Þjóðólfur - 19.03.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 19.03.1909, Blaðsíða 3
rjOÐOLFUR 43 fyrir það mikla óþökk þegna sinna. Það sem einkum hefur gefið Serbum vind í seglin, er það, að þeir treysta því, að ef til ófriðar kæmi, mundu Rússar veita þeim lið. Rússar eru af sama þjóðbálki sem þeir (hinum slafneska), og fyrir því hyggja Serbar, að þeim muni renna blóðið til skyldunnar, enda þykjast þeir hafa orðið þess varir í afskiptum Rússlands af málum Búlgaríu. Þótt einhver fótur kunni að vera fyrir þessu, þá mun samt Rúss- land ekki óska ófriðarins, og hitt er víst, að hin stórveldin, einkum England, Frakk- land og Þýzkaland, er mjög umhugað um að koma í veg fyrir hann. Þó hefur hvað eptir annað legið nærri, að allt kæmist í bál og brand, en eptir síðustu fregnum að dæma (frá því snemma í þessum mánuði) eru friðarhorfurnar orðnar töluvert betri. I sfmskeyti hér í blaðinu hefur þess verið getið, að Serbía hafi lagt mál sitt í gerð stórveldanna. En þar mun líklega vera fullsterklega til orða tekið. Serbfa mun ekki hafa gert annað en óska þess, að málið yrði athugað á ríkjafundi, en hvort sá fundur kemst á, mun alveg óvfst enn- þá. Ennfremur virðast Serbar eitthvað hafa linað kröfur sínar, en þó hvergi nærri svo sem Austurrfki líkar. Búnaðarþing lanðsins var haldið hér íReykjavík rodaga, 17.—26. febrúar. Sóttu það ji fulltrúar: Agúst Helgason bóndi, dbrm. í Birtinga- holti. Asgeir Bjarnason, bóndi í Knararnesi. Eggert Briem, bóndi í Viðey. Eirfkur Briem, prestaskólakennari. Guðmundur Helgason, f. próf., búnað- arfélagsforseti. Jóhannes Jóhannesson, bæjarfógeti á Seyðisfirði. Pétur Jónsson, umboðsmaður á Gaut- löndum. Sigurður Stefánsson, prestur í Vigur. Skúli Skúlason, prestur f Odda. Stefán Stefánsson, skólastjórj á Akur- eyri. Þórhallur Bjarnarson, biskup. Helztu málin, sem það hafði til með- ferðar, voru: fjármál, jarðræktarmál, bú- fjárræktarmál, búnaðarfræðslumál og um sölu landbúnaðarafurða. Nefndir voru skipaðar til að athuga hvert þessara mála um sig. Tekjur félagsins eru áætlaðar 56,800 kr. hvort árið 1910 og 1911. Stærsti gjaldaliðurinn er til ræktunar- fyrirtækja 27,300 kr. fyrra árið og 25,800 kr. síðara árið. Af þeim fjárhæðum eru 7000 kr. ætlaðar til ýmislegra ræktunarfyrirtækja (styrks til girðinga, vatnsveitinga, plæginga o. s. frv.) Ræktunarfélagi Norðurlands eru ætlaðar 8500 kr. hvort árið, Búnaðarsambandi Austurlands 4500 kr. fyrra árið og 4000 kr. síðara árið, Búnaðarsambandi Vest- fjarða 4000 kr. fyrra árið og 3000 kr. síð- ara árið. Til gróðrarstöðvarinnar { Reykjavík og sýnisstöðva 2600 kr. hvort árið. Þá er annar stærsti gjaldaliðurinn til búfjárræktar 7300 kr. hvort árið. Til mjólkurmeðferðarkennslu eru ætlað- ar 33°o kr. hvort árið 0. s. frv. Stutt búnaðarndmsskeid fyrir konut og karla voru ráðgerð við Þjórsábrú, eins ög undanfarna tvo vetur, á Vestfjörðum á 2 eða 3 stöðum, og á Austurlandi í sam- bandi við búnaðarskólann á Eiðuui. Auk þess er búizt við slfkum námsskeiðum í búnaðarskólunum á Hólum og Hvann- eyri. Kennslubeekur i búfrœði. I tilefni af málaleitun Metúsalems Stefánssonar bú- fræðiskand. og Sigurðar Sigurðssonar, skólastjóra á Hólum, er það í ráði, að Búnaðarfélagið sjái um útgáfu slíkra bóka. Scethey og súrhey. Mælt með því, að mönnum gefist kostur á að læra sætheys- gerð og súrheys hjá bændum þeim, er nota þessa heyverkun og hafa margra ára reynslu á baki. Plœgingakennsla. Styðja skyldi að því með fjárframlögum, að Jón bústjóri Jónat- ansson geti haft plægingakenslu með hönd- um í Árnessýslu og Rangárvalla á næsta sumri. Peningshús og dburðarhús. Að veita verðiaun fyrir beztu uppdrætti að hagan- legum peningshúsum og áburðar ásamt skýringum, er sfðar séu prentaðar, prentaðar í Búnaðarritinu. Kynbœtur búþenings. Að ísambandivið styrkveitingu til nautgriparæktarfélaga verði ákveðið aldurslágmark undaneldisnauta. Rætt var um að koma á tilraunum f fjár- rækt, með kynblöndun á beitarfénaði og fé með ræktuðum afurðakostum, 1 því skyni að koma upp undan beitarfénaðin- um vænna og arðsamara fé til frálags, en ekki til framtfmgunar. Reyna þann veg að hafa sem mest not þessara tveggja kosta, sem illa sameinast, beitarþolið ann- arsvegar og kjötsöfnun hinsvegar. Smjorsa/a. Skorað er á alþingi að gera samning við eitthvert gufuskipafélag, um að það hafi að minnsta kosti eitt hrað- skreitt skip með kælirúmi í förum milli Reykjavíkur og Leith, er fari eigi sjaldnar en tvær ferðir á mánuði frá 1. júlf til miðs nóvember. Sldturstörf Ráðgert er að koma á fót kennslu í slátrun og bjúgnagerð við Slátr- unarhúsið hér í Reykjavík ef samningar um það nást við Slátrunarfélag Suður- lands. Kornforðabúr til skeþnufóðurs. Búnað- arþingið taldi mikilsvert, að þau kæmust á, og ákvað að veita 1000 kr. styrk í því skyni. Fjdrmörk. Búnaðarþingið taldi þörf á lögum um fjármörk manna, svo að kom- izt yrði hjá þeim miklu óþægindum, er tíðar sammerkingar valda og óskaði að stjórnarráðið bæri undir sýslunefndir til- lögur um það mál. Fé/agsstjórnin. Eiríkur Briem beiddist undan endurkosningu í stjórnina og var þá kosinn í hans stað Eggert Briem skrif- stofustjóri. Hinir tveir endurkosnir: Guð- mundur Helgason forseti og Þórhallur Bjarnarson meðstjórnarmaður. Varafor- seti Magnús Helgason skólastjóri. Vara- stjórnarnefndarmenn: Eggert Briem í Við- ey og Kristján Jónsson háyfirdómari. Síra Eiríkur Briem hefir verið í stjórn Búnaðarfolags Suðuramtsins, og síðar Búnaðarfélags fslunds alls 25 ár. Hefur hann unnið þar sem annarstaðar mikið og gott starf um fjórðung aldar, enda þakkaði forseti Landbúnaðarfélagsins hon- um 1 natni búnaðarþingsins fyrir alla starf- semi hans í þarflr félagsins öll þessi ár. €rlenð simskeyti til Pjóðólfs. Kaupmannahöfn 13. marz kl. 6 síðd. Bæjarstjórnarkosning 1 Kaupmannahöfn: 20 jafnaðarmenn; 16 hægrimenn með umbótaflokki; 5 ger- breytingamenn; 1 á heimatrúboðsskrá. Sex kvennmenn. Kaupmannahöfn 17 mavz kl. 9 árd. Sambandsniálið. Knud Berlín hefur ritað nýjagrein: Medvirkning ranglega þýtt sam- þgkki. Danir eiga ekki að verða umboðsmenn íslendinga, heldurfara með málin fyrir ríkísins hönd og að eins að þvi leyti fyrir Islands hönd. Stjórnarandstœðingar hafa þrásinnis sýnt fram á, hve skýr- ingar hinna vœri fráleitar. Lund- borg og stjórnarblöðunum skjátl- asi. * * * Um þetta símskeyti og hina fyrri grein Knud Berlins (1 »Dannebrog«) er nú hefir borizt hingað er það eitt að segja, að það var óþarft fyrir þennan herra að fræða oss frumvarpsandstæðinga um rangar þýðingar »Uppkastsins«, því að vottorð hans þurfti alls ekki til að færa oss heim sanninn um það atriði, né held- ur um það, að Islandi væri ekki ætlað annað en að vera hluti úr danska ríkinu, ósjálfstæður, óaðskiljanlegur hluti. Það þurfti ekki annað en óbrjálaða, óblind- aða skynsemi til að sjá það en alls enga yfirlýsingu frá Knúti þessum, er nú kom lyrst, þá er H. Hafstein er farinn frá völdum og K. þykist óhultur geta sagt sannleikann um »Uppkastið«. — En dálítið undarleg aðferð er þetta hjá mann- inum og ekki sem göfugmannlegust gagnvart nefndarmönnunum íslenzku, er hann þykist hafa leikið illilega á, því að enginn vænir þá um, að þeir hafi vís- vitandi þýtt frumvarpið rangt til að blekkja eða svíkja þjóðina. Það viljum vér ekki ætla nokkrum þeirra. Én þeim hefir einhvernveginn svo hraparlega mis- sýnzt í þessu eða verið mislagðar hendur. Og hlutur Knúts þessa hins danska og öll afskipti hans af þessu máli verða hon- um ef til vill til sæmdar og frægðar með Dönum, en til ævarandi ófrægðar meðal Islendinga, og er undarlegt, að nokkur íslenzkur maður skuli verða til þess að hallast á sömu sveif sem þessi virðuglegi Stór-Dani, sem virðist ætla að gera það að höfuð-lífsstarfi sínu að fræða aðra um aumingjaskap og réttleysi íslenzku þjóð- arinnar, er allt hafi þegið og verði að þiggja at einskærri náð hjá »móður- landinu«. Slíkur »íslandsvinur« hefði einhverntíma fengið hæfilegar þakkir hjá hinum fornu Islendingum. En nú er honum jafnvel hælt á hvert reipi í sum- um íslenzkum blöðum, eða heíur verið að minnsta kosti. mannaeyjum 3 þýzk og 2 ensk. Voru öll þýzku skipin frá sama útgerðarfélaginu og var eitt þeirra „Baden" sem rétt á eptir ralcst á „Brandenburg" botnvörpu- skip frá sama félagi og olli strandi þess 1 Mýrdal 8. þ. m. Skipstrðnd. Sunnudaginn 7. þ. m. strandaði enskt botnvörpuskip „Marcon" frá Hull fram undan Fagurhólsmýri f Öræfum. Menn björguðust allir (18). Meðal þeirra sagðir 5 íslenzkir hásetar. Daginn eptir (8. þ. m.) strandaði þýzkt botnvörpuskrp »Brandenburg« á Hvols- fjöru 1 Mýrdal. Hafði annað þýzkt botn- vörpuskip »Baden« siglt á það og sett á það stórt gat Varð því að hleypa til lands og var það um háflóð, svo að skipið stendur á þurru langt upp í fjöru. Einn maður drukknaði af skipinu á leiðinni í land, fórst í skipsbátnum. Mýrdælir komu hingað með strandmennina 11 að tölu 17. þ. m. Sjáifsmorð. I fyrradag skaut sig til bana danskur maður hér í bænum A. P. Jörgensen járn- smiður. Átti hann heima á Grettisgötu 32 B. og hafði lokað að sér. Heyrðist þá skot inn í herberginu, og var tveimur lögregluþjónum (Þorvaldi Björnssyni og Páli Árnasyni) er staddir voru þar í sömu götunni tilkynnt þetta. Stóð Iykillinn í skránni að innanverðu og gátu þeir hrist hann úr, og luku svo upp með öðrum lykli. Gengu svo inn 1 svefnherbergi Jörgensens, og fundu hann þar dauðan í rúmi sfnu. Hafði hann skotið sig með tvíhleyptri byssu, er hann hafði sett mill- um fóta sér. Hafði skotið gengið gegn- um vinstra augað, svo að heilinn lá úti. Maður þessi mun hafa verið á fimmtugs- aldri og hafði dvalið hér síðan í vor í vinnu hjá Dickmann forstjóra danskrar járnsmíðavinnustofu í Lindargötu. „Sterling“ kom hingað 14. þ. m. Farþegar: Kon- ráð Stefánsson kand. (frá Flögu) og Hjörtur Fjeldsted kaupmaður. „Prospero“ kom hingað norðan og vestan um land í fyrra dag. Með henni kom frá Seyðis- firði dr. Valtýr Guðmundsson, og mun hann fara utan með »Sterling« 21. þ. m. Með »Prospero« kom einnig Sighvatur Bjarnason bankastjóri. Dómkirkj uprestsembœttlð. Auk séra Ólafs frlkirkjuprests hefur séra Pétur Jónsson á Kálfafellsstað einnig tekið aptur umsókn sína um annað prests- embættið við dómkirkjuna hér. Drukknun. Hinn 9. þ. m. datt maður útbyrðis og diukknaði af fiskiskipinu „Niels Vagn“ á útsiglingu úr Hafnarfirði f bezta veðri, og vita menn ekki, hvernig slysið hefur at- vikazt. Maður þessi hét Gísli Hróbjarts- son austan úr Flóa. í næstl. viku vildi það óvenjulega slys til á björgunarskipinu „Geir", hér inn 1 „Sundum'1 hjá Gufunesi, að kafarinn var örendur, er hann var dreginn upp, en hafði farið alheill niður. Lfklega hefur eitthvað bilað í köfunarútbúnaði hans og maðurinn kafnað. Hann var danskur. Nýtt blaO er nefnist »l)agur« er farið að koma út á ísafirði. Ritstjóri þess er Guðm. GuQmundsson skáld, en útgefandi Arn- grímur Fr. Bjarnason prentari. ,,Valurinn“ hefir nýlega tekið 5 botnvörpuskip við ólöglegar veiðar í landhelgi nálægt Vest- Bæjarbruni. Bærinn Tjarnargarðshorn í Svarfaðardal brann mestallur fyrir skömmu (um 3. þ. m.) Stóð baðstofan ein eptir. Eldurinn kom upp um nótt, og var orðinn magnaður, er menn urðu hans varir, svo að mjög litlu varð bjargað. Allt var óvátryggt, svo að bóndinn, Sófónfas Jóhannsson, hefur orðið fyrir miklu fjártjóni. „Norðurl." segir, að hann hafi eitthvað skemmzt á höndum og fótum við bruna þennan. Prestaskólinn. Fyrra kennaraembættið við þennan skóla er 1. þ. m. veitt séra Eiríki Briem. Strandasýsla er veitt s. d. Halldóri Júlíussyni bæjar- fógetafulltrúa hér. Settur sýslumaður i Vestmannaeyjum er Björn Þórðarson cand. jur. (frá Móum). Um sýslumanns- mannsembættið þar sækja auk hans: Marino Hafstein uppgjafasýslumaður, Páll V. Bjarnason sýslum. Skagfirðinga, og kandldatarnir: Bjarni Jónsson, Bjarni Þor- láksson, Karl Einarsson, Lárus A. Fjeld- sted,. Magnús Sigurðsson og Sigurjón Markússon.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.