Þjóðólfur - 10.07.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.07.1908, Blaðsíða 1
60 árg. Reykjavík, föstudaginn 10. júlí 1908. 32. Sambanðsmálið. (Niðurl. sbr. 31. bl.). Selfossfundm*inn. Ágrip af ræðum m. fl. Fimmtudaginn 2. júlí var fundur settur við Ölfusárbrú (Selfossi). Um tölu kjósenda þeirra, er fundinn sóttu, verður ekki sagt með vissu, en hafa líklega verið 50—60, auk þeirra, er áður höfðu verið á öðrum fundum þar í sýslunni og ekki voru þó allfáir. Fund- arstjóri Eggert Benediktsson óðalsbóndi í Laugardælum og skrifari séra Ólafur Magnús- son í Arnarbæli. Eptir að frambjóðendurnir, Hannes Þorsteinsson og Sigurður Sigurðs- son, höfðu tekið til máls og lýst aðalgöllum þeim, er á frumvarpinu væru frá þeirra sjón- armiði, tók Hannes Hafstein ráðherra til máls og talaði samfleytt 2^/2 kl.st. Svaraði fyrst fyrirspurn frá H. Þ. um það, hvern- ig frumvarpið yrði Iagt fyrir þingið. Það kæmi fram sem hvert annað stjórnar- frumvarp, lagt fyrir aðra deildina fyrst o. s. frv. Gat um, að í þessu máli væru tveir flokkar, þeir, sem vildu samband, og þeir, sem ekki vildu samband. íslendingar, en ekki Danir, óskuðu breytinga. Fengist nú forsvaranlegur friðarsamningur, ætti ekki að knýja málið lengra, en auðvitað þvl að eins taka boðunum, að frelsi, þjóðerni og tungu Iandsmanna sé ekki misboðið. Taldi stöðu- lögin hinn gildandi grundvöll. Stjórnarskráin 1874 gefin á þeim grundvelli. Lýsti nokkru nánar stjórnarbótarbaráttunni bæði fyrir og eptir 1874- Væri breytingin frá 1903 ekki á komin, mundi ekki hafa þótt tiltök að fá breytinguna, sem nú sé í boði. F.ptir 1903 hefði bólað á nýrri baráttu í ýmsum efnum (undirskriptin, ríkisráðið). Þessi ágreiningur hefði ekki beinlínis snúizt um stjórnarfarið inn á við, heldur miklu fremur um grund- völlinn, þ. e. stöðulögin. í þingmannaförinni þessu fyrst hreyft opinberlega. Kröfurnar hörðnuðu eptir að vissa fékkst um, að nefnd yrði skipuð. Kröfur Þingvallafundarins spenntu bogann hærra en nokkru sinni fyr. Hinar allra ítrustu kröfur mætti láta liggja milli hluta. — Umkvörtunin helzt sú, að vér hefðum ekki full ráð yfir málurn vorum. Nefndi helztu umkvörtunarefnin. Nefndin hefði ekki byggt á kröfum Þingvallafundar- ins, heldur á aðalkjarnanum úr öllum kröfum íslendinga á undanförnum áratugum. Ekki til neins að Ieita samninga á sögulegum grund- velli nema þá að taka einnig aldirnar eptir 1262. Samningarnir yrðu þá að fara fram á þeim grundvelli, að bæði löndin vildu I framtíðinni vera í sambandi, að íslendingar teldu sér hag að sambandinu við Dani. Talað um í nefndinni, að búa til lög fyrir nýtt ríkjasamband, er ekki hefði áður verið til í álfunni. Innihaldið í nýja frv. væri þetta, að ísland sé „frjálst og sjálfstættdand", =su- tveræn. Það skal vera í sambandi við Dan- mörku um einn og sama konung og um nokkur sameiginleg mál. ísland fengi f u 111 vald yfir öllum sínum málum í stað þess, að nú eru þau mál, er vér höfum umráð yfir, lén frá Dönum. — Arstillaginu breytt í útborgun eitt skipti fyrir öll. Æzta dóms- valdið má þegar flytja inn ( Iandið samkv. frumv. í öllum málum, er heyra undir ísl. varnarþing. Islendingum tryggður réttur til að veita innfæddra rétt, ekki að eins á ís landi, heldur einnig I Danmörku. íslandi gefinn kostur á að fá sérstakan ríkisfána strax itin á við og síðar út á við. Öll rétt- indi ísl., sem frv. gefur, óbreytanleg, þangað til þau eru löglega úr gildi numin. Fyrsta mótbáran er fyrirsögnin. Það, að frumv. er nefnt lög, bendi á, að þetta sé ekki samningur milli tveggja fullveðja ríkja, — en það gildi'þá líka gagnvart Danmörku, sem sé annar málsaðilinn, t. d. hervarnirnar við strendur landsins. Lög gagnvart þegn- unum, samningur milli ríkjanna. „Er eigi verður af hendi látið“ þykir ó- viðfeldið, tekið upp úr hinum frjálslyndustu sambandslögum, sem til hafa verið, Norð- manna og Svía. Ástæðan: Öll skoðun Dana hefur byggzt á þvt, að landið væri aihend- anlegt. Ríkjasamb.þyki viðsjálþýðingá „Statsforbin- delse", „Statsforbund" réttara. Síðara orðið þótti ekki rétt á þessum stað: Statsforbund: samband milli ríkja, er hafa sinn konung hvort. Statsforbindelse: samband milli sjálf- stæðra ríkja undir sama konungi. „Veldi Danakonungs": Det samlede d. Rige: hin danska ríkisheild. Det samlede danske Rige er Dönum óviðfelldnast. Stendur ekki á svo mjög miklu um nákvæml. rétta þýðingu. Det saml. d. R. er heiti, en kveður ekki á um samb. Um enga óná- kvæmni að ræða, gert af ásettu ráði. Mótb. gegn 2. gr. Síðan fsl. afsalaði sér valdi sínu 1262, hefur það aldrei tekið þátt í vali konungs. Mögul. í nefnd. að fá hlut- töku í konungskosningu, en ísl. í nefnd. töldu það ekki máli skipta. Afsal utanríkismála byggist á því, að vér höfum nú umráð yfir þeim, sem vér ekki höfum haft. Óuppsegjanleg mál „um aldur og æfi" I rauninni ekki til. Færð dæmi því til sönnunar. Punctum saliens I 3. gr. er, að Danir hafi engin ráð yfir neinum málum Isl. snertandi ö ð r u m en þeim, sem greinin nefnir. — Hvort brúkað er orðið ríki eða land, skiptir hér engu máli. Aðalatriðið ekki hvert n a f n i ð er, heldur hvert og hvernig samb. er. Orðið „Medvirkning" rangl. þýtt með sam- þykki. Orðið valið með fullu ráði. Tekið vegna þess, að hér er að ræða um samvinnu milli stjórna og þinga innbyrðis. Við 3. lið 3. gr. gerð sú ath.semd: Höfum nú her og flota sameiginl. með Dönum. Þannig litið á af Dönum og öðrum ríkjum. Orðið „óuppsegjanl." ekki til I frumv. Hlut- eysi í ófriði ófáanl., nema því að eins að íkið geti fært sönnur á hlutleysi sitt. Hlut- deilcl í hervörnum nauðsynl. til þess að geta fengið hlutleysi framgengt í ófriði. Kostur að vera að þessu leyti í samb. við Dánm. Ekkert land mutidi taka að sér hervarnir á íslandi með betri kostum en Danir. Hefðum ekki annað en frelsið að láta í té. Misskiln. að vér með þessu tökum fram fyrir hendur niðja vorra. Alþingi getur þvert á móti með lögum komið á her innanlands, sem ekki er undir her Dana gefinn. Fillögur Skúla Thor. allar bornar upp í einu lagi, svo ekki var hægt að vinsa úr. Kæmi það fyrir, að ráðist væri á ísl., væri hart, ef Danir mættu ekki setja hér upp her- varnir til að verja oss. 3. gr. 8. liður: Ávallt verið svo álitið, að fáninn væri sameiginlegt mál. „Jafnréttið": Ákvæðið segir ekki annað | eða meira en það, að búsettir Danir hér | hafi sama rétt og íslendingar og vice versa. Hagur fyrir Isl. að hafa jafnrétti við hina stærri þjóð, og þó einkum hagur að inn- fæddra réttinum. Fiskiveiðarétturinn er upp- segjanl. mál. Danir telja gengið á sinn rétt, einkum í hagsmunal. tilliti. — Hinn sarnn- ingsaðilinn laus allra mála, ef óskað er breyt- inga. Orðið „Nævn" þýðir í lagamáli ekki annað en gerðardómur. Dönum gert hærra undir höfði með „oddamanninum". Tillagan urn, að varpa hlutkesti um dómsforsetana ekki heppileg og leiddi engan veginn til réttari úrslita, Aðalatriðið erþetta: að kosnir menn af báðum þjóðum eiga að skera úr ágrein- ingi. Getum ekki ákveðið, að utanrjkismaður sé oddamaður, af því að ekki er vald til þess. Oddamaðurinn hefði ávallt hvöt til að vera réttlátur vegna álits umheimsins. Sameiginl. mál ekki önnur en þau, sem nefnd eru í 3. gr. Hugsanl., að gerðardómur ætti að skera úr því, hvort eitt mál væri sameiginl. eða sérmál samkv. 4 gr. — Þætti ísl. utanríkisráðgj. gera ísl. rangt til I með- ferð mála sinna, mundi vera vegur til að láta hann bera ábyrgð gerða sinna gagnv. ísl. N ú engin trygging fyrir meðferð utan- ríkismála. „Sérstaklega snerta Isl.“: sem að einhverju leyti snerta hagsmuni ísh, en ekki þau mál, sem eingöngu snerta ísh Vill ísh þjóðin semja frið upp á þessa skilmála, sem frumv. greinir, eða vill hún halda baráttunni áfram? Danir ekki bundnir við það, sem þar er gengið inn á. Vilja að eins góða samvinnu. Þetta er tilboð frá Dönum, en ekki viður- kenning neinna réttinda. Allar þj. í kring, er hingað til hafa verið oss meðmæltar, hafa lýst því yfir, að ísl. séu með þessu búnir að fá a 11 það, er þeir hafi hingað til barizt fyrir. Hætt við, að vér mundum glata samhygð þeirra þjóða, væri friðarboðinu hafnað. Málið hefur klofið alla flokka. Fyrir óhapp hafa flestir ritstj. orðið í andst.flokki frum- varpsins. Friðurinn að eins út á við. Vonar, að frumv. vinni meira og meira fylgi út um landið. Bjarni Jónsson frá Vogi tók þá til máls. Kvaðst í ýmsu ekki geta verið sam- mála H. H., t. d. ekki um gildi stöðulag- anna. Öll barátta byggzt á fornum rétti. — Réttur Dana er sagan um þeirra nauðung- arrétt hér á Iandi. Samningsleiðin er ný leið. G. sáttm. byrjun á bölinu og næsti samn. má ekki verða byrjun á nýiu böli. Megum ekki samþ. frumv. nenia það geri sómasaml. enda á baráttunni. Erum að sækja í hendur Dana þann rétt sem við eigum, en Danir hafa aldrei átt, heldur tekið. Vill geta sýnt fram á, að þessi samn. sé ekki sómasaml. endir. Hyrfi baráttan út á við mundi verða svefn, én ekki starfsemi. Neitar þvf, „að frit og selvstændigt"sé = suve- ræn. Þetta franska orð suveræn sé ákveðið hugtak, en „frit og selvstændigt" svo rúmt, að það geti verið allur þremillinn. Það sýni síðari greinarnar. Misjafnt, hvað hver álítur „frjálst og sjálfstætt". Uafhændeligt felur í sér þá hugsun, að afhending sé ella rnögul. Við samþ. slíkra samn, nauðsyn að aðgæta, hvernig slíkum samn. megi beita með sem mestri hörku. Statsforbindelse g e t u r þýtt ríkjasamb., en er svo rúmt, að það getur rúmað ísh, þó það héldi áfram að vera hjá- lenda. Ekkert Iákv., sem áeftirkoma, ermeini að skoða ísl. eptirleiðis sem ríkishluta. Að „göre gældende" (um utanríkissamningana) væri ekki sama sem að „koma í gildi", heldur að gera gildandi, þ. e. framkvæma, beita. Það væri allt annað, að samningur væri gildur, en að honum yrði beitt, komið í framkvæmd, og samkv. trumv. mætti skylda qlþingi til þess að gildum samningum yrði beitt. Annars yrði það talið samningsrof. Að gera t. d. skuldakröfu „gældende" væri að ná skuldinni, innheimta hana, samkv. góðri og gildri skuldakröfu. Þetta væri sitthvað. Ef n. hefði gert frv. svo úr garði, að eklci mætti breyta orðalaginu, væri málið í raun- inni útkljáð. Gengur fram hjá 2. gr., þó við- sjárverð sé. Nauðsyn, að vér hefðum sjálfir alla samninga við önnur lönd. Að óbreyttum samn. geta fsh ekki gengið að óskertum sínum heiðri. Vonar, að frumv. óbreytt verði ekki að lögum. Jón Jónsson sagnfræðingur fékk þá orðið, og hélt fyrirlestur, er átti að sýna fram á, að ekkert afsal væri í frumv. á forn- um réttindum íslands samkv. G. sáttmála, en sú romsa mun fáa hafa sannfært, þótt flutt væri með ákefð allmikilli. Hannes Þorsteinsson kvað það skakkt hjá H. H. í upphafi ræðu hans, að menn skiptust í 2 flokka um frumv., þá sem vildu samband og vildu ekki samband við Dani. Frumvarpsandstæðingar vildu að eins breyt. til bóta á frumv. Ekki vilji og áhugi í landinu á skilnaði nú. Vonar, að sú tíð komi síðar, að landið verði alfrjálst og engum háð. Friður komist ekki á, sé málið nú knúð fram með oddi og egg, heldur muni þá verða hinn mesti ófriður. Gengur út frá því vísu, að Danir séu fáanlegir til einhverra breytinga. Megum ekkert gera, er eptirkom. geti áfellt oss fyrir með réttu. Nú væru síðustu forvöð. Ofseint að byrgja brunninn, er barnið er dottið ( hann. Kvaðst vera þakldátur H. H. fyrir þá yfirtýsingu, að Danir mundu ekki bfita oss nokkurri kúgun eða ofríki, þótt samningurinn yrði ekki sam- þykktur. En allt öðruvís hefði L. H. B. far- izt orð á Stokkseyri og Jóni sagnfræðing hér, og væru slíkar ögranir um ofbeldisverk frá Dana hálfu þeim ræðumönnum til lítillar sæmdar. Þótt eitthvað væri hæft í þeirri full- yrðingu, sem hann þó efaðist um, að Danir mundu taka allt aptur,sem þeir hefðu lofað í þessum samningi, ef hann félli nú niður, þá gætu þeir þó naumast tekið aptur þá viðurkenningu, að máli þessu verði ekki ráðið til lykta án samkomulags beggja máls- aðila. Sambandinu yrð i því ekki breytt hér eptir að oss fornsputðum. Þótti óheppilegt, að farið væri með mál þetta eins og hvert annað lagafrumvarp. Sýndi fram á, að á þann hátt gæti frumvarpið orðið samþ. með 14 atkv. þjóðkjörinna manna 6 kgk. = 20 atkv. og 20 þjóðkjörnir verið á móti. Það ótækt. Taldi nauðsynlegt, að meðferð þessa rnáls yrði hagað á annan hátt. — Danir hefðu ekkert skilnaðar-„ultimatum“ sett, ekkert annaðhvort — eða, og væri það sönnun fyrir, að þeir mundu taka einhverjum breyt- ingum. Sig. Sigurðsson kvaðst hafa skilið H. H. svo, að vér þyrftum ekki að óttast, að Danir mundu beita samn. öðruvís en oss

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.