Þjóðólfur - 10.09.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.09.1909, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR I 61- árg. Reykjavík, föstudaginn 10. september 1909. Æ 38. fræðslumál barna. Eptir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson. IV, Þriðja, sem að lógunum er fundið, er kostnaðurinn við barnafræðsluna. Það er nú svo sem auðvitað, að með umbótum á fræðslunni fylgir það, að menn verða eitthvað í sölurnar að Ieggja. Þegar ver- ið er að rækta jöiðina, er eigi verið að fárast um kostnaðinn, af því að menn vita, að slíkt borgar sig vel, en pá ætti fólki að skiljast, að eigi muni ver borga sig að rækta mannssálirnar. Kostnaður- inn er og vel kleifur með lagi. Aðal- breytingin, sem lögin gera í þessu presta- kalli er það, að þau knýja menn til að sameina börnin miklu meira en áður, vegna skólaskyldunnar. Aður var mjög torvelt, að fá það í gott lag, svo afleið- ingin varð sú, að sum heimili íóru alveg á mis við að fá kennara íyrir börnin, einkum hin fátækari, en aptur hékk kenn- arinn stundum alt að mánuði yfir kennslu á 3—4 börnum, sem er verkleysa. Það er sannur kostur við lögin, að ekkert barn má kennslulaust vera, því það þarf alveg eins að fræða börn fátæklinganna sem ríkismannanna, en af þessu leiðir, að sameina verður betur, enda geta alJirséð, að mannfélaginu er í rauninni miklu ó- dýrara að fæða kennara og gjalda hon- um t. d. í 16 vikur á 2 stöðum yfir 10 börnum á hvorum stað, heldur en að halda hann í 25 vikur yfir sama fjölda á 5 bæjum með 4 börnum á hverjum stað. Það er hreint hneyksli, þegar menn tala um, að barnafræðsla setji menn á sveit- ina, þar sem alreynt er, að hún er bezta ráð til að bæta efnahag í hverju Iandi. Kennarar hér fengu áður úr landssjóði allt að 80 kr. fyrir um 20 vikna kennslu og þar að auki 2 kr. á viku eða í allt 40 kr. hjá húsbændum barnanna auk fæðis, svo vinnulaunin voru alveg sem nú, 6 kr. á viku, en tíminn varð lengri, svo kostnaður af fæði og kaupi varð meiri, og þó fékk hvert barn miklu skemmri námstíma, svo hér er hreinn gróði af breytingunni. Höfuðerfiðleikinn er nátt- úrlega fyrir efnalitla menn, að verða að koma bórnum sínum fyrir afbæ og gefa þar með þeim, því þótt það beint reikn- ingslega skoðað sé hagur, ef fæði og kaup kennaranna heima er talið með, þá verður þó flestum léttara að fæða fólk silt heima. En svona var það áður, ef börnum var komið fyrir, munurinn er að eins sá, að fleiri verða að gera það nú. En með lagi má mjög draga úr þessu, þvf bæði geta miklu fleiri börn gengið að heiman í skólann víða hvar, en gert er enn, og svo má fækka heimilunum, er með þarf að gefa, með því að hafa t. d. 8 vikna námsskeiðið á 2 bæjum, ef húsakynni eru nýtileg og láta öll bórnin fylgja kennaranum og svo var það haft í vetur 1 þessum sveitum. Þá má og gera meðgjafarkostnaðinn auðveldari með því að leggja mat á borð með nemend- unum. Fæðið og öll aðhlynning fyrir nemendur var hér í vetur í sumum sveit- uin 50 aurar á dag, en sumum 60 aurar. Ef hærri talan er tekin, verða það 33 kr. 60 aur. í 8 vikur. En nú má gera ráð fyrir, áð fæðið heima heíði beint kostað að minnsta kosti helming af þessu og verður þá kostnaðurinn fyrir þann, er 1 barn á,um 17 krónur, sem varla er nein- um ofvaxið. Eigi maður aptur t. d. 3 börn á skólaaldri, sem vel getur komið fyrir, þá er þetta auðvitað örðugra, en aðgætandi er, að þeim manni mundi varla veita af að taka sér heimiliskenn- ara, ef eigi væri farskólinn, og þá kem- ur nú undir eins mikill aukakostnaður í fæði og kaupi kennarans, þótt húsbóndi geti lfka haft not hans til að kenna yngri börnunum. Kostnaðargrýlan er þvímest- megnis á litlum rökum byggð. En afar- handhæg er hún jafnan til að æsa upp fólk. Aftur er það sannur galli á lögunum, að skipta sveitum í skólahéruð og fræðslu- héruð. Yfir höfuð skemmdi efri deild lögin, og kaflinn um fræðsluhéruð er að mestu til ógagns. Hluturinn er, að t. d. farskóli í þessum hreppi er engu síður barnaskóli heldur en fastaskólinn í hin- um Báðir hrepparnir eru í reyndinni skólahéruð, þótt barn, hvert á öðrum staðnum, njóti 2 mánaða, en á hinum 6 mánaða kennslu-, en hvað gerir það til, ef nærri því jafnmikið er lært, sem stund- um mun vera. Þessi skipting er skað- leg, því hún neyðir menn til að kjósa heldur skóla með tveggja mánaða náms- tíma fyrir barn, sem er haldinn á flæk- ingi á ýmsum bæjum, fremur en skóla með sama námstfma, sem er haldinn á einum bæ, því hið fyrra heitir farskóli og fær landstyrk, en hið síðara eflaust fastaskóli og getur því varla landsjóðs- styrk fengið, nema með hártogun lag- anna, af því að í þeim skólum er heimt- aður lengri tími eigi styrkur að fást. Þessu hefði þingið þurft að breyta í vet- ur, en eigi hinum óþarfanum, að lengja fram fræðslusamþyktafrestinn. Samt held eg, að réttast sé, að halda lögunum svo sem 6—8 ár óbreyttum, því þá sýnir reynslan bezt, hverju þarf að breyta. er ýmsar hviksógur hafa gengið um í blöðum stjórnarandstæðinga, er nú kunn- ur orðinn. Hann var undirskrifaður í Kaupmannahötn 7. f. m. Ráðherra ís- lands samdi einn við Thorefélagið, en við hið sameinaða, danska gufuskipafélag sömdu íslenzki ráðherrann og Klaus Bernt- sen. innanríkisráðgjafi Dana í félagi. Aðalatriði samnings þessa eru birt í »Isafold«, og eru þau á þessa leið : »Sameinaða félagið tekur að sér 25 reglubundnar millilandaferðir með skipunum Botníu, Ceres og annaðhvort Vestu eða Láru. Kælirúm svo gott, að varðveitt geti óskemt smjör, ket, fisk o. s. frv. landa á milli, verður sett í Botníu. Auk þess boðið, að setja kælirúm í Ceres fyrirsooo króna aukaþóknun. Félagið áskilur sér, að afnot kælirúmanna séu bundin við minnsta kosti 50 kr. farmgjald. Farmgjald má aldrei fara fram úr nú- gildandi taxta. Kostnaðinn við umskip- un úr millilandaskipunum í strandbátana ber félagið sjálft. Eins og hingað til er fargjald færtnið- ur fyrir stúdenta, iðnaðarmenn, innflytj- endur o. s. frv. Til ferðanna íær sameinaða félagið danska styrkinn, 40,000 kr. á ári. Thorefélagið tekur að sér strand- ferðirnarogaðminnsta kosti 20 reglubundn- ar millilandaferðir, þar at fer félagið að minnsta kosti 4 ferðir til Hamborgar. I eitt af millilandaskipunum (líklega Ingólf) verður sett samskonar kælirúm sem í Botníu. Auk þess verða sett k æ 1 i- rúm í 2 af strandbátunum, aust- an og vestanlandsbátinn. Strandferða- skipin verða 3, eins og alþingi gerði ráð fyrir. Tvö af þeim ný. Skipin mega ekki að neinu leyti vera eptirbátar Hóla og Skálholts. Farþega- og farmgjöld milli Hamborg- ar og íslands mega ei fara fram úr sömu gjóldum milli Kaupmannahafnar og Is- lands. Stúdentar, iðnaðarmenn og innflytjend- ur fá sömu kjör á skipum Thorefélags, sem á skipum Sam. fél. Það er áskilið í samningnum, að eigi megi láta vörur til Túlinfusarverzlana hér á landi ganga fyrir vörum annara. Thorefélagið skuldbindur sig til að skipa skip sín íslenzkum yfir- mönnum og hásetum, eptirþvf,sem frekast er unnt. Það er áskilið, að gestaréttur Reykjavíkur skuli vera varn- arþing 1 málum þeim, er rísa milli fé- lagsins og manna búsettra á íslandi. Fyrir ferðir sínar fær félagið íslenzka styrkinn, 60,000 kr. á ári. Þetta eru höfuðatriðin úr samningnum, og virðist hann vera yfirleitt hinn hag- feldasti oss til handa og skilyrðum þings- ins fullkomlega fullnægt, er það gaf heim- ild til að semja um ferðirnar til 10 ára, ef »mun betri« ferðir fengjust á þann hátt, en nú eru, því að auk Hamborgar- ferðanna, sem Thorefélagið hefur lofað að auka eptir þörfum, eru það hlunnindi, að kælirúm verða í 2 af strandbátunum, sem ekki var þó krafizt af þinginu, held- ur að eins, að þau væru í 2 millilanda- skipunum. Ennfremur má telja það kost, | að Thorefélagið hefur skuldbnndið sig til að hafa fslenzka yfirmenn og háseta á I skipum sínum, eptir þvf sem frekast sé I unnt. Én hófuðkostur samningsins er þó | það, að reglubundnar ferðir, með nokk- urn veginn jöfnu millibili, komast á, í stað handahófsferða, er þannig var hátt- að, að 4—5 skip komu opt í einni bendu, en svo ef til vill mánaðarmillibil á milli, er engin skip komu. Nú verða reglu- bundnu ferðirnar 45 (f stað 25 áður) og þeim að líkindum hagað svo, að lagt verður af stað frá Kaupmannahöfn til ís- lands á hverjum sunnudegi alla mánuði ársins, nema f janúar, nóvember og des- ember annanhvorn sunnudag. — Ráð- herrann á því þökk en ekki óþökk skil- ið fyrir samning þennan. Og næstu þing þurfa nú ekki að eyða tfma sfnum f þref um samgöngur á sjó, er hingað til hefur lengi verið þjarkað um, og almenningur þó stöðugt verið óánægður með ferða- áætlanir hins Sameinaða, og talið þær mjög óhentugar. Prá útlöndum. Kríteyjardeilan. Út af yfirráðum eyjar þessarar hafa mi upp á síðkastið verið viðsjár allmiklar millum Tyrkja og Grikkja. Eyjarskeggjar vilja gjarnan losna með öllu undan Tyrkj- um, og ekkert hafa saman við þá að sælda, en fá sjálfstjórn undir yfirstjórn Grikkja að nafni. Stórveldin draga taum Tyrkja, með því að þeim mun þykja þeir hafa verið harðræði beittir í seinni tíð, út af Balkanmálinu, þótt ekki bætist það ofan á, að Krítey sé með öllu frá þeim tekin. Þá er stjórn Kríteyjar dró upp fána eyjarinnar með grfska sambands- merkinu, urðu Tyrkir æfir, og kröfðust að Grikkir hlutuðust til um, að fáninn væri tafarlaust dreginn niður, en Grikkja- stjórn fór undan f flæmingi og Krfteyjar- stjórnin lýsti því yfir, að enginn þarlend- ur msður í eynni myndi fást til þess verks, eða dirfast að draga fánann niður. Þá tóku stórveldin til sinna ráða. Englendingar, Rússar, Frakkar og ítalir sendu herskip til Canea (á Krít) 17. f. m., og tilkynntu stjórninni, að fáninn yrði tafarlaust dreg- inn niður, og mundi það hafa mjög al- varlegar afleiðingar í för með sér, ef því væri að nokkru tálmað. í dögun 18. f. m. gekk 300 manna flokkur á land frá herskipum stórveldanna í Canea, og skip- aði sér umhverfis kastalann, er fáninn var reistur á, en 4 sjómenn, sinn frá hverju stórveldi, hjuggu fánastöngina sundur. Sextíu manns, 15 af hverri þjóð, héldu vörð við kastalann, meðan hinir gengu til skipa. Engar óspektir urðu, því að stjórn eyjarinnar dirfðist ekki að sýna nokkurn mótþróa, og hélt uppi reglu á götunum og niður við höfnina, Þetta tiJ- tæki stórveldanna mæltist veí fyrir í Mikla- garði og kyrrði Tyrki í svip, en Grikkir urðu allæfir, og mun uppþotið í Aþenu, er getið var um í símskeyti hér í blaðinu fyrir skömmu, meðfram hafa átt rót sína að rekja til þessa atburðar. Um 20. f, m. hættu Miklagarðsbúar öllum verzlunarvið- skiptum við Grikki, og grísk vöruflutn- ingaskip lágu óaffermd þar á höfninni. Þetta viðskiptaleysi (»boycott«) getur orðið Grikkjum alltilfinnanlegt til lengdar. í Marokkó er enn allt við sama, og Spánverjur eiga þar allmjög í vök að veijast, mjög hæpið, að þeir geti friðað landið. Frétt hefur komið um, að Bu Hamara, er gert hetur kröfu til ríkis f Marokkc, h:;ii beðið ósigur og verið tekinn höndum af herliði Mulai Hafids soldáns, Allmarfir áhangendur hans hafa verið fluttir sem

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.