Þjóðólfur - 09.07.1909, Síða 2

Þjóðólfur - 09.07.1909, Síða 2
112 ÞJOÐOLFUK. um, er snerta kirkjuna og sé kostað af land- sjóði". Undirbúningsmenntun presta. MálsheQandi um það efni var séra Gísli Skúlason, og samþ. með öllum atkv. 3 tillögur svo látandi: 1. Þar sem fundurinn lítur svo á, að af- nám grískukennslunnar sé til mikits hnekk- is fyrir guðfræðisnámið, skorar hann á land- stjórnina að hlutast til um það, að frjálsri grískukennslu yrði haldið uppi að minnsta kosti í efsta bekk menntaskólans, þannig lagaðri, að nemendur byrjuðu þegar á að lesa Nýja Testamentið með málfræðinni. 2. Fundurinn skorar á alþingi, að veita guðfræðiskandídötum ríflegan styrk í eitt ár til dvalar erlendis, þeim til fullkomnunar í mennt sinni. 3. Prestastefnan telur það mjög æski- legt, að komið yrði á við prestaskólann í sumarleyfinu stuttu, visindalegu námsskeiði fyrir presta með fyrirlestrum og samræð- um, og væntir fjárframlaga til dvalarkostn- aðar prestanna". Kristindómsfrœðsla ungmenna. Um það mál flutti séra Magnús Helga- son forstöðumaður kennaraskólans ítarlegt erindi og lauk máli sínu með þessum til- lögum: „1. I stað þess að hingað til hefurkver- íð verið eina fastákveðna námsefnið í kristn- um fræðum undir fermingu, þá verði það hér eptir biblíusögur, trúarjátningin og nokkrir valdir sálmar. 2. Námsefnið sé jafnan útlistað fyrir bömunum, áður en þeim er setl fyrir að læra það. Orðrétt nám sé að eins heimtað á trúarjátningunni, völdum ritningarstöðum og ljóðum. 3. Að öðru leyti verði prestum alveg frjálst, hvernig þeir haga undirbúningi barna undir fermingu. 4. Ef kver er notað til kennslunnar, séu yngri börn en 12 ára alls eigi látin læra það“. Síðar spunnust umræður úr af þessum fyrirlestri séra Magnúsar og þessi tillaga samþykkt með öllum atkv.: „Fundurinn lýsir sig hlynntan stefnunni í fyrirlestri séra Magnúsar Helgasonar, og skorar á biskup að annast um, að út verði gefnar biblfusögur við hæfi yngri barna, og síðar stærri biblíusögur, ætlaðar þroskaðri börnum". Handbókarmálið. Tillaga í því máli samþ. svolátandi: „Prestastefnan væntir þess, að handbók presta verði fullbúin til prentunar á næsta hausti. Prestastefnan heimilar endurskoð- unarnefndinni að bæta manni við sig í stað Hallgríms biskups Sveinssonar, og álítur, að una megi við tilvitnanirnar einar í pistla og guðspjöll, ef þörf gerist vegna útgáfunnar". Kenningarfrelsi presta. Um það efni flutti séra Jón Helgason lektor langan fyrirlestur, og urðu miklar umræður um það mál síðar. Voru prest- arnir yfirleitt mjög hlynntir því, að binda sig ekki við játningaritin, er væru ófull- komin. Og prestaeiðnum vildu menn breyta eða fá hann afnuminn. Mundi séra Jóni Bjarnasyni, ef hann^hefði verið þar kominn, hafa þótt nóg um frjálslyndi íslenzku klerkanna, og hefði þá eflaust ©rðið hvinur nokkur á prestamóti þessu. Að loknum umræðum var samþykkt svo- látandi tiilaga: „í tilefni af fyrirlestri lektors Jóns Helga- sonar (Prestarnir og játningarritin) skorar prestastefnan á biskup í samráði við hand- bókarnefndina að undirbúa breytingu á prestaheitinu og leggja fyrir næstu presta- stefnu". Um altarissakramentið hélt séra Haraldur Níelsson fyrirlestur f Þingvallakirkju fyrir lokuðum dyrum, en engin ályktun var tekin í því máli. Annan fyrirlestur flutti Sigurbjörn A. Gfslason kand. theol. um s á 1 g æ z 1 u. Rætt var og um altarisgöngu og um útgáfu sálmabókarinnar. Var skipuð nefnd til að hugleiða, hvort tiltækilegt væri að gefa út viðbæti við sálmabókina og í hana kosnir: Gísli Skúla- son, Kristinn Daníelsson, Sig. P. Sivert- sen. Um prestekknasjóðinn barbisk- up fram svolátandi tillögu: „Prestastefnan minnir alla presta á það, að greiða árstiliög til prestekknasjóðsins". Um bindindismálið og að- flutningsbannið báru þeir fram til- lögu séra Magnús Björnsson og séra Sig. P. Sivertsen, en nokkuð var þeim and- mælt. Tillagan var svo látandi: „Prestastefnan treystir áfram fylgi hinnar íslenzku prestastéttar við bindindismálið og aðflutningsbannið". Fyrri liðurinn samþ. með 20 samhljóða atkv., en síðari liðurinn (um aðflutnings- bannið) með 17 atkv. gegn 4. Um jafnrétti kvenna flutti séra Haraldur Níelsson og séra Ól. Ólafsson fríkirkjuprestur þéssa tillögu : „Prestastefnan lýsir fyllsta samhug með jafnréttiskröfum kvenna". Till. mætti nokkrum andmælum, en var þó samþykkt með 18 atkv. Kirkjufélagi Vestur-íslendinga var þakk- að með sérstakri tilllögu fyrir heillaóska- skeyti, er það hafði sent prestastefnunni. Með fundarályktun var og landstjórn- inni þakkað fyrir lán á húsnæði presta- stefnunnar, Miklaskála. Um dagmál á sunnudagsmorguninn 4. þ. m. sagði biskup prestastefnunni slitið, og þakkaði mönnum fyrir komuna. Gat hann þess, að hann hugsaði til að halda næstu prestastefnu (að ári) á Hólum í Hjaltadal, og að þá mundi fara fram f Hólakirkju vígsla Hólabiskups, þ. e. vígslu- biskups þess, er klerkar í Hólabiskups- dæmi hinu forna eiga að kjósa samkv. lögum frá síðasta alþingi. En vfgsla Skál- holtsbiskups mun fara fram í haust að und- angenginni Ieynilegri atkvæðagreiðslu með- al klerkdómsins. Verða atkvæðaseðlarnir við þá kosningu opnaðir af biskupi 6. september. Að lokum flutti séra Valdi- mar Briem guðsþjónustugerð í Þingvalla- kirkju á sunnudaginn, en séra Eggert Páls- son var fyrir altari. Allmargt aðkomumanna var saman kom- ið á Þingvelli þessa dagana, er prestastefn- an var þar, einkum úr Reykjavík, þar á meðal allstór hópur ungra stúlkna úr Ung- mennafélagi Reykjavíkur, er höfðu farið þangað austur fótgangandi. Þótti presta- mót þetta fara vel fram og miklu fjöl- breytilegra og frjálslegra, en synodusnefn- urnar hér áður 1 höíuðstaðnum. Úti — inni. (Niðurl). Það mun nú öllum ljóst, að e ungmennafélög vinna í þá átt, sem hér hefur verið á vikið, þá hafa þau stigið fyrsta sporið í þá átt, sem þjóð vor þarf að stfga og v e r ð u r að stíga, ef hún vill ekki eiga það á hættu, að verða eftirlegu- kind í aldahafinu og veslast upp, eða ein- hver henni hyggnari egnir fyrir, innbyrðir og gleypir. Við eigum það víst, að drag- ast lengra og lengra aftur úr á framsókn- arbrautinni, ef leið vor á framvegis að liggja um blautar fúamýrar, tún með fjall- háum þúfum og kvistlausar heiðar. Það verður að rækta Iandið og klæða, Þyggja nýbýli og sópa og hreinsa þau eldri; að öðrum kosti fjölgar fólkinu aldreí í sveitunum. Ungmenni hverrar þjóðar eru framtíðar- stofnar hennar. A þeim stofnum byggir hún framtíðarvonir sfnar, og undir þeim er það að miklu leyti komið, hvort þær vonir verða að eins hyllingar eða þær uppfyllast. Ungmenni íslands, þið, sem nú eruð uppi, hafið bundizt öflugri og víðtækari félagsböndum, en nokkur önnur uppvaxandi kynslóð hefur áður gert hér á landi. Heróp ykkar bergmálar frá ein- um hnúknum til annars, endurtekur sig í hálsum og hlíðum og skefur innan dal- botnana. Þið heitið á öll ungmenni lands- ins að vinna af fremsta megni að öllu þvf, er ættjörðinni megi verða til gagns og sóma. Það heyrist á ykkur, að þið viljið plægja og sá, róta f og umturna gamla jarðveginum. Með því að vinna að ræktun landsins, berjist þið fyrir fagurri og gagnlegri hugsjón og keppið að hærra marki, en flestir forfeðranna hafa gert. En er þá ekki markið, sem hér hefur verið bent á, of hátt sett! Erekki kröpt- unum ofvaxið að ná því? í kaupstöðum og þéttbýlum þorpum er auðgert að vinna mikið í þessa átt. Þeir sem hafa miklar kyr s e t u r eða kyr- stöður, geta hlaupið út á blettina að enduðu dagsverki, þegar veður leyfir, og unnið þar stundarkorn. Flestir vita, að það er þeim að eins til hressingar og heilsubótar, og enginn óskar sér heilsu- brests. Hinir, sem stunda líkamlega erfiðis- vinnu, geta einnig hjálpað mikið til, eink- um á laugardagskvöldum, að ógleymdum einhverjum hluta sunnudagsins. Sveitabúar eiga miklu erfiðara aðstöðu; hjá þeim eru vegalengdirnar að og frá blettinum svo tilfinnanlegar. Þeir mundu því einkum verða að nota laugardags- kvöldin og sunnudagana, og ef til vill ein- hvern hluta næturinnar, þegar hún er björt. Það mun ykkur hvorki þykja leið- inlegt né hart aðgöngu. — Sfðari hluta laugardagsins leggið þið af stað að heim- an, með skóflu eða annað áhald í hönd- unum, því að sérhver verður að hafa það verkfæri með sér, er hann þarf að nota. Hóparnir safnast úr öllum áttum að blett- inum, þegar á kveldið lfður. Þar er verk- stjóri til taks, er þið hafið valið, og segir fyrir verkum, eða hver tekur til starfa, þar sem áður hefur verið ákveðið. Um nóttina sofið þið í tjöldum eða tréskúrum, sem þið hafið útvegað. Þið rísið snemma úr rekkju að morgni og vinnið fram eftir sunnudeginum, eptir því sem tími og á- stæður leyfa. Síðari hluta sunnudagsins komið þið svo aptur heim og eruð til- búin að taka til ykkar venjulegu starfa næsta morgun. Er eg viss um, að þið gangið hvorki þreyttari né óglaðari að vinnu yðar þann mánudagsmorguninn, heldur en hina, jafnvel þó að þið þá hafið varið sunnudögunum til þess að hlusta á meðalræðu í kirkju eða húslestur í góðri postillu. Mánudaginn næstan eptir að þið hafið unnið f blettunum ykkar, lifið þið í glaðri endurminningu um sam- fund við kunningja og vini og fagurri von um nýja og áður óþekkta ávexti, sem fram- tíðin færir. A þann hátt getur sunnu- dagurinn borið sólfagra ávexti, varpað sunnubjarma inn í sálirnar og breitt hlýja geisla út yfir alla hina daga vikunnar. Ungmennafélagar og öll ungmenni ís- lands! Þið hljótið að sjá, að varla mun ókleyft að ná markinu, ef dugur og ráð haldast í hendur, eg hér er ekki unnið til stundargamans eða fyrir skammvinna fegurð. Alvaran liggur á bak við. Þið eruð að stfga þýðingarmikið spor í menn- ingaráttina — þ i ð eruð að nema landið á ný — leggja það undir ykkur, draga þá fjársjóðu út úr fylgsnum náttúr- unnar, sem feður vora skorti vald til að ná f. Það væri óneitanlega gaman, að geta sagt fyrir, hverjum bezt mundi ganga land- námið; en það er engum kleyft. En heyrðu! — eg spyr sérhvern ungmenna- félaga fyrir sig — væri ekki mikið leggj- andi í sölurnar fyrir það, að hafa fyrstur orðið til þess, að lúka við að rækta svo stóran blett, að framfleytt gæti lítilli flölskyldu? Mundi ekki opt verða minnzt á meðlimi þ e s s félags, og þeir teknir til fyrirmyndar? Og þá má ekki gleyma því, að ótal aðrir blettir mundu gróa upp í skjóli reitanna ykkar. Þessar aðfarir ykkar mundu sem sé verða bezta hvötin fyrir alla hugsandi bændur f nágrenninu, til þess að hrinda fram jarðabótum ept- ir megni. Þeir mundu meðal annars læra að gefa smástundunum meiri gaum, hatast við þúfur og ófrjóa móa og gera mun á ræktuðu og óræktuðu landi. Víst er um það, að þið sem nú eruð uppi, sem dragið fyrstu plógförin og sáið fyrstu fræjunum — uppskera ykkar'verður létt á metunum 1 samanburði við erfiðið. En einn ávöxt eigið þið þó vísan: með- vitundina um það, að hafa unnið eins mikið og í ykkar valdi stóð að velmegun eptirkomendanna og framförum þjóðar- innar í heild sinni, meðvitundina um það, að hafa lagt hornstein þeirrar hallar, sem gnæfa mun við himin og aldrei hrynja, svo lengi sem land vort er bygt. Er s á ávöxt- ur lítils virði? A hvítasunnud. igog. Eg. Erlendsson. Minni Jte Sigurðssonar (sungið í kennaraskólanum 17. júní 1909). Vér fögnum þegar ljósið rökkrið rýfur, og rennum þakkaraugum himni mót. Én oss ber líka’ að krýna þann sem klýfur af krepptum fjötur — leysir marinn fót. Því gegnum myrkrið máttur þeirra Ijómar, í margra sálum getur af sér Ijós, sem megna að losa mædda þjóð úr dróma í móum berum græða rós við rós. — Að sjá oss kvalda sárt fanst honum Jóni, því sigur lífsins honum kærstur var; hann unni sannleik, unni gamla fróni og a f þ v í starf hans dýran ávöxt bar. Hann hopaði’ aldrei hörð þó yrði þrautin, en hjó í runninn þann er fastast stóð — frá neyð og hungri braut hann okkur brautir og bjó oss sól, er lýsti heilli þjóð. Hann svaf ei alltaf sumardaga bjarta, og saug ei merg úr bændum þessa lands, né stefndi fleini þeim að þjóðar hjarta, sem þrótt og sannleik vægi í brjósti manns. — — Og hollt mun oss, ef hyggjum vér að nýta oss helga sjóðinn þann, er Gissur fól að vaka — ef sumar langar oss að líta — er ljómar skærast júnímorguns-sól. Hans ósk var sú, að þ r ó 11 s i n n þekktu landar og þekktu lífsins réttinn, sem þeim ber. Hann vissi’, að grimma gustnótt eyði- sanda oss guð ei hafði dæmt né ætlað hér. Og guðs hann hjartamál á skjöld sinn skráði: að skylt sé oss að vinna landi’ og þjóð. Og minning hans skal lýsa voru láði og láta oss öðlast misstan frægðar sjóð. Sigurður Arngrímsson.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.