Þjóðólfur - 06.11.1908, Blaðsíða 1
60. árg.
Reykjavík, föstudaginn 6. nóvember 1908.
JK51.
V erkf æravélar
og smíðatól.
Kjöbenhavn. Gl. Kongevej 1D.
Sæla tveggja sálna.
Sæla tvegga sálna
ei sollinum sprettur hjá —
hún er eins og gras sem grær
i grjóti, þar sem minnst ber á.
Sæla tveggja sálna
ei sinnir um kossamál —
hún er eins og ylur búms
eptir sólarhál.
Sæla tveggja sálna
er sem hin dimma uótt —
þögul, en þar má lita
þúsund stjörnur brosa hljótt.
V. Stuckenberg.
Vísur Friðriks Bryor.s.
-Teg mætti stúlku, er harn sitt bar,
með blygðunarroða á vanga.
I húsgangstötrum hún þrammaði
þyrniveginn sinn langa. [þar,
Hún átti þó blessað harnið sitt,
blysið á veginum auða —
jeg vildi að barnið væri mitt,
ó, væri jeg konan snauða!
G. Fröding.
SkattanejnDarálitií
er nú fyrir skömmu fullprentað. Er það
arka stór bók, og eru 1 henni fyrir
utan sjálf álitsskjöl nefndarinnar 17 laga-
frumvörp og nokkur önnur fylgiskjöl.
Nefndinsat á rökstólum í Reykjavík i1/^
mánuð í vor sem leið, og samdi þá flest
af frumvörpum sínum, og var sumra þeirra
lttillega getið í blöðunum um þær mundir.
Síðan sendi hún frumvörpin Jóni Krabbe
yfirréttarmálaflutningsmanni í Kaupmanna-
höfn, og lét hann uppi álit sitt um þau,
en að því búnu kom nefndin aptur sam-
an á Akureyri f ágústmánuði, og sat þar
á ráðstefnu hálfan mánuð, og breytti þá
í einstökum atriðum frumvörpum þeim,
sem hún hafði áður samið, og samdi tvö
ný frumvörp í viðbót.
Með því að hér er um eitt hið mesta
stórmál þjóðarinnar að ræða, ætlast nefnd-
in ekki til, að því verði ráðið til lykta á
næsta þingi, heldur verði einungis tekið
iþar til umræðu og íhugunar, en fullnað-
arúrslit ekki á það lögð fyr en á næsta
þingi þar á eptir, eptir að nefndinni hefur
gefizt kostur á að taka málið til nýrrar
athugunar og endurskoðunar eptir þeim
bendingum, sem fram kunna að koma
frá þjóð og þingi. Með því að búast má
við, að mál þetta verði einna efst á dag-
skrá þjóðarinnar og þingsins á næstu ár-
um, er það hverjum manni nauðsynlegt,
að kynna sér það sem bezt. Skal hér
nú skýrt frá aðalatriðanum í uppástung-
um nefndarinnar.
Upphæð skattahækkunarinnar.
Hið fyrsta verk nefndarinnar var að
gera áætlun um, hversu miklu útgjöld
landsjóðs mundu nema á ári hverju næstu
10—20 árin, til þess að geta séð hversu
miklar tekjur landsjóður þarfnaðist, og
miðað upphæð skattanna þar við.
Útgjaldaáætlun nefndarinnar er miðuð
við útgjöld síðustu ára, en þó ekki gert
ráð fyrir nærri eins mikilli hækkun á þeim,
og átt hefur sér stað undanfarið, þar sem
útgjöldin hafa tvöfafdazt frá 1893—1904
(á 12 árum) og sömuleiðis frá 1901—1908
(á 8 árum). Gerir nefndin ráð fyrir
1,400,000 kr. útgjöldum á ári að jafnaði.
í einstökum atriðum er áætlun nefndar-
tnnar um ársútgjöld landsjóðs á næstu
árum þannig (áætlun núgildandi fjárlaga
— helmingurinn af fjárveitingunni fyrir
fjárhagstímabilið allt - — milli sviga tií
samanburðar): 1. Kostnaður til æztu stjórnar landsins
á ári (50 þús ) 5°Þús.
2. Alþingiskostnaðurog yfirskoðun 66 þús. á fjárhagstímabilinu eða
á ári (26 — ) 33 —
3. Dómgæzla og vald- stjórn (104 — ) 110 —
4. Læknaskipun og heilbrigðismál . . (i35 — )i4° —
5. Póstmál .... (90 — ) 100 —
6. Vegabætur . . . (i54 — ) 160 —
7. Gufuskipaferðir (78 - ) 70 —
8. Ritsími og talsími (273 — ) 160 —
9. Vitar og sjómerki . (9 — ) 3° —
10. Kirkja og andleg stétt (28 — ) 3° —
11. Æðri skólar . . (61 — ) 65 -
12. Alþýðufræðsla . . (95 — ) 120 —
13. Vísindi og bók- menntir .... (79 — ) 60 —
14. Verkleg fyrirtæki . (168 — )i7° —
15. Skyndilán til em- bættismanna, eptir- laun og styrktarfé (64 — ) 70 —
16. Til óvissra útgjalda (5 - ) 5 —
17. Utgjöld samkv. sér- stökttm lögum (bygg- ing opinberra bygg- inga 0. fl.) . . . 27 —
Það sést á þessu 1,400 þús. yfirliti, að nefndin
hefur ekki mikið hækkað útgjaldaáætlun-
ina frá því setn nú er, en víðasthvar eitt-
hvað ofurlítið. Þar sem áætlun nefndar-
innar í 8. og 13. lið er lægri heldur en
síðasta þings, stafar það af sérstökum
kostnaði á þessu fjárhagstímabili, sem
ekki helst árlega (þ. e. kostnaður við síma-
lagningu og kostnaður við landsbókasafnið).
Á sfðustu árum hefur ávallt orðið nokk-
ur tekjuafgangur, þrátt fyrir áætlaðan
tekjuhalla, og hefur það mest stafað af
því, að tekjurnar hafa reynzt meiri en á-
ætlað var. Nú vill nefndin háfa tekju-
áætlun sína svo varlega, að líkt eigi sér
stað framvegis, og að slfkur tekjuauki
geti þá jafnað upp ýmisleg óvænt útgjöld,
sem fyrir kunna að koma á næstu árum
og ekki er gert ráð fyrir 1 áætlun nefnd-
arinnar.
I núgildandi fjárlögum eru tekjur land-
sjóðs áætlaðar rúmar 1160 þús. kr., og
vantar þá 240 þús. kr. til þess að tekjurnar
standist á við gjöldin, samkvæmt áætlun
nefndarinnar. Ætlast nefndin því til, að
landsjóðsskattarnir hækki um þessa upp-
hæð frá því sem nú er (auk þeirrar toll-
hækkunar, sem lögleidd hefur verið á síð-
ustu þingum til bráðabirgða, og ætlazt er
til að haldist að mestu leyti). Þessar
skattaálögur eiga eptir tillögum nefnd-
arinnar að jafna hallann:
1. Fasteignaskattur (nýr) 60 þús.
2. Tekjuskattur (nýr). .60 —
3. Eignaskattur (nýr) ■ 60 — 180 þús.
Þar frá dragast hinir beinu
núgildandi skattar, semnefnd-
in vill nema úrj gildi:
a) ábúðarskattur . .17 þús.
b) lausafjárskattur . 26 —
c) húsaskattur . . .10 —
d) tekjuskattur . .18 — þós.
Hækkun á beinum sköttum 109 —
4. Stimpilgjald (nýtt) ... 25 —
5. Hækkun á aukatekjum . . 15 —
6. -------- erfðafjárskatti . 3 —
7. -------- vitagjaldi . . 10 —
8. —— - tollum . . . 78 —
Samtals 240 —
Það sést á þessari áætlun, að gert er
ráð fyrir töluvert aukinni gjaldabyrði til
landsjóðs, þar sem skattarnir eru hækkaðir
alls nálega um þriðjung, en beinu skatt-
arnir 2— 3-faldaðir. (Meira).
ðlunðin í ,Reykjavik‘.
Afbakaðar fundargerðir.
»Reykjavíkin« síðasta er mjög ólundar-
full og ill f skapi út af þingmálafundum
Arnesinga í f. m., og lætur vanþóknun
sína í ljósi yfir flestu, er þar gerðist. Með-
al annars þykir blaðinu það mjög óvið-
kunnanlegt, að fundirnir skyldu ekki í
héraðsmálum(l) taka »tillit til krafa og sjálf-
sagðra þarfa annara kjördæma« en Arnes-
sýslu. Hingað til hefur það verið venja
á þingmálafundum í hverju kjördæmi, að
vera ekki að gera þar ályktanir fyrir önn-
ur kjördæmi. Árnesingum kemur ekki
til hugar að halda þingmálafundi t. d.
fyrir Snæfellinga eða Eyfirðinga, heldur
fyrir sig. Þessi meinloka blaðsins er því
hreint og beint hlægileg, hreinasta fjar-
stæða. Til þess að gera sem mest úr
því, hvað Árnesingar séu kröfuharðir 1 fjár-
beiðslum til þingsins, hefur greinarhöf.
leyft sér að afbaka og rangfæra fundar-
gerðirnar, auðsjáanlega sumstaðar vísvit-
andi, en sumstaðar líklega af vanþekkingu
Vísvitandi rangfærsla er það, að fundirn-
ir hafi heimtað járnbraut austur í Ar-
nessýslu, því á þeim fundinum, sem mál
þetta kom til umræðu, var ekkert annað
samþykkt í því máli, en að fundurinn
væri hlynntur járnbrautarlagningu austur
í Árnessýslu, svo framarlega sem land-
sjóður kæmist að hagkvæmum tilboðum
um lagninguna, og kostnaðurinn yrði land-
sjóði ekki ókleifur (sbr. Þjóðólf 23. f. m.).
Tillagan var einmitt svona orðuð til þess
að vera sem allra vægilegust, úr því að
ekki þótti hlýða, að fundurinn þegði al-
veg um jafn-þýðingarmikið mál, Önnur
lakasta rangfærslan, sem ef til vill er með-
fram sprottin af vanþekkingu, er sú, að
fundirnir hafi heimtað af landsjóði flutn-
ingabraut upp Grímsnesið, alveg eins og
þetta væri einhver vegur, sem landsjóði
kæmi ekkert við, en nú heimtuðu Árnes-
ingar hann lagðan á landsjóðs kostnað. Nú
þykir rétt, að gefa höf. þær upplýsingar,
úr því að hann virðist þessu gersamlega
ókunnugur, að þessa flutningabraut upp
Grímsnesið, alla leið til Geysis, er land-
sjóði skylt að leggja að öllu leyti á lands-
ins kostnað, samkvæmt vegalögum síðasta
þings. Það er hrein og bein lagaskylda,
sem fullnægja verður, og krafa fundanna
er því ekki önnur en sú, að byrjað verði
nú þegar á þessari vegarlagningu, að fé
verði veitt á næsta þingi til þess, eins og
brýna nauðsyn ber til. Hér er því ekki
til annars mælzt, en að landsjóður reyni
sem fyrst að fullnægja skýlausri laga-
skyldu. Það er allt og sumt. Þá er það
ennfremur dálítið álappalegt og óviður-
kvæmilegt hjá höf., að taka til þess, þótt
bændur vilji koma afurðum sínum ó-
skemmdum á erlendan markað, með því
að krefjast kælirúms í millilandaskipun-
um. Það er skárri ósvífnin(l), að ætlast
til þess, að landstjórnin geri eitthvað til
að greiða fyrir góðri sölu íslenzkra af-
urða. Það er líklega í augum höf. móðg-
un við hið sameinaða d a n s k a gufu-
skipafélag, að fara fram á annað eins og
þetta fyrir hönd íslenzkra bænda! Þá er
það ennfremur rangt, að heimtað hafl
verið fé til stofnunar lýðháskóla í Árnes-
sýslu, þar sem að eins var farið fram á,
að stofnun þessi, ef völ væri á álitlegum
forstöðumanni, yrði styrkt með einhverju
fjárframlagi af landsjóði. Það er allt ann-
að. Sé hlutdrægnislaust og hleypidóma-
laust á málið litið, er sannleikurinn sá,
að kröfur Árnesinga eru allar sanngjarnar
og á réttum rökum byggðar, hver ein og
einasta. FJða hvf skyldu t. d. austursýsl-
urnar (Árness- og Rangárvalla) fjölmenn-
ustu og blómlegustu héruð landsins, ekki
eiga heimtingu á, að fá eina aðal-síma-
línu lagða gegnum héraðið á landsjóðs
kostnað, þá er ófrjósöm og strjálbyggð
útkjálkahéruð hafa notið þeirra hlunninda?
Og hvað er t. d. athugavert við það, að
Árnesingar ætlist til, að aukalínur þar
séu kostaðar að 2/3 úr landsjóði, úr því
að það er einmitt sú regla, sem þingið
sjálft hefur viðurkennt að réttust væri og
fylgja ætti ? Það er ekki sjáanleg mikil
ósvífni í þeirri kröfu. Svona er allt á
sömu bókina lært, hjá þessum »Reykja-
víkur«-höf., tómar blekkingar, misskiln-
ingur og rangfærslur á skýrorðum fundar-
gerðum, svo að það liggur við, að það
sé ekki svaravert. Tilgangurinn með
greininni er auðsjáanlega sá, að gefa það
í skyn, að þingmennirnir hafi 1 o f a ð að
fá þessu öllu framgengt á þann hátt, er
blaðinu segist frá, en það verði líklega
minna um efndirnar á þvf, og lætur mjög
drýgindalega yfir, að það segi seinna frá