Þjóðólfur - 12.02.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 12.02.1909, Blaðsíða 2
26 ÞJOÐOLFUR Þegar eptir burtför Castros frá Venezu- ela, fór heldur að ókyrrast þar 1 landi. Voru menn löngu orðnir leiðir á harð- stjórn hans og gerræði, en þar við bætt- ist, að Holland sendi um þetta leyti nokkur herskip til Venezuela, sem sýna áttu stjórn Castros í tvo heimana, ef hol- lenzk skip fengju ekki að vera óáreitt þar 1 landi. Tóku herskip þessi þegar nokkra af strandvarnarbátum Venezuela á sitt vald, en stjórnin sagði þá Hollandi stríð á hendur (18. des.). Úr stríði þessu varð samt ekki mikið, því að rétt á eptir varð stjórnarbylting í Venezuela. Mestan þátt- inn í stjórnarbyltingu þessari átti G o m e z, varaforseti lýðveldisins, sem gegndi for- setastörfum 1 fjarveru Castros. Hafði hann komizt á snoðir um, að samsæri var myndað til að ráða hann af dögum, og náði í símskeyti frá Castro í Berlín, þar sem hann hvatti til þess. Gomez brá því skjótt við, og tók sjálfur fasta tvo af aðalforsprökkum samsærisins (ann- ar þeirra var bróðir Castros forseta) og var sú fyrirætlun þar með ónýtt. Veik Gomez nú öllum fylgismönnum Castros trá völdum og tók sér aðra menn til ráðuneytis í þeirra stað. Jafnframt kunn- gerði hann, að Castro væri vikið frá for- setaembættinu, en hann sjálfur tekinn við þvf. Lýsti nýja stjórnin yfir því, að hún vildi eiga frið við allar þjóðir, og hét að láta alla útlendinga ná rétti sín- um. Létu Hollendingar sér það lynda, og varð því ekki meira úr ófriðnum. Mælt er, að stjórnin hafi krafizt þess, að Castro verði framseldur, svo að hon- um verði stefnt fyrir landsdóminn. Varla þarf það að fyrir farast vegna þess, að ekki séu sakir nógar á hendur honum, því að meira gerræði, en lýðveldisforseti þessi hefur beitt f stjórn sinni, mun jafn- vel sjaldgæft meðal einvaldra stjórnenda. Til dæmis um stjórnarháttu Castros, er þessi saga sögð : Eitt sinn var gert verk- fall mikið í La Guayra og öll vinna við uppskipun meðal annars lögð niður. Borgarstjórnin bað Castro um, að skerast í leikinn til þess að firra bæinn tjóni, en Castro vildi þá eiga vingott við al- þýðuna og svaraði: »Eg er ekki harð- stjóri, eg er forseti í lýðveldi frjálsra borgara og enginn skal geta fengið mig til að skerða réttindi hinna göfugu borg- ara, sem hafa valið mig til að stjórna«. Verkfallið hélt því áfram, skipin lágu ó- afgreidd á höfninni og verkamenn gerðu jafnvel ýmsan óskunda, án þess að um það væri fengizt. En nokkrum dögum síðar fékk Castro að vita, að öltegund sú, sem hann hafði mestar mætur á, væri al- veg uppgengin, en nýjar birgðir væru í einu af skipunum, sem lágu óafgreidd á höfninni í La Guayra. Var þá ekki lengi að breytast veður í lopti og «forsetinn í lýðveldi frjálsra borgara« sendir þegar f stað borgarstjóranum í La Guayra svo- hljóðandi skeyti: »Allir verkamenn í La Guayra eiga að taka til vinnu sinnar um hádegi. Hver, sem þverskallast, verður skotinn*. Það hreif; um hádegi var verk- fallinu lokið og forsetinn gat náð í nýj- ar birgðir af öli. Castro hafði afarmikið traust á sjálfum sér og giptu sinni. Það er mælt, að eitt sinn, er honum var bent á bjarta stjörnu, er lýsti á kvöldhimninum, hafi hann svar- að: »Já, þetta er líka stjarnan mín. Þegar hún hrapar, þá hrapa eg líka«. Nú er Castró hrapaður, hvernig sem farið hef- ur um stjórnina, en bót er það þó í máli fyrir hann, að hann stendur samt ekki uppi alveg tómhentur, því að á þessum 9 stjórnarárum sfnum, kvað hann hafa »sparað sér saman* 300 milj. franka og mun mestur hluti þess vera tryggilega geymt f bönkum f Evrópu. Þingmálafundur fyrir Dalasýslu var háð- ur f Asgarði í Hvammssveit 21. jan. 1909. Þar voru mættir 12 fulltrúar úr 6 hrepp- um sýslunnar, 2 úr hverjum. Meðal ann- ars voru þessi mál tekin þar til meðferðar: Sambandsmál íslands og Danmerkur. Svohljóðandi tillögur bornar upp og sam- þykktar með n atkv. gegn 1. a. Fundurinn skorar á alþingi að sam- þykkja ekki frumvarp millilandanefndar- innar, nema með gagngerðum breytingum í þá átt, að engin mál séu óuppsegjanleg um aldur og æfi, nema konungssambandið eitt, og að fullveldi hins íslenzka ríkis yfir sameiginlegum málum og sérmálum sé fyllilega tryggt. b. Fundurinn vill að íslenzka ríkið eigi sér löghelgaðan fána. Konungkjörnirl pingmenn og alpingi. Tillaga: a. Fundurinn skorar á alþingi að gera þá breytingu á stjórnarskrá landsins, að að afnema konungkjörna þingmenn, án þess að fylla skarðið með þjóðkjörnum þingmönnum. Samþykkt í einu hljóði. b. Fundurinn vill vekja athygli þingsins á því, hvort eigi sé þá réttast, að fella burtu skiptingu þingsfns í tvær deildir. Samþykkt með 7 atkv. gegn 5. c. Fundurinn skorar á alþingi að afnema skriptir og prentun á ræðum þingmanna, ef við það sparast að minnsta kosti 10,000 kr., en gefa út í þess stað greinileg nefndarálit, ásamt skýrslu um gang hvers máls á þing- fundum og atkvæðagreiðslur með nafna- kalli. Samþykkt með 9 atkv. gegn 3. d. Fundurinn skorar á alþingi að skipta öllum tvímenniskjördæmum landsins í ein- mennis, og jafnframt búa ekki til lög um hlutfallskosningar. Samþykkt með 11 atkv. — einn greiddi eigi atkvæði. Bindindismál. Fundurinn skorar á al- þingi að samþykkja lög um aðflutnings- bann , gegn áfengum drykkjum, og að kviðdómar verði skipaðir til að dæma í málum, er rísa kunna út af brotum á lög- unum. Krennréttindamálið. Fundurinn skorar á alþingi, að veita konum sömu réttindi sem karlmönnum. Kirkjumál. Tillaga: a. Fundurinn skorar á alþingi, að fela landstjórninni að leita með leynilegri at- kvæðagreiðslu, er þó eigi fari fram fyr en að 2 árnm liðnum, álits þjoðarinnar um aðskilnuð rfkis og kirkju á þeim grund- velli, að kirkjan haldi öllum eignum sínum. Samþykkt með 10 atkv. gegn 1. b. Fundurinn skorar á alþingi að leggja fram allt að 5000 kr. til þess að halda kirkjuþing f Reykjavík ánæstasumri með tveimur fulltrúum, presti og leikmanni, úr hverju prófastsdæmi. Samþykkt með 11 atkv. gegn 1. Menntamál. Tillaga: a. Fúndurinn skorar á alþingi að knýja landstjórnina til að breyta reglugerð hins almenna menntaskóla þannig, að aldurstakmarkið fyrir inngöngu f gagn- fræðadeildina færist úr 12—15 upp í 15— 18, og í lærdómsdeildina að sama skapi, ennfremur að mönnum, er læra utanskóla, leyfist að ganga undir vorpróf allra bekkja. b. Fundurinn skorar á alþingi að leggja sem allra riflegastan styrk til barnafræðsl- unnar í landinu. Samþykktar báðar þessar tillógur með öllum atkvæðum. Launamál og eptirlaunamál. Tillaga: a. Fi ndurinn skorar á alþingi, að stofna ekki fleiri embætti með eptirlaunarétti, b. að fela stjórninni að undirbúa lrum- varp til laga um afnám allra eptirlauna. c. að afnema nú þegar eptirlaun ráð- herra, en opið skal honum standa embætti hans, hafi hann verið embættismaður, og skal honum jafnframt, í hvaða stöðu sem hann hefur verið, veitt 1000 kr. á ári hverju’í heiðursskyni. £ d. að afnema dagpeninga lækna. a. og b. samþykktar með öllum atkv., c með 11 :1 og d með 8 : 3. Pingrœðismát. Svohljóðandi tillaga var borin upp og samþykkt með 9 atkv., 3 greiddu ekki atkvæði: „Fundurinn lýsir megni óánægju yfir þaul- setu ráðherrans, og skorar á alþingi að halda uppi þingræðinu". Enn voru mörg mál rædd, sem hér yrði oflangt mál upp að telja. Meðal annars vildi fundurinn láta lögskipa mat á allri ull, er úr landi er flutt, og að enginn megi reka neinskonar atvinnu á íslenzkri lóð eða landhelgi, nema hann sé búsettur í landinu sjálfu. Fundir við Þjórsárbrú. Hinn 25. f. m. hélt kaupfélagið »Ing- ólfur aðalfund sinn. Þar var stjórn fé- lagsins endurkosin: Eyjólfur Guðmunds- son í Hvammi á Landi, Grímur Thor- arensen í Kirkjubæ og Einar Jónsson al- þm. á Geldingalæk. Hinn 26. s. m. var aðalfundur f »Smjör- búasambandi Suðurlands« og sóttu fund- inn fulltrúar frá öllum búum Sambands- ins. Ákveðið, að senda þeim sömu og fyr: Faber, Zöllner, Hudson og Davidsen, og auk þeirra, C'narles Mauritzen í Man- chester, smjör til sölu næsta ár. Skorað var á Búnaðarfélag Islands, að gera sitt ítrasta til að fengin yrðu skip með kæli- rúmi til smjöiflutninga, og ferðir yrðu haganlegar fyrir smjörbúin. Samþykkt, að halda smjörsýningu í sambandi við héraðssýningu, er fundurinn skoraði á Búnaðarfélagið að halda 10. júlí. Ósk- að var, að búnaðarnámsskeið yrði haldið næsta ár eins og að undanförnu og sömu- leiðis að kennsla í hússtjórn og mat- reiðslu verði haldið áfram. — Skorað var á alþingi, að veita fé til rannsóknar á hafnarstæði austanfjalls, og sömuleiðis að smjörverðlaun yrðu veitt, eigi minni en að undanförnu. — Stjórn endurkosin: Ágúst Helgason í Birtingaholti, Eggert Benediktsson í Laugardælum og séra Ól- afur Finnsson í Kálfholti. Hinn 28. s. m. var fundur haldinn í »Stokkseyrarfélaginu«. Formaður: Þórð- ur Guðmundsson 1 Hala, ennfremur í kaupfélaginu »Hekla« á Eyrarbakka. Formaður þess er séra Kjartan Helgason í Hruna. €rlenð símskeyti til Pjóðólfs. Kaupmannahöfn 11. febr. kl. 7 e. h. Fullnaðarsamningar eru komnir á milli Frakklands og Þjóð- verja út af Marokkó. Brezku konungshjónin eru í Berlín. Frá Rússlandi. Lögregluspæjarinn Azev er handsamað- ur, og er honum kennt um flest póiitisk morð á Rússlandi upp á síðkastið. * * * Þessi slðasti kafli skeytisins stendur í sambandi við skeytið < síðasta blaði. Og virðist samkvæmt þessu vera rétt sú til- gáta, að þeir Lapuchin lögreglustjóri og Azev (lfkl. réttara en Azer í síðasta bl.) hafi einmitt sjálfir verið valdir að mörg- um hryðjuverkum, en hegnt stjórnleysingj- um fyrir þau. Mannalát. Hinn fyrsta des. síðastl. andaðist á Bark- arstöðum í Fljótshlíð Jón Jónsson söðlasmiður, rúmlega áttræður. Hann var fæddur í Eyvindarholti á Kyndilmessu (2. febr.), eg held árið 1827, og þar ólst hann upp, þar til hann á yngri árum sínum fór til Reykjavíkur og lærði söðlasmíði hjá Torfa sál Steinsen, og þótti hann á þeiin árum glæsimenni hið mesta, eins og vfsan á þeim árum bendir til: „Fríður er Jón frá Fjöllum-Eyja“ o. s. frv. Þegar hann hafði lokið smlðanámi, fluttist hann austur og dvaldi hér í Fljótshlíðinni á Barkar- stöðum, Eyvindarmúla, en lengst af f Hlíð- arendakoti, og við þann bæ kenndi hann sig alla tíð þaðan af. Jón sál. var hæfi- leikamaður bæði til sálar og líkama, en varð þó minna úr sér en vænta mátti. Hann var hreinlyndur og hræsnislaus, frómlyndur til orða og verka, karlmenni að burðum. Hann var vlðlesinn og fróð- ur um margt. Hann skildi og talaði ensk* og fylgdi opt útlendingum, þar á meðal enska skáldinu V. Morris, þegar hann ferðaðist hér á landi. — Einn enskur ferða- maður lýsir Jóni í ferðabók sinni þannig: „Þegar eg sá Jón, duttu mér 1 hug hinar fornu hetjur Norðurlanda með breiðu herðarnar, bláu augun, rauða skeggið og hárið eins og fax á ljóni, og gæti eg trúað, að hann væri kominn í beinan karllegg frá Gunnari á Hlíðarenda". — Nú að síð- ustu var honun þrotin sjón og heyrn að mestu, og orðinn rúmmaður. (T.). Dáinn er snögglega hér í bænum 8. þ. ra. Pétur Biering verzlunarmaður -— fannst örendur upp á túnum. — Han* var sonur Moritz W. Bierings kaupmanns, er fórst undir Svörtuloptum fyrir meir em 50 árum (haustið 1857) með konu sinni og 2 börnum. Var Pétur heit. þá á barnsaldri, (fæddur 18. marz 1849), og sömuleiðis bróðir hans Hendrik, sfð- ast verzlunarstjóri í Borgarnesi, og lát- inn fyrir nokkrum árum. Systur þeirra voru: Hendrikka fyrri kona Óla heit. Fin- sens póstmeistara. Anna, Jenny og Vil- helmína ekkja séra Steins Steinssens. Pétur heit. var síðustu árin lengi við verzlun hjá Dittlev Thomsen og umboðs- sali fyrir hann umhverfis land, og hvar- vetna kynntur að ráðvendni f viðskiptum, enda ávallt vel þokkaður.lipurmenni í um- gengni og einkar húsbóndahollur. Kvæntur var hann Lovisu dóttur Jóns Norðfjörðs verzlunarm. í Rvfk Magnússonar Norð- fjörðs beykis Jónssonar beykis á Reyðar- firði Magnússonar prests á Kvennabrekkm Einarssönar, og eru 6 börn þeirra á llfi. Riddarar af dannebrog eru orðnir: Árni Jónsson pröfastur á Skútustöðum, Guðjón Guð- laugsson kaupfélagsstjóri á Hólmavík, Kjartan prófastur Einarsson í Holti, Pétur Jónsson umboðsm. á Gautlöndum og Sig- fús Eymundsson bóksali í Rvík. Sðngur og upplestur. í Bárubúð söng frk. Valgerðui Lárus- dóttir nokkra einsöngva 7. þ, m., og þótti dável takast, enda er frk. V. ein með b.ztu söngkonum bæjarins, röddin all- sterk og hljómþýð, en ekki nægilega æfð til að ráða fyllilega við þung lög. Systir hennar, frú Guðiún Lárusdóttir, las upp kafla úr frumsamdri sögu eptir sjalfa sig. En með því að þeir voru tekn- ir úr sögunni hingað og þangað og fram- burðurinn ekki sem beztur, allt of veikur, þá getur verið, að mönnum hafi fundizt efnið öllu veigaminna og sundurlausara,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.