Þjóðólfur - 10.09.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 10.09.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. Cpfír 15. s&pt. bjóðum við tilbúin lcarl- mannsföt ásamt brjósti, jlibba, hatti og hönzknm. Allt fyrir kr. 14,50 tll 32,00, meðan birg-ðir endast. DET’ataeíi iií-«leil<l in Austurstr. 9. Verzlunin ,Edinborg, Reykjavík. dómurinn um ritgerðina alveg réttur; en eins og hann er í blaðinu, er hann mjög villandi og ófullkominn. Séra Jóhannes bendir beinlínis á, hvern- ig ættarnöfn beri að mynda, svo góð ls- lenzka verði úr. Röksemdir þær, er hann faerir fyrir máli s(nu, eru einnig mjög sannfærandi og þannig lagaðar, að varla mun hægt að hrekja þær. Öll grein hans er rituð af þekkingu, þjóðrækni og skarp- leika. Allir, sem hugsa nokkuð um ættar- nafnamálið, ættu því að lesa ritgerðina, og það helzt optar en einu sinni. Þeir, sem eru andvígir ættarnöfnum, þurfa fess, og hinir, sem vilja koma þeim á, þurfa þess engu slður. Reykjavík, í ágúst 1909. H. „Framfarafélag Seltirninga" telur nál. 70 meðlimi. Á fundi félagsins 20. fe- brúar síðastl. bar útvegsbóndi hr. Jón Jónsson í Melshúsum upp svohljóðandi tillögu: „Fundurinn telur æskilegt, að aðflutn- mgsbann dfengra drykkja verði leitt í lög sem fyrst, f>ar eð hann dlitur dfengisnautnina tefja fyrir andlegum og likamlegum proska pjóðarinnar". Formaður félagsins, hr. Glsli Guð- mundsson, verksmiðjustjóri í gosdrykkja- verksmiðjunni „Sanitas", hefur skýrt mér frá, að tillagan hafi verið sampykkt með 4J samhljóða atkvœðum. „Framfarafél. Seltirninga" á þakkir og heiður skilið fyrir slíka fundarsamþykkt sem þessa, og í tilefni af henni leyfi eg mér hér með að mælast til þess við hin ýmsu félög, sem til eru víðsvegar um landið, t. d. framfarafélög, ung- mennafélög, kvennfélög o. s. frv., að þau leiti álits félagsmanna sinna á aðflutn- ingsbannslögunum og fái fundarsamþykkt fyrir því áliti, og að þau vildu síðan senda mér útdrátt eða eptirrit af því hið fyrsta til birtingar í blöðunum. Reykjavík 7. sept. 1909. Virðingarfyllst. Jón Pálsson. Þjóðhátíð héldu Austfirðingar á Seyðisfirði 15. f. 111. Halldór Jónasson skólastjóri mælti fyrir minni íslands, en Þorsteinn Skapta- son ritstjóri Fyrir minni Austurlands. Ymsar íþróttir voruþreyttar: fótknattleik- ur, hlaup og stökk ; hástökk, langstökk og stangarstökk, og verðlaun veitt. Því- næst hófust glímur og var glfmtÍ3 flokk- um eptir þyngd. I þyngsta flokki og miðþungaflokki fékk Páll Guttormsson 1. verðlaun, en í léttasta flokknum Þorvarð- ur Guttormsson. Önnur verðlaun fengu : Guðmundur Ólason frá Höfða á Völlum (í þyngsta flokknum) Þorsteinn Jónsson frá Egilsstöðum (í miðþungaflokknum) og And- rés Guttormsson frá Geitagerði (í léttasta flokknum), en 3. verðlaun fengu í sömu röð eptir flokkum : Sigurður Baldvinsson lögregluþjónn, Ingi Lárusson verzlunar- maður og Jón Waage, Veður var hið bezta um daginn og fór skemmtunin að öllu vel fram. Drukknun. Hinn 21. f. m. drukknaði í Horna- fjarðarfljótum Guðmundur Jóns- son bóndi í Þinganesi, efnismaður, mið- aldra, og einn með helztu bændum þar í Hornafirði. Hafði hann ætlað að hitta heimilisfólk sitt, er var við heyskap í Skógey, en stikur þær, sem settar voru upp í fljótinu til að vísa mönnum leið, höfðu fallið niður 1 norðanstormi, og halda menn því, að Guðm. heit hafi villzt af réttri leið og lent í sandbleytu. „Ceres“ kom hingað frá útlöndum norðan og vestan um land 4. þ. m. Með henni komu: Frú Sigríður Magnússon frá Cam- bridge og margir þýzkir verkamenn, er vinna eiga við gasstöðina hér. Frá ísa- firði kom Skúli Thoroddsen ritstj. og frú hans. — »Ceres« fór héðan aptur áleiðis til útlanda 7. þ. m. og með henni all- margir farþegar, þar á meðal konsúlsfrú Ágústa Thomsen með syni sína Hallgrím og Kjartan, frú Helga Gad, frú Stefanía Copland, Aage Möller stórkaupm. með frú, kommandör Nielsen úr Viðey, Jón Björnsson kaupm., Þorvaldur Pálsson læknir, Viggo Björnsson banka-assistent, ungfrúrnar Áslaug Þorláksdóttir Johnson, Hendrikke Finsen og Lovísa Albertsdóttir. Skarlatssótt segja norðanblöðin að hafi komið upp á tveim bæjum á Langanesi, Heiði og Ytralóni, og bæirnir verið sóttkvíaðir. Mannalát. Hinn 3. þ. m. andaðist úr berklaveiki Guðríður Bergsteinsdóttir, kona Guðmundar bónda Jónssonar í Auðsholti í Ölfusi, ung kona og efnileg. Nýdáin er og gömul ekkja Guðrún Björnsdóttir á Kjóastöðum í Biskups- tungum á 92. aldursári (f. 19. júlí 1818). Hún var dóttir Björns bónda Gíslasonar í Hjallanesi á Landi og Hildar Filippus- dóttur og systir Jóns heit. Björnssonar, er lengi bjó í Austvaðsholti (Ostvatnsholti) mesta rausnarbúi. Guðr. heit. var gipt Sveini bónda Jónssyni á Kjóastöðum, sem látinn er fyrir mörgum árum, og var hún slðari kona hans. Börn þeirra voru Guðjón, ó- kvæntur l'ausamaður, og Hildur, fyrri kona Egils bónda Þórðarsonar, er nú býr á Kjóastöðum. Guðrún heit. var mesta dugnaðar-, manngæzku- og greiðakona, og vildi hvarvetna koma fram til góðs. Nýr fríkirkjusöfnuður er að myndast eða þegar myndaður í Gaulverjabæjarsókn í Árnessýslu, og hafa forgöngumenn þessa nýja safnaðar óskað að fá séra Runólf Runólfsson fyrir prest, og sent beiðni um það til stjórnarráðs- ins. Safnaðarstofnun þessi er aðallega sprottin af óánægju yfir því, að Gatil- verjabæjarprestakall er lagt niðursemsér- stakt prestakall samkv. nýju lögunum. Villingaholtssókn, er leggst til Hraun- gerðis, tekur þó ekki þátt í þessari safnað- arstofnun; það er að eins hin sóknin (Gaulverjabæjarsókn), er leggjast átti und- ir Eyrarbakkaprestinn (séra Glsla Skúla- son), er ekkert vill hafa af þeirri sam- einingu að segja og hefur því sagt sig úr þjóðkirkjunni. Ljómandi 4-herbergja íbúð, áaamt eld- húsi, íæst leigð nú þegar, eða 1. október. — Leigan afar- lág. Semjið við Jóh, Jóhannesson. Bergstaðastræti 11 A. Eigandi og ábyrgðarm.: Hannes Þorsteinsson. Prentsmiðjan Gutenberg. 149 Nýr fæst afaródýr og með mán- aðarafborgun bjá Jöh. Jóhanttcssyni, Bergstaðastrœti 11 A. Mikið úrml af skófatnaði, alfatnadi, buxum, fökkum, postulíni, leir- og emailleruðum vörum, /ömpuin 0. fl., er að vanda lang,-ó<lýr- ast í verzlun ]. ]. tambcrtsen, Aðalstræti 8. Cggert Qlaessen yflrréttarmálaflutningsiDaöiir. PósUiússfræti 17. Venjulega heima kL to—ii og 4—4. Tals. 16. Vel duglegur seljandi og ábgggi- legur verzlunarmaður (ekki viðvan- ingur eða liðléttingur) getur fengið atvinnu við verzlun hér í bænum. Eiginhandarumsókn með af- skript af meðmælum og tilskildum launum, auðkennd »Verzlun«, send- ist ritstjóra þessa blaðs fyrir 20. þ. m. 143 „Gleymt henni! Nei, við höfum borið sorgarklæði yðar vegna í Fopsgötu í fleiri ár, en eg fæ skýrt yður frá. En í allra heilagra nafni, hvernig — »Eg giptist leynilega og sneri bakinu að leiksviðinu. Þér verðið að fyrir- gefa mér, að eg tók hann Jim frá yður í gærkveldi?. »Nú, það voru þá þér?« »Eg átti meiri heimtingu á honum heldur en jafnvel þér gátuð átt. Þér voruð varnaðarmaður hans. Eg er móðir hans«. Um leið og hún mælti þetta hallaði hún höfðinu á honum niður að sér, og þegar þau stóðu svona með vangana saman, sást ættarmótið svo ótvírætt á and- litum þeirra, að eg furðaði mig á því, að eg skyldi ekki hafa ráðið í þetta fyrsta daginn, sem eg sá þau bæði saman. »Já«, sagði hún ennfremur, »þetta er drengurinn minn, og hann hefur frels- að mig frá því sem verra er en dauðinn, eins og Rodney systursonur yðar getur borið um. En samt sem áður voru varir mínar lokaðar og það var ekki fyr en í gær, að eg gat sagt honum frá því, að eg væri móðir hans, sem hann með við- kvæmni sinni og þolinmæði hefði leitt aptur til lífsins«. »Uss, móðir mín«, sagði Jim og kysti hana á vangann. »Það fer nú bara ekkar á milli. En segið mér sir Charles, hvernig fór hnefleikurinn?« »Frændi yðar mundi hafa getað sigrað, ef hringurinn hefði ekki verið rofinn af einhverjum þorpurum«. Hann er ekki frændi minn, sir Charles, en bæði mér og föður mínum hef- ur hann verið tryggari vinur en dæmi eru til um víða veröld. Eg veit aðeins einn mann, sem hefur sýnt mér aðra eins trygð«, bætti hann við og greip hönd mína »og það er minn kæri gamli vinur Rodney Stone. En eg vona annars, að hann hafi ekki meiðst mikið«. Eptir eina eða tvær vikur kemst hann aptur á fætur. En eg verð að segja það, að eg skil ekkert í þessu öllu saman. Eg hef ennþá ekki fengið að heyra neitt, sem geti réttlætt það, að þér rufuð skuldbindingar yðar«. »Komið þér inn roeð mér, sir Charles. Eg er sannfærður um að þér mun- uð brátt viðurkenna, að mér var ómögulegt að komast hjá því. En ef mér ekki skjátlast, þá er það sir Lothian Hume, sem kemur þarna«. Guli vagninn var kominn f trjágöngin og að vörmu spori staðnæmdist hann fyrir framan dyrnar. Sir Lothian hljóp út úr vagninum, þungbúinn á svipinn eins og þrumuský. »Verið þér kyr, Corcoran«, sagði hann og eg kom snöggvast auga á græna frakkann, sem sagði til, hver förunautur hans var. »Jæja«, sagði hann svo og leit í kringum sig með þóttasvip, »mér þætti vænt um að fá að vita, Iiver hefur verið svo ósvífinn að gera svo ströng boð fyrir mig hingað í mitt eigið hús, og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.