Þjóðólfur - 02.04.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 02.04.1909, Blaðsíða 2
54 ÞJOÐOLFUR. Háskólanefnd (Kd.)s Bjarni Jónsson, JónÞorkelss., JónMagn., Skúli Thoroddsen og Eggert Pálsson. Fjárlaganefnd (Ed.)í Sig. Stefánsson, Eiríkur Briena, Sig. Hjörleifsson, Stgr. Jónsson og Gunnar Ólafsson. 8. gr. Sá, sem flytur út eða lætur flytja út saltfisk til Spánar eða ítalíu, án þess að láta meta hann eða fá matsvott- orð um hann, samkvæmt þessum lögum, sæti ioo til 3000 kr. sektum til landsjóðs. Life frá alþingi: 6. Um slökkvilið í Hafnar- firði. 7. Um fiskiveiðará opnum skipum. (Viðauki við lög 14. des. 1877 og 10. nóv. 1905, að ýmisleg at- riði, er snerta fiskiveiðar á opnum skip- um skuli einnig ná til þiljaðra mótorbáta, sem ganga í Vestmannaeyjum og ekki eru stærri en 15 smálestir). 8. FuglaveiðasamþykktíVest- m a n n a e y j u m. (Breyting þeirra laga 13. apríl 1894). 9. Um fiskimat: 1. g r. Allur saltfiskur, sem fluttur er héðan af landi og fara á til Spánar eða ítallu, hvort heldur beina leið eða um önnur lönd, skal metinn og flokkað- ur eptir gæðum af fiskimatsmönnum und- ir umsjón yfirfiskimatsmanns. Yfirfiski- matsmennirnir skulu einnig hafa umsjón með útskipun, hleðslu og meðferð fiskj- arins í útflutningsskipunum og gefa fyrir- skipanir hér að lútandi, er þeim er skylt að hlýða, er hlut eiga að máli. Hverj- um fiskfarmi skal fylgja vottorð yfirfiski- matsmanns ritað á íarmskrárnar. Nánari reglur um matið og meðferð vörunnar bæði við útskipun og í útflutn- ingsskipunum skulu settar í erindisbréf- um yfirmatsmanna og fiskimatsmanna, sem stjórnarráðið gefur út. 2. gr. Ráðherrann skipar yfirmats- mennina, og skulu þeir hafa aflað sér þekkingar á fiskimati, verkun ogmeðferð fiskjar, annaðhvort með því að hafa starf- að sem fiskimatsmenn eða á annan hátt. 3. gr. Þessir yfirfiskimatsmenn skulu þegar skipaðir og laun þeirra greidd úr landsjóði: 1. Yfirfiskimatsmaðurinn í Reykjavík. Umdæmi hans skal ná yfir svæðið aust- an frá Þjórsá vestur að Öndverðarnesi •, Árslaun hans eru 2000 kr. Hann er jafnframt ráðunautur stjórnarráðsins 1 þeim málum, sem viðkoma fiskimati og fiskverkun. 2. Yfirfiskimatsmaðurinn á Isafirði. Um- dæmi hans skal ná yfir svæðið trá Ond- verðarnesi norður til Reykjarfjarðar í Strandasýslu; árslaun hans eru 1800 kr. 3. Yfirfiskimatsmaðurinn á Akureyri. Umdæmi hans skal ná yfir svæðið frá og með Reykjarfirði austur að Langanesi; árslaun hans eru 1600 kr, 4. Yfirfiskimatsmaðurinn á Seyðisfirði. Umdæmi hans skal ná norðan frá Langa- nesi suður að Hornafirði, að þeim firði meðtöldum; árslaun hans eru 1600 kr. 5. Yfirfiskimatsmaðurinn i Vestmanna- eyjum. Umdæmi hans eru Vestmannaeyjar og Vík i Mýrdal, og árslaun 800 kr. Tölu yfirmatsmanna má auka með fjár- veiting á fjárlögum, og verður þá gerð nauðsynleg breyting á umdæmum þeirra með konungsúrskurði. 4. g r. Fiskimatsmenn skipar lögreglu- stjóri á hverjum fiskiútflutningsstað svo marga, sem yfirmatsmaður telur þurfa, og eptir tillögum hans. 6. gr. Yfirfiskimatsmenn og fiskimats- menn mega ekki taka á móti nokkurri þókn- un, hverju nafni sem nefnist, frá þeim, sem metið er fyrir, frá skipstjórum á útflutn- ingsskipum eða öðrum, sem við skipið eru riðnir, annari en borgun þeirri, sem ákveðin er í lögum þessum eða erindis- bréfi þeirra. Þeir mega ekki heldur vera í þjónustu kaupmanna eða annara, sem láta meta fisk til útflutnings. 7. gr. Auk starfa sinna við mat á saltfiski til útflutnings, skulu yfirmats- mennirnir skyldir að ferðast um í um- dæmuro sínum eptir samráði við stjórnar- ráðið, og leiðbeina mönnum í fiskimeð- ferð og líta eptir henni. €rlení sfmskeyti til Pjóðólfs. Kaupmannahöfn 29. marz kl. 7,5s síðd. Suðurheimsskautið nærri fnndið. Shackleton heimskautsfari hefur komist 89 gráður og 20 mínútur suðurávið. Ef fregn þessi reynist rétt, er hún all- merkileg, þvi að ekki vantar nema örlítið á, að hér sé náð þvi takmarki, sem fjöldi landkönnunarmanna og visindamanna hafa verið að berjast við að ná um marga ára- tugi, og ýmsir Iátið lífið fyrir, því, að komast að heimskautum jarðarinnar. Hef- ur hér ekki verið eptir lengri leið ófarin tilheimskautsins, helduren 4omin. eða 74 kilómetrar, en það er álíka langur vegur og frá Reykjavík austur að Þjórsárbrú. Aður hafa menn ekki komizt lengra suður á við, heldur en á 820 17' s.br. Það komst enskur sjóliðsforingi, R. Scott, árið 1902. Aptur á móti hafa menn komizt nokkru nær norðurheimskautinu, en þó ekki neitt í námunda við það, sem Shack- leton hefur nú komizt. Lengst norður á við hetur ítalinn Cagni komizt árið 1900, á 86° 33' n. br., en Friðþjófur Nansen komst á 86° 4' n. br. árið 1895. Shackleton þessi er enskur sjóliðsforingi. Hann var með Scott á heimskautsför hans 1901—1903. A nýársdag í fyrra sigldi hann á stað frá Nýja-Sjálandi í nýjan leiðangur. Ætlaði hann sér að ganga á land i heimskautslöndunum við 12. mann og halda síðan landveg alla Ieið til heim- skautsins. Á því ferðalagi ætlaði hann meðal annars að nota bifreið með skíðum undir framhjólunum, og hafa slík flutninga- tæki eigi áður verið notuð á heimsskauta- ferðum. Hver veit nema það hafi einmitt verið bifreiðin, sem skotið hefur Shackle- ton svo langt fram úr öllum keppinaut- um hans. Landvarnir Dana. Neergaard er horfinn frá land- girðingu. Samningar hafa orðið við Christensen og álit meiri hluta landvarnarnefndarinnar iekið. Hinn 12. febr. síðastl. lagði Neergard ráðaneytisforseti fyrir danska þingið eptir langan undirbúning allmörg frumvörp um tihögun á landvörnum ríkisins framvegis. Gengu þau algerlega í þá stefnu, er hægri- menn hafa haldið fram, að víggirða Kaup- mannahöfn bæði sjávarmegin og land- megin, og fóru frumvörp Neergaards jafn- vel fram á töluvert hærri fjárframlög til víggirðinganna, heldur en hægrimenn i landvarnarnefndinni höfðu séð sér fært að stinga unp á. Þegar Neergaard lagði fram frumvörpin, mælti hann mjög kröptuglega með þeim, og kvað hann ráðaneytið mundi standa eða falla með þeim. En hann hafði ekki borið sig saman við stjórnarflokkana áður en hann bar upp frumvörpin, og þegar við 1. umræðu málsins var það Ijóst, að allmikill hluti umbótaflokksins með Christensen-Stadil í broddi fylkingar var honum ekki fylgj- andi að þessum málum, heldur hélt fram stefnu meiri hluta landvarnanefndarinnar, að víggirða Kaupmannahöfn að eins sjávar- megin, en ekki landmegin. Hugðu menn því helzt, að Neergaard mundi gera banda- lag við hægrimenn og berjast með aðstoð þeirra og leyfanna af stjórnarflokknum til þrautar fyrir frumvörpum sínum við kosn- ingarnar í vor. En það verður ekki of- sögum sagt af þvi, hvilikur einstakur sam- bræðslumaður Christensen-Stadil er. Nú hefur honum, eptir því sem skeytið segir, tekizt að snúa Neergaard aptur yfir á sitt band. Er það auðvitað mikill sigur fyrir Christensen, því að þetta verður að lik- indum til þess, að stjórnarflokkurinn klofn- ar ekki og hann hefur forustuna áfram og öll ráðin í sfnum höndum, hvort sem hann skipar sjálfur stjórnarsessinh eða ekki. En fyrir Neergaard virðist þetta aptur á móti vera hinn mesti ósigur, jafn- vel meiri heldur en þó hann hefði beðið ósigur við kosningarnar og fallið með frumvðrpum sinum, því að nú virðist for- ustan alveg gengin úr greipum hans og hann einungis sigla í kjölfar Christensens. Lundborg og sarabandsmálið. Lundborg er orðinn fráhverfur uppkastinu eptir skýringar Berlins. Eins og kunnugt er, var RagnarLund- borg einn af máttarstoðum uppkastsins, og löngum vitnað í hann til þess að sanna, að frumvarpið veitti oss fullveldi, en nú er hann líka genginn úr skaptinu, svo að varla verður nokkurt frumvarpsfylgi lengur á honum byggt. Frá Serbíu. Krónprins Serba er landflótta, hefur afsalað sér rtkiserfðarétti. Eins og getið var um í næstsíðasta blaði Þjóðólfs, hefur krónprinsinn verið for- sprakki þeirra manna, er hafa viljað æsa þjóðina upp til ófriðar við Austurríkis- menn. Sýna fregnir þessar Ijóslega, að hinir gætnari menn þar í landi hafa orðið algerlega ofan á, og mun því vart lengur von ófriðar úr þeirri átt. LP.ogaStóningsbannið. (Niðurl.). ------ L. P. efast um, að nokkur lög hafi vald til að banna sér að hafa sekki þetta« (o: áfengi) á borðinu. Er ekki margt, er lögin banna honum að hafa á borðinu, þótt það kunni að fást eptir læknisseðli í lyfjabúðinni ? Svo mundi verða um áfengið, ef bann- lög kæmust á. Áfengið kæmist þá á sína réttu hyllu, hjá lyfsalanum, við hliðina á morfini, opium og öðru þess háttar, í stað þess að prýða borðið hjá L. P. ogöðrum hans likum. Getur mönnum fundist þetta voðalegt ranglæti eða skerðing á frelsi manna? Það er næst að skilja L. P. svo í á- minnstri grein í 2. tbl. þessa blaðs, að hann álíti réttast og sanngjarnast að minni hlutinn ráði mestu í þessu máli. Hann er sem sé sjálfur í minnihlutanum! Hvað mundi hann segja, ef hans flokkur væri í meiri hluta? L. P. er mjög tamt að tala um Indiána og Skrælingja ísambandi við aðflutnings- bannið. Auðsjáanlega, ber hann álíka mikið kennsl á þessa mikilsvirtu mann- flokka og kötturinn á sjöstirnið. Samlík- ing hans er í sjálfu sér mesta fjarstæða; en þótt hún væri laukrétt, væri hneisan engin. Ef hann með henni meinar, nauð- syn og réttmæti áfengisbanns í löndum Indiána og Skrælinga,, þá er rökrétt að draga þar af þá alyktun, að það sé oss hentugt líka; vér erum þó ekki meira en menn. L. P- minnist þess, er nokkur þúsund kassar, í líkingu við Biblíuna, gylltir á kjöl, voru fluttir frá Kanada til Banda- ríkjanna fullir af alkóhóli. Eg minnist þess, að hafa nokkrum sinnum séð guðs- myndina L. P. fulla af öli og öðru áfengi. Hvernig mundi Páli postula hafa litizt á það? Sagan um brúðkaupið í Kana og gerðir Krists þar, sannar ekki ýkja mikið. Eng- inn hefur hugmynd um, hvernig vínið' var, sem þar var veitt. Það kann að vera satt, sem sagt er, að það hafi verið áfengt, en að það geti komið í nokkurn samjöfnuð við Karlsbergsöl eða korn- brennivin, það dettur vist engum í hug. Kristur skipaði Símoni Pétri að leggja net sitt (Lúk. 5, 4). Pétur gerði það og fiskaði vel. Getur þetta verið ástæða móti því, að banna netaveiði, þar sem slikt þykir við eiga? Kristur hefur ekkert lögmál samið, þaði menn viti, svo þótt hann ekki bannaði áfengi, þá er það.engin sönnun þess, að' útrýming aíengis sé ekki fullkomlega eptir kristilegurn anda, en nautn þess og of- nautn gagnstæð honum. Kristur kenndi mönnum að vanda um við sjálfa sig, án þess að setja þeim sund- urliðuð lög. Bindindis- og bannlagahreyf- ingin er beinn ávöxtur af þessum kenn- ingum hans: »elskið hver annan«, »elska skaltu náungann sera sjálfan þig«, og »það sem þér viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera«, sem i raun og veru er allt sama kærleiks- boðorðið. Máske hefur Hallgrímur prestur Péturs- son kveðið þetta: »Yndi er að sitja öls við þel« o. s. frv., en engin vissa er fyrir því. Ef allt væri saman tínt, sem kveðið hefur verið á íslenzku um Bakkus, mundi það koma i ljós, að margir góðir menn hafa hallmælt honum kröptuglega og í fullri alvöru. Vafalaust yrði lastið þyngra á metunum en lofið, sem opt hefur mynd- azt í alvörulitlum glaum og gáska, þótt lofið sé ef til vill meira að vöxtum til. Hér er ekki rúm til að tina upp margt af þessu tagi, en eg vil pó nefha fátt eitt: Háfamál: »Esa svá gótt sem gótt kveða öl alda sonum, því at færa veit sá es fleira drekkr, síns til geðs gumi«. Þórlákskver: Vísan »Margskyns tjón i allri ætt« og eptirfarandi 5 erindi1) og kvæði, sem byrjar svona: »Brennivín bjál- ar minni«. Allur síðari helmingur kvæðisins: »Ó, min flaskan fríða«, eptir Eggert Ólafsson, er kröptugasta Bakkusarníð, þrungið al- vöru og vandlætingu, fullt af beiskasta sannleik. Það er ekki svo að skilja, að eg byggi mína skoðun í þessu máli mikið á þess- um fortíðarkveðskap; vitnisburðir nútím- ans eru mér meira virði. Eg efast ekki um, að L. P. þekki marga þeirra, og viti vel, að þeir eru á góðum rökum byggðir. Merkastur fyrir oss íslendinga er hinn ný- fengni vitnisburður þjóðarinnar, sem felst í úrslitum atkvæðagreiðslunnar um bann- lögin. Hann er líka dómur.is- lenzkur hæstaréttar- eða lands- dómur í þessu máli. Eg trúi því trauðla, að L. P. sjái ekki til hvers það mundi draga, ef slíkur allsherjar andsdómur væri fyrir borðborinn eða virtur að vettugi af þingi og stjórn. Eg get vel skilið, að þeir.sem töpuðu sínu máli fyrir þessum stóra dómi, sitji með sárt enni, og við liggur, að eg vor- kenni þeim. Ég get því hæglega fyrir- gefið, þótt þeim hrjóti af vörum æðruorð, kalli oss mótstöðumenn sína »smala«, og ögri oss með veldissprota þings og stjórn- ar, sem þeir auðvitað hafa ekki í höndum. II. Motto: Ef á þessu aldur þinn elur lífs um tíðir held eg einhver höggstoðin hitti á þér um síðir. Hallgr. Pétursson. Eg hef nú lesið niðurlagið á ntgjörð hins háttvirta höfundar í 3. tbl. þessa blaðs í ár, þar sem hann — samkvæmt loforði í fyrri hlutanum — ætlar að sýna „með sem fæstum orðum"(!!), að bollalegging- ar mótmælenda sinna sanni hvergi, að hann hafi ekki satt að mæla. Eg beið með óþreyju eina póstferð 1) Síðasta erindið er svona: »Prestum hallar Dryckiu Daa, Doomarar falla nærre, Bændur lalla epteraa, ýmsir brallasmærre«.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.