Þjóðólfur - 08.01.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 08.01.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. 7 lasti, en hiín í raun réttri átti skilið. í öðrum helztu húsum a eynni var allt smáfelldara — að okkur þótti ungu mönnunum, en allt með kyrð og friði, og konurnar stilltar og jafnlyndar; tók frú Herdls þó öðrum fram sem fyrir- myndarkona og húsmóðir. Kona Sig- urðar kaupmanns frænda míns, Sigríður (dóttir Benedictens) var og vel gefin að öllu og hin ástsælasta. I Miðbæ (göml- um torfbæ) bjó Andrés bóndi og með- hjálpari; hann var af hinum »gamla skóla«, forn og óþýður, gamall sjógarp- ur og ráðsmaður prófasts. Ekki var hann fjáður, enda stóð heimilið opið með góðgerðir, þvf kona Andrésar var Guð- rún móðursystir mín, orðlögð góðgerða- kona. Svo sagði séra Jón Thorarensen, að Guðrún mundi óvíða eiga sinn líka, hún væri guðsengili í gerfi gamallar konu. Hjá henni var þá móðir hennar (amma mín), Astríður, og dó þar 1865, 95 ára gömul. Hún þótti lengi fyrir öðrum bændakonum á Breiðafirði, svo vitur og framtakssöm, að sagt var, að margt í Eyjahreppi hefði lengi fram farið eptir hennar ráðum. Hún kom ýmsum fóstur- börnum til manns, þ. á m. Bjarna Magn- ússyni, er síðar varð sýslumaður. Svo sögðu gamlir menn, sem mundu Eggert í Hergilsey, afa Astríðar, að mjög hefði henni kippt í kyn til hans um vitsmuni og skörungskap. Einar maður hennar (afi minn) var þá dáinn, og hafði verið sæmdarmaður, en minni fyrir sér en kona hans var. Ritstjórasklpti hafa orðið nú um nýárið bæði við »Reykjavík« hér og við »Norðra« á Ak- ureyri. Við ritstjórn »Reykjavlkur« (f stað Magnúsar Blöndals) tekur Jónas Guðlaugs- son, áður ritstjóri »Valsins« á ísafirði, en við ritstjórn »Norðra« (í stað Jóns Stef- ánssonar) tekur Björn Lfndal cand. jur., er áður var millibilsritstjóri þess blaðs. Prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi er skipaður 29. f. m. séra Arni Björnsson á Sauðárkrók. Yíir 100,000 maima íarast. Á gamlárskvöld barst Blaðskeytasam- bandinu svolátandi hraðskeyti: Khö/n 31. des., kl. 3,10. Laiulskjálptinn (á Suður-Ítalíu og SikileyJ stœrsta tortíming Evrópu- sögunnar. Tala látinna manna yfir 100,000, e/ til vill meira. Skelf- ing og hallœri. Messina, Palmi og Reggio og fleiri bœir gereyddir af hruni, eldi og ógnum. Landskjálpt- inn ekki hœttur. Sjávardýpt og strandlína stórbreytt. Stórtíðindi þessi komu ofseint til að komast að í síðasta blaði Þjóðólfs, en sama kvöldið, sem skeytið kom, var send- ur út fregnmiði um bæinn með tlðindi þessi, er voru aðalumtalsefni manna á nýársdag. Það kom svo óvart, að jarð- skjálptar þessir væru svona voðalegir, því að af fyrra skeytinu frá 30. f. m. (sbr. sfðasta blað) varð ekki ráðið, að mann- tjónið hefði orðið svona ógurlegt, eins og þetta skeyti hermir, og er það vfst alveg rétt, að það hefur aldrei jafnstórkostlegt orðið við jarðskjálpta hér í álfunni. Eins og getið vaJ um f síðasta blaði voru íbú- ar í Messína rúm 150,000. Reggio og Palmi eru bæir í Kalabríu (á Suður-Italíu). Stendur Reggio að austanverðu við Mess- ínasund, og voru þar um 50,000 íbúar, en Palmi er á stærð við Reykjavík, eða nokkru mannfleiri, (um 13—14000). Jarð- skjálptarnir 1783 voru einmitt á þessu sama svæði, og þá hrundi mikið af Mess- fna og Reggio. En manntjónið var þá ekki meira en rúm 30,000. Að mann- tjónið hefur orðið svona stórkostlegt nú, stafar llklega af þvl, að fyrstu jarðskjálptaum- brotin hafa verið svo sterk, að fólk hefur ekki getað forðað sér úr húsunum, heilar spildur af bæjunum ef til vill sokkið í kaf og flóðöldur undir eins gengið á land og skolað öllu með sér. Öðruvísi verður varla gerð grein fyrir þessu voðamikla mannhruni. Það má geta nærri, hve at- skapleg neyð á sér stað í jarðskjálptahér- uðunum suður þar. I morgun barst Þjóðólfi svo látandi víð- bótarskeyti frá Kaupmannahöfn . Landskjátftaböl, ránskapur, drep- sóti, hungursneyð. Alþjóðasamskot ha/in. Stjörnutnrninn i Florenz spá- ir Ifrekaril jarðumbrotum á nœst- unni (þ. e. bráðlega) og rœður frá endurreisn Messinaborgar. Crfand fíéinói, önnur en um jarðskjálptana miklu, eptir slmskeyti í morgun: Hróarskeldnþjófnaðurinn. Höfuðforinginn fyrir kransaþjófn- aðinum er handsamaður. Pýfið flest fundið. Muley Hatid Marokkósoldán viðurkenndur af stór- veldunum. Maður tavarf á Akureyri rétt fyrir jólin, og halda menn, að hann hafi dottið í sjóinn af einhverri bryggjunni þar. Hann hét Krist- ján Stefánsson (prests á Þóroddsstað -j* 1888, Jónssonar), bróðir Jóns ritstjóra Stefánssonar. Riddari af dannebrog er Emil Schou banka- stjóri orðinn. Aldarfjórðungs-afmseli Góðtemplarareglunnar hér á landi verð- ur haldið hátíðlegt af félagsmönnum á ýmsan hátt hér í bænum á sunnudaginn kemur, 10. þ. m. Hinn 10. janúar 1884 Aðalfundor íshúsfclagsins i Reykjavík verður haldinn i Bárubúð þriðjud. 19. þ. m. kl. 572 e. h. Ársreikningar þar fram lagðir, 2 menn kosnir i stjórn félagsins og 2 endurskoðunármenn. Tryggvi Gunnarsson. cflóajfunóur Framfarafélags Reykjavíkur verður haldinn sunnud. 10. þ. m. kl. 6 e. h. Pveikningar lagðir fram og 1 mað- ur kosinn í stjórn félagsins. Trygg'Vi (xunnarsson. var hin fyrsta Góðtemplarastúka stofnuð hér á landi á Akureyri af norskum manni, Ole Lie. Stjórnarráðlð. I stað Jóns Magnússonar skrifstofustjóra, er tók við bæjarfógetaembættinu nú um nýárið, er Guðm. Sveinbjörnsson settur skrifstofustjóri á 1. skrifstofu, en var áður aðstoðarmaður þar. I stað hans sem að- stoðarmaður er þangað kominn Magnús Guðmundsson cand. jur., er áður var að- stoðarmaður á 2. skrifstofu, en þar er settur aðstoðarmaður Þorsteinn Þorsteins- son cand. polit. HJálprœðistaerinn hefur beðið Þjóðólf að vekja eptirtekt bæjarbúa á því, að herinn hafi nú í þjón- ustu sinni hj ú krun a r k o n u, sem taki að sér hvenær sem er og eins víða sem unnt sé að vaka yfir sjúkum og hjúkra þeim, og er ekki ætlast til borgunar fyrir þetta lfknarstarf, hvorki af ríkum né fá- tækuro. __________ Vottorð. Herra ritstjóri! í grein þeirri (Þióðólfur 1. jan.) er þér minnist á skemmdir, er skip urðu iyrir inni í Sundum 29. f. m., hefur komið fram ranghermi, sem eflaust stafar af óljósum og röngum frásögnum um það mál, og leyfi eg lí.4 þegar störf eða skemmtanir kölluðu hann burtu frá Merton til Lundúnahorgar. Þjónn lauk upp fyrii okkur og vísaði ckkur inn í stóra dagstofu með dökkleit- tim húsbúnaði og dimmum gluggatjöldum. Faðir minn afhenti þjóninum nafnmiða sinn og lét hanu fara með hann til húsbóndans, en við sátum þarna og skoðuðum hvítu smálíkneskin, sem stóðu út í horni og myndir af Vesúv og Neapeiflóanum, sem héngu á veggnum. Við og við kvað við hávær hlátur frá herbergi innar af. Þegar hurðinni loks var hrundið upp, spruttum við báðir upp og bjuggumst til að ganga fram fyrir aug- lit þess tnanns, er mestur maður var á Englandi um þær mundir. En það var alt önnur persóna, sem inn kom. Það var hávaxin kona, mjög lagleg með stór, ljósblá augu og svarthár, sem liðaðist niður um mjallahvítt ennið. Hún bar sig mjög tígulega og er eg leit á hana minntist eg ósjalfrátt „drottningarinnar í Perú“, sem jómfrú Hinton hafði leikið fynr okkur Jim þann dag, er mér var svo minnisstæður. „Er þetta sjóliðsforingi Anton Stone?" spurði hún. „Já, náðuga lafði“, svaraði faðir minn. „Ó“, sagði hún þá hálftilgerðarlega. „Þér þekkið mig þá“. „Eg hef séð yður, náðtiga lafði, í Neapel". „Þá hafið þér líka sjálfsagt séð veslings William minn, veslings, veslings William minn“. Hún snerti um leið klæði sín með hvítu fingrunum, sem alsettir voru dýrustu hringum, svo sem til að vekja athygli okkar á því, að hún var f Msvörtum sorgarhúningi. »Eg frétti um hinn þungbæra missi yðar, náðuga lafði“, sagði faðir minn. >.Við dóum saman", mælti hún. „Hvað ætli lffið geti verið fyrir mig úr þessu annað en langvinnur dauði". Það var átakanlegur hreimur í röddinni, er hún sagði þetta, en mér gat samt ekki blandazt hugur um, að þetta var einhver sú allra hraustlegasta kona, sem eg hafði nokkru sinni séð, og eg varð forviða, er eg tók eptir því. að hún leit til mín með hvatlegu, syrgjandi augnaráði, rétt eins og henni þætti mikils um vert aðdáun jafnlltilsmegandi unglingspilts sem mín. Faðir minn reyndi að stama upp nokkrum almennum huggunarorðum á sjómannavísu, en augu hennar leituðu sifelt fram hjá honum og þangað sem eg var, til þess að komast fyrir, hvaða áhrif hún hefði hatt á mig. í mikla kunnleika við hirðina í Neapel og fékk við það töluverð pólitísk áhrif. Eitt sinn, er Nelson hershöfðingi kom til Neapel, sá hann hana og varð þegar ást- fangirn af henni. Gerðist hún síðan ástkona hans og hélst það þangað til Nelson féll ( sjóorustunni við Trafalgar árið 1805. Komst lafði Hamilton þá í örbirgð, varð að hrekjast í burtu frá Englandi og dó loks allslaus á Frakklandi árið 1815. 101 þótt herbergið, sem vér áttum að snæða 1, væri troðfult af þessum mönnum. Þeir voru allir saman veðurbarðir, alvarlegir á svipinn, og höfðu dálitla hár- fléttu 1 hnakkanum, er svörtu silkibandi var vafið utan um, eins og hermanna- reglugerðin fyrirskipaði. Þá er vér höfðum lokið snæðingi, fór faðir minn með mig inn í stóra veit- ingasalinn, og þar voru hundrað herforingjar eða fleiri, sem voru að reykja og drekka. Um leið og við komum inn, mættum við aldurhnignum foringja, sem einmitt var að ganga út. Hann hafði stór og starandi augu og holdugt, vin- gjarnlegt andlit, er menn heldur hefðu vonast eptir að sjá á heimspekingi en á sjómanni 1 hernaði. „Þetta er Cuthbert Collingwood", hvíslaði faðir minn. „Ó, lautenant Stone!“ mælti hinn frægi admiráll glaðlega. „Eg hef naum- ast séð yður sfðan þér komuð á skipið „Excellent" eptir orustuna við St. Vin- cent. Þér voruð einnig svo meinheppinn, að vera staddur við Nílarbardagana, eptir því sem eg frekast veit“. „Eg var þriðji undirforingi á „Theseus", undir yfirstjórn Millers, herra í“ „Eg varð alveg úrvinda yfir því, að vera ekki viðstaddur og eg hef ekki fullkomléga náð mér enn. Að hugsa sér svo dýrðlega orustn og á meðan var eg önnum kafinn að elta veslings flutningabáta úti fyrir St. Lucar“. „Hvar hafið þér dvalið slðan, herra Cuthbert?" „Eg hef verið hjá konunni minni og tveimur litlu telpunum mínum uppi á Morpeth. Eg hef að eins séð þau þetta eina skipti á 10 ára fresti, og það geta ef til vill beðið 10 ár enn, þangað til eg sé þau aptur. Eg hef unnið vel fyrir flotann þarna uppfrá". „Er það ekki langt upp í sveit ?“ spurði faðir minn. Collingwood tók lftinn, svartan poka upp úr vasa slnum. „Jú“, svaraði hann, „og samt sem áður hef eg unnið þar flotanum mikið gagn. Hvað haldið þér, að eg hafi í þessum poka?" „Kúlur!“ „Nokkuð, sem sjómaðurinn þarfnast enn meira“, svaraði aðmírállinn og helti nokkrum eikarhnetum 1 lófa sinn. „Eg ber þær á mér, þegar eg er á gangi, og þar sem eg sé frjósaman kyma, sting eg einni hnetu djúpt niður með stafnum mínum. Það getur vel verið, að eikurnar mínar berjist við þessa fanta, löngu eptir að eg er gleymdur. Vitið þér, lautenant, hve margar eikur þarf til að smíða skip með 80 fallbyssum ?“ Faðir minn hristi höfuðið. „Tvær þúsundir, alls ekki minna. Fyrir hvert skip með tveim þilförum, er ber hvíta merkið, er einum eikarlundi færra á Englandi. Hvernig eiga þá son-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.