Þjóðólfur - 04.09.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 04.09.1908, Blaðsíða 1
60. árg. Reykjavik, föstudaginn 4. september 19 08, Æ 41 fjiosnincjci-ávarp. Á fimmtudaginn kemur, 10. þ. m., fara fram, eins og kunnugt er, kosningar til alþingis um land allt, vafalaust hinar þýðingarmesta alþingiskosningar, er hér hafa nokkru sinni fram farið, vegna þess, að nú á þjóðín að leggja úrskurð sinn á hið alvarlegasta og afleiðingaríkasta mál, er nokkru sinni hefur verið fyrir hana lagt. Skiptir þá miklu, að úrskurð- ur þjððarinnar falli á réttan veg, falli eins og hann á að falla. Og það er naumast vafasamt, að svo verði. Því að þrátt fyrir allar blekkingar og gyllingar þeirramanna, sem eru að streitast við að þröngva sam- bandslagafrumvarpinu öldungis óbreyttu inn á þjóðina, annaðhvort af skilnings- leysi eða gegn betri vitund, þá eru allar horfur á því, að það mistakist algerlega, sem betur fer. Því betur sem menn at- huga frumvarpið, og því lengri tíma sem menn hafa til að kynna sér það, því ljós- ari verða mönnum stórgallar þeir, sem á því eru, gallar, sem gera það öldungis ótækt og óhafandi, gins og það liggur fyrio. Það er svo fjarri því, að frumvarpið vinni nokurt fylgi, eptir því sem lengur ííður, að áhangendum þess fækkar stór- um dag frá degi, og fylgi hinna fáu, sem enn þykjust vera því hlynntir, er svo veigalaust og sannfæringarlaust, að það styðst einungis við einstaka menn, en alls ekki við málefnið. Og sllkur mál- staður stendur sannarlega á veikum fót- um, ætti að vera nokkurnveginn dauða- dæmdur. Fimmtudagurinn xo. september 1908 verður þýðingarmikill dagur í sögu ís- lenzku þjóðarinnar. En hvort hann verður heilla- eða óheilladagur, er komið undir því, hvernig kjósendurnir greiða atkvæði, hvort þeir greiða þeim mönnum atkvæði, er ekki vilja leggja óslítandi innlimunar- fjötur á þjóð sína og gera hana að undir- lægju Dana um ókomnar aldir, eða hin- um, sem telja 0ss bezt komna 1 slíku bandi, að réttlaus þjóð megi þakka fyrir, að Danir vilji af náð einni saman unna henni nokkurs sjálfstæðis, er hún reyndar hafi enga heimtingu á. Spurningin er því: Hvorum flokknum þykir þjóðinni sæmilegra að fylgja- Hún á að skera úr því á fimmtudaginn. Og Sá úrskurður verður henni annaðhvort til virðingar eða svívirðingar. Vér efumst ekki Um, að virðingin verði ofan á. Hér í höfuðstaðnum þarf nauniast að efast um, að kjósendur fjölmenni á kjör- íundinn, og kjósi eins og góðum drengj- um sómir, kjósi þá mennina, (dr. Jón Þorkelsson og Magnús Blöndahl) er ekki 'vilja ganga að frumvarpinu eins og það liggur fyrir, heldur krefjast nauðsynlegra breytinga á því, og í engu slaka til um forn réttindi landsins, eða afsala þeim í hendur Dana um áldur og æfi. Kosningadagurinn verður að mestu leyti að vera »frídagur« allra verkamanna. Eng- um atvinnuveitanda á að haldast uppi að meina verkamönnum sínum að neyta atkvæðisréttar sins. Gerist nokkur at- vinnuveitandi svo djarfur, að vilja hindra menn frá kosningu, verða verkamenn að taka til sinna ráða. En vér efumst ekki um, að allir atvinnuveitendur bæjarins muni verða samtaka í því, að veita verka- fólki sínu nægan tíma til atkvæðagreiðslu þennan dag. Það má ekkiminna vera, en að allir verkamenn fái fullkomið »frí« þann dag frá kl. 10 f. h. til kl. 4 eða helzt til kl. 6 e. h., og að öllum sölubúðum sé lokað á þeim tíma, að minnsta kosti ekki skemur en frá kl. 11 — 4. Ættu kaupmenn einmitt að gera samtök um það, og enginn skerast úr leik, enda mundi það mál auðsótt, ef ein- hver vildi fyrir því gangast. Hér má enginn draga sig í hlé. Það er hrein og bein skylda allra, að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að allir, sem ekki eru sjúkir eða fjarverandi, geti neytt rétt- ar sfns þennan þýðingarmikla dag, og lagt sinn skerf til þess, að almennings- viljinn komi fram í sem fyllstum mæli, svo að það sjáist greinilega hvoru meginn höfuðstaðurinn er í þessu stórmáli. Það þarf naumast að brýna það fyrir nokkr- um kjósanda, að kjósa eptir sannfæringu sinni, þá er að kjörborðinu kemur. Kosningin er algerlega leynileg, og það er alls ekki unnt að vita, hvernig hver einstakur kjósandi greiðir atkvæði sitt. Menn þurfa því alls ekki að óttast reiði yfirboðara sinna, þótt þeir kjósi eptir sínu höfði, en ekki eptir því, sem þeim hefur verið skipað. En þess verða menn að gæta vandlega, að setja atkvæðakrossinn fram- an við nöfn einhverra tveggja fram- bjóðenda, en ekki t. d. að eins við einn, því að sá seðill er ógildur. Og menn verða að varast að villast á nöfnunum, t. d. á Jóni Þorkelssyni og Jóni Þor- lákssyni, huga vandlega að því, að dr. Jón er annar í röðinni á kjörseðlinum, en Jón Þorláksson næstur á eptir. Röðin á kjörseðlunum verður þessi: Guðm. Björnsson landlæknir. X Jón Þorkelsson landskjalavörður. Jón Þorláksson landsverkfræðingur. X Magnús Th. S. Blöndahl framkv.stjóri. Þeir sem sjálfstæði landsins unna, og ekki vilja snúa höpt að fótum sínum og og sinna eptirkomenda, vita hvernig þeir eiga að kjósa á þessum lista, við hver nöfn þeir eigaað setja krossinn innan í hringinn, þ. e. við annað og fjóröa nafnið, en varast samt að stryka yfir fyrsta og þriðja nafnið, heldur láta þau standa öldungis óhreyfð, láta hringinn framan við þau nöfn öldungis ókrossaðan. Því fleiri sem það gera, því meiri von um glæsilegan sigur að leikslokum. Það yrði saga til næsta bæjar, ef höfuövígi stjórnarinnar, sjálíur höfuðstaðurinn, sem næstur er valdasólinni og talinn hefur verið óvinn- andi, yrði nú unnið, að hálfu eða öllu leyti. En sú saga getur hæglega flogið með ritsímanum um land allt eptir at- kvæðatalninguna .hér 11. þ. m. Og það eru enda sterkar líkur fytir því, að svo verði. „Uppsegjanlegu“ málin. Eg hef einungis séð eitt og eitt tölu- blað af íslenzkum blöðum með höppum og glöppum, sfðan deilurnar um rétta merking sambandslagauppkastsins hófust, svo vel má vera, að það sem hér fer á eptir, hafi verið áður sagt af öðrum, án þess að mér sé kunnugt um það; en samt sem áður sendi eg Þjóðólfi þessar línur til birtingar, ef hann vill ljá þeim rúm. Eg sé ekki betur, en það sé augljóst eptir orðum og anda uppkastsins, að það er undir vilja Dana komið, hvort Island nær nokkurn tíma yfirráðum yfir hinum svokölluðu »uppsegjanlegu« mál- um, sem talin eru í 3. gr. Uppkastsins, stafl. d., e., f. og h. Menn gæti þess fyrst, að 9. gr., sem kveður á um endurskoðun sambandslag- anna, gerir ráð fyrir því, að ríkisþingið geti hvað eptir annað beitt synjunarvaldi gegn tillögum, er kynnu að koma frá Is- lendingum um breyting á lögunum. I því kemur fram sú grundvallarsetning sambandslaganna, að það sé e k k i komið undir vilja Islendinga einna, að leysa neitt af hinum sameiginlegu málum undan stjórn Dana. Þetta er mjög mikilvægt atriði, þótt mönnum kunni ekki að virðast svo fljótt á litið. — Þessi grundvallarsetning slær því sem sé föstu, að ekki beri svo að skilja sem n e i 11 af sameiginlegu málunum sé »falið« Dönum af Islendinga hálfu, vegna þess að vér álítum það henta nú eptir ástæðum landsins — heldur beri svo að skilja, sem Danir veiti oss rétt til að ráða yfir þeim málum, er þeir álíta oss og ríkinu henta eptir atvikum. — I öllum rétti, einstakra manna og þjóða, er það óhagganleg meginsetning, að umbjóð- andi á að geta, nær sem hann vill, end- urkallað málefni sitt frá umboðsmanni. Sé svo ekki, þá hefur hann selt rétt sinn frá sér til hins. Þessu næst gæti menn þess vel, að hið síðasta úrræði til breytinga á lögunum, sem 9. gr. nefnir, gerir e k k i ráð fyrir því, að þar verði opnuð leið til endur- skoðunar á ný, heldur eiga þau úrslit að ráða til fullnaðar um afnám yfirráðanna dönsku »að nokkru eða öllu leyti« yfir þessum svokölluðu uppsegjanlegu málum. Verði rlkisþinginu það óljúft, að sleppa máíum þessum í hendur Islendinga, þá verður engin breyting gerð fyr en 37 ár- um eptir að sambandslögin öðlast gildi —- og er það langur tími, er Danir hafa með þeim hætti til þess að leika sér í »jafnrétti« við Islendinga með eignir og óðul þjóðar vorrar. En segjum svo, að e i n k a r é 11 u r sá, er jafnréttisákvæðið í raun og veru veitir hinum auðugu og fjölmennu samþegnum yfir landi þeirra fáu og fátæku hefði ekki gereytt viðreisnarvon þjóðernis vors eptir mannsaldurinn — og að úlendingum tæk- ist, þrátt fyrir áhrif Dana, þ á betur en nú að sjá hag sinn, og vildu heimta þessi málefni frá þeim, þá sé eg ekki betur heldur en sambandslögin leggi þetta enn undir náð og miskun Dana. Það stendur svart á hvítu í lögunum, að ef samkomulag verður ekki meðal þinganna innan 35 ára, þá getur konung- ur ákveðið hvort sem hann heldur vill eptir tillögu rlkisþingsins eða al- þingis hverju breyta skuli í 3. grein stafl. d, e, f, og h. Éf ríkisþingið að liðnum þessum 35 árum vill leggja til einhverja málamyndar- breytingu, eða sleppa einhverju sem þing- inu virðist óverulegt, eða jafnvel óskar sjálft að leggja Islendingum á herðar, t. d. gæzlu fiskiveiða gagnvart útlendingum, þá getur rlkisþingið þegar í stað látið kon- ung eiga að velja urn breytingartillögu danska þingsins og þess íslenzka — ef þetta síðarnefnda þing kynni þá eptir einokunartímann að hafa nokkra mann- rænu til þess að óska breytinga. Og hvor tillagan mundi þá verða valin til staðfestingar af konungi. Enginn efi getur verið á því, að konungi væri skylt að velja tillögu ríkisþingsins. Hann verður þá, eins og nú, þingbundinn konungur, og D a n i r ráða þá eptir meginsetningu sambandslaganna, hver mál eru látin laus við Islendinga; þ e i r bera ábyrgð,- ina af gerðum og athæfi »eyjarskeggja« gagnvart heiminum, úr því að gert er ráð fyrir að þeir annist öll þau málefni Is- lendinga um aldur og æfi, sem annars eru talin ríkismál í eiginlegum skilningi o. s. frv. Það væri sjálfsagt samkvæmt venjulegri stjórnspeki ýmsra leiðtoga vorra, að segja sem svo: »0, ekki megum við vera að gera blessuðum konginum getsakir í þessu. Hann verður náttúrlega svo góðurmaður, að hann fer ekki að traðka rétti okkar — alveg eins og hann Alberti sýndi sig hreinskilinn og áreiðanlegan, þegar við vorum að koma okkur niður á því, hver væri sréttarstaða ráðherrans okkar í ríkisráðinu« o. s. frv. En þeir góðu herrar, sem annars eru vanir því á síð- ustu tímum 1 löggjafarsmíðum sínum, að byggja á »gæðum« allra mögulegra manna — (nokkuð ólíkt öllum öðrum, sem gera lögin aðallega til tryggingar því gagn- stæða) — þeir mega ekki gleyma því, að konungurinn verður eitt einasta stórt núll 1 þessu efni. — Danastjórn ræður þessu ein eptir orðum og anda sambands- laganna, þrátt fyrir það, þótt oss hafi hlotnazt það mikla hnossgæti, að teljast í titli konungs með »Vindum og Gaut- um«. — Það fylgir ekki með sykurmol- anum, sem góðu börnunum var gefinn á sínum tfma, að konungur ætti að vera konungur íslenzka ríkisins, en ekki kon- ungur Dana, þegar ræða er um riptingar á innlimunarsamningnum. Einungis í því einu tilfelli, ef ríkisþingið léti sér standa á sama og Isllendingar kynnu að óska breytinga, þ á gerir greinin ráð fyrir skyldu konungs til þess að staðfesta tillögu al- þingis. Það er að segja, ef þetta: »eptir til- lögu« alþingis« þýðir þá ekki sama sem það hefur gert einu sinni áður, sem sé: »eptir að alþingi hefur komið fram með tillögu« — en konungsvaldið ráði að hve miklu leyti slíta skuli sambandintt um þessi málefni. Eg hef ekki fyrir mér danska textann, heldur að eins þann ís- lenzka, svo gera má ráð fyrir, að þetta sé öðruvísi orðað í frumtextanuni danska.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.