Þjóðólfur - 05.02.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.02.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR' 6. Líftryggingar. Menn voru mjög á eitt sáttir um það, að líftryggingar væru nauð- synlegar og þarflegar fyrir einstaka menn og þjóðfélagið, og virtist koma fram í um- ræðunum almennur áhugi fyrir þessu nauð- synjamáíi. 7. Söngur í sveitakirkjum. í umræðum þessa máls var það tekið fram, að organ- istar þyrftu betri undirbóningsmenntun, en þeir almennt hafa nú, að góð samvinna þyrfti að eiga sér stað milii prests og otg- anista, og að organistar þyrftu að fá betur borgað starf sitt. 8. Hvort er betta að vera vinnutnaður i sveit eða lausamaður ? Skoðanir manna í því efni urðu mjög skiptar, og urðu langar og heitar umræður um þetta atriði. 9. Heimilisprifnaður. TJmræður í því máli Iutu að því, að hið helzta, sem væri ábóta- vant við þrifnað á heimilum, væru slæm húsakynni, slæm vatnsból, vöntun salerna o. fl. 10. Túngirðitigalögin ftá IQOJ. í þv! máli kom fram ósk um það, að lög þau yrðu á næsta þingi yfirveguð, og að láns- heimildin fengi að standa. 11. Tóbaksbrúkun. Eptir langar umræður um það mál var svolátandi tillaga samþykkt: „Fundurinn telur tóbaksnautn skaðlega, og óskar þess, að unglingar venji sig ekki á að neyta tóbaks. 12. Vdtrygging sveitabeeja. í þessu máli voru allir ræðumenn sammála um það, að nauðsyn bæri til, að bændur vátryggðu bæi sína, og hölluðust flestir að því, að sveitar- félögin ættu sem allra fyrst að koma á fót brunabótasjóði. 13. Um þegnskylduvinnu. Málshefjandi Sigurður ráðunautur Sigurðsson. Skýrði hann frá upptökum og gangi þess máls. Var það rætt af miklu fjöri og áhuga, og virtist koma fram einróma álit manna á því, að hugmyndin væri góð, og að málið væri bess vert, að það væri athugað betur en gert hefði verið. Að umræðum loknum var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Fund- urinn er hlynntur hugmyndinni um þegn- skylduvinnu". 15. Um bóka- og blaðaiestur. Um það spunnust alllangar umræður, og urðu flestir ásáttir um það, að lestrarfélög þyrftu sem víðast að komast á, og að valdar væru góðar bækur, sem hefðu bætandi og fræð- andi áhrif á lesendurna. 15. Kirkjurcekni. Umræðurnar lutu að því, að kirkjurækni færi aptur, og töldu flestir það ver farið. Vildu margir, að kenn- ingafrelsi presta væri aukið, og mundi það hafa góðar afleiðingar fyrir kirkju- og trúar- llfið hér á landi. 16. Kramhald búnaðarndmsskciðsins. Var samþykkt í einu hljóði svolátandi tillaga: „Fundurinn skorar á Smjörbúasamband Suð- uriands, að hlutast til um við Búnaðarfélag íslands, að slík námskeið sem þetta verði haldin hér fiamvegis". Þess skal getið, að þrlr alþýðufyrirlestrar voru haldnir fyrir almenning, meðan náms- skeiðið stóð yfir. Flutti Siguiður ráðunautur Sigurðsson tvo þelrra, en Magnús dýralæknir Einarsson einn. Einnig flutti Ólafur ísleifs- son fyrirlestur um framkvæmdir manna og menning. Ögm. Ögtnundsson, Björn Jónsson, Sigurður Vigfússon. Viðsjárverð fundahöld. Sem borgari í bænum get eg ekki stillt wig um, að láta 1 ljósi opinberlega undr- bn mína yfir þessum svonefndu sborgara- fundum«, sem Sigurður nokkur frá Fjöll- um er látinn hóa saman. Hverjir það eru, sem senda hann út af örkinni, þykj- ast menn nokkurn veginn vita, nefna til þess einn eða fleiri sheimastjórnarhöfð- ingja«, er sérstaklega langi lil að afla sér lýðhylli. En svo er látið heita, að ein- hver félög hér í bænum gangist fyrir þessum fundahöldum, nú síðast »Fram- farafélagið«, þótt forseti þess (Tryggvi Gunnarsson) vildi ekkert skipta sér af því, og ekki koma nálægt þessum »borg- arafundi« 2. þ. m. Sá blástur, er gerður var út af engu á fundi þessum gegn borg- arstjóranum, var ekki að eins fundarboð- endum til minnkunar, heldur beinlínis móðgun við borgara bæjarins, að kalla þá á fund, til að hlusta á annað eins slúður, eins og formælendurnir höfðu fram að bera. Kæruatriðin gegn borgarstjóra voru svo mikill hégómi, og honum f raun og veru óviðkomandi, að hver samvizku- samur maður mundi hafa blygðazt sín fyrir að byggja vantrauststillögu á annari eins lokleysu, enda vítti Eggert Claessen yfirréttarmálaflutningsmaður einarðlega og snarplega svona lágað atferli, og sýndi fram á, hversu mikil fjarstæða og ósómi þetta væri. Og varð harla fátt um varnir hjá tillögumanni (Sig. frá Fjöllum). Það er enginn efi á, að ummælum E. Claessen var það mikið eða líklega mest að þakka, að s t ó r hneyksli varð ekki á fundi þess- um, að meiri hluti fundarmanna varð sér ekki til minnkunar, með því að sam- þykkja öldungis órökstudda og óréttmæta vantraustsyfirlýsingu til manns, sem verið hefur að eins nokkra mánuði í embætt- inu, og gegnt því að flestra dómi með mestu lipurð og samvizkusemi. Slíkt frumhlaup hefði orðið bænum til stór- hneysu, og valdið miklum illindum og ófriði, og það hefur auðvitað verið til- gangur þessara pilta, sem eru að hrinda þessum æsingafundum á stað, til þess að koma öllu í uppnám, og skara eld að sinni köku, með því að villa fólkinu sýn með alþýðuvinskapar-fleðulátum og láta- látum. Reykjavíkurbúar verða að vera á verði gegn samkynja uppþotsfundahöldum eptirleiðis, og hrinda af höndum sér öll- um tilraunum misviturra og metorðagjarnra lýðskrumara til að æsa borgara bæjar- ins til fávíslegra og hneykslanlegra fund- arsamþykkta. Það skall hurð nærri hæl- um í þetta sinn. Ahlaupið gegn borgar- stjóra mistókst alveg, og verður naumast endurtekið. ■•/a '09. Fundarmaður. €rlenð simskeyti til Pjóðólfs. Kaupmannahöfn b. febr. Frá Rússlandi. Lapuchin lögreglustjóri í Pétursborg handtekinn, uppvís (að því að) hafa á- samt Azer nokkrum ginnt stjórnleys- » ingja (og) hegnt þeim síðan bruggað banaráð Sergiusi, Gapon, Plehve O. fl. * * Skeytið er nokkuð óljóst og líklega eitthvað úr lagi fært. Aðalatriðið virðist vera, að Lapuchin þessi hafi hegnt stjórn- leysingjum, er ekki höfðu neitt til saka unnið, en kennt þeim um banaráð við þá Sergius stórfursta, Gapon prest, Plehve ráðherra o. fl. En það má líka skiija skeytið á þann hátt, að þeir félagar La- puchin og Azer þessi hafi sjálfir brugg- að þessum mönnum banaráð. Slysfarip. Nokkru fyrir jólin varð úti i2áragam- all drengur á Trékyllisheiði, sonur Sam- sonar Jónssonar á Gjögri, J a n u s að nafni. Hafði faðir hans sótt hann til Skeljavlkur og lagði með hann nestislaus upp á Trékyllisheiði frá bænum Bólstað 16. des. En er þeir komu norðan til á heiðina, veiktist drengurinn, og urðu þeir að leggjast þar fyrir í norðanhríð. Þar andaðist drengurinn, en Samson komst h. 18. við illan leik að Kjós við Reykj- arfjörð, og varð að hjálpa honum heim þangað. Segir svo í bréfi úr Árnes- hreppi 30. des. til »Vestra«, að Samson liggi þá enn í Kjós, því nær blindur. Um 17.fi m. varð úti stúlka frá Lauga- bóli í Ögurhreppi, Jakobína Jóns- dóttir, að nafni. Var að ganga heim til bæjar með mjólk úr fjósinu, örstutta leið. Fannst látin daginn eptir. Maður í Bolungarvík, Bernótus Örnólfsson að nafni, varð undir mótorbát og meiddist svo, að hann and- aðist litlu slðar. Kolin i Dufansdal. Með »Vestu«, er kom hingað frá Vest- urlandinu í fyrra kveld, komu aptur menn þeir, er Námufélagið sendi vestur til að skoða kolin í Dufansdal við Arnarfjörð. Láta þeir mjög vel yfir horfunum og fari kolin batnandi, eptir því sem innardragi í fjallið. En nú er búið að grafa um 90 fet inn. Kolalagið er um 18—20 fet á þykkt, en afarbreitt um sig. Utskipun verðnr þar mjög hæg, því að vagna má láta renna á streng ofan frá námu og niður að lendingu. Félagið hefur þegar selt allmikið af kolum þessum, og er lát- ið fremur vel af þeim. Hver veit, nema þarna verði arðvænleg kolanáma ? Nýja björgunarskipið »Geir« frá Switzerfélaginu, kom 1 morgun frá útlöndum. Það er að mun stærra en »Svafa«, og á að hafa hér fasta stöð árið um kring. KJósendur til alþingis í Reykja- vík ættu að athuga nýju kjörskrána, er liggur frammi þessa dagana á bæjarþing- stofunni. Það er árfðandi, að hver og einn gæti þess, að hann standi á skránni, svo að hann geti kært 1 tíma, ef honum er þar ranglega sleppt. Kosningarrétt eiga allir karlmenn eldri en 25 ára, sem ekki eru öðrum háðir sem hjú, og gjalda að minnsta kosti 4 kr. á ári f auka- útsvar. brogsmanns Einarssonar á Kópsvatni í Ytri- hrepp. Þar fæddist hún 1830 og ólzt upp til 19 ára aldurs, er hún giptist (1849) °K reisti bú á Torfastöðúm í Biskupstungum með manni sfnum Guðmundi Jónssyni, og bjuggu þar 9 ár, en fluttu 1858 að Stóra- fljóti. Sambúð þeirra varð alls 41 ár og má það langur tími heita. 11 börn áttu þau og lifa 5 ; hin dóu í æsku. — Með meiri dugn- aðar- og búkonum var hún á sinni tíð, þeirra, er þessa sveit byggðu og byggja. Trygglynd og trúlynd var hún og bezta móðir og húsfreyja. Dugnaður hennar hélzt þar til hún fyrir tæpum 2 árum lagð- ist í rúmið, þá þrotin að líkamskröptum, en kjark og andlegt þrek brast hana eigi til hins síðasta. Það er því skarð fyrir skild1 í hóp dugmikilla, islenzkra kvenna. Vær óskandi, að þjóð vor ætti ávalt mörgum hennar jafnokum á að skipa í konustöðuna; þá væri stétt sú vel skÍDuð, — Jóhanna heit. var lágur meðalkvennmaður á vöxt, en þétt- vaxin og hraustlega byggð, ekki fríð, en bauð góðan þokka. — Hún varð ekkja litlu eptir það, er þau hjón hættu að búa, en var hjá syni slnum á Stórafljóti, er þá tók þar við búi eptir þau. Eptir að hann varð ekkjumaður, stóð hún fyrir búi hans um 8 ár, eða þar til kraptarnir þrutu. í hálft annað ár var hún rúmföst og seinasta árið hjá dóttur sinni á Þórarinsstöðum í Ytri- hrepp, þar sem hún dó, eins og fyr segir. (X.). Pnf' -— j ■ Jw/ bl ( 111 OO 1 I ■ Hinn 7. ágúst síðastl. andaðist að Þórar- insstöðum í Ytrihrepp merkiskonan Jóhanna Jónsdóttir frá Stórafljóti í Biskupstungum, 78 ára gömul. Hún var dóttir Jóns danne- Við fráfall Guðm. hreppstj. Kolbeitissonar á Esjubergi SO. jan. 1909. Ægir hjó skarð i Esju-bergið, svo Kjalarnes allt kipptist viður; tíminn má einn — með lilsjá Drottins — gíjursárum grœðslu veita. B. 111 »Gerið þér svo vel og vísið þér mér undir eins inn, ungi maður, heyrið þér það? Látið þér mig fá að tala við húsbónda yðar, eða þér skuluð fá að kenna á því að öðrum kosti«. Mér fannst eg hafa heyrt þennan málróm fyr og er eg leit yfir öxlina á þjón- inum og kom auga á breitt og búlduleitt andlit með flatt nef í miðju, þekkti eg undir eins, að þetta var sessunautur minn f kvöldveizlu móðurbróður mfns. »Það er Warr hnefleikakappi«, sagði eg. »Já, herra Charles*, sagði gestur okkar, er hann velti heljarskrokk sínum inn í herbergið. »Það er Bill Warr, veitingamaður í »Brennivínsámunni« í Jermyngötu og bezti hnefleikamaðurinn á allri skránni. Góðan daginn, ungi herra, yður líður vel, vona eg«. Móðurbróður mlnum gatzt auðsýnilega miður vel að því, að ganað væri svona inn til sfn, en með því að haan, vegna stöðu sinnar, þurfti að koma sér við hnefleikamennina, lét hann sér lynda, að vera stuttur í spuna og spyrja, hvert erindi hans væri. Hnefleikamaðurinn settist ofboð rólega klofvega á stól og lét handleggina hvíla á stólbakinu. »Eg hef komizt á snoðir um nokkuð, herra Charless, sagði hann, »sem er peningavirði*. »Eg skil. Þér viljið fá peninga fyrir að að segja það sem þér vitið«. Á brosi hnefleikamannsins var auðséð, að sú var ætlun hans. »Ef fréttir yðar geta komið mér að nokkru liði, þá þurfið þér ekki að óttast, að eg muni ekki sjá það við yður«, bætti móðurbróðir minn við. »Eg reiði mig þá á það, herra Charles, og svo eg snúi mér nú að efn- inu, þá er yður víst kunnugt um, hvernig menn veðjuðu í gær um hnefleikana á morgun*. »Jú, það voru þrír gegn tveimur um Wilson«. »Já, einmitt. En vitið þér, hvernig menn veðja í dag? Sjö gegn einum á móti yðar manni. »Hvaða dæmalaust bull, Warrl Hvernig í ósköpunum ætti það að geta breytzt úr þremur gegn tveimur annan daginn í sjö gegn einum næsta dag«. »Eg hef verið víða, herra Charles, og alstaðar eigið þér kost á að fá sjö gegn einum. Menn hætta fé í skepputali á móti yðar manni«. Af svipnum, sem brá yfir andlitið á móðurbróður mínum í bili, varð mér það fyrst ljóst, að þessi hnefleikabardagi gat í rauninni orðið honum dýrt spaug. En svo yppti hann öxlum með tortryggnisbrosi. »Það er verst fyrir þá heimskingja, sem leggja svo mikið undir«, sagði

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.