Þjóðólfur - 25.06.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 25.06.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. 105 að fá staðfesting konungs á lögunum frá alþingi. Er væntanlegur aptur 13. ágúst með »Sterling«. Með „Sterling" fóru til útlanda 22. þ. m. aukráðherra: Björn Kristjánsson kaupm. og alþm., Sveinn Björnsson yfirréttarmálaflutningsm., Björg- ólfur Ólafsson stúdent, Árni Siemsen verzlunarmaður, Éinar Helgason garð- yrkjufræðingur (til sýningarinnar í Árós- um, Noregs og Hjaltlands), Fr. Hákon- son bakari, kaupmannsfrú Gerda Hanson, Guðrún Aðalstein símritari, ungfrú And- rea Andrésdóttir, Thoresen verzlunarerind- reki, Olsen »disponent« (hjá J. P. T. Bryde) og nokkrir útlendingar. „Ceres" kom frá útlöndum 21. þ. m. með marga farþega, þar á meðal voru Ólafur H. Johnsen fyrv. yfirkennari í Odense, kaup- mennirnir Lefolii og O. Olavsen konsúll, Þorsteinn Briem cand. theol., Guðm, Odd- geirsson verzlunarm. með frú (nýkvæntur), Guðjón Sigurðsson úrsmiður, stúdentarnir Alexander Jóhannesson, Ingvar Sigurðsson og Tryggvi Þórhallsson, frú Kristín Páls- son (kona Árna Pálssonar kand.), ungfrú Sigríður Bogadóttir frá Búðardal og 10 — 12 Englendingar. Embættispróf í stjórnfræði við háskólann hafa tekið í þ. m. Ólafur Björnsson (ráðherra) með 2. einkunn og Georg Ólafsson (gullsmiðs) með 2. einkunn hinni hærri. DAInn er voveiflega hér í bænum 21. þ. m. Sigurður Jónsson snikkari (ættaður frá Fjöllum 1 Kelduhverfi) rúml. þrítugur, mörgum kunnur hér í bæ og víðar. Fannst daginn áður (á sunnudaginn) dauðvona fyrir innan Rauðará. Hann var kominn í afarmiklar fjárkröggur og jafnvel í enn ískyggilegri vandræði. Víxlaskuldir hans í landsbankanum kvað skipta þúsundum kr., og verður margur eflaust hart úti, er í ábyrgð hefur gengið fyrir mann þennan, en sumu mun bankinn tapa algerlega, þó ekki svo lítilli fúlgu. Sigurður heit. var kvæntur maður og átti 3 börn. Bankastjórasklptl við landsbankann eru nú ákveðin frá næstk. nýári, þvf að frá þeim tfma hefur stjórnin sagt Tryggva bankastjóra Gunnars- syni upp stöðunni. Fær hann 4000 kr. f eptirlaun frá bankanum, samkvæmt lögum frá síðasta þingi, er ákveða meðal annars, að tveir skuli bankastjórar vera við lands- bankann. Ráðstöfun þessi þarf ekki að koma flatt upp á minnihluta-þingflokkinn, því að honum var víst fullljóst, er lögin voru samþykkt og eptirlaun Tr. G. ákveð- in, að þessi stjórnarskipti við bankann voru í ráði. Hundrað ára afmœli. í dag (25. júnl) eru liðin 100 ár síðan íslenzka »stjórnarbyltingin«, sem kennd er við Jörund hundadagakóng, hófst, því að þann dag, árið 1809, var æzti valdsmaður landsins, Trampe stiptamtmaður, tekinn höndum í húsi sínu hér í bænum og og hnepptur í varðhald úti á skipi, og dag- inn eptir var komin upp auglýsing undir nafni Jörundar um, að öllum dönskum völdum væri lokið á Islandi. Eins og kunnugt er, varð »ríkisstjórn« hans hér harla skammvinn, því að 22. ágúst var völdum hans lokið. Greinilegust frásaga um þessa einkennilegu stjórnarbyltingu er í sögu Jörundar eptir dr. Jón Þorkelsson, Khöfn 1892. Karl Kiichler meistari hinn þýzki, er væntanlegur hingað um miðjan næsta mánuð, og ætl- ar að ferðast eitthvað hér um land, aðal- lega um Snæfellsnes. Hefur hann verið hér tvisvar áður og ritað bækur um þær ferðir sínar, og svo ætlar hann enn að gera. Daniel Brunn, hinn danski, er nú hingað kominn til fornmenjarannsókna. Verður dr. Finnur Jónsson enn með honum við þœr rann- sóknir, og kemur hann fyrst til Austur- andsins. Er sérstaklega ráðgert að rann- saka í sumar hoftótt og önnur fornvirki í Ljáskógum vestra, þar sem Þorsteinn Kuggason bjó forðum og kunnugastur er af Grettissögu. Grasvöxtnr verður ágætur í þetta sinn hér sunnan- lands, einkum á túnum, og byrjar sláttur því í langfyrsta lagi, og er þegar byrjaður sumstaðar. Valllendi er einnig vel sprott- ið, en mýrlendi fremur illa, vegna of- mikilla þurka 1 vor. Tíðin yfirleitt ein- hver hin bezta, er menn muna, síðan um nýár. Þilslíipaafli hefur orðið hér um bil í meðallagi þessa vorvertíð, sem nú er liðin. En fiskur er í litlu verði ytra nú sem stendur, og nær óseljanlegur, nema allra bezta tegund. Bladid »Ing6Ifur« er nú selt hlutafélaginu »Sjálfstjórn«, en svo nefnist félag það, sem nýstofnað er hér í bænum til að vinna á móti aðflutn- ingsbanni áfengis. Ritstj. blaðsins fyrir félagsins hönd er Sigurður Lýðsson stud. jur. Fyrirlestur um Thorvaldsen hélt frk. Hulda Hansen frá Borgund- arhólmi í gærkveldi í Bárubúð. Kom hún hingað með »Ceres« 21. þ. m. eins og minnzt var á í síðasta blaði. Var þetta fyrsti fyrirlesturinn af fjórum, er hún ráðgerir að lialda hér. í þetta skipti talaði hún mest um samanburð á grískri og norrænni goðafræði, og þýðingu þeirr- ar forntrúar á höggmyndalistina. I æfi- sögu Thorvaldsen komst hún fram að ár- inu 1805. Var gerður góður rómur að máli hennar; talar hún blaðalaust og reiprennandi, og er auðheyrilega all- æfð í ræðuhaldi, þótt um málsnild sé ekki að ræða. Næsti fyrirlestur verð- ur haldinn annað kveld, og þá sýnd- ar skuggamyndir af listaverkum Thorvald- sens, þriðji fyrirlesturinn á mánudag og hinn sfðasti á miðvikudag. Inngangseyrir 50 aurar. Sýalumannsembættið í Vestmannaeyjum er veitt frá 1. ágúst þ. á. Karli Einarssyni aðstoðarmanni á 3. skrifstofu stjórnarráðsins. Við proMÍ asikólann er séra Haraldur Nfelsson annar prest- ur við dómkirkjuna settur til að gegna 2. kennaraembættinu frá 1. júlí næstk. €rteni siraskeyti til Pjóðólfs. Kaupmannahöfn 23. júní. Landvarnir Dana. Christensen neitar að semja um land- varnarfrumvarpið á þeim grundvelli, að landvirki verði reist. Keisaramót á að halda á Eystrasalti. Bretar og Rússar. Rússaherskip hefur skaðskotið hjáfar- andi farmskip enskt. Englendingar æfir og andmæla heimsókn Rússakeisara til sín. Smápisltlar eptir M. J. VI. Þar var öll mín ár í Flatey Gísli gamli Konráðsson á vist, fyrst með konu sinni og barni, og síðan hjá Sigríði gömlu Þór- ólfsdóttur og kerlingum hennar, þegar hann hafði misst bæði. Liíði hann ekki svo fá ár eptir það, sat sí og æ í loðúlpu og með griplur og ritaði bækur sínar fyr- ir Stiptunina frá morgni til kvölds við lítið borð, vart arkarbreitt. Allt var 6- málað og birta af skornum skamti. Boðið var honum betra (af Benedictsen og öðr- um), en þar kaus hann að vera og bíða sinnar stundar; var og fátt, sem truflaði hann — nema hryglan í gömlu konun- um og kæmi einhver að tala við hann. En það kom honum ætíð vel, var kátur og skrafhreyfur og hló svo kotið með kerlingunum hristist. Tveir menn eru enn á lífi, sem þessu mættu betur lýsa, hvor á sinn hátt. Annar er Sighvatur Borgfirðingur sagnfræðingur, sem mest manna umgekkst Gísla; en hinn er Þor- steinn kaupmaður Egilsson í Hafnarfirði, er þá dvaldi fáein sumur hjá Kulds. Hann er manna listgefnastur, sem kunn- ugt er, og henti mikið meinlaust gaman af þessum 17. aldar konum í kotunum, en einkum Norskubúðinni f Flatey. Þá mundi hann og geta lýst Kristjáni „pró- fasti“. Það var jöklari, ekki gamail, hafð- ur við malikvörn og fjósaverk, þægðar- grey, með hundshötuð og hundasiði 1 mörgu; sást greinilega á svip hans, hversu fóttroðnu ættirnar í hinu mikla sjóplássi smámsaman úrættust og orðið skepnuleg- ar. — Einhver frumlegasti karlinn, sem ár- lega heimsótti Flatey var Vigfús álfur, kendur við Brokey, og annar, Arneyjar- Sveinn, en hann var hálfær eða galinn. Hann hafði mállýzku fyrir sig og prédik- aði hvar sem hann stóð, með álíka orð- gnótt og meistari Jón. Hann varð að á- varpa með herra-titli, ef vel átti að fara. Til lengdar varð hann þreytandi. Vigfús álfur var aptur allra karla merkilegastur, manna mestur og sterkastur, baraxlaður, magur, ferlegur á yfirsvip og eins og genginn út úr sjávarhömrum. Hann var frægur fyrir burði og þol, og reri f stór- viðri einn á báti í móti straumum, það sem vel mennt skip gátu ekki. Um hann gengu ýmsar kynjasögur. Eitt sinn hafði hann róið einn á báti utan af Sandi, 12 vikur, í stormi á móti; reri hann þó hálfa viku fram hjá lendingu sinni í Brokey, og er hann var spurður, því hann hefði svo gert, svaraði hann: „Eg vildi ekki láta undan höfuðskepnunni". f öðru sinni, þá er hann lenti, var honum sagt, að stúlka nokkur hefði alið tvfbura og lýst hann föður. Hann svaraði fáu, heldur gekk heim og bað sýna sér börnin. Þá varð Vigfúsi að orði-. „Eg átti von á einu barni vænu, en ekki tveimur litlum". — Þegar Vigfús kom í Flatey, var uppi fót- ur og fit. Og er karlinn hafói kastað mæðinni og hresst sig á víni, lét hann ekki skemmtunina skorta. Helzt talaði hann um guðfræði og rak þá beztu prosta 1 vörðurnar. Biblíuna sýndist hann kunna utan að, heila kafla úr Jobsbók heyrði eg hann lesa upp keiprétta bókarlaust. Við annan fróðleik fékkst hann minna, en margkunnandi var hann og ærið sérvitur. — Einn af frændum og skjólstæðingum Brynjólfs Benedictsens var séra Jóhann gamli í Jónsnesi við Stykkishólm. Hann hafði misst prestsskap, þegar hann gaf Sigurð Breiðfjörð skáld saman og seinni konu hans, er dæmt var tvíkvæni. Hafði Jóhann prestur lengi þótt brokkgengur. Hann kom einu sinni á sumri hverju á litlum báti, ásamt konu sinni, og var það skrftin skipshöfn, hún, lítil og gömul, reri á móti karli sínum, er var hinn hrikaleg- asti rumur. Hann var í kjól, mjög komn- um ti) ára sinna, og bar háan hatt, slit- inn, á höfði. En fróður var hann og ræð- inn. Af honum lærði eg margt um brell- ur Sig. Breiðfjörðs, frænda hans; kunni hann þær sögur reiprennandi. f Jón Bjarnason í Galtafelli. Dúnarminniug'. Þess hefur verið getið í blöðunum í vet- ur, að Jón Bjarnason í Galtafelli andaðist hinn 6. des. s. 1. Einhverra æfiatriða hans sá eg þar getið — eg hef ekki þau blöð við hendina. — En mig minnir að honum væri þar það helzt til gildis talið, að hann hafi verið beztur sjómaður sem skinnklæðst hafi í Grindavík á sinni tíð. Eg þykist sjá það á þessu, að sá er samdi hafi ekki þekkt manninn til hlítar, þó hann kunni að hafa sagt satt, það sem það náði. En mér finnst vel við eiga, að íslenzka þjóðin fái að vita nákvæmar deili á þeim manni, sem bar gæfu til að vera faðir hins þjóðfræga lista- manns Einars myndhöggvara í Kaupmanna- höfn, auk þess sem líf þessa manns var sannarlega þess vert, að á það sé minnst að öðru leyti. Jón sál. var fæddur 28. júnf 1835. Kvæntist Gróu Einarsdóttur frá Byrðjuholti, sem enn lifiir, ásamt 4 börn- um af 7, er þau eignuðust. Hann bjó allan sinn búskap í Galtafelli í Hrunamannahreppi nál. 40 ár. Jón var ekki til mennta settur í æsku fremur en þá var títt; var slíkt skaði mikill um þann mann, því gáfurnar voru bæði skarpar og fjölhæfar. Lítið var hann riðinn við opinber störf, en rúm hans í sveitarfélaginu var svo skipað að fæstra var betur, með- an heilsan entist. Heimili sínu var hann allt. Umhyggju hans fyrir konu og börn- um var að maklegleikum viðbrugðið. Eg held það sé ekki ofsagt, að enginn jarð- neskur faðir geti látið sér annara um börn sín en Jón gerði. Hann naut líka þeirrar ánægju, að auk þess sem þau eru góð börn, þá voru þau öll fædd með góðum hæfileik- um. Þau eru auk Einars, sem áður er getið: Jakob bóndi í Galtafelli, Bjarni húsgagna- smiður í Reykjavík, og Guðný kennslukona í Landmannahreppi. Pað er líka rétt sem skáldið lætur þau segja í seinustu kveðju þeirra til föður síns: Þú beindir okkar hugum hátt þótt húsið okkar væri lágt og koldimm vetrarkvöldin þú kvaddir okkar unga hug til æðra menntalífs á flug þú horfðir hærra’ en fjöldinn, með heiðri barstu skjöldinn. og annað skáld minnist Jóns þannig meðal annars: Sé ekki leikur lof vort og tryggð vegsemd valmennsku vana mælgi átti þá auð ýmsum meiri mætan og fornan og mörgum gaf. Glys dró engan að Galtafelli en í bænum bjó birta og ilur þar varð hlýr hugur hverjum gesti þar gat blómgazt list í barnshöndum. Svo fannst honum sem hvers manns traust ætti á hans umhyggju æfikröfu því áttu vinir hans vitaðsgjafa brúður hans hamingju börn hans föður. Þetta er rétt lýsing; það vita þeir bezt, sem þekktu Jón rétt, en ýmsir misskildu hann. — Við komumst fæstir hjá því. — Jón hafði viðkvæma, en hreina og göfuga sál. Hann gat ekkert aumt séð. Og sann- arlega hafa margir þess að minnast, einkum þeir voluðu og snauðu, að þeir hafi hitt

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.