Þjóðólfur - 24.09.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.09.1909, Blaðsíða 2
156 ÞJOÐ OLFUR. ts Séra Jón hefur ritað óþyrmilega um menn og málefni og lítt af sanngirni opt og einatt, jafnvel um það, er ekkert hef- ur snert verksvið hans, eða komið hon- um að nokkru leyti við, enda orðið þá opt fyrir hörðnm dómum og et til vill ekki sem sanngjörnustum. En hvað sem um hann má segja, þá verður því ekki neit- að, að allmikið er í manninn spunnið, og að ekki hefur það verið heiglum hent að standa í því stímabraki, er hann hefur orðið að standa í. Um nýju guðtræðisstefnuna, »vantrúna« hér heima, sem hann svo kallar, ritar hann allóvægilega, og hlífir þar lítt sín- um gömlu vinum, er honum þykir hafa svikist undan merkjum, og séu komnir inn í ssteingráa heljarþoku«, inn í svarta myrkur, er hann kveðst aldrei fara inn í, hvort sem þokulýðurinn lasti sig eða lofi. Kirkjufélagið þeirra þar vestra verði að hafa hug til að láta aldrei af neinum þoka sér í þá átt, hvort sem því sé klapp- að á öxlina með fleðulátum og fagurgala eða þvf sé hótað ölllu illu, og á það sig- að Cerberus sjálfum og öllum sporhundum myrkraríkisins. Svo mörg eru þau orð og virðast þau vera nokkurnveginn á- kveðin, óþarft að hafa þau öllu gleggri. Niðurlagskafli þessarar »Sjálfsvarnar« höf. er svo vel ritaður og hugðnæmlega, að vér birtum hann hér f heild sinni: „Fyrir ofann bæinn að Þingmúla, þar sem eg átti heima níu árin næstu áður en eg fór í skóla, er einkennilegt fjall og allhátt, sem bærinn er kenndur við. Fjalli því að fram- anverðu, þeim megin, er út í dalinn veit, má vel líkja við lfkneski það hið risavaxna frá fjarlægri fornöld, sem rís upp á sand- sléttu í Egyptalandi norðanverðu og nefnist Sfinx. I líkneski því birtist ógurlega stórt höfuð af ljóni, sem liggur fram á hramm- inn; en það dýrshöfuð minnir einnig á ferlegt mannsandlit- Svona er sú stand- mynd af Sfinx, sem forn-egypzku konung- arnir létu hlaða upp í nánd^við Níl sér til ævarandi frægðar. Og eins, eða nauðalík- ur því forn-egypzka líkneski, er Þingmúlinn að framan -—- í mínum augum að minnsta kosti bæði fyr og síðar, Að eins einusinni var eg sá maður, meðan eg var unglingur, að komast upp á Múlann, og mundi eg á- vallt síðan eptir útsýni því hinu mikla og fagra, sem eg hafði þaðan yfir mestallt I Fljótsdalshérað og allt út á Héraðsflóa. Seinast, er eg fyrir tíu árum heimsótti ís- land og ferðaðist um Skriðdal, tók eg mig til, ásamt Friðriki fóstursyni mínum, og klifraði upp á Múlann, en konan mín beið á meðan með hinum, sem í föruneyti okk- ar voru, í túninu hjá bænum hið neðra. Lítt var eg þá frár á fæti í samanburði við hinn unga mann, er með mér var á þessari uppstigning. Næsta mjög mæddist eg þeg- ar undir eins, meðan stóð á göngunni upp eptir hinum bratta melhrygg, sem myndar nefið á andlitinu framan í fjallinu. En er komið var upp í kleyfina eða vikið á milli augnabrúnanna, varð gangan miklu torsótt- ari; og áður en við höfðum klifrast eins hátt upp og ! ennið mitt — því þar er snarbratti, nálega þverhnípi — lá mér við að gefast upp og hníga niður. Þó unnust mér kraptar til að yfirstlga alla örðugleika fjallfarar þessarar, og komast alla leið upp á Múla-koll. Þá létti mér um hjarta. Og fagnandi og sigrihrósandi nam eg um hríð staðar við vörðuna á fjallbrúninni — þar er nón frá bænum fyrir neðan — og naut hins víðtæka útsýnis yfir héraðið og til fjallanna misháu og margbreytilegu allt í kring. — Viðlíka fjallför hefur öll æfi mín verið, frá því fyrst, er eg í æsku lagði á stað út í heiminn frá bænum þarna undir Múlanum. Opt hefur mér legið við að gefast upp, því torgeng hefur Ieiðin verið jafnaðarlega — mátturinn lítiil, margt, sem þreytu hefur valdið, einna helzt nú í seinni tíð, er sumir brugðust á svo hörmulegan hátt, sem lengi höfðu svo vel og rösklega verið með. En hvað um það — samfara þeirri reynslu kom vaxandi hvöt til að treysta guði meir en áður. Upp á Múlann tel eg mig nú kominn, og hér stend eg kyr fyrir náð drottins. Á þessari fjallstöð vona eg að mér auðnist að berast fyrir það, sem eptir er æfinnar, þakklátur fyrir útsýnið þaðan og stuðninginn meir en mannlega á hinni erfiðu för þangað upp. Og eg vil segja eins og Njáll, er hann allra seinast hafði búið um sig í hvílu sinni að Bergþórshvoli undir uxahúðinni: „Ek ætla héðan hvergi at hrærast, hvort sem mér angrar reykr eða bruni"". Aðrar ritgerðir í »Áramótum« eru: Gildi heilagrar ritningar eptir séra Kristinn K. Ólafsson. Hættan m e s t a eptir séra N. Stgr. Þorláksson og loks afarlöng skýrsla um síðasta árs- þing kirkjufélagsins, er svo sögulegt hef- ur orðið og rækilega var getið um hér f blaðinu fyrir skömmu. — Ritgerðir þeirra séra Kristins og séra Steingríms, höfum vér satt að segja ekki enzt til að lesa. frxðslumál barna. Eptir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson. V. (Síðasti kafli). Eigi getur mér virst annað en breyting- in í prófreglum stjórnarinnar, um að taka upp ný tölugildi fyrir einkunnirnar, sé fremur til ógagns. Hugsunin hefur eflaust verið að gera þetta allt einfaldara, en það er alls eigi svo. Tugabrotin eru eigi svo flókinn reikningur, að nokkurt vandhæfi sé að nota þau, en breytingin skapar misskilning og óánægju hjá fólki út af einkunnagjöfunum. Verst er þó og raun- ar alveg óhafandi, að sleppa öllum brot- um, sem eru eða minna en fylla upp þau er stærri eru, því með þessu geta börn, sem sýna mjög ólíka frammistöðu, fengið alveg sömu aðaleinkunn. Þetta heitir að breyta til að vinna sér úrhendis, og gera mönnum rangt til. Auðvitað er það eitt rétt að halda brotunum, og væri ótrúlegt, ef allír sem vilja, mættu ekki hafa aðaleinkunnirnar þannig. Eptir þeirri reynslu, sem enn er fengin með fræðslulögin, má segja það, að hér um slóðir eru menn almennt vel ánægðir með árangur þann, sem af þeim varð síð- asta vetur, því hann var yfirleitt mjög góður. Það væri og undarlegt fólk í land- inu, ef það vildi nú ekkert hafa með þessi lög, en hafa þó á þingmálafundum um gervallt landið á undanförnum áratugum heimtað, og það með réttu, að alþýðu- menntunin væri aukin sem mest og bezt. Það veitir heldur eigi af, að hún batni; því þótt einstöku alþýðumenn í öllum héruðum landsins séu til, sem eru hreint ágætlega að sér, og það svo, að margir lærðu mennirnir standa sumum þeirra eigi á sporði, þá dugar eigi að horfa á þá eina, því allur fjöldinn er illa upp- fræddur og kann því eigi að nota vel krapta sína né neyta réttinda sinna í góðu lagi. Allir þeir, sem standa á móti því, að alþýðumenntunin sé knúð áfram með viturlegum lögum, eru annaðhvort vitandi eða óvitandi að stuðla að því, að almúg- inn komizt aldrei úr kútnum, heldur geti embættismennirnir og auðmennirnir, höfð- ingjarnir í landinu, teymt hann í van- þekkingarblindni, svo sem fyrrum, hvert sem vill, og haft állt ráð hans í hendi sér. Slíkt starf er vont og illa situr þá á öll- um góðum íslendingum, en samt eigi sízt á bændum og prestum að vinna þau saur- verkin. Allir þeir, sem vilja koma fræðslu- lögunum fyrir kattarnef, ættu og tafarlaust að krefjast þess, að kennaraskólinn væri afnuminn aptur, því ef barnafræðslan á engin önnur að vera, en áður var, þá þarf enga barnakennara, það er auðsætt. Með þessu yrðu mennirnir samkvæmir sjálfum sér. En sem betur fer, munu þeir sigra 1 máli þessu, er hugsa á aðra leið. Það sem skólamálum vorum stendur nú mest fyrir þrifum til sveita, er vöntun á góðum húsakynnum fyrir skólana. En þeim húsum á landsjóður að koma upp smámsaman, helzt alveg einn eða þá þann- ig, að hann greiddi 3/4 af byggingarkostn- aðinum, en hreppurinn V-t- Minna má ekki heimta af landsjóði. Fjárupphæðin stæði þá þeim sveitum til boða, er þiggja vilja. Líkt þessu mun fyrirkomulagið vera hjá bræðrum vorum Færeyingum. Húsin ættu að vera reist úr steini og vönduð sem bezt. Hér að auki ætti það að vera föst regla, að landsjóður greiddi kennaralaunin að 2/3 hlutum, því barnafræðslan er al- mennt þjóðmál, miklu fremur en sérstakt sveitamál, og alþýðan, sem mest borgar í landsjóðinn, má sízt spara við sig að veita fé úr honum til menningar börnum sínum. „£ögréttn“ Dulan hefur nú orðið að kyngja öllu bitlinga- brigslinu, bæði um mig og suma aðra minni hluta menn. En vitanlega gerir hún það með illu geði og leitast þvl við að klóra yfir fyrri ósannindin með — nýjum ósann- indum. En þar tekst jafn-ófimlega og álappalega sem áður. Getuna vantar, en viljann ekki. Fyrst segir dula þessi, að eg hafi feng- ið endurskoðunarstarfið við landsreikning- ana, af því að eg hafi »farið yfir í meiri hlutann«. Þetta hefði dulan ekki átt að segja, því að það gefur mér tækifæri til að hnekkja vísvitandi rangfærslum á sann- leikanum. Þá er eg tók afstöðu mína gagnvart sambandslagafrumvarpinu í maí 1908, og andmæltj því, var sannarlega ekki fyrirsjáanlegt, að andmælendur þess mundu verða í meiri hluta við kosning- arnar, nei, þvert á móti, líkurnar voru miklu fremur þeim megin, að hinn þá- verandi meiri hluta þingflokkur, stjórnar- flokkurinn, er nær einróma aðhylltist frumvarpið, mundi verða í meiri hluta, sérstaklega, þá er tveir þingmenn úr minnihlutaflokknum í millilandanefndinni voru með. Að hins vegar fór, og að sú stefna, er eg studdi, varð í miklum meiri hluta við kosningarnar, var að minnsta kosti ekki fyrirsjáanlegt í maímánuði (sbr. spádóm »Lögréttu« daginn fyrir kosning- arnar um glæsilegan kosningasigur!). Það er sitt hvað, að styðja að því, að meiri hluti myndist, vera með í því að skapa meiri hluta úr minni hluta, eins og eg gerði 1908, en að ganga inn í fullmynd- aðan meirihlutaflokk, þá er sigur er feng- inn, eins og sumir nánustu húsbændur »Lögréttu«-dulunnar gerðu 1903, þá er þeir struku úr m i n n i h 1 u t an um yfir íHeimastjórnarflokkinn, er hann var kominn í meiri hluta og þurfti ekki á liðsinni þeirra pilta að halda, enda þeir barizt áður gegn honum af alefli, en tróðu sér nú inn í flokkinn f óþökk allra einlægra flokksmanna, er borið höfðu hita og þunga dagsins og sigurinn var að þakka, en ekki þeim að- skotadýrum, er þá fóru að viðra sig upp við stjórnina af skiljanlegum ástæðum. Þetta ætti »Lögréttu«-dulunni að vera kunnugt, og má hún vita, að eg hef aldr- ei gengið 1 nokkurn pólitiskan meirihluta, eptir að hann hefur verið orðinn meiri hluti, en haldið jafnan stefnu þeirri, er eg hef talið réttasta og hingað til hefur reynzt sigursæl. Önnur fjarstæða dulunnar er, að eg hafl »með dæmafáu kappi«(!) sókst eptir forsetastöðunni, náttúrlega vegna þingtíð- inda-bitlingsins(l). Eg get alveg leitt hjá mér að mótmæla þessu bulli, því að það er bláber ósannindi, eins og margir gætu borið vitni um og flestir munu trúa, er mig þekkja. Það er svo fjarri mínuskap- ferli að trana roér fram eða sækjast fast eptir vegtyllum o. fl., hef heldur látið stjaka mér frá, en stjakað öðrum, og segi eg það ekki mér til hróss. Síðasta »uppfundning« dulunnar eru peysulegar eptirtölur um fjárupphæð þá, er eg (og hinir forsetarnir) hafi fengið á- vísaða 1 ferðakostnað til Hafnar á kon- ungsfund í marz og apríl. Því ekki þaðl Lúsablesaskapurinn væri ekki fullkominn hjá »Lögr.», ef þetta gleymdist! Allir forsetarnir fengu ávísaða hjá stjórnarráð- inu jafna upphæð til fararinnar hver um sig, og er það ekkert leyndarmál. Hygg eg, að enginn sannsýnn maður geti talið þá upphæð of háa, síður en svo. F.g tala ekki um smásálir þær, er meta sæmd og virðingu landsins naumast nokk- urs virði, og miða allt við þann húsgangs- hugsunarhátt, sem allt of mikið er af hér á landi, og orðið hefur oss til tjóns og vansa á marga lund. Annars er mér öldungis sama um, hvað Lögréttudulan þvælir um þetta. Skrifum hennar er svo háttað, að þeim er f rauninni gert of- hátt undir höfði, að hrekja þau með skýr- um rökum og réttum. Þegjandi fyrirlitning væri í raun réttri það svar, sem hæfði öðr_ um eins lúsablesa og þeim, er leynir sér í Lögréttudulunni. H. P. Mannalát vestan hafs. Gísli Ó 1 a f s s o n fyrrum fóðursali í Winnipeg andaðist þar 9. f. m. Hann var fæddur i.júní 1855 í Landamótsseli í Ljósa- vatnsskarði, og voru foreldrar hans: Olaf- ur Ólafsson og Rannveig Sveinbjarnardótt- ir. Hann var um hríð verkstjóri hjá Benedikt sýslumanni Sveinssyni á Héðins- höfða, var síðan við nám í Möðruvalla- skóla 1881—1882. Var síðan með Hall- dóri búfræðing Hjálmarssyni að leiðbeina bændum í Þingeyjarsýslu í búnaði og dvaldi 1 Skotlandi eitt ár til að kynnast þar búnaði. Flutti vestur 1886 og 1889 byrjaði hann mjöl- og fóðurtegundaverzl- un í Winnipeg og rak hana í stórum stíl; var fyrsti íslendingur, er bygði stórhýsi í verzlunarparti Winnipegborgar, er virt var á 270 þús. krónur. Kona hans var (19. maí 1890) Elín Sigríður Jónsdóttir snikkara frá Hornbrekku í Ólafsfirði Jóns- sonar, og áttu þau eina dóttur barna. Hann var „skarpgáfaður maður, prýðisvel lesinn og sérlega fróður um allt, er laut að framkvæmda- og starfslífi umheimsins og tilhögun þess. Hann var sérlega við- mótsþýður og framkoman öll var ljúf- mannleg, svo að allir sem eitt sinn kyntust honum, virtu hann og unnu" segir Hkr.. 12. f. m., er hún skýrir frá andláti hans. Finnur Benediktsson bónda á Marðareyri, Jónssonar og Petrínu Eyjólfs- dóttur prests á Eyri í Skutulsfirði Kol- beinssonar, andaðist á Gimli 8. júlí sfð- astliðinn, 76 ára að aldri (f. 15. marz 1833).. Hann nam járnsmíoi á unga aldri, og 1861 kvongaðist hann Sigríði Jónsdóttur, fósturdóttur Ásgeirs Einarssonar, síðar alþm. á Þingeyrum og eignuðust þau 5 börn, dóu 3 þeirra ung en 2 lifa: Bene- dikt vélfræðingur í Kristjaníu og Guð- laug ógipt á Gimli. Hann bjó í Kálfanesi 1861—1883, flutti þaðan til Álptafjarðar við ísafjörð og var þar 2 ár, en sfðan til ísafjarðar og rak þar járnsmíði en flutti vestur 1903. Helgi Tómassonúr Þingeyjarþingi dó 27. júlí, á Reynistað í Mikleyjarbygð-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.