Þjóðólfur - 19.02.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 19.02.1909, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 19. febrúar -19 09. JŒ8. Alþingl. Alþingi var sett 15. þ. m. Séra Hálfdán Guðjónsson prédikaði i dóm- kirkjunni og iagði út af Lúk. 11,34—35. Að lokinni guðsþjónustu söfnuðust þing- menn saman 1 sal neðri deildar, og las ráðherrann upp skipunarbréf konungs um alþingissetningu, og lýsti því yfir, að alþingi væri sett. Að því búnu var hróp- að nífalt húrra fyrir konunginum. Gekk áldursforseti Júiíus Havsteen amtmaður því næst til forsætis, og skiptist þingið því næst í þrjár deiidir, til að rannsaka kjörbréf hinna nýkosnu þingmanna, og reyndist ekkert verulegt við kosningarnar að athuga, að imdantekinni kosningu þm. Seyðf. (dr. Valtýs Guðmundssonar), enda hafði hún kærð verið af keppinaut hans, séra Birni Þorlákssyni. Urðu um það nokkrar umræður, en að síðustu var sam- þykkt að fresta úrslitum þess máls til næsta dags og kjósa fimm manna nefnd 1 málið, og hlutu kosningu með hlutfalls- kosningu: Kristján Jónsson, Skúli Thor- oddsen, Bjarni Jónsson, Lárus H. Bjarna- son og Jón Magnússon. Þá var gengið til forsetakosningar í sameinuðu þingi, og hlaut Björn Jóns- son ritstjóri kosningu með 24 atkv., og varaforseti var Skúli Thoroddsen kosinn með 22 atkv., en skrifarar voru þeir séra Sigurður Stefánsson og séra Eggert Páls- son kosnir með hlutfallskosningu. — Þar næst fór fram kosning 8 þjóðkjörinna þingmanna til efri deildar, og urðu það þessir: Ari Jónsson Gunnar Ólafsson Jens Pálsson Jósep Björnsson Kristinn Daníelsson Kristján Jónsson Sigurður Hjörleifsson og Sigurður Stefánsson. Forseti neðri deildar var Hannes Þorsteinsson ritstjóri kosinn með 15 atkv. og varaforsetar: Ólafur Briem og séra Sigurður Gunnarsson, hvortveggja með 15 atkv., en skrifarar með hlutfalls- kosningu: Bjarni Jónsson og Jón Ólafs- son. — Frumvarpsmenn (minni hlutinn) skilaði auðum kosningaseðlum við allar embættismannakosningar í þinginu, þá er hlutfallskosning fór ekki fram. í efri deild var Kristján Jónsson háyfirdómari kosinn forseti með 9 atkv., en varaforsetar: Jens Pálsson með 5 atkv. og Sigurður Stefánsson með 7 atkv. Skrif- arar með hlutfallskosningu Kristinn Daní- elsson og Steingrímur Jónsson. Knudsen frá Akureyri og Einar Þorkelsson skjalaritari. Troðningur var svo mikill við þing- setninguna, að slíkur hefur aldrei jafn- mikill verið. við þá athöfn hér, og lá fólki við meiðslum, en rúður brotnuðu í göngum þinghússins af fólksþrýstingnum. Höfðu lögregluþjónarnir um hrið nóg að gera. Skrifstofustjóri alþingis er Einar Hjör- leifsson ritstjóri, og skrifarar á skrifstof- unni: séra Hafsteinn Pétursson, Vilhelm Fjárlaganefnd kosin í Nd. i fyrra dag: Björn Sigfús- son, Jón Jónsson frá Múla, Skúli Thorodd- sen (formaður), Sigurður Sigurðsson, Pét- ur Jónsson, Björn Jónsson (skrifari)og Egg- ert Pálsson (með hlutkesti milli hans og Jóns á Haukagili). Landsreikninganefnd Nd.: Ólafur Briem (skrifari), Stefán Ste- fánsson Eyf., Hálfdan Guðjónsson (form.). Háskóli. Nefnd í Ed.: Ari, Jens, Sig. Hj., L. H. Bj., Stef. Stef. Frv. þetta fer fram á sameiningu hinna þriggja embættaskóla: prestaskóla, lækna- skóla og lagaskóla, er mynda 3 deildir í háskólanum, en 4. deildin nefnd heim- spekisdeild, og á þar að kenna auk al- mennrar heimspeki, íslenzka tnngu, sögu og bókmenntir, og bæta svo við þá deild kennslu í fleiri fræðigreinum, eptir því sem ástæður leyfa. Laun háskólakennara, vísað til sömu nefndar. Nefndir i Dánarskýrslur (Ed.): Sig. Hj., Gunnar Ó.I., Ág. Fl. Ellistyrkur (Ed.): Kr. Dan., Jósep Bj., Eir. Br. Laun sóknarpresta (Ed.): Sig. Stef., Jós. Bj., Jens, Eir. Br., Stgr. J. F i s k i m a t (Ed.): Sig. Stef., Ág. Fl„ Sig. Hj. Byggingarsjóður (Ed.): Sig. Hj., Jens, Júl. Hav. Meðferð skóga (Ed.): Jós. Bj., Júl- Hav., Kr. Dan. Vátryggingarfélag (Ed.): Sig. Stef., Ág. FI., Gunnar Ól. Bráðabirgðarhækkun á að- flutningsgjaldi. (Nd.): B. Kr., Jón Ól., Jón Sigurðsson, Magnús Blön- dahl, Jóh. Jóh., Ól. Briem og með hlut- kesti Einar Jónsson, milli hans og Jóns Þorkelssonar. Varabiskup (Nd.): Jón Þorkelsson, Eggert Pálsson, Sig. Gunnarsson. Niðurskurður hinn fyrsti var í Nd. í gær. Lög- gilding hafnar í Viðey þá felld með 12 atkv. gegn 10. Samskonar frv. var einnig fellt í Nd. á síðasta þingi, þá var það þingmannafrumvarp, en nú stjórn- arfrumvarp. Þingsályktunartillðgup eru komnar 4 fram í Nd., og eru þær um: 1. að skipa 5 manna nefnd til að íhuga og rannsaka verzlunar- og atvinnulöggjöf landsins og gera tillögur um þau efni. Flm. Jón Þork. o. fl. 2. að skipa 5 manna nefnd til að íhuga samgöngumál landsins og koma fram með tfllögur um það, hvernig þeim mundi bezt verða háttað. Flm. Jón Þork. o. fl. 3. að skipa 5 manna nefnd til þess að íhuga kennslumál landsins og koma fram með tillögur nm þau efni. Flm. Björn Jónsson o. fl 4. að skipa 5 manna nefnd til þess að íhuga fiskiveiðamál landsins og gera til- lögur um það, hvernig fiskiútveginum geti orðið sem bezt borgið. Flm. J. Þork. o. fl. Sambandslagafpumvappið var lagt fyrir Nd. 16. þ. m. óbreytt, eins og sambandslaganefndin skildi við það. Það var til 1. umr. í Nd. í dag, og 9 manna nefnd sett í það : Jón Þork., Jóh. Jóh., Sig. Gunn., Björn Jónss., Jón Magn., Sk. Th., Bjarni Jónss., Jón ÓL, Ól. Br. Stjórnarskrárbreytingu vísað til sömu nefndar. Stjérnarfrumvorpin sem nú eru lögð fyrir þingið eru alls 19, en fremur smáleg eru þau flest. Auk fjár- laganna og sambandslaganna, eru Iang- merkustu frumvörpin: Frnmvarp nm stofnnn háskóla og: Frumvarp um þtjórnarskrárbreytingu, er stendur að nokkru í sambandi við sambandsmálið. Eru hér teknar upp helztu breytingar á núgildandi stjórnarskrá. 1. gr. Stjórnarfyrirkomulagið, er þing- bundin konungsstjórn. Island hefur kon- ung sarneiginlegan við Danmörk. Um rlkiserfðir, rétt konungs til að hafa stjórn á hendi 1 öðrum löndum, trúarbrögð kon- ungs, myndugleika hans og um ríkisstjórn, er konungur er ófullveðja, sjúkur eða fjar- staddur, svo og um það, er konungdóm- urinn er laus og enginn ríkisarfi til, fer eptir ákvæðum laganna um ríkisréttar- samband Danmerkur og íslands. 2. gr. ísland er í sambandi við Dan- mörk um þau mál, sem eptir samkomu- lagi beggja landanna eru talin sameigin- leg í 3. gr. sbr. 9. gr. í lögunum um rík- isréttarsamband Danmerkur og íslands. Um meðferð þessara mála fer eptir fyrir- mælum 6. greinar í sambandslögunum. Að öllu öðru leyti er löggjafarvaldið hjá konungi og alþingi í sameiningu, fram- kvæmdarvaldið hjá konungi og dóms- valdið hjá dómendum. 3. gr. Konungur vinnur eið að stjórn- arskrá íslands, þegar hann kemurtil ríkis, hafi hann eigi þegar unnið þann eið sem rfkisarfi. Af eiðstaf konungs skal gjöra tvö samhljóða frumrit, og skal senda al- þingi annað þeirra til geymslu; hitt skal geyma í landsskjalasafninu. 4. gr. Konungurinn hefur hið æðsta vald í öllum málefnum íslands, með þeim takmörkunum, sem settar eru í stjórnar- skrá þessari, og lætur ráðherra íslands framkvæma það í öllum efnum, sem á- kvæðið í 2. málsgrein í 2. gr. stjórnarskrár þessarar tekur eigi til. 5. gr.. Konungurinn er ábyrgðarlaus; hann er heilagur og friðhelgur. Ráðherr- ann ber ábyrgð á stjórnarathöfnum eptir því sem lög mæla fyrir um það. Alþingi getur kært ráðherrann fyrir embættisrekst- ur hans. Landsdómur dæmir þau mál. 6. gr. Konungur skipar ráðherra ís- lands og leysir hann frá embætti. Aðsetur ráðherra skal vera í Reykjavik. Hann fer svo opt sem nauðsyn krefur á kon- ungsfund, til þess að bera upp fyrir kon- ungi lög og mikilvægar stjórnarráðstafan- ir. Undirskript konungs undir ályktanir þær, er snerta löggjöf og stjórn, veitir þeim gildi þegar ráðherrann ritar undir þær með honum. Nú deyr ráðherrann, og gegnir landrit- ari þá ráðherrastörfum á eigin ábyrgð, þangað til skipaður hefur verið nýr ráð- herra. Breyta má þessu með lögum. 7- gr. Með lögum má ákveða að ráð- herrar skuli vera fleiri en einn. Nú er ráðherrum fjölgað, og skiptir konungur þá störfum með þeim. Einn þeirra kveður hann til forsætis, og stýrír hann ráðherrastefnum. Starfsvið ráðherra- stefnu skal nánar ákveðið í lögunum. Hver ráðherra undirskritar með konungi ályktanir um þau málefni, er undir hann liggja sérstaklega, og ber ábyrgð á stjórn- arathöfnum. Sá ráðherra, sem konungur hefur til forsætis kvatt, ber að jafnaði málin fram fyrir konung, einnig fyrir hönd hinna ráðherranna. Þegar hann þannig ber fram fyrir konung mál, sem annar ráðherra hefur nafnsett, ber hann að eins ábyrgð á því, að málið sé rétt framflutt, nema hann sérstaklega taki að sér stjórnarskipulega ábyrgð á efni máls- ins, með því að setja einnig nafn sitt undir það, Að öðrú leyti gilda umhvern einstakan ráðherra þau fyrirmæli, sem sett eru um ráðherra íslands í stjórnarskrá þessari. 15. gr. Þegar brýna nauðsyn ber til, getur konungur gefið út bráðabirgðalög milli alþinga; þó mega slík lög eigi koma í bága við stjórnarskrána, enda falla þau úr gildi, nema næsta alþingi á eptir sam- þykki þau. Eigi má gefa út bráðabirgða- fjárlög fyrir það fjárhagstímabil, er fjárlög eru samþykt fyrir af alþingi. 18. gr. Á alþingi eiga sæti 36 Jþjóð- kjörnir alþingismenn. Kosningarnar gilda venjulega fyrir 6 ára tímabil. Tölu þing- manna og lengd kjörtímabils má breyta með lögum. Deyi nokkur eða fari frá af þeim, er kosnir eru, meðan á kjörtím- anum stendur, skal kjósa eðu kveðja til þingsetu fyrir það tímabil, sem eptir er af kjörtímanum. 19. gr. Alþingi skiptist í tvær deildir, efri þingdeild og neðri þingdeild. í efri deildinni eiga sæti 12 þingmenn, í neðri deildinni 24. Þó má breyta tölum þess- um með lögum. 20. gr. Alla þingmenn efri þingdeildar svo og varaþingmenn til að fylla sæti, er auð kunna að verða i efri deild á kjör- tlmanum, skal kjósa hlutfallskosningum um land alt í einni heild. Til neðri þing- deildar skal kosið í kjördæmum, er skulu vera sejn jöfnust að stærð og nánar skulu ákveðin í "kosningalögunum. Þar skulu og sett&r hinar nánari reglur um kosning- ar allar til beggja þingdeilda og um fyll- ing auðra sæta í efri þingdeild. 21. gr. Kosningarrétt til neðri deildar alþingis hefur hver karlmaður, sem hefur óflekkað mannorð, er orðinn fullra 25 ára að aldri þegar kosningin fer fram, hefur þá verið heimilisfastur 1 kjördæminu eða kaupstaðnum eitt ár, er tjár síns ráðandi,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.