Þjóðólfur - 02.04.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 02.04.1909, Blaðsíða 1
61. árg. Reykjavík, föstudaginn 2. apríl 19 09. Jtf 14. V erkf æravélar og- smíðatól. Fá á A. ScUil, Kjöbenhavn. Gl. Kongevej 1D. Björn Jónsson skipaður ráðherra. Engar nýtilegar breytingar á upp- kastinu fáanlgar. 30. f. m. skipaði konungur Björn Jóns- son ritstjóra ísafoldar ráðherra íslands. Morgunin eptir barst hingað skeyti um það til Blaðskeytabandalagsins og voru brátt festir upp fregnmiðar á götunum til þess að skýra frá tíðindunum. Var nú ekki um annað talað í bænum heldur en um skipun ráðherrans og um nýja ráð- herrann. Af utanför torsetanna hetur það annars írétzt, að þeir komu ekki til Kaupmanna- hafnar fyr en á laugardagskvöld 27. f. m. eða um 30 klukkustundum síðar en við var búizt. Hafði „Sterling" hreppt andviðri alla leiðina. Á sunnudaginn kl. 4V2 síðd. gengu forsetarnir fyrir konung, en á mánu- daginn fundu þeir Neergaard ráðaneytis- forseta að máli; þvínæst fengu þeir aptur áheyrn hjá konungi og sátu síðan að boði hjá honum. Daginn eptir (á þriðjudaginn) var svo Björn Jónsson skipaður ráðherra. Frá viðræðum forsetanna við konung, er ekki greint, en frá viðtalinu við Neer- gaard er svo skýrt, að það hafi verið vin- samlegt, en árangurslaust til nýtilegra breytinga. Má af því ráða, að hann hafi þó gefið kost á einhverjum breytingum en hverjar þær hafa verið heíur eigi frétzt, enda hafa þær verið svo smávægilegar, að forsetarnir hafa ekki séð sér fært að taka frumvarpinu þeirra vegna. Virðast því litlar horfur á, að samningar takist með Dönum og íslendingum í sambands- málinu að þessu sinni. Áður en forsetarnir komu til Hafnar hafði verið mikil æsing í dönskum b!öð- um gegn þeim, einkum gegn Birni. Óðar en þeir höfðu stigið á land komu blaða- menn til viðtals við þá og morguninn eptir var hljóðið 1 blöðunum skárra og i skeyti frá 30. f. m. segir, að skilningsglögg blöð séu orðin mikið vinsamleg i vorn garð. Næsta sunnudag leggja forsetarnir og nýi ráðherrann aptur á stað frá Kaup- mannahöfn heimleiðis á „Sterling" og koma þá væntanlega hingað um páskana. Þangað til gegnir landritari störfum ráð- herra. Alþing-i. VII. Adflutningsbann áfengis. Nefndin i því máli hefur nú látið uppi álit sitt og er það t þrennu lagi, því að nefndin hefur þríklofnað. Meiri hluti nefndarinnar {Björn Jónsson, Sigurður Gunnarsson, Stefán Stefánsson Eyf. og Björn Kristjánsson) mælir sterk- lega með aðflutningsbanni, bæði vegna þess, hvílíkt þjóðarböl áfengisnautnin sé, og vegna þess, að það sje sterkur vilji kjósendanna, að aðflutningsbann sé lög- leitt, er komið hafi ótvírætt i ljós við atkvæðagreiðsluna 10. sept. í haust; að- hyllist meiri hlutinn því frumvarpið í öll- um aðalatriðum, en vill þó gera á því ýmsar breytingar, er einkum miða að því að draga úr hörðustu ákvæðum þess. Jón Þorkelsson hefur orðið einn sfns liðs í nefndinni, kveðst hann í frumsök- inni vera samdóma meiri hlutanum, að rétt sé að taka til greina vilja meiri hluta kjósenda .við atkvæðagreiðsluna um að- flutningsbannið í haust sem leið og semja bannlög. En ágreiningurinn milli hans og meiri hlutans er aptur á móti um það, hvernig bannlögin eigi að vera. Þykir honum frumvarp það, sem lagt hefur ver- ið fyrir þingið nú, vera óhafandi fyrir margra hluta sakir, og vill hann því gera á því margar breytingar, er allar miða að því, að draga úr hegningarákvæðum þess. Ennfremur vill hann setja ákvæði um, að ekki verði leitað konungsstað- festingar á frumvarpinu fyr en það hefur í heild sinni verið borið undir alþingis- kjósendur og þeir samþykt það óbreytt við leynilega atkvæðagreiðslu með 3/5 at- kvæða að minnsta kosti og alþingi 1911 samþykkt það aptur í sömu mynd. Nái frumvarpið að komast í gegnum þennan hreinsunareld á það að verða að lögum, en ekki koma í framkvæmd fyr en 1916. Loks hafa þeir Jón Jónsson frá Múla og Jón Jónsson frá Hvanná orðið sam- ferða, og leggja þeir eindregið á móti öllu aðflutningsbanni. Er álit þeirra langlengst og ítarlegast. Færa þeir fram 5 ástæður gegn bannlögunum. Fyrsta á- stæðan er sú, að þau gangi út fyrir þau takmörk, er heppilegt sé, að löggjaíar- valdið setji fyrir athafnarétti einstakling- anna. Önnur, að sllk þvingunarlög muni verða illa þokkuð og óvinsæl og því ó- líklegt, að þau muni ná tilgangi sínum, þar sem menn muni ekki telja ósæmilegt að brjóta þau. Þriðja ástæðan er, að vínfangatollurinn hverfi, en hann hafi mest lent á efnamönnum og útlending- um, en í staðinn muni verða að setja tolla, sem mest komi niður á fátækling- um. Fjórða ástæðan er sú, að þeir telja áfengisnautnina hér á landi ekki lengur neitt þjóðarböl. Fimmta ástæða þeirra nafnanna sú, að þeir telja atkvæðagreiðsl- uná 10. sept. í haust ekki vera áreiðan- legan mælikvarða fyrir þjóðarviljanum í þessu máli, þv( að undirbúningurinn und- ir hana hafi verið svo gallaður, þar sem Good-Templarreglan hafi verið styrkt af þinginu til þess að »agitera« tyrir því, að aðflutningsbannið yrði ofan á. Loks leggja þeir það til, að frumv. verði fellt, en að öðrum kosti verði því breytt þann- ig, að lögin komi ekki til framkvæmda fyr en 1916, og að áður en þau verði borin upp fyrir konung til staðfesting- ar, verði að nýju lögð fyrir alþing 1911, og þvf næst undir atkvæði allra kjósenda, og verði þá z/s greiddra atkvæða á móti lögunum, skuli þau falla niður. Bannlagafrumvarpið kom til 2. um- ræðu 30. f. m. Stóð sú umræða yfir í 6 stundir. Framsögumaður meiri hlutans var séra Björn Þorláksson, er kosinn hafði verið í nefndina 1 stað Björns Jóns- sonar. Auk hans töluðu Jón Þorkelsson, Jón frá Múla, Pétur Jónsson, Skúli Thor- oddsen, Jón á Hvanná, Einar Jónsson, Magnús Blöndahl, Sigurðúr Gunnarsson og Jón Ólafsson. Atkvæðagreiðslunni var frestað til næsta dags og stóð hún yfir í tvær stundir, enda voru breytingartillög- ur fjöldamargar bæði frá meiri hluta nefndarinnar og Jóni Þorkelssyni. Fór svo, að flestallar tillögur meiri hlutans voru samþykktar, en að eins örfáar af tillögum Jóns. Sú breyting, að lögin kæmu ekki til framkvæmdar fyr en 1916 var felld með 13 atkv. gegn io(Ben, Sv., E. J., H. H., Jóh. Jóh., J. á Hvanná, J. Múla, J. Ót., J. Sig., J. Þork., P. J.). Niðurlagstillaga Jónanna um atkvæða- greiðsluna eftir þing 1911 var telld með 15 atkv. gegn 8, en tillaga Jóns Þor- kelssonar um atkvæðagreiðslu fyrir þing 1911 var felld með jöfnum atkvæðum (11 gegn 11). Loks var frumvarpið sam- þykkt í heid sinni með 16 atkv. gegn 6. Þessir 6 voru Hannes Hafstein, Jóh. Jó- hannesson, Jón í Múla, Jón á Hvanná, Jón Þorkelsson og Pétur Jónsson. Útgáfa skólabóka. Nefndiu í þvl máli (Jós. Bj., Stef. Stef., Kr. Dan.) vill láta stjórnina skipa 5 manna nefnd af skólafróðum mönnum til þess að annast um, að samdar verði og gefnar út hentugar fslenzkar skólabækur á vönduðu máli fyrir æðri menntaskóla landsins og hafa jafnframt eptirlit með útgáfu kennslubóka þeirra, er notaðar eru við barna- og unglingafræðslu, og ber hún upp þingsályktunartillögu þess efnis. Hefur hún verið samþykkt í efri deild, en er ekki enn komin fyrir neðri deild. Efrideildar-nefndin ætlast til, að skóla- bókanefnd þessi verði skipuð fyrir all- langt árabil, skuli hún taka til yfirveg- unar, hvaða skólabækur þurfi nauðsyn- lega að rita, og útvega menn til að rita þær, slðan sendi höfundarnir handrit sín til nefndarinnar, en hún yfirfari þau og geri við þau athugasemdir eptir þörfum, og sjái loks um útgáfu bókanna, þegar handritin eru orðin svo vel úr garði gerð, sem frekast er auðið. Nefndin á l(ka að ákveða, hve há ritlaun skuli gjalda fyrir hvert handrit, og er búizt við, að það verði um 45 kr. fyrir hverja prentaða örk. Loks er ætlazt til, að bækur þær, er koma frá nefndinni, verði lögskipaðar kennslubækur í æðri menntaskólunum Sóknartekjur. Nefndin í efri deild hefur eigi orðið sammála og leggur meiri hlutinn (Eirík- ur Br., Sig. Stef., Stgr. J. og Jósep Bj(. til að frv. verði samþykkt með allmikl- um breytingum, er hann gerir við það, en minni hlutinn (Jens Pálssón) er frv. mótfallinn. Er hann eindreginn mótfall- inn persónuskattinum, og telur hann í sjálfu sér mesta ójafnaðarskatt, og mundi verða mjög óvinsæll og verst fallinn til greiðslu embættislauna, og innheimtan yrði afar umsvifamikil og dýr. Álítur hann ráðlegast, að mál þetta bíði eftir skattamálunum 1 heild sinni. Síldarmat. Sig. Hjörleifsson flutti frv. um það efni, en hefur tekið það aptur; en í stað þess hefur efri deild samþykkt svohljóðandi þingsá- lyktunartillögu: »Efri deild alþingis skorar á land- stjórnina, að hún, að fenginni almennri ósk síldarútvegsmanna við Eyjafjörð og Siglufjörð, skipi tvo yfirmatsmenn á þess- um stöðum til þess að meta gæði út- fluttrar síldar fyrir þá, er þess óska, og hafa umsjón og eptirlit með síldarmati matsmanna þeirra, er útnefndir kunna að verða tynr Norðurland í þessu skyni, eft- ir tillögum yfirmatsmanna. Stjórnin gef- ur yfirmatsmönnum þessum erindishréf, er ákveður starfssvið þeirra og inniheldur að öðru leyti allar þær ákvarðanir, er nauð- synlegar þykja viðkomandi síldarmatinu og merkjum þeim, er sett verða á um- búðir vörunnarc. Leigu á löðnm á Arnarhólstúni. Björn Kristjánsson og Jón Ólafsson bera fram þingsályktunartillögu um, að alþingí veiti samþykki sitt til, að stjórnin leigi: a. Héraðslækninum í Reykjavfk alt að 1000 ferálna lóð á Arnarhólstúni með eptirfarandi skilmálum: 1. að árlegt eptirgjald sé eigi minna en 10 aurar af feralin, 2. að leigutíminn sé eigi lengri en 99 ár. b. Verzlunarskóla íslands allt að 1200 ferálna lóð á Arnarhólstúni með sömu skilmálum og undir staflið a, 1. og 2. til þess að reisa á henni skólahús sér til afnota. Guðbrandsbiblía. Jón Þorkelsson ber fram þingsályktun- artillögu um, að neðri deild aiþingis skori á landstjórnina, að hlutast til um það, að eintak það af Guðbrandsbiblíu, er Mrs. H. W. Bannon, þá búandi 1 Queens Gate 169, London C. W., var 1 óheimil bis- kups selt árið 1903 frá Hálskirkju i Fnjóskadal fyrir £ 18 (324 kr.). verði sem fyrst náð aptur og síðan afhent bóka- safni landsins til æfinlegrar geymslu. Skilnaður ríkis og kirkju. Þingsályktunartillaga frá Jóni á Hvanná um það efni sett í nefnd og eru í henni: Jón á Hvanná, Jón ólafsson, Sig. Sig- urðsson, Hálfdán Guðjónsson og Tóh. Jóhannesson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.