Þjóðólfur - 24.07.1908, Síða 3

Þjóðólfur - 24.07.1908, Síða 3
ÞjOÐOLKUR. 125 gallar eru á frumvarpinu og hversu bráð- nauðsynlegt er að fá það lagfært, áður en samningur þessi verður gerður að bindandi fullnaðarsamþykkt. Hér í blað- inu hefur áður verið getið um undirtekt- irnar í ýmsum kjördæmum, er orðið hafa mjög á einn veg víðast hvar, og er óþarft að geta nánar um það að sinni, enda mun það ljósast koma fram við kosning- arnar, hvort frumvarpsmönnum verður að þeirri trú sinni, að mikill eða að minnsta kosti nokkur meiri hluti þingmanna, verði af þeirra flokki. Vér ætlum, að sú trú sé að eins látalæti ein, ekkert annað en uPPKerðar'fyrirsláttur til að harka af sér ( lengstu lög á þessum þrenginganna tímum, svo að áhangendurnir missi sfður móðinn, er þeir sjá, að forsprakkarnir þykjast öruggir. En undanhaldinu verður ekki leynt á þann hátt. Tillögurnar, er í seinni tíð hafa verið bornar upp til fylgis við frumvarpið, hafa verið svo veiga- lausar og óákveðnar, að þær lýsa því bezt, hversu voniitlir um sigur frumvarps- formælendur eru orðnir, og að nú er ekki hærra hugsað, en að bjarga inn á þing einhverjum mönnum, er geti komizt hjá því gagnvart kjósendum, að láta uppi ákveðna skoðun með eða móti frumvarp- inu, þvf að alla slíka menn reikna þeir sér tvímælalaust, er á þing kemur. En kjósendur munu sjá við þeim leka og setja undir hann, og alls ekki kjósa þá, er ekki þora að láta uppi ákveðna skoð- un á málinu, annaðhvort með eða móti. Hálfyrði og hálfvelgju mega kjósendur ekki taka sem góða og gilda vöru í jafn alvarlegu máli. Hér duga engin undan- biögð eða vífillengjur, sem opt þykir hentugt til kjörfylgis í bili, en enginn getur hönd á fest, þegar á þing er komið. Og sérstaklega verður að gjalda varhuga við þeim mönnum, sem kunnugt er um, að enga pólitiska sannfæringu hafa haft eða geta haft, nema fyrir eigin hagsmuna hvatir eða af blindu fylgi við valdhafana. Slikum mönnum á þjóðin að sparka frá allri hluttöku f almennum málum, því að þeir eru gersamlega óhæfir í fulltrúastöðu og hafa mjög spillandi áhrif út frá sér. Þeim ætti enginn kjósandi í landinu að trúa. pingmannaefni. Frumvarpsandstæðingar af öllum flokk- um hér í bænum héldu fund í Bárubúð 1 gærkveldi til að koma sér saman um þingmannaefni nú við kosningarnar. Til- nefndir voru samkvæmt skriflegri atkvæða- greiðslu: dr. Jón Þorkelsson landskjala- vörður, Magnús Arnbjarnarson cand. jur. °g ^agnús Blöndahl verksmiðjustjóri. En Magnús Arnbjarnarson hefur neitað að gefa kost á sér til þingmennsku, og verða þá hinir tveir í kjöri af hálfu frumvarps- andstæðinga. Hinu meginn er sagt að verði þeir Guðm. Björnsson landlæknir og Jón Þorláksson verkfræðingur. Skilnaðar-áskoranlr. Frá íslendingum f Ameríku hafa komið tvö hraðskeyti til Blaðamannafélagsins hér, hið fyrra frá Edinburgh í Norður-Dakota ds. ig. þ. m. svo látandi: »Vestur-íslend- ingar á fjölmennum fundi á Garðar láta f Ijós sem einhuga vilja sinn, að ísland segi skilið við Dani og gerist fullveðja og sjálfstætt lýðveldi. Ástæður bréflega«. Sfðara skeytið er frá Winnipeg ds. 22. þ. m., svo látandi: »Islendingar á alls- herjarfundi í Winnipeg 20. júlí vilja að ísland verði fullveðja, sjálfstætt rfki, segi sig úr sambandi við Dani, gerist lýðveldi«. Vér erum löndum vorurn vestanhafs þakklátir fyrir áhuga þeirra á þessu máli, og skilnaðaráskoranir þeirra geta engu spillt, þótt þær komi fram. En vitanlega er Vestur-íslendingum lítt kunnugt um, hvílíkir erfiðleikar eru á skilnaði nú að Stórt herbergi með húsgögnum í Miðbæn- um með eigm ínngangi óskast til leigu strax til I. okt. í haust. Menn snúi sér til Karls Einarssonar, Lækjargötu 12 A. sinni, og að hann getur ekki komið til nokkurra mála fyr en fullreynt er, hvers réttar Danir vilja unna oss. Til skilnaðar nægja ekki eingöngu góðar óskir oggóð- ur vilji. Þar þarf langan og rækilegan undirbúning, því að skilnaðar-flan út f bláinn, fyrirhyggjulaust og athugalaust, getur orðið til hinnar mesta ógæfu. Hitt er annað mál, að markmið vort verður að sjálfsögðu fullur skilnaður við Dani, fullt og óskorað sjálfstæði, eptir skemmri eða lengri tíma og rækilegan, öflugan undirbúning. Alberti á förum. Símskeyti frá Seyðisfirði í gær segir eptir hraðskeyti frá Kaupm.höfn, að »Dannebrog« skýri frá því, að Alberti ætli að segja af sér ráðgjafavöldum vegna heilsubrests. Skipsti-and. Hinn 18. þ. m. strandaði gufuskipið »Gwent« í þoku við Langanes. Var það á leið til Sauðárkróks með kolafarm, en átti að taka aptur hesta fyrir Zöllner. Var hann farþegi með skipinu ásamt Jóni frá Múla. Björguðust menn allir, en skipið sagt svo mjög brotið, að það muni ónýtt, þótt það næðist út, sem talið er hæpið. l»ýzkir ferðamenn hafa verið hér allmargir. Hópur sá (um 20), er kom með »Sterling« 14. þ. m. var ekki eingöngu kennarar (sbr. síðasta blað), heldur menn af ýmsum stéttum. Sá flokkur fór til Geysis og Gullfoss. Dr. Karl Kuchler hinn nafnkunni fræðimaður og Islandsvinur er kominn til Akureyrar og ætlar að ferðast um Þing- eyjarsýslu. Hefur 11 daga til ferðarinnar, og fer aptur heimleiðis með fyrstu ferðum frá Akureyri. Héðan fór í gærkveldi með »Sterling« Heinrich Erkes kaupmaður frá Köln, sá er snúið hefur á þýzku sögu Þorgils gjallanda »Upp við fossa*. Hefur hann tvísvar áður verið hér á landi, og í þetta skipti kom hann til Norðuramtsins og ferðaðist til Dyngjufjalla (Öskju) og suður Sprengisand hingað. Hann ráðgerir að koma hingað aptur að 2 árum liðnum. Látin er í Kaupmannahöfn frú Ingibjörg Óladóttir Schulesen, ekkja Sig- fúsar Skúlasonar fyrrum sýslumanns í Þingeyjarsýslu (J- 1862), en systir Árna Sandholts kaupmanns á Isafirði (J- 1869) hálfníræð að aldri. Hún á eina dóttur á lífi, Fanney Marcellinu, sem er ógipt í Kaupmannahöfn. Tveir synir þeirra hjóna, Hans Árni og Óli Theodói, dóu uppkomnir. Árni Beinteinn stúdent, son frú Ingibjargar og Gísla skólakennara Magnússonar and- aðist í Kaupm.höfn 1897, 28 ára gamall, mesti efnispiltur. Friðrik Eggertssonfyrklæðskeri hér í bænum, ættaður úr Breiðafjarðar- eyjum, fannst dauður nýlega íeinubæjar- síkinu í Kaupm.höfn, og vita menn ekki nánar um atvik að dauða hans. Laust prestakall. Wiðuík í Skaga- fjarðarprófastsdæmi (Viðvíkur-, Hóla- og Hofstaðasóknir og Rípursókn í Hegranesi, samkvæmt hinum nýju lögum frá 16. nóvbr. 1907 um skipun prestakalla), sem auglýst var 7. janúar þ. á., auglýst af nýju til um- sóknar, með því að sá, sem veitingu fékk fyrir þvf, hefur afsalað sér því. Veitist frá síðastliðnum fardögum með launakjörum eptir nýju prestalaunalögunum. Auglýst 20. júlí. Umsóknarfrestur til 5. september næstk. Eptirmæli. Sunnudaginn 10. maí síðastl. andaðist heiðursbóndinn Jón Árnason í Eyjar- hólum í Mýrdal, eptir 5 daga stranga legu í lungnabólgu. Jón sál. hafði búið allan sinn búskap — um 40 ár — í Mýrdal, og alltaf búið góðu búi. Fyrstu 5 búskapar- árin bjó hann í Dyrhólahjáleigu, svo flutti hann þaðan að Garðakoti og bjó þar 5 ár. Þaðan flutti hann að Suður-Hvammi og bjó þar 8 ár, og síðast að Eyjarhólum og bjó þar yfir 20 ár. Allar þessar jarðir tók hann niðurníddar og byggði upp að öllu leyti, einkum þá síðustu, þvf þar var hann lengst, og jörðin í framúrskarandi mikilli órækt, og því nóg fyrir framan hendina að gera fyrir jafn duglegan og áhugasaman mann og Jón sál. var, Hann hafði orð á sér fyrir framúrskarandi dugnað, bæði til sjós og lands. Full 30 ár var hann formaður, og heppnaðist það svo vel, að hann var talinn einn bezti formaður, sem hér hefur verið lengi. Fyrir 4 árum lét Jón sál. af búskap og seldi bú sitt f hendur tengdasyni sínum, Lopti Jónssyni, sem nú býr á jörðinni. Hjá honum dvaldi hann ásamt eptirlifandi konu sinni Guðríði Eyjólfsdóttur, þessi síðustu 4 ár. Þau hjónin áttu saman 11 börn, og eru 6 þeirra á lffi, 2 dætur: Þórunn kona í Eyj- arhólum og Guðrún ógipt, nú í Reykjavk, 4 synir: Friðrik, Árni og Ólafur í Vestm.- eyjum og Þorsteinn í Eyjarhólum. Einnig eiga þau fósturson, Vilhjálm Grfmsson, sem þau ólu upp að öllu leyti endurgjaldslaust. Reglumaður var Jón sál. einhver sá mesti. Heimili hans mesta fyrirmynd að allri um- gengni, og svo var hann viss og áreiðan- legur í öllum viðskiptum, að sagt var að það stæði eins og stafur á bók, sem hann lofaði. Vinfastur var hann mjög, en líka vinavandur, var mjög illa við allt prjál, og kom því sjálfur alltaf til dyranna eins og hann var klæddur, yfirlætislaus að öllu. Hann var mjög gestrisinn, og gafst færi á að veita mörgum beina, því hann bjó mörg ár við þjóðbraut. Mörg ár af miðbiki æf- innar átti hann við mikinn heilsubrest að stríða, en vann þó optast sem heilbrigður væri, því hann var framúrskarandi harð- gerður maður, en svo síðari árin var hann heilsuhraustur,* nema’ hvað lúi og árafjöldi voru farin að lama kraptana. Hann var 68 ára að aldri, þegar hann dó. Hann bjó allan sinn búskap leiguliði, en lagði þó jafn- mikla stund á að bæta jarðir þær, sem hann bjó á, og bar það eitt úr býtum, sem altítt er um leiguliða, að landsdrottnar reyna að skrúfa upp gjald af jörðunum, eptir því sem þær batna. Hann fylgd>st vel með í öllu, nema því einu, að hann vildi aldrei skulda nokkrum manni, og botgaði mörg sín gjöld á undan tímanum. Jón sál. var yfirleitt fyrirmyndar maður og Mýrdalurinn á víst fáa hans líka. Kunnugur. Veðurslíýrsluiigrip frá 18. til 24. júli 1908. Júlí Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. 18. + 12,0 + 12,0 + 14,0 + i3,5 + 9,2 + 8,7 r9' + 10,7 -{-12,0 + 15,8 + '3,6 + 9,6 +10,1 20. + 10,2 4-11,8 J-I4.3 + 12,0 + '4,5 4-10,0 21. + 11.5 +15.0 + 14,4 + 14,0 -)- 9,2 + 11,0 22. + 11,1 +13,9 + 13,4 + ",5 + 10,8 + ",3 23' + n,9 —j—12,6 + io,3 + 10,7 + 9,4 + ",6 24. + 12,2 -t-10,4 -j-10,0 + 7,6 + 11,6 + '0,0 Stjórnvalda-birtingar. Skuldum skal lýsa í dbúi Arna Ingimund- arsonar á Brekku í Vestmannaeyjum og í dbúi Gunnsteins Þórðarsonar á Bólstað í Vestmannaeyjum innan 6 mán. frá 9. þ. m., í dbúi Guðjóns Guðmundssonar búfræðings innan 6 mán. frá 16. þ. m. og dbúi Sveins Eiríkssonar prests frá Ásum innan 6 mán. frá 16. þ. m. og í þrotabúi Bjarna Sigurðs- sonar kaupmanns á ísafirði innan 12 mán. frá 23. þ. m. Erfingjar Magnúsar Guttormssonar á Djúpa- vogi gefi sig fram innan 6 mán. frá 16. þ. m. Uppboð augl. á húseign nr. 43 B á Lauga- vegi 31. þ. /Hi. Magnús Gíslason hefur sett á stofn ljósmyndastofu í Bankastræti 14. Hjá honum fá menn myndir fljótt og vel af hendi leystar fyrir lágt verð. c76n cJirisfjánsson nuddlæknir. Aðalstræti 1§. Telef. 124. Heima til viðtals kl. 2—3 og 5—6 ðaglega. Góð eig-n. Jörðin Sauðagerði í Reykjavik, 4.50 hndr. nýtt mat, fæst til ábúðar nú þegar, og kaups, ef um semur. Henni fylgir stórt erfðafestuland, túnið og erfðafestulandið slétt og vel ræktað, allt afgirt. Nýtt íbúðar- hús, geymsluhús, ijós og heyhús stendur á jörðinni. Góðir borgunarskilmálar. Reykjavík. En ældre proper og dansktalende Pige eller Enke söges strax til at holde en mindre Lejlighed ren for en ældre Herre. Billet mærk G. bedes indlagt paa Bladets Kontor. En ældre Herre önsker daglig Middagsmad, god sund Kost tilhragt. Billet mærk Middagsmad bedes ind- lagt paa Bladets Kontor. Góð heilsa og þar af leiðandi dagleg vellíðan, fæst, ef menn nota heilsubitter þann, sem viðurkenndur er um allan heim, sem meltingarlyf, en það er: Kína-lífs-elixír. Slæm melting. Mér er kært að geta vottað, að eg sem um langan tíma hef þjáðst af slæmri meltingu, slímuppgangi.svefn- leysi og sárum þrýstingi fyrir hjart- anu, hef fengið fulla heilsu eptir að eg fór að nota hinn fræga Kína- lífs-elixír Waldemars Petersens. Engel stórkaupmaður, Kaupmannahöfn. Heilbrigður eptir vonleysisástand. Eptir það, er konan mín hefur legið 2 ár í vonleysisástandi og reynt marga duglega lækna, án árangurs, reyndi eg nokkrar flöskur af Kína- lífs-elixír Waldemars Petersen’s, og bar það svo góðan ávöxt, að konan min er nú orðin fyllilega heilbrigð. Jens Becli, Strandby. Hlóðuppköst. Undirritaður, sem í eitt ár hefur þjáðst af blóðuppköstum og sárs- auka milli magans og brjóstsins, lief orðið fyllilega heill heilsu, eptir að eg fór að brúka hinn fræga Kína- \ífs-elixír. Martinius Christensen, Nyköbing. Gætið yöar gegn eptirstælingum. Athugið nákvæmlega, að á einkenn- ismiðanum sé hlð lögum verndaða vörumerki mitt: Kínverji með glas í hendi, ásamt merkinu vFf' r grænu lakki á flöskustútnum.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.