Þjóðólfur - 03.09.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 03.09.1909, Blaðsíða 2
U4 ÞJOÐOLFUR. legir þeir eru i garð Christensens. En það eru einnig fleiri en hægri menn, sem fara um hann óvirðingarorðum fyrir að hafa tekið að sér ráðgjafaembætti á ný, svo að hann verður naumast ofsæll af stöðunni. En að öllu má ofmikið gera, og árásin i »Aarhus Stiftstidende« virðist vera af illkynjaðasta tagi. Loks hafa menn verið að fetta fingur út i aðferðina við skipun ráðaneytisins, og sagt, að konungsvaldinu hafi verið skákað þar meiren tilhlýðilegt sé, þarsem þingbundin konungsstjórn er. En því var svo háttað, að Holstein greifa var í fyrstu að eins falið, að koma á sættum 1 land- varnarmálinu, en þá fyrst falið að mynda ráðaneyti, er hann hafði lagt sættina fyrir konung og hann fallizt á hana. Þykir mönnum, sem konungi og ábyrgð- arlausum vinum hans og ráðuuautum hafi hér verið fengið í hendur hið æzta úr- skurðarvald um stjórn landsins. Annars þykir mönnum Holstein greifi allmjög ríða 1 bág við sínar fyrri skoðanir, því hann var einn af foringjum vinstri manna og einbeittur andstæðingur vfggirðinga umhverfis Kaupmannahöfn. En hann er nú orðinn gamall maður, og ekki furða, þó að skoðanir hans hafi nokkuð breytzt á þessum 20 árum, sem hann hefur verið utan þings, og fremur í íhaldsáttina. Er því spáð, að hann muni fremur verða foringi ráðaneytisins í orði en á borði, og muni J. C. Christensen ráða þar mestu. Ekki spá menn ráðaneytinu lang- lífis, en þess ber að gæta, að J. Christ- ensen er ótrúlega lífseigur, og er ekki gott að vita, hve lengi hann kann að seiglast, i leiðarjiing 1 Reykjavik. »Reykjavík« hefur 28. f, m. verið að kvarta yfir þvf, að við höfum ekki hald- ið leiðarþing hér í kjördæminu nú í sum- ar, sjálfsagt til að skýra kjósendum hér frá þvf, sem gerðist á Alþingi í vetur, og getur ritstjóri blaðsins þess, að margir kjósendur bæjarins hafi komið til sín upp á það, að hér yrði haldið leiðarþing. »Lögrétta« 1. þ. m. tekur að nokkru leyti undir þetta með því að vonast eptir því, að við önzum einhverju til þessa máls. En því er fljótsvarað, að ekki einn einasti kjósandi þessa bæjar hefur nefnt við okkur á nafn, aðhaldahér leiðarþing síðan Alþingi sleit og allt til þessa dags, er nú stendur yfir, enda munu flestir kjósendur hér vera svo skynugir menn, að þeir telji leiðarþing í þ e s s u kjördæmi ekki með neinum bæjarnauð- synjum. Þetta kjördæmi stendur allt öðruvfsi að vígi um þessa sök en öll önn- ur kjördæmi landsins. í þessu kjördæmi miðju er sjálft Alþingi háð í heyranda hljóði, svo að hvert mannsbarn í bænum, sem komið er til vits og ára, getur dag- lega og jafnóðum meðan þingið stendur yfir fylgst með öllum gerðum þess, og margir kjósendur heyrt svo sem hvert orð, sem þar er talað. Auk þess flytja ein 5 blöð, sem koma út hér í bæ sitt hvern vikudag, bæjarmönnum daglega um þing- tímann skýrslu um allt, sem við ber merkilegast á þinginu. Og svo koma Þingtíðindin ofan á allt saman með hvert orð, sem skrifað og talað hefur verið. Það er því ofboð skiljanlegt, að enginn sá kjósandi, sem lætur sig þingmál nokkru skipta, þykist, eptir alia þessa kynning og fræðslu á þingmálunum, þurfa hér á leið- arþingi að halda, þar sem ekki væri hægt Söngmri. Pökk fyrir sönginn svanur minn — sumartónana alla, varla hugði' eg að vegurinn vœri á enda í þetta sinn, hegri eg þó að dauðans klukkur kalla. Bilað er söngva-brjóstið þitt, brostin röddin snjalla, hlífðarlaust dauðinn heimtar sitt — nú heimtar ’hann eina Ijósið mitt------- tjöldin fyrir lífsins leiksvið falla. Sé eg nú hvar sólin rjóð sigur að baki fjalla. Illt er að hafa óstyrk hljóð, eru þó verri ramfölsk Ijóð — þú hefur sungið ófalskt fyrir alla! Deyjandi geisla gullin rún glilrar á tindum fjalla------ haustnóttin faðmar holt og tún — nú hefur söngvari lokað brún, er þorði að kveða ófalskt fyrir alla! E inar P. J ó ns s o n. að skýra nema ístuttu málifrá því, sem almenningur hér veit áður al v eg út f æ s ar. Hefði hér átt að halda leiðarþing, sem flestir skynjandi bæjarmenn virðast telja tilgangs og tilefnislaust, þá er það ein- sætt, að ekki átti að gegna í því efni rit- stjóra »Reykjvíkur«, eða þeim mönnum, sem hann segir, að hafi leitað ráða til sín í óþreyju út af því að leiðarþing hef- ur ekki enn verið haldið hér. Allan þann tfma — hæsta bjargræðistímann — sem liðinn er síðan þingi lauk, hefur fjöldi kjósenda hér í bæ verið fjarverandi, allir sjómenn og stórmikill þorri af verkafólki. Og verður ritstjóri »Reykjavíkur« að for- láta það, þó að við, með allri virðingu fyrir honum, tökum í þessu efni eins mik- ið tillit til þessara manna, eins og hans, sem allt til þessa hefur ekki haft kosn- ingarrétt til Alþingis. Reykjavík 2. september 1909. Jón Þorkelsson. Magnús Blóndahl. Mverskir jarteinamenn. (Frh.). Hvað nú þessi dularfullu íyrir- brigði snertir, þá segja hinir trúuðu, að þau eigi rót sína í áhrifum ósýnilegra vera eða náttúrukrapta, er að eins einstöku út- valdir séu færir um að ráða yfir. Hin algengari töfrabrögð eru það, að láta mangótré blómgast á svipstundu, láta grafa sig lifandi, láta kaðalenda hanga í lausu lopti, án þess að festa hann nokkursstaðar o. s. fr/. Þar að auki er sú list að ganga á sjónum og svífa í loptinu. Englendingar nokkrir, er lengi höfðu fengizt við að rannsaka íþróttir þessar, hittu einu sinni töframann nokkurn, er staðhæfði, að allar þessar íþróttir gengju fyrir sig á náttúrlegan hátt. — En hin »náttúrlega« útlistun hans á aðferðinni til þess að ganga á sjónum og hanga 1 lausu lopti, var ekki allskostar fullnægjandi. Hann sagði: »Eg geng öldungis ekki á sjónum, en það einungis sýnist svo. Eg hef, sem sé, ósýnilegan hjálparmann, er hefur verið mér samferða núna slðustu sex árin. Hann ber mig, en eg kem hreint ekki sjálfur við sjóinn. Af þessu sjáið þér, herrar mfnir, að allt þetta er mjög náttúrlegt«. Allt þetta er þannig komið undir því, hvað maður skilur við hugtakið: snáttúr- legur«. Kannske vér einhvern tíma allir verðum samdóma töframanninum og h a n s skilningi á því, hvað »náttúrlegt« sé. Töframaðurinn fullyrti, að hinn ósýni- legi hjálparmaður einnig væri viðstaddur, er hann hengdi upp kaðalendann í lausu lopti. »Það er blátt áfram þannig«, sagði hann, »að hjálparmaðurinn sveimar 20— 30 fet frá jörðu uppi í loptinu, og heldur í efri enda kaðalsins. Hann er hulinn þoku, eins litri og loptið í kringum hann er. Þessi þoka er því ósýnileg áhorfend- unum, og hylur bæði kaðalendann og eins sérhvern, sem handstyrkti sig upp þangað«. Englendingurinn, er átti orðastað við töframanninn, hafði sjálfur séð þessa lþiótt leikna fyrir þjóðhöfðingja einum þar- lendum og hirð hans, undir beru lopti. Töframaðurinn kastaði kaðli upp í loptið, og hékk hann þráðbeint upp og niður, en efri endinn var ósýnilegur. Nú gengu fram tveir smádrengir, klifruðu upp eptir kaðlinum og hurfu. Skömmu sfðar duttu niður úr loptinu handleggir, fætur, hausar og búkar, svo þannig leit nú út, að dreng- irnir hefðu allir sundrast sundur uppi 1 loptinu, Töframaðurinn kveykti nú bál til þess að brenna þar á limina, er niður féllu. Kom þá lítil stúlka, systir drengj- anna, er höfðu skriðið upp kaðalinn, út ur áhorfendahópnum, og kastaði sér grát- andi á bálið, til þess að fylgja bræðrum sínum, og stóð ekki lengi á því, að allt var brunnið til kaldra kola, hún og líkamshlutar drengjanna. En naumast var eldurinn kulnaður út, fyr en annar drengjanna kom stökkvandi fram úr mann- þrönginni, er stóð í kring, bróðir hans kom skríðandi niður kaðalinn, er hékk neðan úr loptinu, óhreyfanlegur og enda- laus að sjá að ofan, en systir þeirra skreið fram undan hásæti þjóðhöfðingjans, og voru þau öll heil.á húfi. Margir áreiðanlegir menn hafa vottað það, að fyrir nokkru síðan lét töframaður nokkur grafa sig lifandi í kistu, sem var lokað vel og áreiðanlega í vitna viður« vist. Gröfin, sem kistan var látin niður /, var 3 ál. djúp; borð voru látin ofan á kistuna og síðan mokað mold ofan yfir og hátt leiði upp af. Á leiðið var sáð korni sem sþíraði, bar ávöxt, var skorið upp, þreskjað, malað og brauð búið til úr. Að sexmánuðumliðnum varmaðurinn grafinn upp aptur. Eptir að búið var að nugga hann vel og hita, lifnaði hann við aptur og fullyrti nú, að ekki hefði verið mögulegt að vekja sig upp fyr, því sálin hefði búið sig undir að vera viðskila við líkamann í 6 mánuði. Hefði hann verið grafinn upp fyr, hefðu menn að eins fundið sálarlausan líkama, sem engin list og engin fyrirhöfn hefði getað lífgað. (Meira). €rlenð simskeyti til Pjóðólfs. Kaupm.höfn 1. sepl. Múgur manns hefur gengið fylktu liði til að lýsa yfir óánægju sinni gegn J. C. Christensen og hefur krafizt þess, að hon- um verði stefnt fyrir rlkisrétt. Óeirðir á Grikklandi. í Aþenuborg hefur herinn gert upp- hlaup. Af því hefur leitt ráðaneytisskipti og Mauromichalis tekið við forstöðu ráða- neytisins. Kröfur um umbætur á hernum hafa verið uppfylltar og óróaseggjunum gefnar upp sakir. I heimsblööunum er illu spáð fyrir ástandinu þar. * * * Eins og sést af símskeytinu um J. C. Christensen, hefur orðið úr þessari fyrir- huguðu vantraustsyfirlýsingu gegn honum á þann hátt, að fjöldi fólks hefur safnazt saman og gengið fylktu liði, ef til vill til forsætisráðherrans, úr því að synjað mun ! hafa verið um konungsáheyrn, eptir því sem sagt var 1 skeyti í síðasta blaði.. Krafan um, að Christensen verði stefnt fyrir ríkisrétt, stendur 1 sambandi við Alberti-hneykslið. Úr því mál Albertis mun þangað koma, vilja andstæðingar Christensens einnig láta rannsaka, hver afskipti hans hafi verið áf hneyksli þessu, sérstaklega með tillititil stórláns þess, (1T/2 miljón), er Albertifékk úr ríkissjóði,rétt áður en hann varð uppvís glæpamaður. En menn. hafa ekki haft trú á, að þeirri kröfu yrði sinnt, og sjálfsagt verður það heldur ekki nú, því að Christensen hefur enn líklega það fylgi í þinginu, að meiri hluti þess vilji ekki kæra hann fyrir r/kisrétti. En óþægileg er og verður mjög aðstaða hans í nýja ráðaneytinu við jafn ramma mót- spyrnu úr ýmsum áttum, eins og hann á að etja. Er því mjög óvíst, að hann geti haldið sér í völdunum til langframa, þótt 1 seigur sé. Óspektirnar á Grikklandi eru vitanlega sprottnar af Krftardeilunni, og er ekki séð fyrir endann á því, þótt kyrrð sé á komin um sinn. Grikkir munu vilja ólmir fara í ófrið við Tyrki, eins og fyrrum, en til þess eru þeir alls ófærir, og mundu brátt verða herfilega undir, Én nú hyggja þeir ef til vill, að einhverjar endurbætur á hernum séu nægjanlegar til þess, að þeir geti barið á Tyrkjum. Og þegar þær eru fengnar, þá hyggja þeir líklega, að þeim sé ekkert að vanbúnaði- Norðurpóllinn fundinn. Khö/n 3. sept., 0zh árd. Cook, ameríkanskur maður, hef- ur fundið norðurheimsskautið í apr- íl (21.) í fyrra (1908). Ríkisþingið danska samþykkir sættina í landvarnarmálinu. * Loks hafa menn þá náð hinu marg-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.