Þjóðólfur - 04.09.1908, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 04.09.1908, Blaðsíða 2
148 Þ JOÐOLFUR. Um jafnréttið við fiskiveiðar í landhelgi eptir 5. gr. verður þessi spurning um merk- ing ákvæðisins slðast í 9. gr. að öllu á- kvarðandi. Því enginn efi virðist vera á því, að e f réttur innborinna manna á Is- landi á um aldur og æfi að gilda fyrir Dani jafnt sem Islendinga, þá verður 3. grein í gildi, að því leyti sem álltast verð- ur nauðsynlegt eptir venjulegri lagaþýðing þrátt fyrir það, þótt Danir t. d. hefðu gert Islendingum að skyldu að halda úti 1—2 smáskipum til löggæzlu við strend- urnar, og þar með lokað fyrir breytingar á 3. gr. að öðru leyti samkvæmt því sem að framan er sagt. »Lokasetningin« í Uppkastinu sýnir betur en nokkuð annað, að þeir menn hafa verið læsir og skrifandi, sem fjölluðu um sambandsmálið —Danameginn. Kristjaníu 8. ágúst 1908. Einar Benediktsson. Á fundi, er Vopnfirðingar héldu 28. júní sl. sam- þykktu þeir svohljóðandi tillögu um frum- varpið: »Enda þótt fundurinn sé ekki í öllum atriðum ánægður með frumvarp milli- landanefndarinnar, tjáir hann nefndar- mönnunum íslenzku þakkir fyrir mikils- vert starf fyrir Islands hönd. Jaínframt óskar fundurinn þess, að vorum færustu mönnum sé veittur styrkur til þess að rannsaka enn betur sögulegan og ríkis- lagalegan rétt Islands«. Þetta er fundurinn, er frumvarpsmenn hafa einna mest gumað af, og virðist fylgið við frv. ekki meira en góðu hófi gegnir, og ekki vilja Vopnfirðingar sam- þykkja frumvarpið fyrst þeir óska, að al- þingi veiti fé til að rannsaka sögulegan og ríkisréttarlegan rétt landsins. Það væri þýðingarlaust eptir að frumvarpið væri orðið að lögum. Islenzk kona (mrs. G. Búason) í Winnipeg hefur verið kosiní alþjóðastjórn Góðtemplarareglunnar á þingi, er haldið var í Washington 1 f. m. Þjóðmínningardag héldu Vestur-Skaptfellingar 26. júlí í Hlíð í Skaptártungu. Guðjón Jónsson í Hlíð setti há- tíðina, en ræður héldu : S i g u r ð u r Eggerz sýslum. (minni íslands), G u n n- ar Ólafsson verzl.stj. (minni Vestur- Skaptaf.sýslu), Páll Sveinsson stud. í Asum (minni íslenzkrar tungu), J ó n Einarsson dbrm. í Hemru (minni kvenna), Bjarni Einarsson prestur (um bindindismálið) og Stefán Hann- e s s o n kennari í Mýrdal (minni Skapt- ártungu). — Sungin voru kvæði eptir hverja ræðu undir stjórn Lopts Jónssonar í Eyjarhólum. — Ýmsir fleiri töluðu, og margt var þar til skemmtunar. Skemmtísamkomu héldu verzlunarmenn 19. f. m. suður í Kópavogi, og var þar margt manna sam- ankomið. Trýggvi Gunnarsson banka- stjóri setti hátíðina, en minni Islands flutti Þórður J. Thoroddsen bankagjaldkeri, og var sungið á eptir: »Þú álfu vorrar yngsta land« (eptir H. Hafstein). Ólafur Kósenkranz mælti fyrir minni verzlun- arstéttarinnar og á eptir var sungið nýtt kvæði ort af Guðm. Magnússyni, en að slðustu flutti Benedikt ritstj. Sveinsson minni Reykjavíkur, og á eptir varsungið »Þar fornar súlur flutu á land« (eptir Ein- ar Benediktsson). Þá var þreytt sund, glímur, hjólreiðar, og hlaup og verðlaun veitt, er þessir hlutu: Fyrir sund: Stefán Ólafsson, SímonD. Pétursson og Þorsteinn Björnsson. Fyrir glímur: Jónatan Þorsteinsson kaupm., Snorri Einarsson skólapiltur, Guð- brandur Magnússon prentari og Magnús Tómasson verzlm. (báðir 3. verðl.). Fyrir hjólreiðar: KristjánJóhanns- son, Grímur Kr. Árnason og Árni Þor- steinsson. Fyrir h 1 a u p: Ólafur Magnússon ljós- myndari og Guðbr. Magnússon prentari. Síðari hluta dags skemmtu menn sér við dans og hornablástur. Skemmtun- inni var lokið kl. 10 og var þá flugeld- um skotið, og fóru þá flestir heim. Þótti mörgum skemtunin hafa tekizt vel enda var veður hið bezta síðari hluta dagsins. Forngripasafn J ó n s kaupm. V í d a 1 í n s var sýnt 20. f. m. og er margt af því mjög merkilegir hlutir, og halda vafalaust minning hans lengi á lopti. Nokkrir gripirnir eru enn eigi komnir til landsins, og eru hjá ekkju hans, sem nú er gipt próf. Matzen í Höfn, en verður eign landsins, er hún fellur frá. Af merkilegustu gripum þeim, sem þegar eru komnir, má nefna: K a 1 e i k i n n frá Grund í Eyjafirði síðan 1489, Ob- látudósir úr Bessastaðakirkju, o 1 í u - mynd af Guðbrandi biskupi, er gerð var 1620 af biskupi 79 ára,j hún er úr Bakkakirkju í Yxnadal, p r é d i k- u n a r s t ó 1, er Guðbr. biskup skar út 1594 og fyrst kvað hafa verið í Fagra- neskirkju, en síðar 1 Sjávarborgarkirkju. Búnaðarsamband Suðurlands hélt fund við Þjórsárbrú 6. júlí. Fund- inn sóttu 28 fulltrúar og voru þeir kosn- ir í stjórnina: Sigurður Guðmundsson á Selalæk formaður, og meðstjórnendur: Guðmundur Þorbjarnarsou á Hvoli og séra Ólafur Finnsson í Kálfholti. Til vara voru þeir Eggert Benediktsson í Laugardælum, Jón Jónatansson í Brautar- holti og Ágúst Helgason í Birtingaholti kosnir. Tekjur landsímans um 2. ársfjórðung (apríl—júní) þ. á. hafa orðið: Símskeyti: Innanlands................Kr. 2,304,60 Til útlanda . Kr. 18,762,85 Þar af hluti útlanda . . — 15,104,39 Hluti Islands...............— 31658,36 Frá útlöndum hluti Islands — 1,434,38 Símasamtöl..................— 6,153,80 Talsímanotendagjald ... — 824,55 Vextir, afgjöld og aðrar tekj- ur*) ca.....................— L476,93 I Sarntals kr. 15,852,62 *) Afgjald frá talsímafélagi Reykjavík- ur er hér meðtalið fyrir 1. og 2. ársfjórð- ung og er áætlað 750 kr. Rannsókn á hafnarstæði. í 22. tbl. Þjóðólfs skrifaði eg dálítinn greinarstúf viðvíkjandi ferðalagi hr. Þ. Krabbe hingað austur í Mýrdal, er hann kom að rannsaka hafnarstæðið við Dyrhólaey. Grein þeirri hefur aptur háttvirtur hafn- fræðingur Þ. Krabbe svarað í 24. tbl. Þjóð- ólfs s. á., sem við var að búast, en hvort það svar er á þeim grundvelli byggt, að það standist alla storma, eins og hann kemst að orði með álit sitt á hafnargerðinni, það læt eg hann sjálfan dæma um, því mannin- um kann að vera háttað ems og fieiri hendir, að ef aðrir verða ekki til að brjóta ísinn á undan, að hrósa þeim fyrir eitt eða sérhvað, þá verða þeir náttúrlega að gera það sjálfir. Hafnfræðingurinn byrjar grein sína þannig að mér muni eigi vera fulltjóst, hvað það er, sem athuga þurfi við rannsókn á hafnar- stæði. Eg skal ekki neita því, að mér er það ekki fullkunnugt, enda leiðir það af sjálfu sér, að eg er enginn sérfræðingur í þeirri grein, en eg álít að sýslunefnd V.- Skaptafellssýslu sé það ráðin og roskin í fjármálum, |að hún hefði eigi farið að veita manni úr Reykjavík fé til skemmtiferða austur á Dyrhólaey, hefði hún átt völ á hæfum manni til þess starfa hér; hinsvegar er mér það fullljóst, að það er eitthvað sem þarf að athuga við þá rannsókn; væri það ekkert, þá þyrfti engan sérfræðing til þess. Hverju það er að kenna, að hr. Þ. Krabbe kom ekki til Víkur, er mér ekki kunnugt, en svo mikið er víst, að þegar það mál var til umræðu í sýslunefndinni hér, hafði nefnd- in jafnt fyrir augum Dyrhólaey og Vík, og tillagan mun hafa verið orðuð á þá leið, er fjárveitingin var samþykkt, að fenginn væri maður að athuga, hvort ekki mætti eitthvað bæta lendingarstað við Dyrhólaey og þar í grennd, en í grennd við Dyrhólaey munu flestir álíta Vík, sem á annað borð skilja íslenzka orðið „grennd“, þótt Vík sé rúmri hálfri mílu austar. En þrátt fyrir það, þótt það hefði eigi verið nefnt við hann eða beinlínis tekið fram, að fara austur í Vík, þá mátti það þó varla heita meir en til- látssemi, sem vel má sæma hverjum þeim manni, er vinnur í almennings þarfir, úr því hann heyrði það á þeim sýslubúum, sem fundu hann að máli vestan við Dyrhólaey, að þeir vildu að hann kæmi til Víkur. Eigi skal eg neita því, að hafnfræðingur- inn sé vel kunnur kortunum og geti mikið af þeim séð og vitað ; en gamalt máltæki er það, að sjón sé sögu ríkari, og eg meina, að hversu vel sem hann athugaði kortin sín, jafnvel þótt hann gerði það um einn sólbjartan dag um Jónsmessuleytið með stækkunargleri, þá rnundi hann þó ekki geta lýst staðháttum ! Vík að öllu leyti eins og þeir eru, eins vel og hann hefði komið þar sjálfur. Það virðist óþarfi fyrir hr. Þ. Krabbe, að vera að beina þeirri spurningu að mér, á hvern hátt eg mundi hugsa mér að bæta lendingarstað hér. Svarið hvílir á honum sjálfum. Það vorum við, sem áttum að spyrja hann, hvor staðurinn, Dyrhólaey eða Vík, væri eða mundi vera heppilegri til framkvæmda, og hver ráð hann legði þar til; og hann átti að leysa verk sitt svo vel af hendi, að við hefðum getað byggt traust á áliti hans. Annars hefur hann ekkert sannfært mig með grein sinni, með að nákvæmari rann- sókn hafi ekki þurft hér, heldur þvert á móti. Eg tek eigi neitt aptur af því, sem eg sagði í fyrri grein minni; eg þarf þess alls ekki. Það er jafnóhægt að segja hvað sé mögulegt eða ómögulegt í því efni, og munu fleiri verða mér sammála um það. Að endingu vil eg minna hann á það, að Vík er þrautalendingarstaðurinn hér í Mýr- dal. Básinn, sem er austan í fjallinu, hefur opt hjálpað okkur til að ná fólki og far- angri úr skipum, sem þurft hafa að kom- ast hér að, þótt hér annarstaðar hafi verið ófært; því er svo háttað, þegar vindurinn blæs af vestri, bægir hann sjávaröldunni frá, svo að hún nær ekki að brjóta þar á land með heljarafli sínu, eins og annarstaðar, og í sambandi við það vil eg minnast á einn mjög merkan og skynsaman kaupmann frá Reykjavík, að hann mun hafa látið það álit sitt í ljósi eptir viðstöðu hér, að í þessum áður nefnda bás mundi ekki allsendis ókleyft að bæta eitthvað lendingarstað fyrir báta. Eg læt hér svo staðar numið að sinni, en vona, að verkfræðingnum takizt betur að leysa af hendi rannsóknirnar á hafnarstæð- unum hér á landi, en honum hefur tekizt við rannsóknina í Mýrdal síðastl. vor. Mýrdœlingur. Kirkjuþing landa vorra í Vesturheimi var haldið í Sel- kirk 19.—24. jún! s.l., og sóttu það 11 prestar og 50 safnaðarfulltrúar. Söfnuðir kirkjufélagsins eru nú 44, en auk þess reynir kirkjufélagið með heimatrúboðinu að ná til ýmsra Islendingabyggða, þar sem enn eru ekki komnir á fót fastir söfnuðir. Heiðingja- trúboðssjóður kirkjufélagsins hafði aukizt um 350 dollara síðasta ár, og samþykkt var að styðja tvo kristna Hindúa til náms við lúterskan trúboðsskóla á Indlandi. Séra Hans B. Thorgrinsen prédikaði í þingbyrjun og talaði um fastheldni við ndð- arboðskaþinn. En fyrirlestra héldu: séra Jón Bjarnason um „Gildi trúarjátninga", séra Runóltur Féldsted: „Hærri krítikin" og séra Friðrik Hallgrímsson: „Jesús Kristur guðmaðurinn". Skólamálið var aðalmálið á þessu þingi. Séra Björn B. Jónsson hafði safnað um 20 þús. dollurum í loforðum til fyrirhugaðs skóla kirkjufélagsins, og honum var falið að halda þeirri fjársöfnun áfram, en aptur var samþykkt að bæði kennaraembættin íslenzku við Wesley-skólann í Winnipeg og Gustaf Adolfs skólann í St. Pete í Minnesota skyldu lögð niður að ári liðnu. Menn voru sam- mála um síðari skólann, af því að svo fáir íslendingar sóttu hann, en hinn skólann sóttu síðastliðið ár 35 Islendingar, og 19 þeirra stunduðu íslenzkunám. En séra Frið- rik J. Bergmann, sem er kennari þar, hefur eins og kunnugt er, hneigzt svo mjög að nýju guðfræðinni, sem svo er nefnd, að meiri hluti skólanefndarinnar (dr. Brandson, séra Kr. K. Oiafsson, séra N. Steingr. Þor- láksson og Kristján Johnson) réðu til að kirkjufélagið réði annan mann I hans stað, þar eð skoðanir hans kæmu í bága við stefnu kirkjufélagsins og væru óánægjuefni innan safnaðanna. Sú tillaga kom þó aldrei til atkvæða, heldur samþykkti þingið í einu hljóði eptir langar og alvarlegar umræður, að embættið skyldi lagt niður. Það er eðlilegt, að skoðanabræður séra Fr. J. Bergmanns hér á landi, einkum þeir, sem beinlínis og óbeinlínis hafa hrundið honum áleiðis út í efasemdaguðfræðina, séu gramir yfir þessum málalokum og taki ekki af betri endanum úr „kærleiks"-orðasafninu, þegar þeir eru að lýsa andstæðingum sín- um. En gamlir kirkjufélagsmenn vestra kannast við, hvað únítarastefnan er þeim óholl, og langar ekki til að hýsa nákomið skyldmenni hennar, nýju guðfræðina. Séra Jón Bjarnason hefur verið 23 undan- farin ár formaður Kirkjufélagsins, en gaf ekki í þetta sinn kost á sér til endurkosn- ingar, og var þá séra Björn B. Jónsson kos- inn forseti. „Sameiningin" og „Framtíðin" — barnablaðið ágæta, sem margir ættu að kaupa hér á landi — koma út á sama hátt og áður. Sigurbj. A. Gislason. Simskeyti til Pjóðólís. Kristjaníu 2. sepl. 1908, kl. 6 síðd, vAflenpostend feitl helzla blað Norðmanna) flytur grein móti Upp- kastinu, eftir Gjelsvik, prófessor í þjóðarétti, frœgan mann um Norð- urálfu. Vill það nefnist samningur ( Trak- tat), en ekki lög, svo að gerðar- dómurinn (Volgiftsdommen) í Haag dœmi í milli. Vill að sambandið verði þjóðrétt- arlegt, en ekki ríkisréttarlegt. Gamli sáttmáli enn í gildi. Sambandið verður rikisrétlarlegt, ef island á að verða partur úr rik- isheitdinni dönsku (det samle.de danske Rige.J Eptir uppkasti (tillögu) Gjelsviks eiga Danmörk og ísland að vera

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.