Þjóðólfur - 19.08.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 19.08.1908, Blaðsíða 1
60. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 19. ágúst 19 08. 39. Skrilstofa borgarstjói'a Reykjavíkur er í Veltu- sundi nr. 1. og er opin hvern virk- »n dag frá kl. 10 f. h. til kl. 3 e. h. Milli vonar og ótta. j>að litlu skipta læt eg mig, þótt last eg fái’ og níð hjá þeim, sem leigðir lifa’ af því að ljúga ár og slð! Eg kveð mér hljóðs og herði streng, því harpan er þó m í n , og enginn getur meinað mér að minnast, Island, þín! Eg vildi’ að ætti harpan hljóm, sem hjartna ryfi múr, er skyggir fyrir sálar sýn og sólu dregur úr, — er syngi í veikan vilja þrótt og vekti öll þín börn, svo brjóstheil fram í breiðfylking nú brytist landsins vörn. En því er ver, að vantar hljóð mitt veika strengja-spil, og getur að eins sýnt hve sárt að sjálfur finn eg til, ef lands míns frelsisdísin dýr í dróma verður keyrð, — og sárast er að sjá þau bönd af sonum íslands reyrð! Og samt er víst um suma af þeim, að svikráð hata þeir, og landið okkar eins og eg þeir elska’ og — jafnvel meirl En það er eins og illráð norn þeim örlög hafi sett, óg hulin álög hamli þeim að hugsa’ og gera rétt. — Eg vona’ að guð og gæfa þín, mitt góða föðurland, nú reynist drýgri’ en ráðin köld og rammdanskt tjóðurband! Eg vona’, að ósæ verndarhönd þér voða bægi frá, og e n g i n n son þinn hörfi’ í hlé, er hríðin skellur á. Og enginn skyldi skjöldum tveim til skaða leika hér, — það gera sá mun varla’ er veit, hver voði’ á ferðum er, því slíkan ódreng ætla vil eg ekki nokkurn mann, með fullu ráði föðurlands að frelsið selji hann. En^mér er órótt innan brjósts: mér ægir skýja fjöld, er sezt að fjöllum, sunnan að, svo svipþung, nístingsköld og geigvæn ögrar grænni hlíð og grund og dal og hól; — úr sorta þeim er þrumu von, hann þrokir fyrir sól. Kom, sói míns lands, með líf og krapt °g ljós í hverja sál, Og rjúf þý sortann, lýsi leið þfn logskær kærleiksbál! — Kom, frelsis-sól mlns föðurlands, með fránum geislastaf, um eilífð sértu sigurdrjúg unz sígur fold í haf! Gaðm. Guðmnndsson. Svar til prófessors B. M. ólsens og Jóns sagnfræðings. II. í Reykjavík ii. þ. m. hefur prófessor Björn Magnússon Olsen nú einnig framar en áður er talið ritað grein um „Hermál- in fyr og nú“, og kemst hann þar að þeirri merkilegu niðurstöðu, að Noregs- konungur hafi, samkvæmt Gamla sáttmála, skuldbundið sig til að „vernda landið fyr- ir útlendum ófriði, ef óvinaher skyldi sækja á það“. Það var alveg óhætt fyrir prófessorinn að taka það fram, að hann hafi fyrstur manna veitt þessu eptirtekt, því að „verður er verkamaðurinn launanna", og honum ber það, að hafa alla vegsetnd og líka allan vanda af þessari uppgötvun. Byggir hann þetta á þessari grein í „Gl. sáttmála“ — og nú kallar hann Gl. sátt- mála, sáttmála þann, sem heimfærður hef- ur verið til 1263—64, en hann sjálfur heim- færir til ársins 1300; nafnið „Gl. sáttmáli" var hann áður búinn að færa yfir á sam- þykkt Sunnlendinga og Norðlendinga 1262 —: „ítem at konungr láti oss ná íslenzkum lögum ok friði, eptir því sem lögbók váttar ok hann hefir boðið í sín- um bréfum, sem guð gefr honim fram- ast afl til“. En þessa klausu úr sáttmál- anum tilfærir prófessorinn svo, að Noregs- konungur heitir íslendingum því, að „halda friði yfir þeim sem guð gefur honum fram- ast afl til“. Væri prófessorinn hér ekki að skrifa æsingagrein fyrir fólkið, þá mundi hann hafa tilfært þennan stað alt öðruvísi en hann hefur gert; það mundi lítið vantaá, að hjá honum væri hér svo í vitnað, sem menn mundu kalla blekkingatilvitnun. Hér er hlaupið yfir orðin »eplir pví sem lög- bók váttar«, sem er atriðisorð í þessu sambandi. Eptir því sem prófessorinn hefur haldið fram um aldur þessa sátt- mála, að hann væri frá árinu 1300, þá er ekki að villast um það, hver lögbókin er, sem vitnað er í. Það er Jónsbók. Og hvað segir svo Jónsbók hérum? Á þeim einum stöðum, sem talað er um hernað, sem er í Mannhelgi 3. og 4. kap., er ekki gert ráð fyrir neinum hernaði öðr- um en ránum, gripdeildum, vígum og upp- hlaupum innanlands. Það er hinn eini ófriður, sem hið opinbera og allir eru skyldir til að sjá um að bældur sé niður. - Það er hvergi með einu orði gert ráð fyrir landvörnum af hendi konungs í allri jónsbók spjaldanna á milli. Þessi skýr- ing prófessorsins á áðurnefndri grein Gamla sáttmála er því jafn-loptborin og tilhœfiilaiis eins og skraf Jóns sagnfræð- ings eptir sáttmálanum um utanríkismál og hermál. Ekkert aí þessu hefur neinn stað i sáttmálanum eða íornum, íslenzkum lög- um. í þessu efni hefur og venjan mikla þýðingu, og hún er sú, að íslendingar sjálfir hafa með samtökum um allar aldir varið hér land og lóð meðan þeir höfðu vopnaburð. En hann var lagður hér nið- ur alment eptir því, sem stendurí Vopna- dómi frá 1581, skömmu eptir 1570. Er það í sögnum, að Teitur Gíslason í Auðs- holti, sem var harðgerður maður og for- maður á Stokkseyri um 40 ár, hafi verið síðastur maður hér á landi, sem bar vopn til mannfunda; lifði hann enn 1605, og var almennt kallaður Vopna-Teitur. Það sem prófessorinn vitnar í úr land- varnarbálki landslaga Magnúsar laga- bætis, og greinir um það, ef gengið sé á skattlöndin, á því á engan veg við Island, samanborið við sáttmálann. Það hlýtur því að eiga við Færeyjar og Grænland. Er þetta því enn eitt með fleira vottur þess, að ísland var ekki eitt af skattlönd- um Noregskonungs, heldur ríki hliðstætt Noregi, en vilji menn eigi að síður halda því fram, að landslögin skilji Island einn- ig hér undir, þá er það upp á ábyrgð konungs og Norðmanna, þeirra, sem með honum samþykktu lögin, að setja á það skattlandsnafnið heimildarlaust, og án samþykkis Islendinga, eins og það var I þeirra girnd, sem þeir gerðu i því, hvað þeir vildu leggja á sig, til þess að ísland misst- ist ekki úr sambandinu. En hvorki gat það verið skuldbindandi fyrir Island að heita skattland, né heldur gefið þeim neinn rétt til landvarnarkröfu af hendi Norðmanna, nema því að eins að þeir vildu sætta sig við skattlandsnafnið, sem ekki er hægt að sjá, að þeir hafi nokkurn- tíma gert ókúgaðir, eða meðan hugsunar- háttur var nokkurn veginn heilbrigður hér á landi. III. í Þjóðólfi 7. þ. m. leggur prófessor ÓI- sen þeim, sem eru á móti Uppkasti sam- bandslaganefndarinnar það til ámælis, að þeir séu að etja Gamla sáttmála að fólk- inu, til samanburðar við Uppkast sam- bandslaganefndarinnar. En þetta ætti þó að vera bagalaust fyrir alla flokka, ef sam- bandslagafrumvarpið felur í sér jafnfull sjálfstæðisréttindi Islandi til handa sem sáttmálinn gerir. En þetta hafa fylgis- menn Uppkastsins auðsjáanlega séð strax í öndverðu, að ekki fólst í frumvarpinu. Þessvegna er það, að þeir hafa hlaupið upp til handa og fóta, til þess að rýra í augum landslýðsins réttindi þau, sem sátt- málinn hetur inni að halda, og þar var Jón sagnfræðingur látinn ríða fyrstur á vaðið. Þeir hafa því engum öðrum um að kenna en sjálfum sér allt það skrafog öll þau skrif, sem eru nú orðin um Gamla sáttmála, sem raun sýnir. Fylgismenn frumvarpsins hafa séð, að það var áríð- andi að fá landsfólkið til að trúa því, að með Uppkastinu væri ekki látin af hendi nein forn réttindi, er landið ætti að rétt- um og órofnum lögum. Þetta var, eins og málinu nú er komið, nokkuð örðugt aðstöðu fyrir þá, sökum þess, að milli- landanefndarmennirnir Islenzku höfðu allt fram undir starfslok 1 nefndinni ein- mitt haldið fram fullum ríkisréttarkröf- um landsins samkvæmt sáttmálanum og gömlum lögum, en urðu að slðustu að slá af kröfunum, og þá var auðsætt, að það sem í boði er nú, var minni réttur en forn lög stóðu til. Þá var þrifið til þess, að telja fólki trú um það, og róið að því öllum árum, að á meiri rétti ættum vér enga heimting, en nú væri í boði og jafn- vel ekki eins miklum. Og síðasta greinin frá B. M. Ólsen í „Reykjavík“ er óneitan- lega af sömu rótum runnin. En hvað er svo réttur Islands sam- kvæmt Gamla sáttmálar Því er bezt að prófessor Björn M. Ólsen svari sjálfur með því, sem hann segir í riti sínu, sem hann ritaði fyrir fám mánuðum: „Um upphaf konungsvalds á íslandi", bls. 68: „Það liggur í augum uppi, að allar skuld- bindingar Islendinga í þessum sáttmála eru eingöngu miðaðar við persónu kon- ungsins, og að þeir ganga honum sjálfum á hönd, en ekki Noregs ríki. Enginn Norðmaður annar en konungur sjálfur, hefur eptir sáttmálanum neitt yfir Islend- ingum að segja. Það má jafnvel segja, að Norðmenn séu afskiptir í þessum sáttmála gagnvart Islendingum, sem fá ýms ný hlunnindi í Noregi, en Norðmenn engin á Islandi. Annars eru Norðmenn og ís- lendingar hvorir öðrum óháðir, og liafa ekkert annad sameiginlegt en konnnginn. Sambandið milli landanna er hreint per- sónusamband". Þá er Jón sagnfræðingur annað sann- leiksvitnið um þetta mál. Farast honum svo orð í riti sínuum „Islenzkt þjóðerni", bls. 107, sem ritað er fyrir fimm árum síðan: „Íslendíngar gangast undir þrennt með pessum sáttmála („Gl. sáttmála): að gjalda konungi skatt, þingfararkaup og þegn- skyldu; að viðurkenna æzta dómsvald konungs í vissum málum, og að halda trúnað við konung". Fyrir fimm árum stóð það þvf ekkií Gamla sáttmála, að Islendingar afsöluðu sér með honum í hönd konungs og Norðmanna utanríkismálum sínum og hermálum, og fáir munu vita til þess, að hann hafi breytzt síðan. Hitt er náttúrlega alltaf hægðar- leikur, að segja að það og það standi í honum, sem ekki stendur. En það er annað mál, hvað margir trúa því, óg hvað haldgott það verður til frambúðar. IV. „Með tlamla sáttmála gera íslendingar verzlunarsamning fyrir hönd landsins við konung sinn sem kaupmann — sem getur verið álitamál, hvort var heppilegt eða ekki — en þeir afsala sér engum yflrráðum yflr utanríkismálum sínum. Með Uppkasti sambandslaganefndarinn- ar er utanríkismálum íslands afsalað í hendnr stjórn og löggjafarvaldi Dana um aldur og æfi takmörkunarlaust.. Með Gamla sáttmála var áskilið, að ís- lendingar væru lausir allra rnála, ef sátt- málinn væri ekki haldinn af konungs hendi. Á Uppkastinu er engin auð smnga til þess að losa utanríkismálin nt um. Sambandslaganefndin sjálf hin íslenzka hefur fram á seinustn forvöð haldið því drengilega frain, að íslendingar ættu ept- ir Gamla sáttmála fornan rétt á því, að ráða utanríkisniáluni sínum einir, þó að meiri hlnti nefndarinnar svignaði fyrir að síðustu. Nefndarmennirnir liafa því

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.