Þjóðólfur - 03.09.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.09.1909, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 3. september 1909. JV 37. frælslumál barna. Eptir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson. m. Það er nú rétt að athuga, hvað helzt hefur verið að fræðslulögunum fundið. Fyrst mun vera það, að þau fyrirskipa skólaskyldu. En það er nú höíuðkostur laganna, ásamt því, að öll kennsla sé ókeypis. Þetta tvennt, með skólaskylduna og fríkennsluna, er rösklegasta sporið í siðmenningaráttina, sem Islendingar hafa stigið í margar aldir, og það væri beint spor burt frá vegi menningarþjóðanna og í áttina til menningarleysis, að afnema skólaskylduna aptur. Og svo nær nú þessi skólaskylda, sem um er kvartað.eigi lengra en það, að barnið á að njóta skólakennslu í 2 mánuði á ári, minnst í 4 vetur. Það verður þá sama sem skólaganga um eitt ár með 8 mánaða námsskeiði, og minna er nú varla hægt að heimta; minna má þetta alls eigi vera, og að bjóða íslenzk- um æskulýð minna* gengi glæpi næst, og væri þvi ofmikið lítillæti fyrir hönd barn- anna. Heldur mætti finna að því, að þessi lögboðni tími væri of stuttur; en í farskólum upp til sveita hjá góðum kenn- urum hygg eg, að komast megi af með hann fyrst um sinn. Mér hefur nefnilega virzt, að börn hjá góðum farkennara af- Ijúki nærfellt eins miklu námi, eins og börn í sjótúnum, þar sem barnaskólar eru í betra lagi, afljúka með 5 mánaða náms- tíma (skólafríin eigi talin með). Þetta hefur sínar eðlilegu orsakir. Framfarirnar við námið verða ávallt miklu meira sein- fara, þar sem fjöldi barna er saman í kennslustoíu,. heldur en þar sem þau eru sárfá; því bæði er það, að við fjöldann verður mismunurinn meiri á þeim, er langt og skammt eru komnir, svo að hinir gáfaðri nemendur tefjast nokkuð af hin- um lakari. og svo er hitt, að minna gagn verður að kennaranum íyrir hvern ein- stakan nemanda í stórum hóp, en smáum. Það er t. d. stór munur á, hvort maður hefur 32 nemendur í tíma, eðaeiginema .8, svo sem iðulegast er í farskólum. Sam- kvæmt þessu væru heimaskólar vitanlega beztir, en það er alveg ómögulegt að fá svo marga hæfa kennara, sem heimili eru i landinu, og svo yrði það óviðráðanlega dýrt fyrir hverja fjölskyldu, að taka sér húskennnara fyrir sín börn ein. Þó eigi sé miðað nema við Reykjavík eina, yrði það ókleift, og því hafa menn alstaðar f heimi fundið bezt, að sameina sig í þessu ■og stofna almenna skóla. En hvað sem nú þessu líður, þá er skólaskyldan sið- menningarnauðsyn, og vér verðum eflaust síðar þeir menn, að setja markið hærra heldur en þessa tvo mánuði, sem nú þykja sumum oflangur tími. Annað, sem að lögunum er fundið, mun það vera, að þekkingarkröfur séu ofmiklar. En það er eigi gott að vita, hvað þeir menn eiginlega vilja, er slíkt tala. í skript og kristindómi er heimt- að alveg hið sama, sem áður var lög- boðið, og 1 reikningi hér um bil hið sama. I landafræði er heimtað miklu minna, en venja hefur verið hér vestra um nokkur ár að kenna, og sömuleiðis 1 náttúruvlsindum og mannkynssögu. Þetta er stór galli á lögunum, að þau skuli færa markið niður, frá því sem duglegir farkennarar og ræktarsamir foreldrar hafa sett það. Og ofan á þessa ómynd lag- anna bætist svo misréttið. Ef t. d. börn mín væru fædd suður á Akranesi eða annarstaðar, þar sem góður barnaskóli er, þá er sjálfsagt að veita þeim fræðslu í sögu, landafræði og náttúruvísindum og allt, sem í skólanum er kennt. En afþví þau eru fædd hér vestur í Dðlum, þá er engin skylda að kenna þeim þetta. Börn- in eiga sem sé að gjalda þess, hvar þau eru fædd. Það er óhæfa, kröfurnar eiga að vera alstaðar hinar sömu. Og það er undarlegt lítillæti hja þeim sveitamönn- um, sem gera sig ánægða með þetta fyrir hönd barna sinna, öldungis eins og börn þeirra væru óæðri verur heldur en kaup- túnabörnin. Samt eru nú sumir svo, og þykir þetta of mikið allt saman. Hér vesturfrá ber samt eigi á neinni veru- legri óánægju með fræðslulögin, sem kemur af því, að víða hér var kennt ná- lega allt það, sem þau heimta, og í sumu meira til, og því gera þau hérna mjög litla breytingu. Hvað þetta, er nú var nefnt, snertir, þurfa þó kröfurnar beinleiðis að hækka en eigi lækka. En svo koma kröfurnar með móðurmálið (Iestur, málfræði, rétt- ritua, ritgerðir, kvæðanám, bókmennta- saga), þær þykja langt of háar, og þær hafa líka í sannleika stórum hækkað. En hver sál, sem einhver ærlegur dropi af íslenzku blóði er í, ætti eflaust að telja þetta hreinan kjörgrip í lögunum, er sízt má missast. Islendingar eru nú að berj- ast fyrir sjálfstæði sínu gagnvart útlendu valdi, þess vegna ríður oss lífið á, að hlynna að öllu, sem þjóðlegt er, eink- um hjá æskulýðnum, svo sönn ætt- jarðarást geti dafnað í sálum hans. Hér má engin tilslökun eiga sér stað, hún er svik við ættjörð og afkomendur. Svo sem sönn menntun er eini ugglausi grund- völlurinn fyrir efnalegri velmegun hverrar þjóðar, svo er hún eigi síður máttarstólpi ættjarðarástarinnar með hverri þjóð. Þetta kemur af því, að andinn stjórnar líkam- anum við störf hans, og því er ræktun andans mest um verð; en sá andi einn, sem fræddur hefur verið, kann að meta og elska helgidóma fósturlandsins og ættþjóðar. hafa gengið óvenjulega stirðlega, og hefur sundrungin í landvarnarmálinu valdið því. I þjóðþinginu eru nú 7 flokkar, og þurfa að minnsta kosti 3 þeirra að slá sér sam- an til þess að mynda meiri hluta, en skoðanir þeirra í landvarnarmálinu hafa verið svo skiptar, að lítt þótti hugsanlegt, að það mundi takast. Hægrimenn og hinir frjálslyndari íhaldsmenn álíta nú- verandi landvarnir Dana ónýtar og einskis virði, og telja það llfsskilyrði, að víg- girðingarnar umhverfis Kaupmannahöfn verði auknar og bættar að miklum mun, bæði sjávarmeginn og landmeg- inn. Jafnaðarmenn og gerbreytinga- menn (radikaie) álíta aptur á móti, að stór hætta stafi af því fyrir landið, að höfuðborgin sé víggirt, og vilja því láta leggja víggirðingarnar niður. Um- bótaflokkurinn, sem fylgir J. C. Christen- sen, vill leggja niður víggirðingarnar land- meginn, en auka þær og bæta sjávarmeginn. Það vilja einnig miðlunarmenn, með Neer- gaard í broddi fylkingar, en 1 stað land- virkjanna, sem niður verði lögð, vilja þeir byggja nýja röð af virkjum, en minni miklu og færri, heldur en hægrimenn telja nauðsynlegt. Þeim hefur einnig fylgt nokkur hluti af umbótaflokknum. Hefur Neergaard gert hverja atrennuna á fætur annari til þess að fá J. C. Christen- sen til að slaka eitthvað ofurlítið til og ganga í bandalag við sig, en hann hefur setið fastur við sinn keip og ekki viljað þoka minnstu vitund. Varð það til þess, að umbótaflokkurinn klofnaði. 11 þing- menn úr honum, sem fylgdu Neergaard, sögðu sig úr honum, og mynduðu sér- stakan flokk, svo að Christensen hafði ekki eptir nema 27. En hann var jafn- ósveigjanlegur fyrir það. Þá gafst Neer- gaard alveg upp og sagði af sér. Virtist þá sem ókleyft mundi að stofna nýtt ráðaneyti, er fengið gæti meiri hluta þings- ins með sér í landvarnarmálinu. Mogens Friis greifi, foringi hinna frjálslyndári íhaldsmanna, gerði tilraun til þess, en gafst upp þegar á fyrsta degi, með þvl að hann sá þess engan kost, að koma fram sínum skoðunum í landvarnarmálinu. Virtust þá ekki nema tveir kostir fyrir nýtt ráðaneyti, annaðhvort að taka málið alveg út af dagskrá og láta það bíða betri tíma, eða þá leysa upp þingið og bera málið enn á ný undir þjóðina með nýjum kosningum, en það þótti öllum flokkunum áhætta mikil. Um þetta leyti sat Richelieu aðmíráll opt á ráðstefnu með konungi. Richelie þessi var langa hríð í Síam; var hann manna mest met- inn af Sfamskeisara, og átti allmikinn þátt í stjórn landsins um tíma. Segja sum blöðin, að hann mundi hafa í hyggju að skera hnútinn, 1 stað þess að leysa hann, eða með öðrnm orðum, rjúfa stjórn- arlögin. Auðvitað mótmælti hann þessu síðar, og kvaðst einungis hafa ætlað að reyna að mynda ráðaneyti á fullkomlega löglegan hátt, og verður að taka það trúanlegt. En þegar allt virtist komið 1 óefm, þá tókst maður, sem kominn er á áttræðis- aldur og ekki hefur komið nærri danskri pólitík 20 ár, á hendur að koma á sam- bræðslu milli flokkanna í landvarnarmál- inu og mynda nýtt ráðaneyti, og þetta tókst honum fyr en menn varði. Maður- inn var Holstein-Ledreborg greifi. og var skýrt frá honum nánar í 35. tbl. Þjóðólfs, þegar símfréttin kom um myndun ráða- neytisins. Málalok þessi þóttu því kynlegri, sem það hafði fáum dögum áður verið haft eptir honum, að landvarnarmálið væri komið í þá flækju, að úr henni yrði ekki greitt. Honum tókst samt að greiða úr henni, fyrst um sinn að minnsta kosti, því að hann fékk sætt þá Christensen og Neergaard og tók þá báða upp í ráða- neyti sitt. Sætt þeirra var á þann veg, að landvirkin við Kaupmannahöfn skyldu standa rúm 12 ár, eða til 1. apríl 1922, en síðan skyldu þau rifin niður. Þó var það beinlínis tekið fram, að stjórn og og þingi skyldi frjálst að breyta þeirri á- kvörðun innan þess tíma, og mun það verða að skilja svo, að þeir sem þátt tóku í sætt þessari, munu ekki telja sig skylda til að framfylgja þessu ákvæði, ef víggirðingin skyldi síðar fá meiri vind f seglin. Það má því heita, að þetta sé fremur frestun á úrslitum málsins, heldur en nokkur endanleg úrslit. Auk fylgj- enda Neergaards og Christensens ætla menn, að meiri hluti hægrimanna muni veita þvl liðsinni sitt, að landvarnarlög verði samin á grundvelli sættar þessarar. Hvernig ráðaneytið er skipað, hefur áður verið skýrt frá. Er það að eins I lítið breytt, frá því sem áður var. Að eins tveir ráðherrar úr eldra ráðaneytiuu hafa orðið að þoka alveg í burtu: Brun fjármálaráðherra og Jensen-Sönderup sam- göngumálaráðherra. Hafði Brun getið sér lttinn orðstfr í ráðherrasessi, og furð- aði því engan á, þó að hann færi frá við fyrsta tækifæri. Hitt vakti meiri at- hygli, að Jensen-Sönderup skyldi fara frá og Thomas Larsen, sem var framsögu- maður umbótaflokksins í umræðunum um Alberti, tekinn í hans stað. Þykjast menn hér kenna reiði Christensens, og segja ; blöðin, að þetta sé pólitisk hefnd, því að I Jensen-Sönderup var sá atkvæðamesti af 1 þeim ráðherrum úr umbótaflokknum, sem j snerú baki við Christensen og aðhylltust stefnu Neergaards í landvarnarmálinu. Annars eru dómarnir misjafnir um þetta nýja ráðaneyti, og sumir ekki sem vingjarnlegastir. Einna verst hefur það mælzt fyrir, að Christensen skuli aptur vera seztur í ráðherrasæti, áður en mál Albertis er útkljáð og áður en það hefur verið rannsakað fyrir landsdómi, hvort Christensen sé þar laus við alla ábyrgð. »Östsjællands Folkeblad«, sem til skamms tíma hefur talizt til umbótaflokksins, segir, að enginn gruni að vísu Christensen um að hafa vitað um svik Albertis, »en«, bætir blaðið við, »ef hann hefur ekkert grunað, hvernig ástatt var, þá hlýtur hann að minnsta kosti að vera svo auðtrúa, að ráðherrasessinn er ekki sæti fyrir hann«. Hægrimannablaðið »Aarhus Stiftstidende« er einna tannhvassast. Þar stendur daginn, sem ráðaneytið var skipað: »Þá varð loksins úr því, sem áður var óhugsanlegt, að menn dirfast að gera landinu þásmán, þá svívirðu, að gera J. C. Christensen að ráðherra, jafnvel landvarnarráðherra. í gær höfðu menn það í flimtingum, að í dag ætti að láta Alberti lausan, svo að hann gæti tekið sæti í nýja ráðaneytinu. En að J. C. Christensen skuli í dag vera einn af þeim, sem sitja í ráði konungs, það er ekki öllu ófyndnara. En danska þjóðin deyr víst af þeim hlátri, sem þessi fyndni vekur. Að minnsta kosti deyr virðing þjóðarinnar fyrir sjálfri sér, og þjóðarheiður vor, ef J. C. Christensen verður vært í þessari stöðu«. Þessi ummæli, jafn ósvífin sem þau eru, sýna ljósast, hversu hægri mönnum svíða þessi málalok, og hversu fjandsam-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.