Þjóðólfur - 11.12.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.12.1908, Blaðsíða 1
Þ JÓÐÖLFUR. 60. árg. Reykjavík, föstudaginn 11. desember 1908. •M 57. Skattanefnðarálitið. Stimpilgjald er nýr skattur, er nefndin stingur upp á að láta greiðá aföllum skjölum, sem þing- lesin eru eða skrásett, ennfremur af öll- um skjölum, sem gerð eru eða staðfest fyrir nótaríus, öllum útskriptum úr rjettar- bókum og embsettisbókum valdsmanna, af stefnum, »innleggjum« og réttargerðum, og loks ýmsum skjölum, sem gefin eru út 1 embættisnafni. Gjaldið af verðbréfum er miðað við verðhæð þeirra, og er þeim skipt í tvo flokka. í fyrra flokki eru hin þýðingar- mestu bréf, svo sem afsalsbréf fyrir fast- eignum og skipum, byggingarbréf og leigu- samningar, skjöl, sem heimila rétt til fiski- veiða, eða veiðiréttindi, leggja ítök, ískyldu eða kvaðir á annars manns fasteign, og ennfremur erfðaskrár, og greiðist af skjöl- um þessum V20/0 af verðhæðinni í stimp- ilgjald. I öðrum flokki teljast önnur verð- mæt skj öl, svo sem kaupmálar, félags- samningar, skuldabréf og veðskuldabréf, svó og framsal á þeim eða yfirfærsla á skyidum skuldunauts til annars. Þessi skjöl eru stimpltið með %% at verðhæð- inni. Af öðrum stimpilskyldum skjölum en verðbréfum á að greiða fast gjald, sem er mismunandi hátt eptir því um hvaða skjöl er að ræða. Af borgarabréfum til verzlunar greiðast io kr., borgarabréfum iðnaðarmanna og skipstjóra 5 kr., sveins- bréfum 2 kr., málafærslumannsleyfum 20 kr., af einkaleyfisveitingabréfum 50 kr., vígslubréfum 1 kr. og öðrum leyfisbréfum 2 kr., af embættisveitingabréfum eða sýsl- anabréfum 2—16 kr. eptir upphæð launanna, af mælingabréfum skipa 1—5 kr. eptir stærð skipanna, og af ýmsum réttarskjölum, útskriptum og notarialgerðum 50 au. — 4 kr. Bækur, bréf og skuldbindingar íslands- i banka eru samkv. lögum undanþegnar Lstimpilgjaldi, og býst nefndin við, að Jandsbankanum verði veitt sömu hlunnindi. Gjaldið skal greiða þegar beiðzt er þing- lýsingar, staðfestingar eða skrásetningar, eða áður en skjalið er gefið út eða af- greitt, og annast þá þeir embættismenn, sem um skjölin fjalla, um stimplunina, svo að hún á ekki að valda gjaldendun- um öðrum óþægindum, en greiðslu gjalds- ins. Þótt stimpilgjald sé ekki greitt þegar í stað, má samt ekki synja um stimpl- un skjalsins og afgreiðslu, ef það getur valdið hlutaðeiganda óþæginda, og verður þá gjaldið innheimt eptir á. Ekki má heldur fresta afgreiðslu skjals, þó að em- bættismaður tortryggi þær upplýsingar, er l'ggja tjl grundvallar fyrir verðhæð skjals- ins; en þegar svo stendur á, getur hann látið virðingu fram fara, og verði verð- imæti skjalsins metið 10% hærra heldur en skýrt var frá, skal sá, er stimpilskyld- an hvílir á, greiða virðingarkostnaðinn, «ella greiðist hann úr landsjóði. Ef það -vitnast, að menn gefi vísvitandi ranga skýrslu, til þess að svfkjast undan gjaldi, verða menn að greiða íullt gjald, og auk þess sekt, er sé að minnsta kosti fimm- falt hærri en stimpilgjaldið. Tekjurnar af gjaldi þessu áætlar nefndin 25 þús. kr. á ári. Aukatekjur lamlsjóðs vill nefndin láta hækka töluvert, með því að gjöld þessi hafa staðið nær óbreytt slðan 1830, en peningar fallið mikið í verði síðan. Víðasthvar vill nefndin hækka gjöldin um helfning, en sum meira og sum minna, og nokkur vill hún láta standa óbreytt. Ennfremur stingur hún upp á nokkrum nýjum gjöldum, t. d. fyrir lög- skráning og afskráning skipshafna, tyrir skipun tilsjónarmanna, fyrir eiðfesting vitna o. fl. Nefndir áætlar lauslega, að við gjalda- hækkun þessa muni landsjóði bætast 15 þús. kr. Vitagjald af útlendum skipum, sem samkv. lögum frá síðasta þingi á að greiðast, hvar sem skipið kernur að landinu, vill nefndin hækka úr 20 au. upp 1 25 au. fyrir hverja smálest af rúmmáli skipsins. Enjafnframt vill hún láta öll íslenzk skip, sem hafa fullkomið þilfar eða gangvél, greiða sama gjald einu sinni á ári, með því að nefndin álftur, að á skipaflota lands- manna eigi að hvíla nokkur hluti þess kostnaðar, sem varið er til vita, og til þess að tryggja siglingar umhverfis landið. Lágmark gjaldsins er sett 5 kr. og er það miðað við mótorbátana, sem ætlast er til, að greiði gjald þetta eins og þilskip. Nefndin hyggur, að hækkunin á vita- gjaldinu af útlendum skipum muni nema um 5 þús. kr. á ári. og vitagjaldið af inn- lendum skipum állka hárri upphæð, svo að tekjuauki landsjóðs af vitagjaldi verði alls 10 þús. kr. á ári. Erfðafjárskattur. Þeim skatti vill nefndin breyta þannig, að skattur af arfi til eptirlifandi hjónaeða niðja hins látna verði hækkaður úr %% upp f 1%, af arfi til foreldra, syst- kina eða niðja þeirra úr 1%% upp í 6% og af arfi til fjarskyldari manna úr 4% upp 1 12%. Af erfðafé, sem hverftir til kirkna, opinberra sjóða, stofnana, félaga o. s. frv. greiðist hæsti erfðatjárskattur, en stjórnarráðið getur fært skattinn niður í 6% af því, sem á- nafnað er til guðsþakka, líknarstofnana eða almenningsþarfa. Einn nefndarmanna, Pétur Jónsson, hef- ur getið þess, að hann vildi einnig láta skattinn í öllum flokkum fara vaxandi eptir stærð arfahlutans, þangað til það, sem arfurinn næmi umfram ákveðna upp- hæð, mismunandi 1 hverjum flokki, hyrfi allt 1 landsjóð. En meiri hluti nefndar- innar hefur ekki fundið ástæðu til að koma með neina tillögu 1 þá átt, vegna þess að lítið útlit er fyrir, að stór auð- söfn muni f yfirsjáanlegri framtíð falla í arf hér á landi. Lágmark upphæðar dánarbúa, er greiða eiga erfðafjárskatt, vill nefndin færa úr 200 kr. niður í 100 kr. Loks hefur hún stungið upp á því ný- mæli, að erfðafjárskatt skuli ekki einung- is greiða af arfi, heldur einnig af gjöf- um í lifanda llfi, ef gefandi áskilur sér tekjur eða not gjafarinnar til dauðadags, af gjöfum sem gefnar eru á síðasta ári fyrir andlát gefanda, ef eign hans fyrir gjafirnar hefur rýrnað um io%eðameira og af öllum fjármunum, sem afhentir hafa verið í því skyni að komast hjá erfða- fjárskatti. Tekjuaukinn við hækkun erfðafjárskatts- ins, gerir nefndin ráð fyrir, að muni nema um 3 þús. kr. á ári. Auk landsjóðsskattanna hefur skatta- nefndin einnig tekið sveitargjöldin og gjöld til prests og kirkju til athugunar og gert um þau nokkrar tillögur. (Niðurl. næst). Alvarlegar horfur. (Niðurl. frá nr. 52). Fyrir engum svik- um eru menn jafnberskjaldaðir sem ó- myndugu ódrengjanna— þeirra, sem beita aldurstakmarkinu í sviksamlegum tilgangi. Mönnum kemur sjaldnast til hugar að grennslast eptir aldri þeirra, sem þeir skipta við, en sem nú er orðin brýn þörf, eptir dýrkeypta reynslu. En þá, sem nú þegar hafa þótt tilvinnandi að gera sig ómynduga til að losast við að borga nokkrar krónur, og þá, sem síðar kunna að feta í fótspor þeirra, á að auglýsa op- inberlega, sjálfum þeim til maklegrar van- virðu, en öðrum til viðvörunar. Eg hygg, að duga muni að kasta mönnum þeim, sem hér eiga hlut að máli á vog al- menningsálitsins, því það er sá eini dóm- stóll í þessu landi, sem þeir heyra undir, eins og nú stendur; því steli máður brauði, þótt smár skammtur sé, til að lina hungur sitt og sinna, er hann óðara settur f varðhald og það sem þyngst er — orð- inn þjótur. En ef maður undir 25 ára aldri tekur lán eða gerir einhverjar skuld- bindingar, án fjárráðamanns, er honum, laganna vegna, óhætt að svíkjast um alt saman, og bera höfuð hátt eptir sem áð- ur. En eg þykist þess fullviss, að lög- um, sem hér að lúta, verði fljótlega breytt til batnaðar í þessu efni. Margt er það viðvlkjandi landbúnaðin- um, sem full þörf væri að gera að um- talsefni, þótt eg sleppi því í þetta sinn. En er þá alt í góðu lagi, að þvf er sjáv- arútveginn snertir ? Því er ver, að þegar þangað er litið, verða horfurnar einna at- hugaverðastar, og skal eg að eins með fáum orðum gera tilraun til að sýna fram á það. En vel getur verið, að eg sjái í þessu máli að eins með landsmanns aug- um. Þegar hætt var við opnubátana komu, eins og kunnugt er, fiskiskúturnar svo nefndu; það eru skip, sem keypt voru aðallega af enskum útgerðarfélögum, en sem þau höfðu lagt niður og fengið sér gufuskip í þeirra stað. Skip þau, sem út- gerðarmenn hér þannig hafa keypt und- anfarið, hafa reynzt of dýr, og eptir nokkurra ára tilraun er hætt við notkun þeirra og lagt aptur af stað f skipakaup og þá munu finnast þess dæmi, að einn- ig séu þá keypt gufuskip, sem útgerðar- félögunum ensku þykja bæði lítil og ó- fullnægjandi og vilja þvf losna við. Á þennan hátt hirða fslenzkir útgerðarmenn úrkast, sem efnaðri og framtakssamari fiskiþjóðir geta ekki lengur notað. Og afleiðingin verður eðlilega sú, að skip- skrokkarnir lenda að síðustu hér, því engri fiskiþjóð mundi til hugar koma að kaupa þá. Hver verða svo afdrif þess- ara dýru eigna, þegar eigendur þeirra hafa máske alls ekkert fengið upp í upp- runalegt verð þeirra, og opt harla lítið upp í útgerðarkostnaðinn, að minnsta kosti sum árin ? Skipin eru, þegar skynsamleg- ast er breytt, sett upp og höggvin niður til eldsneytis. — Þannig fara allar þær þúsundir. — Saga íslenzka fiskiflotans er því miður raunasaga, að minnsta kosti á síðari árum; enda hafa menn nú, eptir minni skoðun, stigið millispor, sem eg álít sé á milli seglskipa og gufuskipa — það er með mótorbátakaupunum. Sáút- vegur hefur á tveim árum verið svo auk- inn og margfaldaður á mörgum stöðum, að tugum báta skiptir sumstaðar. Utveg- ur þessi — sem eg álít að eins bráða- birgðarútveg — er búinn að kosta of fjár, langt fram yfir getu fjöldamargra þeirra, sem í hann hafa ráðizt. Mér er kunnugt um, að margir af þessum báta- kaupendum svo kölluðu hafa ekki ein- ungis fengið kaupverðið að láni, heldur þar að auki smátt og stórt, er til útvegs- ins heyrir. Hér finnst mér sannarlega vera »stólað« á guð og hamingjuna, og það alldjarflega, þvf ef ekki fiskast vel fyrsta útgerðartímabilið, standa menn þessir sýnilega ráðþrota;— afleiðingunum þarf ekki að lýsa. Því hefur réttilega verið haldið fram, að sumir kaupstaðir landsins yrðu að byggja framtíðarvonir sínar mest á sjávar- útveginum; og þess vegna undrar mig eitt stórlega, en það er þögn og þolinmæði sjðmanna og útgerðarmanna í þessu stór- máli. I stað þess að rita og ræða ræki- lega um horfur útvegsins, stétt sinni til hvatnings og leiðbeiningar, og að sýna aðra starfs- og framfaraviðleitni, þá þegja þeir með öllu. En á meðan engin hreyf- ing — mér liggur við að segja lífsmark — sést með sjálfri stéttinni, sem er, ef hún beitir sér, bæði stór og voldug, geng- ur auðvitað allt á aðra leið, en ætti að vera. Innan skamms tek eg til máls um pen- ingahorfur landsmanna í sambandi við bankana. Reykjavfk í nóv. 1908. Jóh. Jóhannesson. €rlenð símskeyK til Þjóðólfs. Kaupmannahö/n 8. des. Hafsteinn hefur átt tal við Berling (Berlingske Tidende) um kosningaúrslitin. Kennir þau tfmaskorti og óheppni frum- varpsmanna. Svo hafi og Alberti-málið og mútuhviksögur verið notað af and- stæðingum. Þeir dreifðir. Eiginlegir gagnbreytingamenn (egentlige radikale). vilji gerbreytingu, einkum uppsegjanleika.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.