Þjóðólfur - 29.05.1908, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.05.1908, Blaðsíða 2
92 ÞJÓÐOLFUR. með fullri alvöru, eins og vér höfum leitazt við að gera. Það er fjarri oss að hallmæla nefndarmönnunum, þótt oss virð- ist, að þeim hafi skjöplazt áður en lauk. Þeir geta mjög úr því bætt með fram- komu sinni eptir á, hvort þeir berjast með hnúum og hnjám fyrir þessu frum- varpi óbreyttu, eða láta sér hægt um það, segja sem svo, að lengra hafi þ e i r ekki getað komið Dönum, en þjóðin sé vitan- lega sjálfráð um, hvort hún aðhyllist frv. eða ekki, því að það sé alls ekki svo gott, sem þeir hefðu kosið, þeir hefðu að eins samþykkt það til að gefa þjóðinni tækifæri til að kveða upp dóm sinn um það, en öðruvísi ekki. Það er enginn efi á, að taki nefndarmennirnir málið eitthvað svipað þessu, sem viturlegast og hyggilegast væri, þá verða naumast nokkr- ar æsingar út úr því. En fari það á hinn veg og nefndarmenn gerist svæsnir máls- varar frumv. eins og það er, þá er lítill vafi á, að allt fer 1 bál og brand og að öllum friði er fyrirgert um langan aldur, þjóðfélagi voru til mikils tjóns og hnekkis. Eins og vér þegar gátum um í Þjóð- ólfi 15. þ. m., daginn eptir að frumvarpið varð hér heyrum kunnugt, teljum vér hyggi- legast og ráðlegast að skoða frumv. þetta eins og undirbúningstillögu til þjóðfundar (eða alþingis), og að þar verði reynt að koma þeim breytingum og lagfæringum að, er geri frumv. aðgengilegt frá vorri hálfu. En til þess þarf það auðvitað all- mjög að breytast í þá stefnu, er Skúli Thoroddsen hefur haldið fram. Það er nógur tími til þess að ákveða forlög þess, þá er fullséð er, að þær málaleitanir beri engan árangur. En lifandi vrnr íi plánetunum ? Eptir J. Salvesen hersi. (Þytt). (Niðurl.).-------- Innri pláneturnar hafa endur fyrir löngu verið byggðar, og ytri pláneturnar munu í framtíð- inni verða byggðar. Gegn því sem hér hefur verið sagt, að allar pláneturnar fyrir utan jörðina séu óbyggilegar, geta menn með réttu hafið þau andmæli, að það kæmi algerlega í bága við þá vizku, sem ríkir í náttúrunni, að af átta stærri plánetunum, sem eru 1 sólkerfi voru, skyldi einungis vor litla jörð vera byggileg næst- um því öll, en hinar um allan aldur verða að sætta sig við hálfa tilveru og standa í stað á ófullbúnu framþróunarstigi. En ef menn líta ekki einungis á mál- efnið frá sjónarmiði mannlegs tímatals, heldur eilífðarinnar, þá virðist sennileg- asta lausnin á gátunni vera sú: að innri pláneturnar hafi verið byggðar 1 fortfðinni, jörðin sé byggð f nútlðinni og ytri pláneturnar muni verða byggðar í framtíðinni. Sönnunin fyrir réttmæti þessarar kenn- ingar hvílir á þeirri staðreynd, að kenn- ing Laplace’s um þokumyndun sólkerfis- ins er nú að þoka úr sæti fyrir v í g a - hnattakenningunni, sem hinn frægi vísindamaður, Sir Norman Lockyer, hefur komið með. Pláneturnar hafa myndazt af móðu, sem sífellt gufar upp frá yfirborði sólar- innar við 6000 stiga hita að minnsta kosti. Vegna þess að móða þessi er svo afar smáger, að^nærri lætur, að hún hafi enga þyngd, tekst henni að sleppa undan hinu geysimikla aðdráttarafli sólarinnar. Þegar móða þessi kemst út í helkulda himingeimsins, krystallast hún smátt og smátt og verður að verulegu efni, sem sólin aptur nær tökum á. Þetta efni þéttist æ meir og meir og hnoðast saman í líkami af ýmsri stærð, loptsteina og vígahnetti, og samsafn þeirra verður aptur að halastjörnum, tunglum og plánetum. Himingeimurinn er svo óendanlega stór, og sólirnar svo langt í burtu hver frá annari, að þær hafa hver sinn hluta af geimnum alveg út af fyrir sig, til þess að beita aðdráttarafli sínu á. Samkvæmt þyngdarlögmálinu hlýtur allt, sem ein- hvern tíma hefur verið bundið við ein- hvern himinhnött, sífellt að vera undir áhrifum hans og loks á endanum að snúa aptur í einhverri mynd þangað sem það er runnið frá 1 upphafi. Allt það svæði, sem áhrif sólarinnar ná til, er fullt af óteljandi aragrúa af loptsteinum og vígahnöttum, sem sveima í kringum sólina eptir margvíslega löguð- um brautum í ýmsri fjarlægð frá henni. Ef slíkir sveimar koma inn í aðdráttar- svið einhverrar plánetu, dregur hún þá til sín, og það er feiknalegur fjöldi, sem þannig fer um. Við margra ára athuganir hafa menn þannig reiknað út, að jörðin dragi til sín árlega á för sínni kringum sólina 400 miljónir af þessum himinlíkömum. Margir af loptsteinum þeim, sem falla þannig niður á jörðina, eru mjög stórir og þungir. T. d. hafa fundizt á Irlandi tvö stór björg, sem eru margar lestir (tonn) á þyngd. Af þessu hljóta menn ómótmælanlega að geta ályktað, að jörðin — og á sama hátt öll önnur afkvæmi sólarinnar — muni þyngjast eptir því sem fram líða tímar og eilífð. Afleiðingin af þessari staðreynd er jafn ómótmælanleg. Sólin fær smátt og smátt meiri tök á þeim og dregur þau nær^ér, þó að ekki sjáist þess merki, jafnvel á þúsundum ára. Plánetubrautirnar eru því, eins og allt annað í þessum heimi, breyt- ingum háðar, því að þær eru ekki ná- kvæmir sporbaugar, eins og menn hingað til hafa ætlað, heldur eins og sívafningur, þar sem hver umferð liggur fyrir innan þá næstu á undan. Verða þannig ávallt þrengri og þrengri, þangað til loks allar plánetur, tungl og halastjörnur, ná sínum endanlega áfangastað, sólunni. Sólkerfi vort og öll önnur sólkerfi, sem því líkjast, ber því að skoða sem eilífa hringrás af nýmyndun, framþróun, eyð- ingu og apturhvarfi til upptakanna og ný- myndun á nýjan leik, og þannig koll af kolli um alla eilífð. A þessu stigi hringrásarinnar er jörð vor — auk tilsvarandi pláneta í öðrum sólkerfum — eina plánetan, sem er á slíku framþróunarskeiði, að byggð geti þrifizt; — innri pláneturnar hafa verið byggðar áður og ytri pláneturnar munu einhvern tíma verða það. Mannalát. Hinn 25. f. m. andaðist í Arnanesi í Hornafirði Pétur Sigurðsson stúd- ent, bróðurson Bergs Þorleifssonar söðla- smiðs í Kvík, 27 ára gamall (f. 19. jan. 1 1881), útskrifaður úr skóla 1905. . Bana- mein hans var lungnatæring. Hinn 19. þ. m. andaðist á Húsavík Björn Bjarnason fyrrum bóndi í Austari-Krókum í Fnjóskadal, systurson Björns dbrm. í Lundi, 87 ára gamall (f. 30. jan 1821). Hann var kvæntur Helgu Ólafsdóttur frá Svertingsstöðum, er lifir mann sinn, og eru 4 börn þeirra á lffi: Friðbjörn fyrrum bóndi á Grýtubakka, nú á Akureyri, Marteinn verzlunarm. á Húsa- vík, Ólafur og Kristrún, en einn sonur þeirra: Bjarni sölustjóri á Húsavík and- aðist^rs. nóv. 1906. Björn heit. var gáfu- maður, skýr og minnugur. gerfilegur sýn- um og þrekmaður. Hann lézt úr heila- blóðfalli. Sjálfsmorö. Hinn 16. þ. m. fyrirfór sér (hengdi sig) hér 1 bænum Kristjana Kristjáns- d ó 11 i r ógipt stúlka, hálffimmtug að aldri. Hún var ættuð vestan úr Isafjarðarsýslu. Prestvfgsla. Hinn 24, þ. m. vígði séra Þórhallur Bjarnarson í fjarveru biskupsins Harald Þórarinsson til prests að Hofteigi. »Ceres« fór til Austtjarða og útlanda 26. þ. m. Með henni fóru margir farþegar austur, þar á meðal séra Vigfús Þórðarson á Hjaltastað, er hingað hafði komið snöggva ferð og allmargir verkamenn héðan að sunnan til vegavinnu í Fagradalsveginum. Til Kaupmannahafnar fór Eggert Claessen yfirréttarmálafærslumaður og til Færeyja dr. Björn M. Ólsen, ætlaði að hitta þar 2 þýzka vísindamenn: dr. Paul Hermann og Hugo Gering, og ferðast með þeim hér umhverfis land. »Laura« kom hingað í fyrra dag með ráðherr- ann og nefndarmennina Jóh. Jóhannesson, Jón Magnússon, Lárus H. Bjarnason, Stef- án Stefánsson og Steingrím Jónsson, en Skúli Thoroddsen kom ekki, liggur veik- ur á spftala í Höfn vegna holdskurðar, er gerður var á honum. Með »Laura« kom ennfremur ráðherrafrú Ragnh. Haf- stein, frú Þóra Jónsdóttir, kona J. Magn- ússonar skrifstofustjóra, með ungfrú Þóru kjördóttur þeirra hjóna, ungfrú Lára Ind- riðadóttir, stúdentarnir Jóhannes Jóhann- essen, Páll Sigurðsson og Sigurður Lýðs- son. »Sterling« fór héðan til Austfjarða og útlanda 25. þ. m. Mesti fjöldi manna (um 180) fór héðan með skipinu til Austfjarða, til að leita sér atvinnu þar. Til útlanda fór Oddur Gíslason yfirréttarmálafærslumaður með frú sinni og fósturbarni, frú Valborg Einarsson, frú Stefanía Hjaltested með 2 börnum, ungfrúrnar Þuríður Jóhannsdóttir (dómkirkjuprests), Ólafía Guðmundsdóttir frá Nesi), Valgerður Þórðardóttir (frá Hól), Guðrún Jónsdóttir og Sigríður Sigurjóns- dóttir o. fl. Nefndarskjölin frá sambandslaganefndinni eru nú loks komin hingað með nefndinni. Það er langt mál, x66 bls. í fjögra blaða broti, auk frumvarpsins sjálfs á dönsku og ís- lenzku og nefndarálits. Af fylgiskjölun- um sést greinilega, hvernig nefndin hefur hagað störfum sfnum, sömuleiðis hverjar kröfur ísl. fulltrúarnir hafa gert í fyrstu, og frumvarps-uppköst frá beggja hálfu, Dana og Islendinga, og skilur þar allmik- ið í fyrstu, því að Islendingar halda fram kröfum Þingvallafundarins, en Danir stöðu- lögunum iítt breyttum, unz sambræðingur varð og frumvarp það myndaðist, sennnú á að leggja fyrir ríkisþing og alþingi. — Af fylgiskjölunum er langlengst ritgerð eptir dr. Knud Berlin skrifara nefndarinn- ar um réttarstöðu Islands til 1851, og er þar reynt að hnekkja röksemdum Jóns Sigurðssonar og öll ritgerðin í þeim tón, að neita öllum réttarkröfum vorum, enda er höf. þessi auðsjáanlega hinn stækasti iunlimunarprédikari. Móti þeirri ritgerð aðallega samdi Lárus H. Bjarnason stutta ritgerð um þetta efni og sýnir meðal atin- ars fram á, að ísland hafi aldrei gengið á hönd öðru ríki, hvorki Danmörku eða Noregi, heldur konungi að eins. Er rit- gerð sú einbeitt og eindregin, enda eina skjalið frá Islendinga hálfu í nefndinni, þar sem gerð er söguleg grein fyrir rétt- arafstöðu vorri og réttarkröfum, þótt < stuttu máli sé. Berlin svaraði þessu aptur í alllangri ritgerð, er svo seint var prent- uð, að ekki var tími til að svara henni. Snýst hún mest um gamla sáttmála og reynir höf. þar að sanna, að ísland hafi beinlínis verið þá þegar innlimað Noregi sem undirlægju-skattland. Honum líkar og ekki við „Ríkisréttíndi" þeirra J. Þork. og E. Arnórssonar, og reynir að hnekkja ýmsu þar, en tekst það ekki sem fimleg- ast, enda málstaðurinn veill. En full al- vara er manni þessum að sanna skoðun Dana á þessum efnum gagnvart skoðun- um Jóns Sigurðssonar. — Annars er ekki tækifæri til að rekja nánar efni þessarar ritgerðar hér. Um önnur skjöl í máli þessu, er beinlínis snerta frumvarp nefnd- arinnar, verður síðar ástæða til að geta. Þjóðfundarfréttln, er dr. Valtýr símaði hingað fyrir nokkru, reynist fremur óábyggileg, eins og fleira úr þeirri átt. Fyrir þessu enginn annar fótur en sá, að alþingi, sem kosið verður til 10. sept. og saman kemur 1 febrúar, kvað eiga að fá eins konar sérstakt um- boð til að fjalla um sambandsmálið, og verður ekki séð, hvað unnið er við það fyrirkomulag. Hér verður því um alls engan þjóðfund að ræða í eiginlegum skilningi. VítaverO rangfaersla. I næst síðasta blaði „Lögréttu" er það haft eptir Þjóðólfi, að hann segi, að meiri hluti þjóðarinnar sé (nú þegar) á móti nefndarfrumvarpinu. Allir hljóta að sjá, að þetta er vísvitandi rangfærsla, sem engri átt nær, áður en frumvarpið er orð- ið kunnugt almenningi. Þjóðólfur hefur heldur hvergi sagt þetta, heldur hitt, að meiri hluti þjóðarinnar muni verða and- stæður frumvarpinu óbreyttu. Það er svo- lítið annað. Og þeirri spá getur „Lög- rétta" ekki hnekkt nú. Hún getur að eins spáð hinu gagnstæða en frekar ekki. Tíminn einn getur leitt í ljós, hvort bet- ur rætist. En „Lögr." aflar frumv. einsk- is fylgis fyrirfram með svona löguðum rangfærslum, sem sverja sig í ættina við miður vandaða blaðamennsku. Dáin er í gær í Hafnarfirði húsfrú Agnes Mathiesen, ekkja Arna Jónssonar Mat- hiesens verzlunarmanns í Hafnarfirði. Hún var 85 ára að aldri (fædd 29. júlí 1822). Hún var dóttir Steindórs verzlunarmanns Waage. — Börn þeirra eru á lffi: Matt- hías skósmiður í Reykjavík, Jón verzlun- armaður í Hafnarfirði og Jensína kona Einars Jóhannessonar í Hafnarfiði. — Hún var góð kona og vel látin og þótti merk í hvívetna. Frá Amerlku komu nú með »Lauru« 12 Islendingar alkomnir hingað, þar á meðal frá Chicago Arnór Árnason gull- og silfurhreinsari, sem rnörgum hér er að góðu kunnur og dvaldi hér á landi veturinn 1905—6. €rlenð símskeyti til Pjóðólfs. Kaupm.hö/n í dag, kl. 9,?t. Málaferli Maximilian Hardens. Hardendómur ónýttur < rfkisrétti [Þýzka- lands]. Eulenberg tekinn fastur; álitinn meinsvari. Ferðalag kommgs. Konungur heimkominn á miðvikudag. Sambandslagafrumvarpið. Skúli gagnrýnir nefnaarfrumvarpið f »Politiken« í dag. Stúdentar halda bráðum fund. Skúli talar. annast herra cand. juris Magnús Guðmundsson hér í bænum öll málfærslustörf fyrir mína hönd. Hann verður venjulega að hitta á skrifstofu minni kl. 5—8 e. h. Reykjavík 25. mai 1908. €ggert Ctaessen yfirréttarmálaflutningsmaður. ) 1

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.