Þjóðólfur - 31.07.1908, Side 2

Þjóðólfur - 31.07.1908, Side 2
132 ÞJÓÐÓLFUR. Látum oss í dag íhuga þessa bendingu hér á sjónum, og það mun verða oss til liðs, gera oss verðugri hennar en vér áður vorum, eins og átti sér stað með postulana. Bending á sævi, það er að segja það sem só bending táknaði þá, á dögum þessara fiskimanna, — að eins gleðimerki sameigin- legrar gleði og sameiginlegs starfs —, hefur nú orðið almennt teikn á meðal sjófarenda, er þeir allir þekkja, hverrar þjóðar sem þeir eru, og hvaða tungu sem þeir mæla. Kristnir menn eiga sér svipað mál, mál sem allir þeir skilja, er saman sigla á sævi lífsins og stefna að höfn eilífðarinnar. Hér er lfka um alheimsmál að ræða. Þetta sér- kennilega merki kristilegrar köllunar, það er einnig mál, er þeir skilja, sem staddir eru á „hinu skipinu", ef að eins hinn sami drottinn er bak við merkið, og veitir sam- eiginlega blessun. „Nafnakall sálnanna" gætum við réttilega kallað það; það er mál kærleikans og verður að kærleiksverkum hjá öllum þeim, er viðurkenna Jesú Krist sem frelsara sinn. Það er einnig alheimsmál, sem endurhljómar hæst, þegar félagar vorir á „hinu skipinu" eru gerðir hluttakendur þess, það er að segja þeir, sem tilheyra sömu köllun, landi eða t ú. — Það er þessi bending á sævi, sem vér skulum íhuga í dag. Vér erum að tala um bendingu til bræðr- anna á djúpinu mikla, þar sem þeir breytast í bræður f Kristi fyrir kærleiksverk af áhrif- um frelsarans. Ekki á þetta einungis við einstaklinginn, heldur heildina — allt mann- kynið, því það er mark og mið kristninnar alstaðar. Að eins á sjálfan sig getur maður ekki treyst. Samt er það svo annars vegar, að vér stöndum allir saman eins og greinar eða kvistir af sömu rót. Þó verður sá, er vill æfa þetta, að gæta sérstaklega þessarar bendingar — bendingarinnar frá himni drott- ins til þeirra, er enn byggja jörð vora. — f því er öll kristileg vizka fólgin, að fylgja á öllum vegum lífsins, ekki einungis orðum drottins, heldur einnig bendingum hans. Og hver sá sem stendur í stöðugu og nánu sambandi við frelsarann, lærir að fylgja bæði orðum hans og bendingum. Það er líka kristileg bending frá fjarlægð, kristileg bending yfir hinn víðáttumikla sæ, þögult, en þó hátttalandi mál, er þeir skilja, sem hafa lært það. Þeim sem ekki skilja það, er það öldungis þýðingarlaust. Það er mál hins kristilega „sakramentis", þögult en þó hátt talandi mál kærleikans, meðal- gangan fyrir þeirra skuld, sem næstir oss standa; og sæll er sá maður, sem skilur þetta og æfir það daglega. En drottinn verður að vera í verki með honum, og áhrif hans verða að sjást á verkum hans; hann verður að finna til Jesú Krists miskunsömu nálægðar. Sá sem þekkir þetta og veit, getur ekki haldið því að eins handa sjálfum sér, hann verður að breiða það út, og gera aðra hluttakandi f því. Margar slíkar bendingar koma úr ýmsum áttum, þeg- ar sjómennirnir eru í hinum einmana- legu híbýlum sfnum, eða þegar þeir vaka á þiljum uppi. Margar slíkar bend- ingar eiga sér stað um bjartar, stjörnulýstar nætur undir himinhvelfingu drottins hér á norðurhveli jarðar vorrar. Þannig komast menn til viðurkenningar um kærleika og meðalgöngu, og um hina miklu hjálp, sem drottinn sjálfur hefur á valdi sínu; vér sjá- um og viðurkennum í þessu ekki einungis forsjón, heldur einnig sáluhjáp. Sannast alls þess sem satt er, er það að drottinn einn getur hjálpað, enda þótt jörð vor styrki til þess, að veita oss blessun. Hvers- vegna er það þá, að það er svo lítið til af sannarlegri blessun, en svo mikið af skorti meðal vor mannanna? Sannarlega vegna þess, að svo lítið er til meðal vor af þeirri trú, sem gætir vor úl á djúpið, trúnni á guðs heilaga orði, og ennfremur vegna þess, að svo lítið er til meðal vor mannanna af þeim kærleika, sem bæði skilur bending- arnar og gefur sig fram til að rétta hjálpar- hönd. Og víst er það, að aldtei hafa skýr- ari bendingar verið gefnar vorri þjóð, en einmitt nú. Komið og hjálpið! Allar hend- ur til bjargar. Sameinum allir krapta vora drottni vorum og skapara til vegsemdar. Það er áreiðanlega á sjónum, sem maður getur lært þetta traust, ef maður getur lært það nokkursstaðar: mál og eðli sannrar meðalgöngu eins frelsara; hvergi getur verið einlægara og jafnframt sterkara band ein- ingarinnar, en á sjónum, því þar — ef nokk- ursstaðar — er einn upp á annan kominn, eða slíka bending og slfka hjálp frá einu til annars, ekki einungis meðan á gleði og meðlæti stendur, heldur einnig þegar þrautir bera að höndum. Já, það er stórkostlegt, eitt meðal þess stórkostlegasta í heimi þessum, að horfa á dásemdarverk drottins hér úti á rúmsævi — hér lengst — norður í hafi með fáeinum mönnum í kringum sig, sem maður getur fullkomlega treyst. — Ef- laust er það samt stórkostlegast alls, að vita, að vér erum öll sameinuð f einum drottni, í þeim yfirlætislausa kærleika og í því þögula máli, er gerir bendingarnar svo skiljanlegar, og f því kærleiksverki, sem er unnið í fyllstu merkingu, þegar sagt er: „Allar hendur til bjargar!" Reykjavík 15. júní 1908. Arnór Árnason. Eptirmæli. Hinn 1. dag septembermánaðar 1907 and- aðist að Ytri-Skógum í Kolbeinsstaðahreppi Þórður Sigurðsson, er þar hafði búið lengi. Hann var fæddur um sumarmál 1837 á Saurum í Helgafellssveit, og voru foreldrar hans Sigurður bóndi Gíslason á Saurum, Tómassonar, og kona hans Elín Þórðar- dóttir frá Hjarðarfelli Jónssonar Jónssonar frá Hömrum í Eyrarsveit, Kolbeinssonar frá Hundadal í Dalasýslu. Þá er Þórður heitinn var i? ára gamall fluttist hann frá foreldrum sínum suður í Kolbeinsstaðahrepp, og dvaldi þar síðan alla æfi. Pyrst var hann 2 ár á Kolbeins- stöðum, því næst vistaðist hann að Syðstu- Görðum til Jóns bónda Ögmundssonar, og var vinnumaður hans til ársins 1867, er hann var þrítugur að aldri. Þá um vorið flutti hann að Moldbrekku og reisti þar bú, en um haustið giptist hann Olöfu Bjarnadóttur frá Haga í Hraunhreppi Sigurðssonar frá Árnakoti í Borgarhreppi. Móðir Olafar var Sigríður Hansdóttir, myndarkona, er andað- ist hjá dóttur sinni fyrir 5 árum, háöldruð. Árið 1868 flutti Þórður að Stóra-Hrauni, þaðan að Kaldárbakka 1871, og loks að Ytri-Skógum 1875, og var þar til dauðadags. — Á þeim árum, er hann dvaldi á Kaldár- bakka, tók hann hnémein mikið og illkynj- að, og lá í því 3 missiri, kreppti þá fótinn um knéð, svo hann var jafnan haltur síðan. Með konu sinni eignaðist Þórður 6 börn, og eru nú ein 2 þeirra á lífi : Sigurður bóndi í Ytri-Skógum og Elín ógipt, hjá bróður sínum. Vorið 1903 missti hann konu sfna, en 2 árum síðar lét hann af búskap, og var eptir það hjá syni sínum, er tók við jörðinni eptir hann. Þórður heitinn var ávalt fá tækur maður, en þó fremur veitandi en þiggjandi. Þess var eigi heldur að vænta, að hann safnaði fé, því erfiðleikarnir voru margir, er hann átti við að stríða. Hann byrjaði búskap félaus, átti heilsulitla konu, var sjálfur fatlaður, eins og fyr getur, og auk þess lengi þjáður af brjóstveiki. En hann var kjarkmaður mikill og fjörmaður, góðlyndur og síglaður, og var glaðværð hans sprottin af óbifanlegu trausti hans á guðlegri forsjón. Hann hafði dágóða greind, sér í lagi óvenjulega gott minni; var hann því allfróður um margt, þótt hann hefði engrar menntunar notið í æskunni. Við ná- granna sína var hann góðviljaður, og vel metinn í sveit sinni. í hreppsnefnd sat hann nokkur ár, og þótti koma vel fram þar sem annarstaðar. Vinir hans allir og kunningjar sakna hans sem sómamanns. (S.e.o.). Bng'inn sjúkling*ur má vanrækja að reyna Kína-lífs-elixírinn frá Waldemar Petersen, Fred- erikshavn, Kjöbenhavn, sem er útbreiddur og viðurkendur um allan heim, og allir heilbrigðir, sem vilja varðveita bezta skilyrðið fyrir að lifa glöðu og ánægjusömu lífi, nefnilega góða heilsu, eiga daglega að neyta þessa heimsfræga, heilsusamlega bitters. Kina-líjs-elixirinn er búinn til að eins úr þeim jurtum, sem mest eru styrkjandi og heilsusamlegastar fyrir hinn mannlega likama, samkvæmt reynslu og viðurkenningu læknisfræðinnar hingað til. Hann er því frá- bært meltingarlyf, er kemur maganum í reglu og hreinsar og endurnýjar blóðið. Þessvegna hafa menn séð þau furðuverk, að gigtveikt fólk hefur orðið sprækt og stálhraust, taugasjúkt fólk rólegt, þunglynt fólk glatt og ánægt og veiklulega útlítandi fólk fengið hraustlegan og nýjan litarhátt með því að neyta daglega Kína-Iífs-elixírsins. Að Kína-lifs-elixirinn hafi alstaðar rutt sér til rúms sem hið ágæt- asta heilsubótarlyf gegn alls konar kvillum, sést einnig af hinum mörgu verðlaunum og minnispeningum, sem hann hefur fengið á flestum hinum stærstu heimssýningum, en ennþá betri sönnun fyrir ágæti elixirsins eru þó þær þúsundir þakklætisbréfa, er stöðugt berast bruggara Kína-lifs-elix- írsins frá fólki, er við notkun elixírsins hefur losnað við sjúkdóma, svo sem gigt, lungnapipubólgu, jungfrúgulu, magakvef, móðursgki, steinsótt, tauga- veiklun, svefnlegsi, hjartslátt o. m. fl. Neytið þessvegna allir, bæði heil- brigðir og sjúkir, hins ágæta heilsbótar- og meltingarlyfs, Kína-lífs-elix- írsins. Einkum hér á íslandi með hinum sifelldu veðrabreytingum ætti ekkert heimili án hans að vera. Kina-lífs-elixírinn fæst alstaðar á íslandi, en varið gður á lélegum og gagnslausum eptirstælingum, og gætið nákvæmlega að þvi, að á einkenn- ismiðanum sé stimplað hið lögverndaða vörumerki: Kínverji með glas i hendinni og firmanafnið Waldemar Petersen Frederikshavn, Kjöbenhavn; einnig íangamarkið vjj,p‘ í grænu lakki á flöskustútnum. Læknis-yflrlýsing. Samkvæmt meðmælum annara hef eg látið sjúklinga mina neyta Kína-lífs-elixírs þess, er Waldemar Petersen býr til, og hef jeg á ýmsan hátt orðið var við heilsusamleg áhrif þessa bitters. Eptir að eg hef átt kost á að kynna mér efnasamsetningu elixírsins, get eg lýst því yfir, að jurtaefni þau, sem í hann eru notuð, eru tvimælalaust gagnleg fyrir heilsuna. Caracas, Venezuela. I. C. Luciani Dr. med. Andþrengsli. Eg undirritaður, sem nokkur ár hef þjáðst af andþrengslum, hef við notkun Kína-lífs-elixírsins fengið töluverða bót, og get eg þessvegna mælt með elixír þessum handa hverjum þeim, er þjáist af samskonar veiki. Fjeder skósmiðameistari Lökken. Jungfrúrgula. Tíu ár samfleytt þjáðist eg af viðvarandi jungfrúrgulu, er gerði mig öldungis heilsulausa, þrált fyrir öll læknislyf, er eg reyndi. Samkvæmt ráði læknis míns fór eg að reyna Kína-lífs-elixír, og er við notkun hans orðin albata. Sofie Gnldmand. Randers. Lífsýki. Eg undirritaður, sem við ofkælingu hef opt fengið megna lifsýki, hef eptir ráðum annara farið að nota hinn heimsfræga Kína-lifs-elixir og af öllu þvi, sem eg hef reynt, er elixír þessi hið eina lyf, er hefur getað komið maga minum i samt lag aptur. Genf 15. mai 1907. G. Lin verkfræðingur. Magakvef. Eg undirritaður, sem hef þjáðst mörg ár af uppsölu og magaveiki og leitað læknishjálpar árangurslaust, er við notkun Kína-lífs-elixírsins orðinn alhraustur. Lemvig 6. desember 1906. Emil Vestergaard umboðssali. Máttleysi. Eg undirritaður, sem mörg ár hef þjáðst af máttleysi og veiklun, svo að eg hef ekki getað gengið, er víð notkun Kína-lífs-elixírsins orðinn svo hress, að eg ekki að eins get gengið, heldur einnig farið á hjólum. D. P. Birch úrsmiður. Eigandi og ábyrgðarm.: H a nnes Þo r st e i n sso n. Prcntsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.