Þjóðólfur - 07.05.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.05.1909, Blaðsíða 1
1 ÞJÓÐÓLFUR 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 7. maí 1909. M 19. Alþingi. XII. Aðskilnaðnr ríkis'og'kirkju. Neðri deild samþykkti 5. þ. m. þings- ályktun um'að skora á landstjórnina að undirbúa og leggja fyrír alþingi frumvarp til laga um aðskilnaðfríkis'ogíkirkju. Nefnd, er kosin hafði verið til að at- huga þetta mál, segir svo í áliti sínu: »Að þvi er viljaf þjóðarinnar snertir í þessu máli, þá hefur það um mörg ár komið fram mjög almennt á þingmála- fundum víðsvegar um land, að þjóðin, eða meiri hluti hennar talsverður, virðist vera þessu máli fylgjandi; og þar sem vér varla minnumst þess, að á þeim fundum hafi nokkrar verulegar raddir komið fram i gagnstæða átt, þá verðum vér að ætla, að það sé ekki ofmælt, sem vér höfum sagt um fylgi þjóðarinnar við málið. Þegar á eðli málsins er litið, verðum vér að játa það, að þjóðkirkja eða ríkis- kirkja sé í sjálfu sér óeðlilegt fyrirkomu- lag, jafn gagnstætt eðli kirkjunnar eins og eðli rikisins. I landi með trúarbragða- frelsi, eins og hér, getaalþingismenn verið allt annarar trúar heldur en''þjóðkirkju- trúar; sumir geta jafnvel verið trúlitlir menn. Og af þeim þingmönnum, sem að nafninu til standa^í þjóðkirkjunni, annað- hvort fúsir eða nauðugir, geta margir verið, sem alls ekki séu þeirri kirkju eða hennartrú neitt vinveittir.**sAf þessu er það auðsætt, að alþingi, sem nú hefur allt löggjafar- vald yfir kirkjunnifog hennar málum, get- ur auðveldlega verið svo skipað, að þar ráði stundum úrslitum þjóðkirkjulegra mála þeir menn, sem kirkjunni eru í rauninni meira eða minna andstæðir, og þetta getur kirkjunni hvorki verið ljúft eða hollt. Vafamál er, hvort sá fjármunalegi stuðn- ingur, sem kirkjan^nýtur af ríkisins hendi, vegi upp á mótPþvi óhagræði og andlega ófrelsi, semTkirkjan hlýtur] við^að búa undir alveg^ókirkjulegu löggjafarvaldi. Hin almenna þvingunarskylda,"*sem á öllum liggur til að gjalda presti og kirkju, ým- ist með með beinum gjöldum eða með framlögum úr landsjóði, léttir af hverjum einstaklingi allri áhyggju|fyrir því,~að sjá hag kirkju sinnar borgið, en dregur þar með líka'£úr öllum áhuga fyrir málefni hennar; enda{er,iþað viðurkennt^að and- lega lífið í þjóðkirkjunni sé mjög dauft og trúaráhuginn hjá meðlimum hennar yflrleitt sljór. Þessi andlegi svefn og deyfð í þjóðkirkjunni stafar að sumra manna dómi án efa mjög verulega af því, að kirkjan er rikinu tengd, svo að ein- staklingsáhuginn, einstaklingsábyrgðar- tilfinningin og frumkvæðið til allra fram- fara hverfur. Það er jafnan svo, að sá sem vaninn er á að ganga jafnan við tvær hækjur og aldrei reyna að ganga óstudd- ur, hann verður þróttlaus og vanmegna; honum hverfur öll dáð og dugur til að standa á, eigin fótum, og til allra sjálf- stæðra hreyfinga. Um hitt þarf ekki að tala, að þeir sem í ríkiskirkju hanga lögbundnir sem dauðir limir, eru í rauninni versta átumein í kirkjufélaginu. Þá viljum vér og benda á það, að meðan lútherska kirkjan er þjóðkirkja, getur ríkið ekki sleppt umráðum mála hennar úr höndum sér. En oss þykir óþarft að fara langt út i það, að rökstyðja, að það sé réttlátt og heillavænlegt bæði kirkjunni og ríkinu, að skilja þau með öllu. Hitt virðist oss fremur vert á að minn- ast, með hverjum hætti vér hugsum oss, að aðskilnaðurinn verði réttast gerður. Það kveður jafnan við, að miklir torveldleikar séu á, að koma aðskilnaði þessum i fram- kvæmd, og eiga menn þar einkanlega við fjárhagshlið skilnaðarins. Eins og kunnugt er, þá á þjóðkirkjan, að kallað er, ýmsar eignir, aðallega hús og jarð- eignir. Það er nú sumra manna álit, að verði ríki og kirkja aðskilin, þá eigi hin evan- gelisk-Iútherska kirkja, sem nú er þjóð- kirkja vor að lögum, rétt á að fá allar þessar eignir í sínar hendur. En þetta ætlum vér að með engu móti verði rétt- lætt. Vér verðum að athuga það, að mikið, ef eigi mestur hluti þessa fjár, er gefið af kaþólskum mönnum, kaþólskri kirkju til eflingar og viðhalds, meðan sú kirkja var hér þjóðkirkja; og þó að lút- herska kirkjan fengi að taka þsssar eignir undir sig, þá er siðaskipti urðu hér á landi, þá er það auðsætt, að engan laga- legan rétt eða tilkall gat hún átt til þeirra eigna. Þegar lútherska kirkjan þannig eignaðist eigur kaþólsku kirkjunnar, þá hlaut sú hugsun, sem ein getur réttlætt það atferli, að vera sú, að hinn æðri siðferðislegi skilningur á tilgangi gefend- anna, sem upphafiega gáfu eignir þessar til kirkjunnar, hafi verið sá, að í eigin- legum skilningi séu eignir þessar gefnar til eflingar og viðhalds trúarbrögðum í landinu, hver sem þau annars kunna að vera á hverjum tíma. Samkvæmt þesstim skilningi einum verður eignarhald lúthersku kirkjunnar á núverandi eignum sínum sið- ferðislega réttlætt. En af því leiðir aptur, að hún hlýtur að vera skyld að láta þess- I ar eignir aptur af hendi, að svo miklu leyti sem önnur trúarfélóg eru eða verða til 1 landinu. Strangt tekið virðist því réttast að líta svo á, að það sé r í k i ð , sem sé hinn rétti umráðandi allra fjármuna þjóðkirkj- unnar, og verði ríki og kirkja aðskilin, þá beri ríkinu að taka allar þessar eignir undir sig. En af því að þessar eignir eru kirkjunni gefnar eða í hennar eigu komnar i þeim tilgangi, að styðja trúar- brögð í landinu, þá hlýtur það og að vera skylda ríkisins, að verja ársarði þess- ara eigna í þeim tilgangi. Vér viljum því benda á, að réttlátast muni vera, þá er ríki og kirkja verða að- skilin, að ríkið Iáti virðingargerð fram fara á öllum eignum kirkjunnar, oghaldi þeim sem sérstökum sjóði, en verji vöxt- unum af því fé árlega til að skipta því milli allra trúarfélaga á landinu að tiltölu réttri eptir mannfjölda þeirra allra hvers um sig. Kirkjurnar yrði að selja, og væri sennilegt að gefa þvi fjölmennasta safn- aðarfélagi, er myndast kynni á hverjum stað í námunda við þær, eða því er hæst verð byði fyrir þær, forgangsrátt til að kaupa þær, ef eigi bjóða aðrir kaupendur I hærra verð. Auðvitað verður landstjórnin að annars um, að fá árlega áreiðanlegar skýrslur um manntölu í hverju kirkju- félagi. Það leiðir að sjálfsögðu af skiln- aðinum, að landsjóður hættir þá að borga nokkurn hlut til kirkjufélaga, annað en vöxtu áðurnefnds sjóðs. Biskupslaun, þau sem nú eru, ber að sjálfsögðu að skoða sem vöxtu af seldum fasteignum biskups- stólanna, og ættu því einnig að renna í sama sjóð. Það er og sjálfsagt, að jafnframt sem riki og kirkja eru þannig aðskilin, þá verður að segja upp öllum embættismönn- um kirkjunnar, enda hefur konungur sam- kvæmt stjórnarskránni leyfi til að leysa hvern þann mann frá embætti, sem hann hefur veitt það. Við því er að búast, að einhver eptirlaunabyrði félli á landsjóð af því tilefni. En væntanlega ætti sá al- menni sjóður, sem áður er nefndur, að bera hann, að minnsta kosti að miklu leyti. Og að Kkindum yrði sjálfum land- sjóði enginn útgjaldaauki að þessari breyt- ingu, varla einu sinni í bráð, og alls ekki til langframa, þar sem hann losnaði við þau stórmiklu útgjöld, sem hann nú hef- ur á sig tekið i ýmsum myndum til stuðn- ings kirkjunni. Þá er eptir að minnast Ktillega á presta- skólann. Það er sjálfsagður hlutur, að þegar ríki og kirkja verða aðskilin, þá er það ekki að eins óskylt ríkinu, heldur gersamlega gagnstætt tilgangi þess, að halda uppi kennslu í guðfræði fyrirnokk- urt eitt sérstakt trúarbragðafélag í land- inu. En hins vegar virðist það mjög sennilegt, að við hinn fyrirhugaða háskóla landsins verði haldið uppi vísindalegri kennslu í hinum almennu greinum guð- fræðinnar. Þannig hugsum vér oss, að i guðfræðisdeild háskólans verði kend hebr- eska og gríska, og þar með lesið það sem þykir við eiga í Gamla testamentinu og Nýja testamentinu. Einnig hugsum vér oss þar vísindalega kennslu í almennri kirkjusögu, og þar með yfirlit yfir trúar- lærdómasögu hinna helztu kirkjufélaga; sömuleiðis kennslu í almennri prédikunar- fræði og almennri helgisiðafræði. I kirkju- rétti yrði kennslan væntanlega aðallega fólgin í því, að fræða um réttarafstöðu ríkis og kirkju. Kennsla í almennri sið- fræði hugsum vér oss að myndi heyra til heimspekisdeildinni. Sakir stuttleika tímans verðum vér að láta oss nægja þessar almennu bendingar um aðaldrætti málsins, eins og vér ætlum að því verði réttvislega fyrfr komið. Að lokum skulum vér geta þess, að vér ætl- umst til, að þegar slík lög koma út, þá verði einhver hæfilegur, ákveðinn ára- frestur settur, þar til er lögin kæmu í gildi. Þá er það og tillaga vor, að land- stjórnin legði mál þetta undir álit allra héraðsfunda og safnaðarfunda í landinu áður en frumvarp yrði lagt fyrir alþingi«. I nefndinni voru: Jóh. Jóhannesson, Jón Ólafsson (skrifari), Jón á Hvanná, Sig. Sigurðsson og Hálfdan Guðjónsson, er skrifaði undir með fyrirvara um einstök atriði. Lög ivíi alþingi: 19. Um stofnnn viltryg'g'ingarl'élag's f'yrir flskisbin. 1. gr. Skip er í lögum þessum haft um öll skip og báta, stór og smá. 2. gr. Landstjórnin gengst fyrir því, að á stofn sé sett vátryggingarfélag með gagnkvæmri ábyrgð. Það nefnist „Sam- ábyrgð íslands á flskiskipum" og er i lög- um þessum nefnt „Samábyrgðin". Það tekst á hendur: a. Endurtrygging á alt að því */«af trygg- ingarhæfu verði fyrir íslenzk ábyrgðar- félög báta og skipa, þau er sjálf taka þátt í áhættunni á */t hlutum að minnsta kosti af verðr skipanna og krefjast sjálfsábyrgðar á */« hluta verðsins að minnsta kosti. b. Beina vátrygging á bátum og skipum, allt að 8/io hlutum af tryggingarhæfu verði, venjulega þó því að eins, að bátar þessir eða skip eigi ekki kost á trygging í félögum þeim, er Samábyrgð in hefur á hendi endurtrygging fyrir. c. Trygging á afla, veiðarfærum og út- búnaði, ef um algerðan skiptapa er að ræða. Félagið tekur eingöngu ábyrgð á þeim skipum og bátum, sem ætluð eru til fiskiveiða við ísland eða þjónustu við þær veiðar, eða til flutninga við ísland. 3. gr. Landssjódur ábyrgist med allt ad 200,000 kr., að félagið fullnægi skuldbind, ingum sfnum. Ef það getur ekki af eigin ramleik borgað skaðabætur, sem því er skylt að greiða, leggur landssjóður til það er á vantar, þó aldrei meir en áður nefnda upphæð. Ef félagið hefur orðið að leifa aðstoðar landssjóðs til þess að greiða skaðabætur, skal styrkur sá, er það hefur þegið af lands- sjóði, að viðbættum 4Lh°h í árlega vöxtu, endurgreiddur smátt og smátt eptir því sem etni þess leyfa. Nú nemur fé það, sem lagt hefur verið fram af landssjóði, að meðtöldum vöxtum, meira en 20,000 kr., og skal þá gera vátryggjendum að greiða aukaiðgjald þannig, að það sem fram yfir er 20,000 kr., endurgjaldist landssjóði á 10 árum í seínasta lagi, en ávallt skal gætt ákvæða 5. gr. um takmörk aukaiðgjalds. Af ábyrgðaruppbæð landssjóðs má þegar afhenda Samábyrgðinni alt að 20,000 kr. í starfsfé, en greiða skal af því 4*/» °/° ár- lega. Endurborga skal þetta fé, þá er lagt hefur verið i fastan varasjóð 20,000 kr., þó svo, að sú upphæð sé ekki skert. 7, gr. Um greiðslu skaðabóta skal nán- ara ákveðið í reglugerð Samábyrgðarinnar; meðan ábyrgð landssjóðs stendur, skulu þar jafnan fastákveðin þau atriði, er nú skal greina: a. Tjón, er eigi nemur 2°/o af tryggingar- upphæðinni, verður eigi bætt, nema það fari fram úr 300 kr. á einstöku fari eða verðmæti hafi verið lagt í söl- urnar af vátryggjanda hálfu til þess að komast hjá meira tjóni, eða bjarga öðrum eigum vátryggðum í Samá- byrgðinni. Frá skaðabótunum skal ætíð draga 2°/o af tryggingarupphæð- inni, en þó eigi yfir 3do krónur. b. Eí það sannast, að skipstjóri hafi af ásettu ráði eða fyrir vitavert hirðu- leysi valdið tjóninu, má draga allt að 200/n af skaðabótafénu. Hafi vátryggj- andi i sviksamlegum tilgangi tvítryggt hið sama, eða hafi hann gerzt valdur að tjóni af ásettu ráði eða fyrir vítavert hirðuleysi, er Samábyrgðin laus allra

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.