Þjóðólfur - 05.02.1909, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 05.02.1909, Blaðsíða 4
24 ^JOÐOLFUR Þingraenn utan af landinu eru aðallega væntan- legir með »Ceres« 10. þ. m. Þó koma nokkrir úr Borgarnesi um næstu helgi, þar á meðal þingmaður Mýramanna (Jón á Haukagili) og líklega séra Hálf- dan Guðjónsson og séra Sigurður Gunn- arsson, auk Ara Jónssonar ritstj., sem hef- ur verið á þingmálafunda-ferðalagi um Strandasýslu. — Um næstl. helgi kom hingað Gunnar alþm. Ólafsson í Vík, og Þorleifur Jónsson alþm. 1 Hólum kvað vera væntanlegur landveg hingað. Við þingsetningu prédikar Hálfdan prófastur Guðjónsson alþm. Húnvetninga. Þjófnaður á tveimur úrum (180 kr. gullúri og 40 kr, silfurúri) úr sölubúð Þórðar úrsmiðs Jónssonar, rétt fyrir jólin, er nú orðinn uppvís. Heitir sá Ingvi Guðfinnsson járn- smiðsnemi hér í bænum, er stolið hefur úrunum, og hefur hann meðgengið. Þjótn- aður þessi komst upp á þann hátt, að Ingvi þessi týndi silfurúrinu, er gamall maður hér í bænum hirti, og ætlaði að halda leyndu, en þekktist, er hann fór með það til úrsmiðs til viðgerðar. Finn- andinn vissi, að úrið var stolið og sætir því auðvitað hegningu. Þá er úraþjófur- inn vissi, að hann var uppvís orðinn, fleygði hann gullúrinu frá sér á afvikinn stað og stórskemmdi það. Veð nrskýrsluágrip frá 23. fan. til 5. febr. 1909. jan. Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. 22. 0,0 “f- 1 j6 ~V” 0,1 *r 1,0 + 1,0 +- 5,4 + 2,3 23- *+■ 0,7 + 1,6 + 2,0 +- 4,o + 4,7 24. + .3.4 -r* 0,7 + 3,2 4- 1,5 +- 0,6 + 0,5 25. + 1,6 + 0,7 f x,6 4“ 0,7 +- 4,° + 4,7 26. + 3.2 + 1,3 + 4.5 3- 4,2 +- 0,9 + 4,2 27. -r- 0,5 + 0,9 + 6,6 -r 0,6 +- 1,6 + 6,7 28. +• 0,3 ~~ 0,3 0,5 1,0 +- 2,6 +- 4,1 29. -+ 2,5 6,9 +- 5,9 ~ 6,o +- 9,° +- 4,2 3°- +- 4,5 4- 5,3 +- 5,2 -r 5,5 4-12,0 +- 6,2 3i- + i,5 -r 1,4 4- 1,0 + 1,0 +- 3-5 4* 2,0 I. + 2,0 1,2 + b6 4* 3,0 4- 1,6 +- 2,5 2. + i,3 + 0,7 + 2,0 + 4,0 + 2,0 + 6,7 .3- 4“ 2,0 -r 2,7 -5- 2,9 + 0,5 +- 3,6 + 2,1 +-1,8 4- -+ 0,5 -r 0,4 +- 2,0 -r 1,5 -~ 8,6 Rv. = Reykjavík, íf. — ísafjörður Bl. = Blönduós, AW. = Akureyri, Gr. =» Gríms- staðir á Fjöllum, Sf. — Seyðisfjörður. Cggerf Qlaassen TflrréttarmálaflutningsiDíiður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kL 10—ix og 4— 5. Tals. 16. Svo sem: gaddavír, sléttan vir, girðingastólpa. þakjárn, gas- og vatnsleiðslupípur, stangastál, til allskonar smíða o. fl., út- vegar Sl eíáii B. Jónis- son. í stórheildum frá Ame- ríku með lægra verði en allir, svo að nemur allt að 30—£50%. Á sfðastliðnu hausti var mér dregið hvítt gimburlamb með mínu fjármarki, sem er Sýlt standfjöður apt. h., tvö stig apt. vinstra. Af því eg á ekki lamb þetta óska eg eptir að réttur eigandi gefi sig fram og semji við mig um markið og verð lambsins. I.augarási í Biskupstungnahreppi 22. janúar 1909 Aiagnús Halldórsson. Á næstliðnu hausti var mér dreginn hvít- ur sauður 1 v., sem eg gat ekki búizt við að eiga, með mínu marki: gagnbitað hægra stýft vinstra. Ef einhver vill lýsa eign sinni á þessum sauð þá gefi hann sig Iram sem fyrst, semji við mig um markið og andvirði sauðsins að frádregnum kostnaði. Neðra-Apavatni 24. janúar 1909. Pétur Gudmundsson. D« in er ómótmælanlega bezta og langódýrasta R 11 líftryggingarfélagiö. — Sérstök kjör fyrir bindindismenn. — Langhagfeldustu kjör fyrir sjó- menn. A11 ir ættu að vera líftrygðir. Finnið að mali aðalumboðsm. 1). 0STLUND. Rvík. Crrand llotel Mlson, Köben- havn, mælir með herbergjum sín- um með eða án fæðis i veitinga- húsinu fyrir mjög vægt verð. NB. íslenzkir ferðamenn fá sér- staka ívilnun. 112 hann. »Það er ekkert að mínum manni; ef svo væri,hefði eg undir eins verið látinn vita það«. »En ætti það sé samt ekki eitthvað að?« sagði Warr. »Hvað eigið þér við?« »Eg skal segja yður alla söguna, herra Charles, og þá verðið þér ekki í vafa um, hvað eg á við. Munið þér ekki eptir Berks? Þér vitið, að hann er vandræðamaður, og nú hefur hann lagt hatur á skjólstæðing yðar, vegna þess að hann lumbraði á honum í vagnskúrnum. Jæja, í gærkveldi, um 10-leytið, kemur hann inn í veitingastofuna mína, og með honum þrír af allra verstu þorpurunum, sem til ertt í Lundúnum. Það voru þeir rauði Ike, Yussef og Chris Mc. Carty. Þeir voru allir drukknir nema Chris, sem alltaf þyk- ist vera of fullur til þess að drekka, þegar eitthvað er á seyði. Eg bauð þeim inn í stofu. ekkí af því að þeir verðskulduðu það, heldur til þess, að þeir skyldu ekki fara að abbast upp á hina gestina. Eg setti fram fyrir þá dálítið af ölföngum, og var dálitla stund inni hjá þeim, til þess að hafa gát á, að þeir skemmdu ekki úttroðna páfagaukinn minn eða myndirnar á veggnum. Svo fóru þeir að skrafa um hnefleikabardagann, og þeir hlógti allir að þeirri tilhugsun, að drengurinn Jim Harrison mundi vinna sígur — allir nema Chris, sem reyndi að fá þá til að þegja. Eg sá undir eins, að það var eitthvað á seyði, og það var ekki erfitt að gizka á, hvað það var, einkum þegar rauði Ike vildi veðja 5 kr. ura, að Jim Harrison mundi ails ekki taka þátt í hnefleiknum. Eg sótti nú eina brennivínsflösku í viðbót, og fór svo fram í veitingastofuna og settist hjá lúkugatinu, sem við réttum flöskur inn um úr veit- ingastofunni inn í dagstofuna. Eg dró hlerann frá svo sem svaraði einum þuml- ungi, og heyrði nú greinilega hvert orð, sem þeir töluðu inni. Chris Mc. Carty var sífellt að skamma þá fyrir, að þeir skyldu ekki geta haidið sér saman, en Joe Berks hótaðí honum, að hann skyldi lumbra á honum, ef hann héldi sér ekki í skefjum. Þá tók Chris að fara að þeim með góðu, því að hann var hræddur við Berks, og spurði þá, hvort þeir héldu að það væri góður undirbúningur undir starfið á morgun, að drekka svona, og hvort þeir héldu, að herrann mundi vilja borga þeim nokkuð, þegar hann fengi að vita, að þeir hefðu drukkið sig fulla, svo að hann gæti ekki reitt sig á þá. Þetta hafði þau áhrif, að þeir urðu allt í einu alls gáðir, allir þrlr, og Yussef spurði, hvenær þeir ættu þá að leggja á stað. Chris sagðí, að það væri nóg, að þeir kæmu til Crawley svo tímanlega, að ekki væri búið að loka »Georg«. »Það er lélegt kaup fyrir að eiga það á hættu, að verða hengdur á eptir«, sagði rauði Ike. »Til fjandans með henginguna!« sagði Chris, og tók ítpp úr vasa sínum spýtu með blýhnúð á endanum. »Ef þið þrír haldið honum niðri, og eg brýt á hon- = ÍBÚÐARHÚS. = « Nokkur íbúðarhús kaupi eg undirritaður og borga þau með allskonar vörum, verðmætum pappírum og að nokkru með peningum. Pað skal skýrt fram tekið að á húsunum 1 mega helzt ekki hvíla önnur veðbönd en veðdeildarlán, að minstakosti ekki nerna smá lán á 2. veðrétti. Ef þessi skilyrði eru fyrir hendi kaupi eg húsin, hvar sem þau standa í bænum, en aðeins til 1. marz næstkomandi. Jóh. Jóharine55on, cftarcjstaóasirceti 11 cH. Sanasioian í Bankastræíi 10 IL saumar allskonar karlm.fatnaði, hefur Iðunnardúka á boðstólum. — Einnig ýms önnur fataefni og allt sem til fata þarf. Vönduð vinna, og allt sniðið eptir því sem hver óskar Hvprgi ódýrara í bcermm. Reykjavík 8/io ’o8. Su&m. Sigurósson, klæðskeri. Gegri kulda og frosti verja merm sig bezt með þvi að kaupa: 'Vetrarfpakka af öllum stærðum og allsk. verði. Vetrarföt, þykk og góð allsk. verð. Vetrarnærföt, ómissandi fyrir ferðamenn og sjómenn. Vetrarjakka. stærsta úrval. Vetrarlian«ika, Vetrarliúfur, peysur. Brauns verzlun ,Hamborg‘ Aðalstræti 9. Talsími 4L Leikfél. Reykjavíkur. Æfjntýri á g'öng’uför verður leikið í Jðnaðarmauna- húsinu Hunnudaginn 7. þ. m. Rammalistar úr mahogni, gulli, eik, nýjustu fyrirmyndir, íast keyptir með afar- lágu verði. Skriíið »Snekkersten Guldlistefabrik«, Snekkersten, Dan- mark. Vel söltuð Síld, mjö(j gott skepnulóður, lœst hjá að beztir og odýrastir séu karltn. kvenm. og un^l, sokk- ar, kvenbolir og annar nærfatn- aður. í Verzlun Ásg. (j. GuDnlaugsson k Co. Austurstræti I. er flutt í ingRolisstrœii 29. Hnakktaska með ýmsu dóti, tapað- ist í fyrrakveld á ieið til Reykjavíkur. Finn- andi skili til Jörgens Þórðarsonar kaupmanns Ingólfsstræti 23, gegn fundarlaunum. Á næstliðnu hausti var mér dregin svört Iambgimbur með mínu marki: standfjöður fr. hægra sýlt vinstra. En þar eð eg get ekki átt þetta lamb skora eg á þann, er get- ur sannað eignarrétt sinn á téðu lambi að gefa sig fram og fá andvirði lambsins að frádregnum kostnaði. SvínaVatni 24. janúar 1909. Ingileifur Jónsson. Eigandi og ábyrgðarm.: Hannes Þorsteinsson. Reykjavík. ; Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.