Þjóðólfur - 23.07.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 23.07.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR I 2 I flestra skynbærra dómi, verið aðalafl og vernd Islenzku þjóðarinnar um margar aldir, og haldið henni uppi, huggað hana, hjálpað henni og komið henni sem sér- stakri sjálfstæðri þjóð fram á þennan dag, gegnum allt aldanna stríðið, sem hefur verið, eins og flestir vita, harla margt og strangt. Og þessi íslenzkan mun og verða framvegis aðalkrapturinn og sigurinn fyrir einstaklingana og þjóðina í allri lífsbarátt- unni fyrir frelsi og farsæld. Þetta veit og finnur og skilur Ung- mennafélagið, og gerir því trúarbrögð sfn að undirstöðumáli allra annara mál- efna sinna og eflingu þeirra að einu aðal- verkefni sínu. En það fer ekki hátt með þetta fremur en annað hjartans mál, og sýnir það frem- ur í verki en orði. — En það er frjáls- lynt og umburðarlynt í trúarefnum, enda þótt það þoli ekki léttúð eða fyrirlitn- ingu í þeim dularfullu og háleitu efnum. Og þar leitar það líka sannleikans, rétt- lætisins og kærleikans eigi síður en í öðr- um efnum, og reynir að komast til hins réttasta skilnings. Og þar finnur það líka þann sannleika, það réttlæti og þann kærleika, sem allt annað má mælast og miðast við, og hlýtur að vera takmark alls og allra: lfkamleg og andleg heilbrigði, stundleg og eilíf velfarnan. Og þessi trú- arbrögð okkar, kristna trúin, Krists trú- in, meo sínu innra og ytra siðferði, verð- ur og þeim kraptur og sigur í allri bar- áttunni fram að takmarkinu. Þannig er nú, og þannig fer það að, þetta ungmennafélag, sem fyrir mér vak- ir og sem verður elskað og virt og bless- að af samtíð og framtíð, og nær tilgangi sfnum og takmarki. Og eitthvað Ifkt þessu eiga og þurfa öll ungmennafélög að vera, ef þau hugsa til að ná tilgangi slnum, en þó allra helzt ungmennafélög í íslenzkri sveit. Eitthvað þessu líkt verður þú llka að vera og gera, kæra ungmennafélag okk- ar, þú, sem heitir og vilt vera landvörn sveitar þinnar. Þér félagar eruð margir kær og góð fermingarbörn mín; og meðal hinna eldri yðar tel eg suma með beztu vinum mínum. — Eg veit og hef reynt, að í yður öll- um býr margt og mikið gott og gæfu- vænlegt, og að þér eflaust hafið einlæg- an vilja til góðs eins. En um suma yð- ar veit eg, að brennheit þrá býr f brjósti þeim eptir að keppa réttilega og komast að takmarki félags yðar. — Þér getið því þessvegna nærri, að eg ann yður og vil yður vel og óska yður góðs eins, einsog aðrir vinir yðar, sem horfa til yðar með heilögum vonum og heitum og hreinum óskum. Og þér getið því nærri, að sér- hver vonbrigði um yður muni vera sár þeim, sem yður unna. Én sárt verður það líka fyrir yður sjálfa, ef yðar eigin góðu vonir og óskir um félagsskap yðar bregðast, ef þér fyr eða síðar sjáið og verðið að kannast við, að félagsskapur yðar sé eða verði allt annað og lakara, en vera átti og þér vilduð. — En eg held, eg tel víst, að þessi sáru vonbrigði verði aldrei, ef þér verðið og vinnið á líkan hátt og eg hef nú lýst. Og eitt er eg alveg viss um, og vil taka það sterklega fram, að þér eig- ið. þér þurfið, þér verðið að byrja á sjálfum yður og á heimilum y ð a r, að fullkomna sjálfa yður og þau, og farsæla, efla búsæld og alla blessun hver á sínu heimili, og veita hver öðr- um hvöt og hjálp til þess. Og ef yður tekst þetta, þá er líka hitt komið, næst- um af sjálfu sér, að öll sveitin uppbygg- ist og hefst upp til hagsældar og hvers kyns frama og manndóms. Og þá getur og gerir hvert heimili og sveitin öll, að verka uppbyggjandi og upplyptandi út frá sér í allar áttir.'J Góðir vinir, sem viljið og ætlið að reisa við, efla og útbreiða allt íslenzkt, gott, göfugt og gagnlegt, og yfir höfuð innleiða styðja og verja allt heillaríkt og fagurt, hvaðan sem það kemur og hvar sem er, en varna og verjast öllu illu, öllu einskisverðu, öllu auðvirðilegu, öllu ljótu og ógiptusamlegu, hvort sem það er ís- lenzkt eða danskt eða enskt eða hvaðan sem það er — eg segi yður satt og eg veit að þér sjáið og trúið. Ekkert er íslenzkara en fslenzkt heim- ili upp í íslenzkri sveit, ekkert jarðneskt er betra en þar að lifa og búa við bless- aða búsæld og búskaparprýði, íslenzkar dyggðir og íslenzka ánægju, og ekkert heldur gagnlegra jafnt inn á við og út á við fyrir sveitina og sveitungana, og landið allt og þjóðina. Þetta er m í n hjartans sannfæring og hjartanleg ósk um, að einnig þér lítið eins á. — Mig langar innilega til, að þú, kæra félag, verðir fyrirmyndarfélag, sem á mætti benda til eptirbreytni, sannnefnd landvörn í öllum skilningi fyrir þessa feðra- og mæðrasveit þína, og víðar og vlðar um landið, og að þú verðir elskað og virt og blessað af samtíð og framtíð, elskað og virt og blessað af foreldrum og húsbændum, og yfir höfuð öllum, sem kynnast þér og þú nær til. Og eg veit, að einnig þig langar nú innilega til hins sama, og ætlar þér með góðum vilja og guðshjálp að verða þetta allt. Svo enda eg með því að óska og biðja með þér, að guð staðfesti með þér þennan góða ásetning, styrki þennan góða vilja og gefi honum sigur, þann sigur, að þú verðir fyrirmyndar-ungmennafélag, elskað og virt og blessað af samtlð og framtíð. €rlenð símskeyti til Pjóðólfs. Kaupmannahöfn 17. júli. Nýr kanzlari. Bethmann-Hollweg innanríkisráðgjafi er orðinn kanzlari Þýzkalands. Uppreist í Teheran. I Teheran (í Persíu) er uppreist. Keis- arinn (Shahinn) hefur flúið á náðir rúss- neska sendiherrans. Landvarnarmál Dana. Christensen er ósveigjanlegur. Nefndin f landvarnarmálinu er fimmklofin og ráða- laus. 21. júli. Clemenceau fallinn. Flotamálaþref hefur steypt Clemencau (forsætisráðherra Frakka) skyndilega. — [Hann hefur verið yfirráðgjafi síðan 23. okt. 1906). Ófriður í Marokkó. Kabýlar í Marokkó berja á Spánverjum. Frá Grikkjum. Ráðaneytisskipti á Grikklandi. Rhallys tekinn víð stjórninni. Frá Persum. Krónprinz Persa tekur þar við ríkis- stjórn eptir föður sinn. * * * Theobald v. Bethmann-Hollweg, sem nú er orðinn ríkiskanzlari Þýzkalands, er rúmlega fimmtugur maður (fæddur 29. sept. 1856). Hann var 1899—1905 yfir- president í Brandenborgarfylki, varð inn- anrlkisráðgjafi 1905, en sleppti því em- bætti 1907 og varð innanríkisritari og varaforseti ráðaneytisins, en sú staða geng- ur næst kanzlarastöðunni, enda tók hann nú við af Búlow fursta, er gegnt hafði þessu vandasama og virðulega embætti nærfeilt 9 ár (frái7. okt. 1900) enda orð- inn fullsaddur á því. Eins og sést af síðasta skeytinu hefur Persakeisari (Shahinn), Muhamed Ali Mirza, orðið að leggja niður völdin vegna uppreisnar í landinu, er verið hef- ur að magnast síðan hann tók við völd- um fyrir rúmum 2 árum eptir föður sinn, Muzaffer-ed-Din (•}• 9. jan. 1907). Erhann að eins 37 ára gamall, en elzti sonur hans, Hussein AIi Mirza, er að eins 14 ára gamall, svo að hann er vit- anlega ekki stjórnandi nema að nafninu til, en völdin að lfkindum mest í hönd- um Rússa, er lengi hafa verið að keppa við Englendinga um yfirráðin þar í landi. Getur því orðið ófriðartundur milli þess- ara stórvelda út úr vandkvæðunum 1 Persíu, V19 skiptar áðan autur samkvæmt nýju fjárlögunum er settur Bjarni Jónsson alþingismaður frá Vogi, fyrst um sinn frá 1. ágúst næstk., með því að fjárveiting handa fulltrúa þessum var tekin upp í fjáraukalög 1908 og 1909. Mun Bjarni eiga að hafa aðalaðsetur sitt í Hamborg. Auk hans sóttu um sýslan þessa: Gunnar Einarsson kaupmaður, Einar Markússon umboðsmaður og Páll Stefánsson umboðssali. Lögreglustjóri á Siglufirði í sumar er skipaður Krist- án Linnet yfirréttarmálfærslumaður. Grænlandsfar danskt, er nefnist »Alabama« hefur legið hér á höfninni nokkra daga. Það er segl- skip lítið með mótor, og lagði at stað frá Kauph.höfn 20. f. m. áleiðis til Græn- lands til að leita uppi leifar, er finnast kynnu eptir Mylius-Erichsen á austur- strönd Grænlands norðarlega. Formaður fararinnar er Einar Mikkelsen, og með honum 6 ungir menn, allir danskir: Aagaard, Jörgensen, Laub, Hans Olsen, Georg Poulsen og Unger. Skipið kom við í Færeyjum og átti að taka þar græn- lenzka sleðahunda, en er þar kom, voru þeir flestir dauðir úr hundafári, en suma varð að skjóta. Þess vegna verður skipið að koma við í byggð á Grænlandi, til að ná sér í hunda, og við það lengist leiðin. Frá Grænlandsbyggðinni heldur Alabama svo til Dýrafjarðar og svo norður fyrir ísland og þaðan vestur að Grænlands- strönd, svo framarlega sem hundar fást, en fáist þeir ekki, verður að halda heim við svo búið. Sildarmatsmenn. Sfldarmatsmaður á Akureyri er skipað- ur Jón Bergsveinsson skipstjóri í Hafnar- firði, en á Siglufirði Jakob Björnsson kaupmaður á Svalbarðseyri. Langferðamenn hér í bænum um þessar mundir eru Arni Arnason umboðsmaður í Höfða- hólum, Finnur Jónsson prófessor og Gísli ísleifsson sýslumaður Húnvetninga. Danski ferðamannahópurinn fór héðan heimleiðis með »Sterling« í gærkveldi. Þeir úr honum, er fóru til Geysis og Gullfoss, höfðu optast hreppt bezta veður og kvað hafa látið vel yfir ferðinni. Guðmundur Hannesson héraðslæknir fór til útlanda með »Ster- ling« í gærkveldi. Ætlar að verða 1—2 mánuði í burtu. ,,Ziethen“, þýzkt skólaskip, kom hingað í morgun. Stykkishólmsbrygfljan var vfgð 18. þ. m. og er hún allmikið mannvirki. Hafði landsjóður veitt 5,000 kr. styrk og 10,000 kr. lán til þessa fyr- irtækis, en bryggjan verður eign kaup- staðarins. — Guðm. sýsluraaður Eggerz hélt vígsluræðuna. 125 og með honum hollenzki Sam og Tom Owen, sem áttu að aðstoða hann. Hann var ber niður að mitti, var 1 hvítum léreptsbuxum og með hvíta silkisokka og skó á fótunum. Hann var girtur gulu belti, og um hnén hafði hann bundið ofurlitlum, mjóum borðum samlitum, og blöktu endarnir fyrir vindinum. Hann hafði háan, hvítan hatt f hendinni, og um leið og hann hljóp eptir brautinni, sem haldið var opinni inn að leiksviðinu, kastaði hann hattinum í háa lopt, svo að hann lenti fyrir innan girðinguna. Síðan henti hann sér í tveim stökk- um yfir ytri og innri hringlínuna og staðnæmdist á miðju leiksviðinu og kross- lagði handleggina. Sir Lothian Hume hafði hvað eptir annað verið að lfta á úrið sitt og var sýnilega órótt innanbrjósts, en nú stakk hann því aptur f vasann sigri hrósandi. »Tíminn er útrunninnU kallaði hann upp. »Þér hafið tapað«. »Tíminn er ekki útrunninn ennþá«, sagði Craven. »Eg á enn eptir fimm mínútur«, sagði frændi minn og skimaði með ör- væntingarsvip 1 kringum sig. »Ekki nema þrjár, Tregellis«. Nú fór töluverður kurr að gera vart við sig í hópnum. »Það eru saman- tekin ráð. »Þetta eru svik!« var kallað upp. »Tvær mínútur, Tregellis«. »Hvar er hnefleikamaðurinn yðar, sir Charles? Hvar er maðurinn, sem við höfum verið að veðja um ?« var nú hrópað úr öllum áttum og hvaðanæfa blasti við okkur gremjusvipurinn á andlitum áhorfendanna. »Ein mínúta eptir, Tregellis. Mér þykir það leitt, en eg neyðist víst til þess að lýsa því yfir, að þér hafið orðið undir«. Allt f einu kom ið á mannfjöldann; það kvað við óp, og gömlum, svört- um hatti var hent upp í loptið og féll hann niður fyrir innan marklínuna. »Sem eg lifandi, er okkur borgið !« hrópaði Belcher upp yfir sig. »Eg býst við, að þetta muni vera minn maður«, sagði frændi minn of- boð rólega. »Of seint!« hrópaði sir Lothian. »Nei«, svaraði leikdómarinn. »Það voru ennþá 20 sekúndur eptir. Við- ureignin getur nú byrjað*.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.