Þjóðólfur - 17.09.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.09.1909, Blaðsíða 2
152 ÞJOÐOLFUR Með „Vestu“: Mikið úrval af NÝJUM, GÓÐUM og VÖNDUÐUM vörum til lmusts og vetrar-brúkunar Vörurnar eru valdar erlendis (en ekki pantaðar); þær eru því af > V .U STI TÍZKU, en verða seldar með MJÖG LÁaU VERÐI. Saumastofa (fyrir kvenfólk) sem ungfrú Hedvig Bartels veitir forstöðu. FERZLUNIN . ^ ,v # REYKJAVÍK. ENGAR FYRNINGAR! Það kostar ekkert að koma og skoða, þá munuð þér fljótt sannfærast um, að okkar uýju. smekklegu vörur eru ódýrari, en hinar fornu vörur, sem yður bjóðast á útsölunuin. Verzlunin DAGSBRÚN selur: VEFIAÐARVÖRII af öllum teg., PATIAÐ, HÖFUÐFÖT, REGWVÉÍt JUR o. m. m. fl. handa KONUM, KÖRLUM og BÖRNUM. Góðar vörur Fljót Sanngjarnt verð og lipur afgreiðsla. i ........ —............... i— of mikið. Margt fleira telur blaðið til að sýna fram á, að öll frásögnin sé ósenni- leg. Og skýrslan um heimferðina þykir því þó enn óljósari og grautarlegri, en frásögnin um förina norður. En væntan- lega hefur Cook skýrt nánar frá einstök- um atriðum síðar, en hann hefur gert 1 þéssari fyrstu skýrslu sinni, því að ekki verður því neitað, að hún er að sumu leyti allónákvæm og athugaverð. Að lík- indum hefur Peary áreiðanlegri sannanir fyrir því, að hann hafi komizt til póls- ins, heldur en Cook hefur. En óséð er þó enn, hvorum betur verður trúað. Og þótt Peary sé nafnkenndur maður og hafi haft betri útbúnað til fararinnar en Cook, þá sannar það ekki, að Cook sé lygari. En hvernig sem þessu er háttað, þá er svo mikið víst, að hann hefur eflaust komizt lengra norður en nokkur annar maður á undan honum, hvort sem hann hefur átt eptir drjúgan spöl til pólsins eða komizt alla leið. Loptsiglingar. Kappflngið í Rheims á Frakklandi, er haldið var vikuna 22.— 29. f. m., er hið stærsta flugmót, er háð hefur verið með flugvélum hingað til, en eptirleiðis ætla menn, að sllk kappflug fari að tfðkast. Það voru 10—20 lopt- siglingamenn, er tóku þátt í þessum kapp- leik. Fyrstu verðlaun fyrir að halda sér lengst á flugi, vann Englendingurinn Farman. Hann flaug 180 kllómetra á 3 klst., 4 mínútum $62/s sek., þ. e. um 60 kílómetra á klukkustundinni. Latham sá, er ætlaði að fljúga yfir Ermarsund, flaug hraðara, nfl. 154V2 kílómeter á 2 klst., 17 mínút- um, 2i2/5 sekúndu, þ. e. um 7okflómetra á klukkustund, eða jafnhratt og allra hröð- ustu skyndilestir fara, en miklúhraðara en hraðskreiðustu gufuskip. Fyrir hraðasta flug 20 kllómetra langan veg vann amerískur maður, Curtiss, 1. verðlaun. Hann flaug þennan spöl á 15 mínútum, 50^/5 sekúndu, en það sam- svarar nálega 80 kílómetra hraða á klukku- stund. Blériot, sá er flaug yfir Ermar- súnd, hafði næstum því unnið Curtiss, niunaði að eins 6 sekúndum. Síðar flaug Blériot 10 kilómetra 1 hring á 7 mínútum, 474/s sekúndu, en Curtiss var þá 8 sek- úndum seinni með þann spöl. í hæðarflugi kepptu þrír: Latham, Paul- han og Farman. Þar vann Latham 1. verðlaun. komst 155 metra hátt í lopt, Farman varð nr. 2, 110 metra,og Paulhan nr. 3, 90 metra. Kvað hafa verið mjög einkennilegt að sjá það, er þeir voru að skrúfa flugvélarnar hærra og hærra í lopt upp. Eitt kveldið tók Farman 3 farþega með sér 1 flugvélina, þar á meðal Seguin, þann er gert hafði flugvél þá, er Farman flaug í 180 kílómetra, og komizt hafði hærra í lopt upp, en nokkur flugvél þyngri en loptið, hafði áður komizt, að undan- skildri flugvél Lathams. Slys urðu engin veruleg við flugmót þetta, þótt sumar vélurnar dyttu stundum óþyrmilega til jarðar, þar á meðal flugvél Blériots, er féll svo hart niður, að hún steyptist koll- hnís og kviknaði í henni um leið, en Blériot slapp nokkurn veginn ómeiddur. En vélin gerskemmdist og brann öll upp, það er brunnið gat. Hreyfivélin að eins eptir. Zeppelin. Zeppelin gamli tók ekki þátt í þessu kappflugi. Hann flaug um sama leyti alla leið frá Bodenvatni til Berlínar í 3 áföng- um. Kom til Berlínar 29. f. m., og sveim- aði um hríð yfir strætum borgarinnar fram og aptur, þar á meðal kringum ráð- hústurninn. Og ætluðu Berlínarbúar að ærast af fögnuði við þá sýn. Varhonum tekið með afarmikilli viðhöfn, og keisar- inn ók burt með hann einan í vagiii við hægii hlið sér. 180,000 kr. verðlaun. Fimm loptsiglingamenn hafa nú gefið sig fram til að keppa um þau 180,000 kr. verðlaun, er blaðið »Daily Mail« hefur heitið fyrir flug millum Lundúna og Man- chester. Þessir menn eru Bleriot, Paulhan og Lefevre, allir frakkneskir, og hinir enskir, Cody og Gratze. Sennilegt þykir, að Latham taki einnig þátt í þessu kapp- flugi, er líklega fer fram í þessum mán- uði; þar er til nokkurs að vinna. Uppþotið á Grikklandi, er getið var um i símskeyti hér í blaðinu fyrir skömmu, stafaði eingöngu frá nokkr- um hershöfðingjum, er kröfðust þess, að synir Georgs konungs segðu af sér yfirfor- ustuíhernum. Og er svo að sjá, sero herinn hafi fengið kröfu sinni framgengt, því að prinsarnir (Andrés, Georg og Kristófer) hafa sótt um 2—3 ára brottfararleyfi; einn þeirra (Nikulás) hefur sagt algerlega a sér, látið stryka sig út af hermannaskránni. Krónprinsinn ætla menn að geri það einnig, en ekki var samt bein ákvörðun um það tekin, er síðast fréttist. Kóieran í Hollandi. Þá er stðast fréttist, höfðu 28 menn sýkzt af kóleru í Rotterdam og 10 þeirra dáið. Sýkin barst til bæjarins í skipi frá Rússlandi. Annarstaðar á Hollandi hefur og sýkinnar orðið vart meðal manna, er komu írá Rotterdam, og hafa 3 þeirra dáið. 84 menn voru í sóttvarnarhaldi þar í bænum 1. þ. m. Menn eru ekki hræddir um, að sýkin breiðist neitt veru- lega út. Æsingarnar gegn Christensen. Síðan J. C. Christensen var skipaður í nýja ráðaneytið danska, hefur þróazt mjög óvild gegn honum meðal ýmissa stétta, þvt að hann þykir ekki hafa hreins- að sig enn af Alberti-hneykslinu. Ætluðu menn fyrst að ganga fylktu liði til kon- ungs til að mótmæla Christensen í valda- stólnum, en konungur neitaði fyrir fram að veita áheyrn, og kvað það koma í bága við þingbundna stjórn landsins, sem rétt var, því að konungur réð því ekki, að Christensen var tekinn t ráðaneytið. Þá var ætlunin að fara til forseta fólks- þingsins, en hann neitaði að taka á móti þeim. Þá var samþykkt á fundi að skora á konung og þing, að stefna Christensen þegar fyrir ríkisrétt. Sunnudaginn 29. f. m. gengu svo um 20,000 manns aföll- um stéttum í fánum prýddri fylkingu um götur bæjarins, og söfnuðust saman 1 reið- skólahúsi Lörups. Yoru þar haldnar margar ræður og samþykkt áskorun sú, er hér var getið; en ekki vildi konungur veita þessari áskorun móttöku. Var þá farið að ráðgast um, hvernig ætti að koma henni inn á þingið, og var ekki útkljáð um það, er slðast fréttist. En af þvf að ýmsir, og þar á meðal Holstein yfirráð- gjafi og A. Thomsen forseti fólksþingsins, höfðu kallað þetta Kaupmannahafnar- uppþot og götuleik, var farið að safna samskonar áskorunum gegn Christensen út um allt land, og þar látið vel yfir undirtektunum, hver sem árangurinn verð- ur af öllum þessum samblæstri. Christen- sen er nú að búa sig undir allsherjar meiðyrðamálaleiðangur gegn fjölda danskra blaða. Nýlátnir danskir menn nafnkenndir eru : Jesper Jespersen Bahnson, fyrrum hermálaráðgjafi í ráðaneyti Estrups frá 1884—1894, nálega 82 ára gamall, höfuðforingi og frömuður víggirðingarinnar í kringum Kaupmanna- höfn í sinni ráðgjafatíð; Knud Sehe- sted, lyrsti landbúnaðarráðgjafi Dana (1896—1897), formaður danska landbún- aðarfélagsins m. m., á 59. aldursári; Emil Christian Hansen, prófessor að nafnbót, og langa hríð forstöðumaður hinnar ltffræðilegu rannsóknarstofu, sem kennd er við Carlsberg, nafnkunnur fyrir uppgötvanir sínar og endurbætur á sviði ölgerðarinnar, einn hinna fáu dönsku vísindamanna, er kunnir voru utan Dan- merkur. Hann varð 67 ára gamall. Enn- fremur andaðist 1 Edinborg aðfaranóttina 13. þ. m. á útleið héðan með »Ceres« K. C. J.Nielsen kommandör, einn af forstjórum hlutafélagsins P. J. Thorsteins- sons & Co. í Viðey, áður forstjóri á skipa- smíðastöð Burmeister & Wain’s í Kaup- mannahöfn, og þar áður lorstjóri her- skipasmíðastöðvarinnar frá 1883—1895. Hann verð 64 ára gamall. Var hæfileika- maður mikill og vel að sér í sinni iðn. Eptir hans fyrirsögn eru smtðuð flest hin nýrri skip danska flotans, þar á rneðal »Heimdallur« og »Hekla«, sem vér könn- nmst einna bezt við. Rússneska keisara- skipið »Standard« er og smíðað (hjá Bur- mister & Wain) að mestu eptir fyrirsögn hans. Þá er dönsku ferðamennirnir komu til Viðeyjar 15. júlí (sbr. 30. tbl. Þjóðólfs) var Nielsen kommandör hinn hraustasti að sjá, og hélt ræður með fjöri og mælsku, sem ungur væri. En skömmu á eptir lagðist hann í sjúkdóm þann, er leiddi hann til bana. VarflUttursjúkurá »Ceres«, er fór héðan 7. þ. m. !t r. í síðasta tölubl. „Lögréttu" (í fyrra dag) hefur einhver ónefnd dula (ritstjórinn í dul- argerfi?) tekið sig til og farið að semja „skrá yfir bitlinga" þá, er meiri hlutinn -— flokksmenn stjórnarinnar — á síðásta þingi hafi úr býtum borið. Mér dettur ekki í hug að gagnrýna ritsmíð þessa í heild sinni, því að henni er ekki gerandi svo hátt undir höfði. En af því að eg er „settur á skrána" sem einn bitlingaþeginn, þykir rétt almenn- ings vegna, að sýna fram á, hversu sam- vizkusöm dula þessi er í skrásetningu sinni. Að eg fái 400 kr. á ári fyrir endurskoðun landsreikninganna er rétt, en núverandi stjórnarflokkur hefur ekki byrjað á því, að velja mig til þessa starfs, eins og dulan lætur f veðri vaka. Endurskoðunarmenn reikninganna eru valdir á hverju þingi fyrir 2 ár í senn, og eg var fyrst valinn á þingi 1903, áður en ráðherrastjórn komst hér á, og því næst endurkosinn á þingun- um 1905 og 1907 (í tíð fyrverandi stjórnar) og nú síðast 1909. Hin núverandi stjórn verður því ekki sökuð um, að hún hafi „fundið" þetta handa mér. Eg hef nú end- urskoðað alla landsreikninga síðan 1902, að þeim reikning meðtöldum. Og eg þykist geta fullyrt rauplaust, að eg hafi ekki minna að því starfi unnið, en samverkamenn mínir, er verið hafa, að þeim ólöstuðum. En um borgunina fyrir það verk er það að segja, að hún hefur haldizt óbreytt síðan á fyrstu löggjafarþingum, þótt viðskipti landsjóðs

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.