Þjóðólfur - 19.02.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 19.02.1909, Blaðsíða 2
3° ÞTOÐOLFUR enda sé honum ekki lagt af sveit, eða, hafi hann þegið sveitarstyrk, að hann hafi þá endurgoldið hann eða honum verið gefinn hann upp. Kosningarrétt til efri deildar alþingis hefur hver sá, er kosningarrétt á til neðri deildar, ef hann er orðinn fullra 40 ára að aldri, þegar kosning fer fram. Með lögum má veita kosningarrétt kon- um, giptum sem ógiptum, ef þær að öðru leyti fullnægja áðurgreindum skilyrðum fyrir kosningarrétti. 22. gr. Kjörgengur til neðri deildar al- þingis er hver sá, sem hefur kosningar- rétt samkvæmt 21. gr., ef hann er ekki ríkisþegn utan veldis Danakonungs, eða að öðru leyti í þjónustu annara rfkja, hefur að minsta kosti í síðustu 5 ár verið á Islandi eða í Danmörku og er orðinn fullra 30 ára að aldri þegar kosning fer fram. Kjósa má þó mann, er á heima utan kjördæmis eða hefur verið innan kjördæm- is skemur en eitt ár. Kjörgengur til efri deildar alþingis er hver sá, er kjörgengur er til neðri deildar ef hann er fullra 40 ára að aldri þegar kosning fer fram. Konum, giftum sem ógiftum, má með lögum veita kjörgengi, enda fullnægi þær öllum öðrum skilyrðum fyrir kjörgengi samkvæmt þessari grein. 35. gr. Enginn útlendingur getur öðl- ast fæðingarrétt nema með lögum, sbr. 5. lið 3. greinar í lögum um ríkisréttarsam- band Danmerkur og Islands. 48. gr. Konungur getur með samþykki alþingis kært mann fyrir landsdómi fyrir þesskonar glæpi, er honum virðast einkar háskalegir fyrir ísland. 54. gr. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til neinnar ann- arar guðsdýrkunar en þeirrar, er hann sjálfur aðhyllist, en gjalda skal hann til skóla hin lögboðnu persónulegu gjöld þjóðkirkjunnar, ef hann sannar ekki, að hann heyri til öðrum trúarbragðaflokki, er viðurkenndur er 1 landinu. 55. gr. Réttindi trúarbragðaflokka þeirra, er greinir á við þjóðkirkjuna, skulu ákveðin með lögum. Af öðrum stjórnarfrumvörpum má sér- staklega nefna: Um almennan elllstyrk, að mestu sam- hljóða frumv. því, er lagt var fyrir síðasta alþingi og Um hækknn á aðflntningsgjaldi, mjög mikil tollhækkun á vínföngum m. fl. — Verður að svo stöddu ekki nánar getið efnis þessara frumvarpa, enda munu þau taka allmiklum breytingum á þingi. Hin frumvörpin eru: Fjáraukalög tvenn. Samþykt á landsreikningnum. Um styrktarsjóð handa barnakennurum. Um meðferð skógs og kjarrs og friðun á lyngi o. fl. Um laun háskólakennara. Um dánarskýrslur. Um fiskimat. Um skipun varabiskups (með 500 kr. launum úr landssjóði). Um laun sóknarpresta (breyt. 26. gr. 1. lið á lögum 16. nóv. 1907, til að bæta úr misrétti gagnvart sextugum prestum, er sitja í brauðum, er breyting á að verða á, en kemst ekki vegna hindrana sem prest- inum eru ósjálfráðar). £járlagafrumvarpið fyrir árin 1910 og 1911 var lagt fyrir neðri deild á þriðjudaginn var. Skal hér laus- lega drepið á helztu nýmælin á því. Utgjöldin á fjárhagstímabilinu er gert ráð fyrir að verði alls 2 milj. 961 þús. kr, en tekjurnar 2 milj. 612 þús. kr., svo að tekjuhalli er áætlaður 350 þús. kr. Lán- tökuheimildin, sem veitt var í síðustu fjár- lögum, hefur nú verið notuð, þar sem landsjóður hefur núna um nýársleytið tekið */» milj. kr. lán hjá ríkissjóði Danmerkur. Lánið ávaxtast með 4°/o og greiðast vext- ir og afborgun með jöfnum greiðslum á 15 árum, tæpum 45 þús. kr. á ári. Til póststjórnarinnar er stungið upp á nokkrum auknum útgjöldum, einkum til póstafgreiðslumanna utan Reykjavíkur. Er gert ráð fyrir að bæta við nýjum póstaf- greiðslumönnum í Hafnarfirði, Siglufirði og Vík og hækka auk þess laun póstafgreiðslu- manna yfirleitt. Er þessi útgjaldaliður því hækkaður um 4300 kr. frá því, sem er í núgildandi fjárlögum, eða upp 1 18300 kr. Laun bréfhirðingamanna er líka stung- ið upp á að hækka lítið eitt. Ennfremur fjárveitingu til bréfaburðar í Reykjavík um 400 kr. upp í 2000 kr. og í öðrum kaup- stöðum um sömu upphæð upp í 1000 kr.; þar af eiga 400 kr. að ganga til Akurevrar, en 200 kr. til hvers afhinum þremurkaup- stöðunum. Laun landsverkfræðingsins er tarið fram á að hækka um 500 kr. upp í 3500 kr. Til þeirra flutningabrauta, sem áður hefur verið unnið að, er ætlast til að veitt verði, til Fagradalsbrautarinnar 3000 kr. hvort árið, og á henni að verða lokið á fjárhagstímabilinu, til Borgarfjarðarbraut- arinnar 30 þús. kr. f. á. og 10 þús. kr. síðara árið og á fyrra árs veitingin öll að ganga til brúar á Norðurá á Haugahyl og til brautarinnar frá Húsavík að Einars- stöðum 15 þús. kr. f. á. og 10 þús. kr. síð. á. og á fyrra árið að gera brú á Laxá, ennfremur 5 þús. kr. f. á. til að fullgera brautina frá Þjórsá að Ytri-Rangá. Þá er stungið upp á að veita fé til tveggja nýrra flutningabrauta, 10 þús kr. hvort árið til flutningabrautar frá Grund í Eyjafirði að Saurbæ óg jafnmikið til flutningabrautar frá Ingólfsfjalli að Geysi. Kostnaðurinn við viðhald flutningabraut- anna lækkar allmikið með því að sýslurn- urnar eiga að bera hann, að mestu leyti samkvæmt vegalögunum. Þó gerir frv. ráð fyrir 7000 kr. útgjöldum til þessa, sem ganga á til viðhalds brautanna frá Reykja- vík austur að Ingólfsfjalli og frá Geithálsi austur að Geysi. Til þjóðvegarins um Mosfellssveit er stungið upp á að veita 6000 kr. hv. á. og um Hnappadalssýslu jafnmikið, en 5000 kr. hv. á. til þjóðvegar milli Hólmsár og Skaptár í Vestur Skaptafellssýslu. Til þjóð- vega á Völlum í Suður-Múlasýslu, til þess að gera veg um Egilsstaðanes frá Lagar- fljótsbrúnni að austan er farið fram á 4 þús. kr. fjárveitingu f. á., en 16 þús. kr. síðara árið til brúa á Hvassá, Norðurá og Miklagil á Holtavörðuheiði. Loks eru 10 þús. kr. ætlaðar til þjóðvega annarstað- ar og til viðhalds. Styrkinn til gufubátaferða á Austfjörðum frá Langanesi til Hornafjarðar er gertráð fyrir að hækka um helming frá því sem nú er eða upp í 12 þús. kr. á ári. Þrjár nýjar landsímaálmur er lagt til að leggja 1910 gegn tillagi frá héruðunum. Til álmu frá Borðeyri til Búðardals er stungið upp á að veita 17 þús. kr. gegn 4 þús. kr. tillagi, en 49 þús. kr. til álmu frá Búðardal til Stykkishólms gegn 10 þús. kr. tillagi og 8 þús. kr. til síma milli ísa- tjarðar, Hnífsdals og Bolungarvíkur gegn 2 þús. kr. tillagi. Til þess að strengja tal- síma milli Reykjavíkur og Borðeyrar (gera línuna tvöfalda) er farið fram á 48 þús. kr. fjárveitingu f. á, en 68 þús. kr. síð. á. til þess að strengja talsíma milli Borð- eyrar og ísafjarðar. Kostnað við ferðalög vegna starf- rækslu landsímans er lagt til að lækkaum 500 kr. á ári, en veita í þess stað land- símastjóra 1000 kr. annað árið til utan- farar. Útgjöldin til vitanna er ætlast til að hækki að miklum mun. Er lagt til að veittar verði 25 þús. kr. f. á. þess að reisa vita á Dyrhólaey og jafnmikil upphæð s. á. til þess að reisa vita á Rifstanga. Þá er stungið upp á, að skipaður verði maður til þess að hafa umsjón með rekstri allra vitanna, er hafi 1500 kr. að launum og fái 800 kr. utanfararstyrk f. á. Ennfremur er lagt til að veita 2000 kr. f. á. til þess að endurbæta lending við Kistur á Reykja- nesi, 2000 kr. f. á. til þess að reisa hús handa vitaverði í Vestmannaeyjum og 3500 kr. f. á. til þess að setja sjálfhreyfandi vitaljósker á Langanesi. Gert er ráð fyrir, að landssjóður muni þurfa að leggja prestlaunasjóði 24 þús. kr. hvort árið, með því að mikið vantar á, að hann sé þegar fær um að standast þau gjöld, sem á honum hvíla samkv. prest- launalögunum frá síðasta þingi. Kostnaður við rekstur lagaskólans er gert ráð fyrir að verði rúmar 12 þús. kr. á ári. Þar af á 1800 kr. að ganga til þess að launa aukakennslu. Kostnaður við kennaraskólann er ráð- gerður rúmar 11 þús. kr. á ári. Styrkinn til kvennaskólans í Reykjavík er stungið upp á að hækka um 2000 kr. (upp í 7000 kr.) og veita honum auk þess 1000 kr. f. á. til kaupa á húsbúnaði, rúm- fötum og matreiðsluáhöldum. Til barnakennslu er gert ráð fyrir tölu- vert auknum útgjöldum, einkum styrk til að byggja barnaskóia utan kaupstaða, sem gert er ráð fyrir að muni nema 20 þús. kr. á ári; styrkur til barnaskóla er annars á- ætlaður 21 þús. kr. á ári og til farskóla 15. þús. kr. Ennfremur er ætlast til, að umsjónarmanni fræðslumálanna verði veitt- ar 600 kr. til skrifstofuhalds og 600 kr. til eptirlitsferða. Farið fram á aukafjárveitingu til bóka- handritakaupa til Landsbókasafnsins um 1000 kr. (upp í 6000 kr.). Þá er líka gert ráð fyrir 1500 kr. á ári til samningar spjaldskrár, sem ekkert hefur verið átt við um nokkra hríð. Til þess að undirbúa skrásetning forn- menja er farið fram á 1000 kr. fjárveitingu hvort árið. Styrkur til Sigfúsar Blöndals til þess að vinna að íslenzk-danskri orðabók er stung- ið upp á að hækka um helming eða upp í 600 kr. á ári og er gert ráð fyrir, að byrjað verði á prentun bókarinnar eptir 3 ár. Þá er farið tram [á, að Guðm. skáld Magnússyni. verði veittur 600 kr. styrkur á ári. Fjárveitingu til veðursímskeyta innan- lands er lagt til að hækka um helming (upp í 4800 kr.) Styrkinn til Búnaðarfélags íslands er lagt til að hækka um 3000 kr (2 þús. kr, til ræktunarfyrirtækja og 1 þús. kr. til bún- aðarnámsskeiða). Verður hann þá alls 54 þús. kr. Ennfremur er farið fram á að veita 4000 kr. til undirbúnings, rannsókna og mælinga viðvíkjandi Skeiða- og Flóa- áveitunni. Grasgarð í Reykjavfk, sem þeir Helgi Jónsson cand. mag. og Einar Helgason ráðunautur hafa komið upp er lagt til að styrkja með 800 kr. á ári. Styrkinn til verzlunarskóla Reykjavíkur er farið fram á að hækka um 2000 kr. (upp í 5000 kr.) og að veita Iðnaðarmanna- félaginu á Seyðisfirði 300 kr. styrk til kvöldskólahalds líkt og iðnarmannafélög- um í hinum kaupstöðunum. Fiáraukalög 1908 og 1909. I f þeim eru veittar 133,936 kr. 17 a. fram yfir þau útgjöld, sem talin eru í fjárlög- unum: Til brúargerðar á Ytri-Rangá hjá Ægi- síðu 47 þús.; til aðstoðar-verkfræðings til rannsókna og mælinga viðvíkjandi járn- brautarlagningu austur 2,700 kr.; viðbót við styrk 1909 til bátaferða frá Langanesi til Hornafjarðar 4 þús.; til síma frá Reykja- vík til Eystri-Garðsauka og þaðan til Vestmannaeyja 34,200 kr. Fjárhæð þessi veitist gegn 8 þús. tillagi frá Vestmanna- eyjum, en tillag Arnessýslu er fært niður úr 12 þús. í 6 þús. og Rangárvallasýslu úr 8 þús. í 4 þús, Ennfremur til símalínu frá Kalastaðakoti til Akraness 7,400 kr. gegn 5,400 kr. frá Mýrasýslu og Borgar- flarðarsýslu. Fé er sparazt hefur við símalagning, vill stjórnin verja til að kaupa einkalfnu frá Seyðisfirði og Egilsstöðum til Eskifjarðar og Norðfjarðar gegn því að hlutaðeigandi sýslufélög taki að sér 5000 kr. af landssjóðsláni því, er á símanum hvílir; í viðbót má verja alt að 6 þús. kr. Til aukavita á Reykjanesi 2,500, bráða- birgðavita á Öndverðarnesi 3,500, til Siglu- nesvitans 1,400 og til endurreisnar Gríms- eyjarvitans í Steingrímsfirði 300 kr. Auka- fjárveiting til lagaskólans, AkureyrarskóU og kennaraskólans 9,200 kr.; til vegar fram hjá sandgræðslusvæðinu við Reyki á Skeiðum 541,17 og 2000 kr. til vegar fyrir austan sama sandgræðslusvæði 1909- Til Lundúnafarar glímumanna 1908 2 þús. Dr. Valtýr Guðmundsson rækur af þingi. Séra Birni vísað frá. Þau tlðindi gerðust í sameinuðu þingi, á þriðjudaginn 16. þ. m. að kosning dr. Valtýs var ógild dæmd með 21 atkv. gegn 17. Allur minni hlutinn (konung- kjörnir og þjóðkjörnir) greiddu atkv. með því að taka kosningu hans gilda, og með þeim Kristján Jónsson og Ólafur Briem. Meiri hluti nefndar þeirrar, er valin var þingsetningardaginn til að íhuga kosningu þessa, þeir Kristján Jónsson, Lárus H. Bjarnason og Jón Magnússon, vildu taka kosninguna gilda, en minni hlutinn (Bjarni Jónsson og Skúli Thoroddsen) töldu hana svo meingallaða, vegna missmíða á 2 kjörseðlum dr. Valtýs, er væru þannig löguð, að kosningin gæti alls ekki orðið samþykkt af þinginu. Og var sýnt fram á, í hverju gallar þessir væru fólgnir. Gerði formælandi minni hluta nefnd- arinnar, Bjarni Jónsson, glögga grein fyrir þessu, og virtist hann hafa fyllilega lög að mæla, eptir því, hversu seðlarnir litu út, margstrikaðir og krassaðir, svo að þeir gátu hæglega verið þannig merktir til að gerast þekkjanlegir. Nokkrar umræður urðu um það á sama þingfundi, hvort kosningu séra Björns skyldi þá gilda taka, því að eptir þessu átti hann að hafa einu atkvæði fleira en dr. Valtýr. Virtist sumum ekki vera full laga- heimild til að úrskurða kosningu hans gilda, og varð það ofan á með miklum meiri hluta atkvæða, að vísa málinu til sömu nefndar, er haft hafði Valtýs-kosn- inguna til meðferðar. Skiptist hún þá aptur á sama hátt sem fyr, og vildi meiri hlutinn alls ekki viðurkenna kosningu Björns, en minni hlutinn taldi hann rétt kjörinn þingmann, og urðu um þetta all-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.