legast, að tvísýnt verði um líf frumvarps- ins. En hví skyldi nú þegar fullyrða, að Danir fáist alls ekki til að þoka enn um set, t. d. gagnvart alþingi, þótt þeir vildu ekki lengra ganga við nefndina? Hefðu þeir boðið skilnað nú þegar, ef þessu væri hafnað, þá hefðu þeir sýnt með því, að þeim hefði verið það alvara, að ganga alls ekki lengra. £n eptir því sem Skúli hefur símað hingað nýlega, þá hefur skilnaður alls ekki verið í boði, og engu yfirlýst um hann, þótt símfregnriti blaðanna hér fullyrti það, en sú hvik- saga vakti hér afarmikla eptirtekt og hleypti miklum hita í fólkið. Nú horfir þetta nokkru öðruvísi við, heldur en um það tvennt hefði verið að velja: annað- hvort skilnað strax eða skilnaðarhaptið um fætur þjóðarinnar fyrir fullt og allt með frumvarpinu óbreyttu, því að engum sem les frumvarpið rétt, getur dulizt það, að Danir hafi samkvæmt því allt á sínu valdi um samband landanna í framtíð- inni með hinum óuppsegjanlegu málum (utanríkismálum og hervörnum), því að þótt Danir geti leyst það hapt af góð- vild einni, þá dettur þeim víst ekki í hug að gera það, er þeir hafa fengið löglegt samþykki Islendinga til slíkra yfirráða, enda skoða dönsk blöð þessi ákvæði sem bjarghring óslítandi sambands landanna og þessi mál óuppsegjanleg með öllu um aldur og æfi. Og þótt vér Islendingar þrátt fyrir þetta færum síðar að krefjast skilnaðar, þá stæðum vér illa að vígi með það eptir slíka bindingu, enda mundu Danir þá ekki spara að hampa þessum sambandsl ögum og segja oss, að svo hefði verið um þessa hnúta búið af vorri hálfu með fullu og löglegu samþykki þjóðarinnar, að við það hlyti að sitja. Og því gætum vér ekki neitað. Vér gæt- um einskis krafizt, því að vér hefðum fengið Dönum hið eina vopn í hendur, sem vér áður höfðum getað beitt í allri baráttu vorri: réttinn. Og þótt sá réttur væri ekki nema á pappírnum, þá er betra fyrir þjóð, sem ekki getur sótt rétt sinn með valdi, að hafa hann þar en hvergi. Þessvegna verðum vér svo vel að gæta þessa réttar og afhenda hann ekki, því að hann er hið eina sóknar- og varnarvopn þjóðar vorrar. Þetta verður mönnum að skiljast. Það er öldungist óþarft að hleypa nokkr- um æsing eða ofsa í þetta mál. Bezt að athuga það ofurrólega og stillilega, en \ X

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.