Þjóðólfur - 18.12.1908, Síða 1

Þjóðólfur - 18.12.1908, Síða 1
ÞJÓÐÓLFUR 60. árg. Reykjavík, föstudaginn 18. des. 1908. Jfs 58. V erkf æravélar og- smíðatól. Fá & I. Sehiahl, Kjöbenhavn. Gl. Kongevej 1D. Skattancjnðarálitið. (Niðurl.). ----- Sveitargjöld. Mestur hlutinn af tekjum sveitarsjóð- anna nú eru aukaútsvör eptir niðurjöfn- un. Kptir reikningum sveitarsjóðanna 1902—1903 var fátækratíund af fasteign og lausafé 22 þús. kr., en aukaútsvörin 241 þús. kr., eða meir en tíföld fátækra- tíundin. Þetta þykir nefndinni óheppi- legt, með því að niðurjöfnun eptir efnum og ástæðum sé miklum vand- kvæðurn bundin, og þessir annmarkar vaxi auk þess eptir því, sem upphæðin sé meiri, sem jafna á niður. Nefndin leggur því til, að f staðinn fyrir fátækratíundina, sem hún vill af- nerna, skuli greiða í sveitarsjóð fasta skatta, fasteignarskatt, tekjuskatt og eign- arskatt, er hvíli algerlega á sama grund- velli sem landsjóðsskattarnir. Skattaþessa vill nefndin láta vera jafnháa sem land- sjóðsskattana, en vill þó veita hrepps- nefnd heimild til, með jákvæði Iögmæts sveitarfundar og samþykki sýslunefndar, :að hækka þá fyrir eitt ár í senn, eða um tiltekið árabil. Þessa föstu skatta, er greiðast ( sveitarsjóð, áætlar nefndin um 90 þús. kr. á ári, eða hér um bil ferfalt roeiri en fátækratfundin, sem niður fell- ur, nemur. Hreppsvegagjaldið vill nefndin láta rénna ( sveitarsjóð, en ætlast til, að hreppsvegasjóður hverfi, og sýsluvega- gjaldinu vill hún láta jafna niður á hvern verkfæran mann, í stað þess, að jafna því niður með aukaútsvari. Loks vill nefndin láta hreppsnefndir íá 30/0 af upphæð sveitargjaldanna ( inn- heimtulaun. Af afnárai tíundarinnar leiðir, að breyta verður sýslusjóðsgjaldinu, og stingur nefnd- in upp á, að þv( skuli jafnað niður á hreppana að '/3 ePtir matsverði allra skattskyldra fasteigna, að ’/3 eptir sam- anlagðri upphæð á skuldlausri eign og tekjum af eign og atvinnu og að ‘/3 ePl' ir tölu verkfærra karlmanna. Hóknargýöld. Þeim gjöldum vill nefndin gerbreyta. í staðinn fyrir núverandi sóknartekjurpresta, að undanskilinni borgun fyrir aukaverk, stingur nefndin upp á að setja persónu- gjald, er hvíli jafnt á öllum sóknarmönn- um, sem náð hafa fermingaraldri, og sömuleiðis vili hún sameina öll núver- andi kirkjugjöld og safnaðargjöld í eitt gjald, er leggist jafnt á alla safnaðarlimi yfir 15 ára. Tillögu þessa styður nefndin með þvl, að sá félagsskapur, er menn bindist til þess að fullnægja trúarþörf sinni sé per- sónulegt mál, og því eigi þau gjöld, er slíkur félagsskapur hefur í för með sér, að miðast við persónurnar eða höfða- töluna. Prestsgjaldið telur nefndin hæfilega sett 1 kr. 50 au. á mann. Það greiðist í prestlaunasjóð, sem svo aptur launar öll- um prestunum. Kirkjugjaldið vill nefnd- in aptur á móti ákveða 75 au., en mcð því að misjafnlega stendur á í sóknun- um, svo að gjald þetta yrði sumstaðar ot hátt og sumstaðar of lágt, vill nefndin láta veita sóknarnefnd ( þeim söfnuðum, sem hafa umsjón og fjárhald kirkju, heimild til þess, með jákvæði safnaðar- fundar og samþykki héraðsfundar, að hækka eða lækka kirkjugjaldið fyrir eitt ár í senn eða um tiltekið árabil. I þeim sóknum, þar sem söfnuðurinn aptur á móti hefur ekki umsjón og fjárhald kirkju, á að veita landstjórninni heimild til að ákveða kirkjugjaldið, þannig, að það nemi jafnmikilli upphæð og allar sóknar- tekjur kirkjunnar hafa numið að meðal- tali næstu 10 ár á undan. Sóknarnefndir eiga, eptir tillögu nefnd- arinnar, eins og eptir prestalaunalögun- um nýju, að innbeimta sóknargjöldin og fá fyrir það 6°/o í innheimtulaun, en ein- daga gjaldanna vill nefndin færa frá 31. des. til 15. okt., því að flestum muni þá hægara ura gjaldgreiðslu. Sokkar, vetlingar, nœrfatnaður og utanha|nar|atnaðnr, gfott úrval og ódýrt í Aðalstræti 10, cJCalgi SEoöga. Ág-æt JÓLAGJÖF er LOTTERÍSEÐILL að Ingólfs- húsinu. TaurullurA Tauviridur, ágæt jólasrjöf til konunnar, fást ódýrastar í Austurstr. 1. Á8g. (j. Gmmlaugsso.ii á Co. Hver skyldi eignast Iri^ólf$hú5ið? Auðvitað einhver sá, er á lotteríseðil. Kaupið þó í tíma. Skraut-eldar (Fyrværkeri) handa börnum á Jólatré, o. 11., fæsl lijá ctfic. cSfarnason. AFGREWSLA H\r. ktædaverksmiðjurmar „IÐUNN(e verður lokuð frá 2h. desember kl. 12 á hádeqi til h. janúar 1909. Jarðir til sölu í Árnes-, Borgarfjarðar-, Gulibringu-, Hnappadals-, KjóSar-sýslum og Reykjavík. Hús og lóðir í Reykjavík. Eignaskipti ef um semur. Gisli Þorbjarnarson. Ilíiui 9. «lest‘»nfoer 1908 var dregið um fortepiano það, sem hald- ið var lotterí á til ágóða fyrir »Ekknasjóð Reykjavíkur« og kom upp töluseðillinn fi57. Handhafi þessa seðils gefi sig fram hið allra fyrsta við gjaldkera sjóðsins Gunnar Gunnarsson. Síðastliðið haust var mér dregið tamb með mínu fjármarki: Tvístýft fr. h., fjöður og bita fr. v. Með því eg á ekki lamb þetta, getur réttur eigandi vitjað andvirðis þess að frádregnum áföllnum kostnaði, og samið við mig um markið. Neðra-Núpi í Húnavatnssýslu, 8. desember 1908. Ilafliði G. Jónasson. „tfíeynslan cr sannlei/hir“, sagði Repp. Öllum reynast vínKaup best i öllu tilliti, i vínverslun Ben. $9. Pórarinssonar. Reynið, ef þjer eruft vantrúaðir. fflargarine í verzlun undirritaðs er að allra dómi hezt og ódýrast. Revnið og þið munuð sannfærast. R. II. BJARNASON. Munið eptir að verzl. Ásg. G. Gunnlangssonar & Co. Austurstræti 1 gefur afKarlm. og Unglingaf'atnaði, Yefn- aðarvöru o. fl. tU jóta. til sölu — ágæt jólagjöf —- hjá I Bergsstaðastr. II A. Jöröin Minnill)ær í Grímsnesi, 15,8 n. m. fæst til ábúðar í fardögum 1909, og til kaups ef viil. Gott tún og útheysslægjur. Vel hýst, 2 járnvarðar heyhlöður, sem taka um 600 hestburði. Gunnlaugur Þorsteinsson á Kiðjabergi hefur byggingarráðin. Riklingur ágætur, 40 au. pd. hjá Ásg. G. Guilaugssyni & Co, Austurstr. I. Jólakerti, R Ú S í N U R og S V E S K .1 U R, fæst hvergi ódýrara en hjá Nic. Bjarnason. Reyktar gæ$abrin^ur, (röget Gaasebryst), fæst hjá Nl(. RJARNASON. cfflargarin. En konkurrancedygtig Margarin- fabrik pnsker paalidelig og ener- gisk forhandler for Island. Vedkommende maa eventuelt före kommissionslager for fabriken. Ansögninger med referencer merket »Dygtig og paalidelig 30«, indsendes til hladets expedition.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.