Þjóðólfur - 19.08.1908, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 19.08.1908, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR. 141 staddur á ísspildu allmikilli, þá er ofsa- stormur með fannkomu brast á, og leysti þá Isinn sundur og rak þá félaga á ísjaka frá landi. Við tilraunina að komast í land fórst Mylius-Erichsen og landi hans (hafa líklega drukknað), en Eskimóinn komst á land, en var þá svo þjakaður, að hann gat að eius skýrt frá láti félaga sinna, og hné að því búnu dauður niður. [Eptir símskeyti frá Kaupm.höfn prentað í »Daily Mailc 8. þ. m.]. Forngripasafn J ó n s konsúls V í d a 1 í n s , er hann gaf landinu, verður til sýnis á ártíðardag hans, sem er ú morgun, kl. 12—2 á Forn- gripasafninu. Síðan verður það eigi til sýnis fyr en eptir að safnið verður flutt í nýju bókasafnsbygginguna. Er hún enn eigi fullgerð, og átti þó að vera lokið fyrir löngu. Virðist eptirlitið með bygg- ingunni ekki hafa verið ofmikið af hálfu stjórnarinnar. í*að er illt, að þurfa að flytja bókasafnið og skjalasafnið í haust eða vetur, þegar allra veðra er von, en það verður þó að gera, fyrst ekki var hægt að gera það í sumar. Fyrsta þlngmannskosningin í þetta skipti er nú þegar kunn orðin. Það er kosning Skúla Thoroddsens í Norður-ísafjarðarsýslú. Þar hefur enginn boðið sig fram á móti honum, og þar því engin kosning þar fram að fara, sam- kvæmt 19. gr. kosningarlaganna, er tekur það skýrt fram, að hafi ekki fleiri boðið sig fram í kjördæmi, heldur en kjósa skal, þurfi engin kosning fram að fara, heldur lýsi kjörstjórnin þingmannsefnið eða þing- mannsefnin kosið eða kosna. Það þykir sumum hálfvesaldarlegt af frumvarpsmönn- um, að hafa engin ráð haft til að tefla einhverjum fram gegn Skúla, að eins til málamynda, svo að kosning færi þó fram. Virðist þó svo sem þeir hefðu átt að leggja sérstaklega kapp á, að kjördæmi Skúla yrði ekki eina kjördæmið 1 land- inu, sem yrði þingmannsefnislaust frá þeirra hálfu. Það er leiðinlegt afspurnar fyrir þá, er það fréttist til Danmerkur, að eini minnihlutamaðurinn í nefndinni skuli engan keppinaut hafa haft, og engin kosn- ing þvf fram farið. Frumvarpsmenn hefðu heldur átt að skipa Valtý vestur þangað og lofa honum að liggja þar, heldur en vera að þvæla honum á Seyðisfjörð og láta hann falla þar. — Kosning Slcúla þannig löguð er því ekki að eins stór sigur fyrir hann, heldur afarmikill ósigur og hrakfaravottur fyrir andstæðinga hans, sannarlega mjög óálitlegt kosningaupphaf fyrir þá, enda kvað þeir nú mjög vera farnir að missa móðinn, og örvænta um, að þeir geti bjargað helztu gæðingum sínum í því pólitiska skipbroti, sem nú vofir yfir þeim og Ohjákvæmilega sópar burtu mörgum, er sízt þykja mega tapazt úr þeirra liði. FramboQ dr. Valtýs á Seyðisfirði þykir mörgum harla kyn- iegt, sérstaklega vegna þess, að hann hafði lýst því yfir í dönskum blöðum, að hann væri nú hættur við íslenzka pólitík (um sinn), og ætlaði eptirleiðis að verða að eins danskur vísindamaður. Þá er hann var alveg vonlaus um gamla kjördæmið sitt (Kjósar- og Gullbringu- sýslu) og hröklaðist héðan af landi burt eptir stutta dvöl og við lítinn orðstír, kom engum til hugar, að hann mundi annar- staðar leita á í þetta sinn. En viti mennl Nú hefur hann gert stjórninni þann greiða, að »offra« sér fyrir hana á Seyðisfirði, Og er vonandi, að hún sjái það eitthvað við hann síðar, ef hún er þess megnug, því að sá er vinur, er í raun reynist. En út í opinn dauðann gengur doktorinn þar á Seyðisfirði. Á því er enginn efi. Fyrir þetta gustukaverk við frumvarpsmenn og stjórnina ætti doktorinn sannarlega skilið að hreppa hið auða sæti Þórarins í kon- ungkjörnu sveitinni. Hver veit nema það verði einmitt launin ? Ágæt hugvekja nú fyrir kosningarnar er sérprentunin af greinum Magnúsar lögfræðings Arn- bjarnarsonar, um sambandslagafrumvarpið, er birzt hafa í Þjóðólfi. Það er almennt viðurkennt, að þær greinar séu einna skýr- astar og bezt ritaðar alls þess, er um það mál hefur birzt á prenti. Bæjarbúar ættu því að kynna sér ritling þennan nákvæm- lega, áður en kosningar fara fram hér 1 bænum. Hann fæst meðal annazs á af- greiðslustofu Þjóðólfs. Smjörsala. G. Davidsen konsúll í Leith hefur skýrt frá því, að smjör, er hann fékk héð- an með »Lauru« 24. f. m. hafi selzt þannig: 14 kv. 100 pd. kr. 87,55 netto, 94,78 brutto 8 — — — — 87,23 — 94,86 — 12 —------------------------86,85 — 94.52 — io —------------------------85,50 — 93,00 — 5 —------------------------84,26 — 91,52 — 6 ------------------------83,83 — 91,36 — En smjör með »Sterling« 28. f. m. seld- ist þannig: 3 kv. 100 pd. kr. 87,44 netto, 95,04 brutto 10--------------------------87,40 — 94,76 — 8--------------------------87,26 — 94,63 — 5 —------------------------82,71 — 89,39 — I kostnaði við smjörsöluna er innifalið eldsvoðaábyrgð á höfn og í geymsluhúsum, og sjóábyrgð, bæði gegn algerðum skip- tapa og væntaulegum skemmdum, 3°/o a smjörverðinu. Landsbankinn borgar fyrir fram til rjómabúanna 50 kr. fyrir hver 100 pd. gegn afhending farmskrár. Mannalát. Hinn 6. þ. m. andaðist að heimili sínu, Tannstaðabakka í Hrúta- firði, merkiskonan Gudrún Jónsdóttir, kona Einars bónda Skúlasonar. Hún var fædd að Gjótu á Búðum á Snæfellsnesi 7. febr. j843 — en Þar bjuggu foreldrar hennar, bændahjón. Guðrún sál. ólst svo upp hjá hafnsogumanni Olafi Gíslasyni og konu hans, Ingibjörgu Þorláksdóttur, sem lengi bjuggu á Kolbeinsá við Hrútafjörð. Hún giptist ár- ið 1865, Einari Skúlasyni, og hafa þau hjón búið síðan á Tannstaðabakka. Þau áttu 9 börn, dó eitt þeirra ungt, en 8 eru lifandi og nú fullorðin. Guðrún sál. var gáfuð kona með afbrigð- um og skáldmælt, og þótt hún ekki nyti mikillar menntunar í æsku, var hún einkar vel að sér og fróð um margt, enda las hún mikið ýmsar fræðibækur og fylgdist að því leyti vel með tímanum. Heimili þeirra hjóna, Tannstaðabakki, hef- ur öll þeirra búskaparár þótt hin mesta fyr- irmynd, enda fylgdist þar að, trúrækni, ást- ríkt og farsælt hjónaband, gestrisni, starf- semi og reglusemi. Guðrún sái. mátti ekkert aumt sjá, því þótt störf hennar væru umfangsmikil og erf- ið, gaf hún sér ávallt tíma til að hlynna að fátækum og rétta þeim hjálparhönd, er bágt áttu. Allir, sem þekktu hana, munu af inni- leik sakna hennar og minnast með þakk- læti og virðingu. En sárast sakna hennar nánustu ástvinirnir, börn hennar og fóstur- dóttir, sem eiga nú á bak að sjá ástríkri, umhyggjusamri og elskulegri móður, og hinn háaldraði eiginmaður hennar, sem nú hefur misst sinn ástfólgnasta vin, sem um 43 ára skeið hefur með innilegri alúð og ó- þreytandi elju stutt hann í stríði iífsins, og beint ljósgeislum gleði, friðar og innilegrar trygðar inn á heimili þeirra. Á. Hinn 19. f. m. andaðist á heimili sínu Hverfisgötu 46 í Reykjavík Jón Porgilsson eptir langa og þunga legu, 23 ára gamall. Hann hatði ávalt stundað sjómennsku frá því, er hann var 16 ára, og var ágætur sjó- maður, vel greindur og námfús, reglusamur og siðpiúður og í hvívetna mesti efnismaður. Hans er því sárt saknað af öllum, sem honum kynntust, og sérstaklega af vinum hans og ættingjum og heilsulítilli sorgbitinni móður. G. Sigríður Jónsdóttir, kona Helga Guð- mundsonar á Kringlu á Akranesi, andaðist þar 31. maí sl. Hún var fædd 22. des. 1841 og giptist 1865. Eignuðust þau 8 börn, og druknuðu 5 þeirra uppkomin 16. sept. 1905, eitt dó í æsku, en tvö eru á lífi: Guðmundur ekkjumaður í Reykjavík og Sigríður, kona Jóns Guðmundssonar. DflP Útkomu þessa Itlaðs Iiefup verið liraðað vegna skipaferða, er nú f'alla kriug* 11111 land. Ef þér viljið lifa Iengi, þá eigið þér að rnuna eptir því, að ekkert læknislyf, sem hingað til hefur verið uppgötvað til að varðveita heilsu mannkynsins, getur jafnazt á við hinn heimsfræga heilsubótarbitter Kína>lífis-elixír. Tærlng/. Konan mín, sem mörg ár hefur þjáðst af tæringu og leitað ýmissa lækna er við stöðuga notkun Kína- lífs-elixírs Waldemars Petersens orðin til muna hressari og eg vona, að hún nái heilsu sinni algerlega við áfram- haldandi notkun þessa ágæta elixírs. y. P. Arnorsen. Hundested. Taugngigrt. Konan mín, sem 10 ár samfleytt hefur þjáðst af taugagigt og tauga- sjúkleika og leitað ýmissa lækna árang- urslaust er við notkun hins heims- fræga Kína-lífs-elixírs Waldemars Pet crsens orðin albata. y. Petersen timburmaður. Stenmagle. Hin stærstu gæði lífsins eru heilbrigði og ánægja. Góð heilsa er öllu dýrmætari, hún er nauðsynlegt hamingjuskilyrði. Heil- brigði gerir lífið á sinn hátt jafndýr- mætt, eins og veikindi gera það aumt og ömurlegt. Allir sem vilja varð- veita þá heilbrigði líkamans, sem er skilyrði fyrir hamingjusömu lífi eiga daglega að neyta Kína-lifs-divírs. sem frægur er orðinn og viðurkennd- ur um allan heim, en varii) yður á lélegum og gagnslausum eptirstæl- ingum. Gætið þess nákvæmlega, að á ein- kennismiðanum sé hið lögverndaða vörumerki: Kínverji með glas í hendi og merkið stútnum. V. p. F. í grænu lakki á flösku- Linoleu 00 bœjarins lang-stœrsta og ódýrasta úrval, hjá láii Þorsteinssvii. stærsta og ódýrasta úrval hjá lata kÉiissii. Llrval af beztu Saumavélum hjá jffiagnúsi $enjamínssyni, Veltusundi 3. Dl ]U er ómótmælanlega bezta og lani ll líftryggingarfélagiö. —Sérstök kjör fyrir bindindismenn. — Langhagfeldustu kjör fyrir sjó- menn. AHir ættu aö vera liftrygðir. Finniö aö máli aðalumboðsm. 1). 0STLUND. Rvik. °B iita Pbiiss* n tr tii »r að fá sér góð og ódýr föt i 3ankastraeti 12. l£5°/o afslílttvii* er gefinn á öllum fataefnum nú fyrst um sinn (NB. ekkert lánað). Mikið úrval af ýmsum efn- um í sumarfrakka, spariföt, hversdagsklæðnaði. — Einstök vestisefni og buxnaefnl o. fl. Allt alullar nýtízkuefni. Pantanir afgreiddar fljótt og vönduð vinna. ppa Guðm. Sigurðsson. Talsími 77.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.