Þjóðólfur - 20.11.1908, Blaðsíða 2
196
I’JÓÐOLFUR.
allan þann tíraa stóð skógurinn sem í
einu ljóshafi og flugeldarnir mynduðu
geislaboga yflr fljótið. A einum stað var
leikinn bendingaleikur (Pantomime); leik-
endurnir sjálfir voru næstum ósýnilegir,
sökum fjarlægðarinnar, en skuggar þeirra
komu fram á húshliðinni margfaldlega
stækkaðir, og svo voru ljósin skær, að
sjá mátti nákvæmlega hverja hreyfingu.
Lang-ríkulegast var konungshöllin skraut-
lýst, en ekki naut það sín fyllilega sökum
þess, að höllin liggur þétt við fljótið; til-
komumest var skrautlýsingin á köstulum
þeim, sem hæst stóðu. Það var álit sér-
fróðra manna, að milli 8 og 10 þúsund
mörk muni gamanið hafa kostað.
Kveldið eptir var afarstór dansleikur í
stærsta danssal bæjarins, um 1200 manns
tók þátt í honum, en hinn konunglegi 60
manna hljóðfæraflokkur spiiaði; þrátt fyrir
mannfjöldann fór dansinn mjög skipulega
fram, og svo var salurinn rúmgóður, að
yfrið nóg rúm var fyrirþann mikla skara.
Mikill fjöldi karla og kvenna voruíþjóð-
búningum, og sýndu þjóðdansa frá ýms-
um löndum. Mesta athygli vöktu 4 há-
skozkar stúlkur, sem fluttu dr. Zamenhof
drápu, og stigu dans við eptir kvæðalag-
inu. Einnig var þar dansaður nýr dans,
sem nefnist »Esperantó-dansinn«, langur
og vandasamur keðjudans, en dansend-
urna, sem mest voru Englendingar, vant-
aði nægilega æfingu, til að vel færi á.
Menn skemmtu sér við dansinn langt
fram á nött, vitandi það, að samvistar-
tíminn mundi brátt á enda, en huggandi
sig við það, að endurminningarnar frá
þessari fögru viku í Dresden mundu óaf-
máanlegar. (Frh.).
€rlení símskeyti
til Pjóðólfs.
Kaupmannahöfn 19. nóv., kl. 5 e. h.
Kínakeisari og ekkjudrottning
bœði dauð.
Frá Þýzkalandi.
Biilow (ríkiskanzlari) situr kyrr (í em-
bætti). Ríkisdagurinn óskar orðgætni keis-
arans.
*
Það er dálítið einkennilegt um fráfall
þeirra beggja undir eins, keisarans í Kína
og ekkjudrottningarinnar, og mætti ætla,
að ekki væri þar allt með felldu, að lát
þeirra stæði í sambandi við einhverja
mikla byltingu þar í landi, og stafaði ef
til vill af mannavöldum, en ekki er þess
að neinu getið í skeytinu, og verður því
ekkert um það sagt að svo stöddu. Ekkju-
drottningin var nærri hálfáttræð að aldri
(fædd 17. nóv. 1834), hét upphaflega Je-
honala, en var jafnan kölluð T s i-T h s i
eða Tsuhsi, var af litlum ættum, en mjög
fríð sýnum í æsku, og gáfuð vel; kom 16
ára gömul í kvennabúr Hienfongs keisara,
og varð 5. kona hans í röðinni, en kom
sér svo vel við nr. 1 af keisarafrúnum, er
var barnlaus, að hún valdi Jehonala til
að gr.nga í sinn stað og veita keisaran-
um ríkiserfingja, og það gekk allt að
óskum. Eptir !át Hienfongs keisara 1861,
réð I 'si-Thsi miklu 1 stjórninni, þangað
til sonur hennar, Tsunghsi, tók við, en
hann varð skammlífur og andaðist 1875,
tæplega tvftugur. Var margrætt um
dauðdaga hans. Ekkja hans var þá með
barni, en andaðist litlu síðar, áður en
hún varð léttari, og var almælt, að hún
hefði verið drepin á eitri, ef til vill eptir
fyrirskipun Tsi-Thsi, til þess að geta sjálf
haldið völdunum. Lét hún þá gefa keis-
aranafn Kwangzu þeim, sem núerlát-
inn. Var hann systurson hennar, en
bróðurson Hienfongs keisara, og þá að
eins þriggja ára gamall (f. 1872), svo að
Tsi-Thsi hafði alla stjórnina á hendi, á-
samt Kung prinz, föðurbróður unga keis-
arans, er tók sjálfur við völdum að nafn-
inu til 1889, og vildi koma ýmsum end-
urbótum á, en fór nokkuð ógætilega.
Ætlaði hann að láta taka ekkjudrottning-
una höndum, en hershöfðinginn, sem
átti að gera það, ljóstraði því upp.
Þá reiddist Tsi-Thsi ákaflega, gerði boð
eptir frænda sínum, keisaranum, og sló
hann rokna högg utan undir með blæ-
væng sínum. Þá féll keisari á kné og
játaði allt. Þetta var árið 1898. Eptir
það mátti heita, að hann væri í stöðugu
varðhaldi, og að Tsi-Thsi væri í raun
réttri stjórnandi landsins. Afskipti ann-
ara þjóða af »boxara«-uppreisninni 1900
mýkti ekki skap gömlu konunnar, en síð-
ustu árin fékk þó Kwangzu að nafninu
til að taka meiri þátt í stjórninni. —
Tsi-Thsi hataði yfirráð og yfirgang útlend-
inga þar í landi, og studdi því af alefli
kínverska »landvarnarflokkinn«, er vildi
reka útlendinga af höndum sér og hafa
Sínland fyrir Sínlendinga. Hún var því
í raun réttri vörður sjálfstæðisbaráttunnar
í Kína.
Þýzkur vísindamaður, er ritað hefur ný-
lega allítarlega um hina látnu ekkjudrottn-
ingu, lýkur máli sfnu á þessa leið: »Til
þess að dæma hana réttilega, verða menn
að hafa það hugfast, að hún kom
barn að aldri í kvennabúrið og alla spill-
inguna þar. Það var stórmerkilegt, að
hún gat þroskazt og haldið vilja sínum
ókúguðum í slíkum félagsskap. Hún hafði
manninn sinn (Hienfong keisara) alveg í
vasanum, og hún sté hærra og hærra,
ekkert bugaði hana. Henni hraus ekki
hugur við glæpum, til að ná marki sínu,
en hún hefur ekki getað lagt sama mæli-
kvarða á þá, eins og vér Norðurálfu-
menn gerum. Göfug hefur hún vissulega
ekki verið, og það getur vel verið, að
hún hafi leitt ógæfu yfir land sitt. En
vér getum samt ekki varizt því, að dást
að henni. Það er svo mikill karlmann-
legur myndarskapur, er lýsir sér í athöfn-
um hennar, svo óvenjulegt hugarþrek og
geisimikill viljakraptur, er alstaðar kem-
ur fram, að henni má óhætt skipa á bekk
meðal afrekskvenna mannkynssögunnar.»
Aminning sú eða ofanígjöf, sem rfkis-
þingið þýzka hefur veitt Vilhjálmi keis-
ara, er sprottin af lausmælgi hans við ensk-
an tíðindamann um að hann (keisari) hafi
meðal annars varnað því, að önnur stór-
veldi færu að skipta sér af Búastríðinu
og setja Bretum stólinn fyrir dyrnar m. fl.,
er mæltist mjög illa fyrir á Englandi og
víðar, og hafði nær riðið Búlow kanzlara
; að fullu, því hann á vitanlega að bera
i ábyrgðina á orðum keisarans út á við,
en nú situr hann samt kyr. Keisari hefur
i vitanlega séð, að sér einum var um að
kenna. En hálfleiðinlegt er það fyrir
hann, að fá ofanígjöf hjá þinginu fyrir
fleipur. Verður ef til vill orðvarari næst.
En hann er svo málhreifur.
fjárhagsáætlun
; Reykjavíkur næsta ár (1909) er nýlega
i prentuð, og er samkvæmt henni gert ráð
j fyrir, uð tekjur bæjarins verði 145,375 kr-
i 47 a. að meðtöldu 15,000 kr. láni. Lang-
stærsti tekjustofninn er vitanlega niður-
jöfnunin eptir efnum og ástæðum; er sá
liður 88,658 kr. 47 a., og sú upphæð
alveg fastákveðin, rúmum 18,000 kr.
hærri en í fyrra; gjald af byggðri og
óbyggðri lóð er áætlað 11,000 kr., tekjur
af Iaxveiðinni í Elliðaánum 7300 kr.,
tekjur af lóðarsölu 2000 kr., leiga af erfða-
festulöndum 2,400 kr., hagatollur 1000
kr. o. s. frv. Utgjöldin eru áætluð í sam-
ræmi víð tekjurnar, ekki hærri en þær,
en þess getið í athugasemdum við áætlun-
ina (eða áætlunarfrv., sem það er kallað),
að taka verði þá lán til að inna þau
verk af hendi, sem ekki eru beinlínis
tekin upp í áætlunina, en nauðsyn beri
þó til að vinna.
Utgjaldameginn er kostnaðurinn við
barnaskólann langstærsti liðurinn, 29 000
kr. alls, og áætlaður rúmlega 10,000 kr,
hærri en á síðustu fjárhagsáætlun, vegna
þess að nú sækja miklu fleiri börn skól-
ann en áður, samkvæmt barnafræðslulög-
unum nýju. Kostnaður við fátækrafram-
færi slagar hátt upp í þetta, er áætlaður
yfir 20,000 kr. (20,600). Til vegagerða
og holræsa er áætlað 15,000 kr., til götu-
lýsingar 2200 kr., til þrifnaðar, snjómokst-
urs o. fl., 4000 kr. o. s. frv. Stjórn kaup-
staðarins kostar 9,500 kr., löggæzian
7,600, sótarar 1700 og til eptirlauna fara
2120 kr. Gert er ráð fyrir 2700 kr. laun-
um til bæjarverkfræðings, auk 800 kr. tii
skrifstofuhalds, en fjárhagsnefndin tekur
fram í athugasemdum sínum, að hún vilji
láta ráða verkfræðing, sem ekki hafi öðr-
um störfum að gegna. Samkvæmt skýrslu
um skuldir bæjarins, sem prentuð er apt-
an við fjárhagsáætlunina, nema þær í árs-
lok 1908: 360,116 k r. 28 a., en af-
borgun og vaxtagreiðsla af þessum lánum
á næsta ári áætluð 35,675 kr. 92 a. Arið
1904 hefur bærinn tekið þrisvar sinnum lán
úr landsjóði, að upphæð alls rúmlega 33,000
kr., og 1906 hefur bærinn tekið hjá Is-
landsbanka 102,600 kr. (til kaupa á Elliða-
ánum). Nálega 100,000 kr. skuld er við
»Bikuben« o. s. frv. Fjárhagur bæjarins
er því ekki neitt glæsilegur. Vatnsveitan
og lánið til hennar kemur ekki þessari
áætlun við. — Aætlun þessi var til 2. um-
ræðu í bæjarstjórninni í gærkveldi, og
ýmsar breytingar á henni gerðar.
Utlendar bækur
Siendar Pjóðólli.
Frá Kaupmannahafnarútibúi H. Asche-
hougs & Co. forlagsins í Kristjaníu hefur
Þjóðólfl verið send 2 fyrstu heptin af mjög
vandaðri og ftarlegri Noregssögu, er
norskir sagnfræðingar semja, og koma á
út í 6 bindum, alls um 140—150 hepti,
er kosta 50 aura hvert. Verður ritverk
þettta því alldýrt, enda mjög til þess vand-
að og með fjölda mynda, bæði af merk-
um mönnum. gömlum skjölum, myntum,
bankaseðlum, innsiglum, skipum, sjóferð-
um o. m. fl., myndir af djöfsa úr galdra-
bókum, sýnishorn af rithöndum, kort o. s.
frv., allt mjög margbreytilegt og fræðandi
um iíf og háttu Norðmanna fyr og síðar.
Verkinu á að vera lokið 1914 á 100 ára
afmæli stjórnarskipunarinnar frá 1814.
Fyrsta bindi Noregssögu þessarar ritar
dr. Alexander Bugge, sonur hins
nafnkunna Sofusar Bugge. Það nær yfir
tímann áður en sannar sögur hefjast, og
um víkingaöldina. Þá tekur við E b b e
Hertzberg ríkisskjalavörður og réttar-
sögufræðingur og ritar 2. bindið, en hið
3., er nær fram að siðabreytingunni 1537,
ritar dr. Absalon Taranger, há-
skólakennari í réttarsögu. Þá tekur við
dr. Yngvar Nielsen háskólakennari
og nafnkenndur maður og ritar 4. bindið,
frá 1537 til 1661, að einveldið hófst á
dögum Friðriks konungs 3. Dr. Oscar
A. Johnsen ritar um einveldistímabilið
til 1814 (5. bindið), en sfðasta (6. bindið),
er á að ná frá 1814—1905, hefur J. E.
S a r s háskólakennari tekið að sér. Er
hann elztur þeirra manna, er að verki
þessu vinna, nú 73 ára gamall, en lítt
tekinn að bila og ritar enn með sama
fjöri, sama krapti sem fyr, eins og sjá má
af hepti því, er nú þegar er komið út af
þessu ritverki. 1. hepti þess er einmitt
byrjunin á síðara helming 6. bindis eptir
Sars, og 2. heptið er byrjunin á fyrra
helming 4. bindis eptir Y. Nielsen. Þessir
2 hlutar verða gefnir út samtímis, sitt
heptið á víxl eptir hvorn þeirra, Sars og
Nielsen.
Það er enginn vafi á því, að Noregs-
saga þessi verður ágætisbók, og mundu
margir Islendingar hafa gaman af að eign-
ast hana. Hún kostar alls um 70—75
kr, er skiptist niður á 6 ár (1909—1914),
og eru það ekki meira en 12—13
kr. útgjöld á ári, svo að ókleyft getur það
varla kallast. Menn geta og fengið eitt
eintak ó k e y p i s , með þeim skildaga, að
afhenda bóksala 10 áskrifendur, er bók-
salinn tekur gilda sem áreiðanlega gjald-
endur. Hver^veit nema einhver vilji reyna
það, og fá á þann hátt ókeypis þetta
mikilsháttar, myndum skreytta sögurit
frændþjóðar vorrar. Hvenær skyldum vér
Islendingar fá samskonar sögurit, vandaða
sögu þjóðar vorrar með myndum og rit-
aða af hæfum mönnum? Þess verður lík-
lega langt að bíða.
Frá sama forlagi (H. Aschehoug &Co.)
hefur Þjóðólfi og verið send bók um al-
menningsböð í sveitum (»Folkebad
for Landsbygden«). Er það í raun
réttri tvær verðlaunaritgerðir, önnur eptir
dr. E. Möinichen um sögu baðanna, nauð-
syn þeirra o. s. frv., en hin eptir Hjalmar
Aass verkfræðing, áætlanir, teikningar og
leiðbeiningar um baðhúsabyggingar til
sveita. Fyrri ritgerðin er einkar fræðandi
og flytur margar mikilsverðar bendingar
um notkun baðanna, og hvernig þau séu
heilsusamlegust. Hinum ýmsu tegundum
baða er lýst allítarlega (köldum böðum,
heitum böðum, steypiböðum, kerlaugum,
gufuböðum o. s. frv. Allmargar myndir
eru í bókinni og er hún að öllu hin nyt-
samasta. Mun fást hér hjá bóksölum.
Frá Gyldendal í Höfn hefur Þjóðólfur
fengið mörg stórmerk rit, er getið hefttr
verið flestra hér áður í blaðinu. Meðal
þeirra, sem lokið er, er t. d. »Jordenv
landafræði mikil í þrem bindum eptir W.
Dreyer, »S t or-K ö b e n h a v n«, ítarleg
lýsing á Kaupmannahöfn og Kaupmanna-
hafnarlífinu frá öllum hliðum, með fjölda-
mörgum myndum, »1 s 1 a n d s f æ r d en«,
»Lykke-Per« eptir H. Pontoppidan
(alþýðuútgáfa), einnig aiþýðuútgáfur af öll-
um ritum Gustavs Esmanns, Hen-
riks Ibsens og Holgers Drach-
m a n n s (því safni ekki alveg lokið).
Loks viljum við vekja eptirtekt landa
vorra á einni létt læsilegri og alþýðlegri
bók, sem nú er að koma út hjá Gylden-
dal í 2 bindum. Er fyrra bindið þegar
1 komið og 2 hepti af hinu síðara, Bók
þessi er »V o r T i d « eptir dr. Gustav
Bang, höfund menningarsögu þeirrar, sem
snúið er á íslenzku og Þjóðvinafélagið-
gaf út. Þessi nýja bók hans lýsir nútíma-
menningu þjóðanna á ýmsum svæðum.
Tii að gefa mönnum ofurlitla hugmynd
um hið fjölbreytta efni bókarinnar, setj-
um vér hér efnisinnihald fyrra bindisins.
En þar er þetta tekið til meðferðar:
Stóriðnaður, pappír, slátrunarhúsin í Chi-
cago, járn og kol, sykur, steinolía, kaffi,
ýmsar vörur, gull, kartöflur, korn, land-
búnaður, stórbæirnir, peningar, skipting
vinnunnarjárnbrautirnar, póstsambandið,.
Suez og Panama, yfir Atlantshafið, Norð-
ur-Ameríka, amerfsku auðmannafélögin,
Forna-England, Argentína framtíðarlandið,
gula hættan, farandverkamenn (Kínverjar
Og Pólverjar), góð og ill ár. I síðara
bindinu verður t. d. ritað um tolla, á-
fengismálið, sjálfsmorð, andatrú o. m. m.
fl. Hér er því um mjög fjölbreytt efni að
ræða og skemmtilegt aflestrar. Bókin má
og heita ódýr. Bæði bindin kosta ekki
nema 10 kr. 50 a., og auk þess fylgir
ókeypis smekklegt bindi á bókina, þá er
henni er lokið. I henni eru margar myndir.
Mannalát.
Hinn 5. ágúst síðastl. andaðist í Kaup-
mannahöfn frú Olufa Finsen, ekkja
Hilmars Finsens, er hér var stiptamtmað-
ur frá 1865—1872 og síðan Iandshöfð-