Þjóðólfur - 20.11.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.11.1908, Blaðsíða 1
60. árg. Reykjavík, föstudaginn 20. nóvember 19 08. V erkf æravólar og- smíðatól. Kjöbenhavn. GL Kongevej 1D. Skattanejtiðarálitið. Tekjuskattur og eignarskattur. Tekjuskattur á, eptir tillögu nefnd- arinnar, að greiðast af öllum árstekjum íivort heldur þær eru af eign eða atvinnu. Af fyrstu þúsund kr. greiðist 72°/°> af ■öðru þúsundinu x% og eykst svo skatt- urinn um 72°/° & hverju þúsundi, sem tekjurnar hækka alt að 6%, er greiðist af því, sem tekjurnar nema yfir n þús. kr. Skatturinn er eins og núgildandi tekjuskattur af atvinnu, nema að nú greiðist ekkert af því, sem er undir iooo kr., at tekjunum, og skatturinn hækkar ekki nema up,p í 4%. Ennfremur hefur nefndin lagt tii, að skattur af hlutafélög- um sé ávalt fastákveðinn 2%, án tillits til, hvað tekjur þeirra eru miklar. Það nýmæli er í frumvarpi þessu, að ágóði við sölu á eign, sem vaxið hefur í verði, án tilkostnaðar, eiganda, skal tal- inn með tekjum, er skattur greiðist af. Aptur á móti á, áður en skatturinn er lagður á, ekki að eins að draga frá kostnað við atvinnurekstur, heldur einnig vexti af skuldum gjaldenda og fram- færslueyri fyrir börn þeirra yngri en 14 ára og aðra skylduómaga, 50—100 kr. fyrir hvern ómaga eptir aldri og ásig- komulagi. Ef allar tekjur gjaldanda eptir þennan frádrátt, nema ekki 300 kr. eru þær undanþegnar skattgjaldij Eignarskatt vill nefndin leggja á alla skuldlausa eign, þar með einnig á allar fasteignir og nemur sá skattur V10 af hundraði. Ef skuldlaus eign gjald- anda nemur ekki 500 kr., skal hún und- anþegin skattgjaldi. Vegna þessa skatt- gjalds eiga tekjur af eign framvegis ekki að svara hærri skatti heldur en tekjur af atvinnu. Tekjuskattur á að miðast við tekjur gjaldanda næsta almanaksár á undan tekjuframtalinu, nema tekjur af landbún- aði miðast við sfðastliðið fardagaár. iEignarskatturinn er aptur á móti ákveð- inn eptir eign gjaldanda 1. júnf næst á undan eignarframtalinu, en þó má gjald- andi miða hana við sfðastliðið nýár. "Tekjuskatt og eignarskatt á heimilisráð- andi að greiða fyrir heimilismenn sína, ■en á aptur rett til endurgjalds hjá þeim. Allar verzlanir, verksmiðjur og önn- ,ur atvinnufyrirtæki skulu taldir sjálf- stæðir gjaldendur til eignar- og tekju- ■skatts á þeim stað, þar sem þau eru rek- in, enda þótt eigendur þeirra hafi sams- konar atvinnurekstur í fleiri stöðum á landinu. Innlend hlutafélög og atvinnufélög greiða tekjuskatt, en eru laus við eignar- skatt. Utlend hlutafélög greiða aptur á móti bæði tekjuskatt og eignarskatt. Sam- vinnufélög skulu vera skattfrjáls, nema að því leyti, sem þau reka verzlun, sem ekki er takrnörkuð við félagsmenn eina. Kaup- félög eru því skattfrjáls, ef þau selja ekki öðrum vörur en félagsmönnum og fram- leiðsluféiög (smjörbú, sláturhús o. fl.), ef þau taka ekki vörur til sölu af öðrum en félagsmönnum. Indriði Einarsson hefur samið fyrir nefndina áætlun um þjóðareignir á Is- landi og telst honum þær vera um 61 miljón króna. Þegar þar frá eru dregn- ar skuldir landsmanna við útlönd og stofnanir, sem njóta skattfrelsis, og eign- ir, sem undanþegnar eru skattgjaldi, gizk- ar nefndin á, að eptir muni verða um 30 milj. og verður eignarskatturinn þar af 60 þús. kr. Þá telst nefndinni svo til, að 12,000 húsráðendur séu ■ hér á landi og gerir ráð fyrir, að 5 kr. tekjuskattur komi til jafnaðar á hvern þeirra. Verður þá tekjuskatturinn líka 60 þús. kr. Skattar þeir, sem þessir skattar eiga að koma í staðinn fyrir, eru tekjuskattur af atvinnu og lausafjárskattur og eru þeir nú áætlaðir 38 þús. kr. Skattanefndirnar, sem eptir nú- gildandi tekjuskattslögum eiga að taka á móti tekjuframtali manna og kveða á um skattskyldar tekjur þeirra, eiga eptir til- lögu nefndarinnar að hafa hin sömu störf á hendi að því er snertir hinn nýja tekjuskatt og eignarskatt, en auk þess eiga þær að hafa á hendi jarðamatsstörf og virðingu á húseignum til fasteignar- skatts. Hefur nefndin sett f sérstakt frumvarp öll ákvæði, er skattanefndirnar snertir og eru þau að miklu hin sömu sem nú eru í tekjuskattslögunum, en þó nokkuð breytt í einstökum atriðum. A skipun skattanefndanna vill nefndin gera þá breytingu, að þeir menn, sem sæti eiga í nefndunum, auk bæjarfógeta eða hreppstjóra, skuli ekki vera kosnir af bæjarstjórn eða hreppsnefnd, heldur til- nefndir af bæjarfógeta eða sýslumanni. Um kosningu í yfirskattanefnd eiga bæj- arstjórnir og sýslunefndir heldur ekkert að fjalla, heldur á stjórnarráðið að skipa nefndarmennina, nema sýslumennina, sem eru sjálfkjörnir eins og nú. Þá er starfstfmi skattanefndanna lengd- ur úr 3 árum upp í 10 ár og er það gert vegna jarðamatsstarfanna, að þau komi fyrir einu sinni á starfstíma hverrar nefndar. Yfirskattanefndarmenn vill nefnd- in láta skipa æfilangt og launa bæði þá og skattanefndarmenn með 4 kr. á dag úr landsjóði fyrir hvern dag, sem þeir gegna nefndarstörfum. Merkasta atriðið í þessu frumvarpi er ákvæðið um, að allir skuli skyldir að gefa sjálfir skýrslu um tekjur sínar. Að vísu er nú svo ákveðið í núgildandi tekju- skattslögum, en því hefur lítt verið fram- fylgt, því að menn missa einskis í við að láta það ógert. Nú vill nefndin aptur á móti herða á þessu ákvæði með því að gera skattanefndum að skyldu, að áætla tekjur og eign þeirra manna, sem van- rækja að gefa skýrslur sjálfir svo freklega sem fært þykir og svipta þá auk þess rétti til þess að kæra yfir áætlun skatta- nefndar, nema þeir geti sannað, að skatt- urinn hafi verið settur 73 hærri en vera ber; þá geta þeir sloppið með að greiða 7é í viðbót við hinn lögákveðna skatt. Til þess að tryggja, að framtal manna. sé rétt, vill nefndin jafnframt herða á því ákvæði gildandi tekjuskattslaga, að opinberir starfsmenn og stjórnendur stofn- ana (t. d. banka) skuli skyldir að láta skattanefndum í té skýrslur um hag manna, svo sem um skuldabréf, vaxta- bréf og hlutabréf, sem eigandi er nafn- greindur að, um vaxtabréf í bönkum og sparisjóðum o. s. frv. Skyldir eru þó skattanefndarmenn að halda öllum slík- um skýrslum leyndum fyrir öllum út í frá. I sama skyni stingur nefndin upp á því nýmæli, að hverjum gjaldanda sé heimilt, að kæra yfir því, að skattur ann- ara sé of lágt settur eða einhverjum skatt- skyldum manni sé sleppt. Þá er enn ógetið eins nýmælis, er nefndin stingur upp á og ná á til allra hinna nýju beinu skattá (fasteignarskatts, tekjuskatts og eignaskatts), en það er á- kvæði um, að þeir skuli allir vera f æ r- a n 1 e g i r, eða að heimilt skuli vera með ákvæði í fjárlögunum að hækka þá eða lækka (hundraðstöluna) fynr eitt fjár- hagstímabil í senn, hækka t. d. fasteign- arskattinn upp í 3/I0°/0 eða lækka hann niður í 7IO°/o o. s. frv. Lítur nefndin svo á, sem í þessu sé fólgin trygging fyrir varfærni í fjármálunum, því að þjóð- inni verði það þá ljósast, að aukin út- gjöid og aukin skattabyrði fylgjast að og að hún hafi þá ríkast tilefni og bezt tækifæri til þess að jafna hvað á móti öðru og dæma um, hve mikið hún vill á sig leggja til þess að koma í framkvæmd áhugamálum sínum og fyrirtækjum, sem mikinn kostnað hafa i för með sér. I sambandi við frv. um beinu skattana hefur nefndin komið með frv. um v e r ð- 1 a g. Ætlast nefndin til, að allir skatt- ar og fjárgreiðslur verði framvegis ákveð- ið 1 krónutali og fellur þá verðlagsskýrsl- an niður, en þangað til sú breyting get- ur komizt í kring, stingur nefndin upp á, að gjöld þau, sem ákveðin eru í land- aurum eða álnatali eptir verðlagsskrá, skuli reiknuð eptir meðalverði í verð- lagsskrám þeim, sem gilt hafa 1 hverri sýslu fyrir sig um síðástliðin 10 ár. (Meira). SektiF. Um næstliðna helgi náði varðskipið »Valurinn« í enskan botnverpil, »Roman«, með vörpuna útbyrðis í landhelgi við Garðskaga, og var skipstjórinn sektaður um 1200 krónur, en fékk að halda afla og veiðarfærum, með því að hann hafði ekki verið staðinn að ólöglegri veiði, en sektin svona há vegna þess, að varðskip- ið hafði gefið skipstjóra áminningit áður. 54. í Dresden 1908. Stuttur útdráttur eptir Jórt Guðbrandsson. (Frh.). Kvöldið eptir var leikið í konunglega leikhúsinu í Dresden »Ifigenio en Tau- rido« eptir Goethe. Einn af þektustu leikurum Þýzkalands Emanuel Reicher, frá Lessing-leikhúsinu 1 Berlln, og dóttir hans, frá þýzka leikhúsinu 1 New-York, léku höfuðhlutverkin; þar gafst mönnum á að heyra, hvað esperantó er fagurt mál, þá er það nær fyllingu sinni, enda líkja málfróðir menn þ\í við hljómfegurð ítölskunnar, og svo er það beygjanlegt, að list er að. Það má fyllilega segja, að þessi fyrsta tilraun til að sýna sannarlegt listaverk á leiksviði í esperantiskri þýðingu, hafi heppnazt ágætlega. Þá er leið að enda- lokum leiksins, mátti glöggt "heyra, að í leikhúsinu var að búa um sig hreinasta þrumuveður; menn voru blátt áfram þyrst- ir í, að láta í Ijósi aðdáun sína, enda brauzt það út með feikna krapti, þá er leikurinn var á enda og slotaði ekki fyr en leikendurnir höfðu sýnt sig 5 sinnum á leiksviðinu, en þá kom Reicher fram á leiksviðið og sagði hátt og snjallt: „g'is la revido vespere" (til endurfunda í kveld) og við það friðuðust áhorfendurnir. Næsta dag var á ný farin skemmti- ferð eptir Elben, en í gagnstæða átt við þá fyrri. Landslagið meðfram ánni er ósegjanlega fagurt, enda veður jafnan hið bezta, svo að menn gátu notið útsýnisins í fyllsta mæli. Lent var í Baster, en það- an farið »fjallveg«, sem menn kölluðu svo, yfir til Wehlen. Þótt vegurinn væri langur nokkuð og allerfiður með köflum, fundu menn ekkí til þreytu, enda voru flestir svo hrifnir af landslaginu, að þeir gáfu sér ekki tíma til að hugsa um slíkt, en þökkuðu forstöðunefndinni fyrir, að flnna upp á þessari gönguferð gegnum einhvern hinn stórskornasta hluta af sax- nesku ölpunum. Þegar komið var til Wehlen, var þar líf og fjör fyrir, þvl markaðshátíð var í bænum, og bar það vel í veiði, að fá þennan störa hóp til kaupskapar, enda kváðust margar sölukonur ekki hafa haft annan markaðsdag betri á æfi sinni. Þar, sem annarstaðar, flutti borgarstjóri ræðu, en með því að hann hafði ekki lært esperantó, og þótti ekki tækifærinu sam- boðið að tala þýzku, fékk hann ræðuna þýdda, og gekk lesturinn stórslysalaust. Dvalið var þar í bezta yfirlæti til kvelds, en er siglt var heim, voru þau hátíða- brigði, er seint munu gleymast þeim, eV sáu. Húsaeigendur beggja megin fljóts- ins höfðu undirbúið flugelda og skrautlýs- ingu, þá er flotinn sigldi heim um kveldið, til að sýna samhug sinn. Ain rennur eptir alldjúpum dal, en til beggja hliða eru háar, skógi vaxnar hæðir og undirlendi nokkuð, en byggðin liggur allt frá fljótsbökkunum og upp í hæðirnar. Rösk 2 tíma sigling er til Dresden, og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.