Þjóðólfur - 08.10.1909, Síða 1

Þjóðólfur - 08.10.1909, Síða 1
61. árg. Reykjavík, föstudaginn 8. október 1909. JfS 43. Njir Kaupendur að næsta (62.) árgangi Þjóð- ólfs. 1910 geta fengið það sem eptir er af þessum árgangi til ársloka fyrir að eins 50 aura auk þess sem þeir geta átt von á um leid og þeir borga árganginn að fá í kaupbœti: Serprentun aj hinni nafn- kunnu neðanmálssögu biaðs- ins Rodney Stone eptir Conan Doyle, sem verður lokið inn- an skamms og ef til vill frekari hlunnindi, er siðar verða aug- iýst. ||fy Menn œttu þvi að hraða sér að panta btaðið. Allir þeir, er skulda fyr- ir blaðið að fornu og nýju, eru beðnir að greiða skuldir sínar sem allra fyrst, helzt fyrir næsta nýár, því að eptir þanntimaget- ur orðið einhver breyting á inn- heimtu skuldanna og þá harðar gengið að, en ella, á kostnað skuldunauta, svo að það er viss- ara að sleppa hjá þeim aukakostn- aði og greiða skuldirnar reki- stefnulaust nú í haust. Guðm. Friðjónsson: Sjálfstæði. | Gis/i Sveinsson: Stjóvnin og j sjálfstæðismálið. I. »Þú ert þorpari!« »Þú ert lygariU Svona talast þau allajafna við blöðin okkar, er þau ræða stjórnmálin. Þetta er þeirra leiðbeining til þjóðarinnár, sem þrá- ir að sjá leið yfir ófærurnar og vita, hversu hún gæti komið ár sinni bezt fyr- borð innan um alla þá erfiðleika, sem við er að stríða. Og svo er þess á miili skroppið með það, sem helzt mætti oss til vanza verða í dönsku blöðin, eða send út afskræmis- mynd á bréfspjaldi. Sumir eru svo andlega volaðir, að þeim þykir hróp og illyrði blaðanna helzta sæl- gætið. Sjálfsagt halda leiðtogarnir, að fólk sé svo flest, Þó hygg eg, að allir góðir menn hljóti að vera sammála um það, að rógur, illindi og innbyrðis deilur muni hvorki gera oss betri né vitrari og ekki bæta hag vorn á neinn hátt. Vér verðum að ráða fram úr stjórn- málunum á sama hátt og öðrum vanda- málum; auka þekkingu vora, nota skyn- semina sem bezt til þess að greina rétt frá röngu og síðan með sameinuðum kröptum hrinda því einarðlega áfram, sem vér teljum bezt og viturlegast. Málefnið verður að sitja í fyrirrúmi fyrir mönnun- um, röksemdir fyrir illyrðum. »Eimreiðin« hefur nýlega flutt tvær greinar um stjórnmál, sem hér er getið að ofan. Þær hafa þann kost, þó ólík- ar séu, að höf. segja einarðlega og und- irhyggjulaust, hversu þeir líta á stjórn- mála-ástand vort og hver ráð þeir sjái til að bæta það. Þeir rita báðir í fullri al- vöru málefnisins vegna, án þess neins flokks eða eigin hagur komi til greina. Þetta, auk annars, kemur mér til þess að leggja orð í belg. Sjálfstæði nefnir G. Friðjónsson grein sína. Þó hún sé vel og einkenni- lega í stílinn færð, er erfitt að skýra i fám orðum frá innihaldi hennar. Þetta virðist mér mergurinn málsins: F u 11ve1dis - s j á 1 fstæði þjóða byggist á sjálfstæði einstakl- ingsins, almenningsins, andlegum og efnalegum þroska hans. Þjóðarsjálfstæði út á við er a fl e i ð i n g af því, að allur almenningur sé vel efnum búinn og svo andlega þroskaður, að hann geti lagt réttan dóm á deiluatriðin milli flokk- anna. Skorti þetta, er þjóðarsjálfstæði »hégómlegt hrófatildur, sem hrynur, er á reynir«. Sjálfstæði einstaklinganna er hið sanna verulega sjálfstæði. Oss íslendinga skortir hið sanna sjálfstæði einstakling- anna. Vér erum fátækír, skuldunum vafnir ogskortir andlegan þroska til þess að dæma viturlega mál vor. Vegurinn til sjálfstæðis er þessi: Vér verðum að efnast, afla meira og eyða minna, gerast ötulir, en jafn- framt sparsamir og nægjusamir sem Kín- verjar. Andlegi hugsanaþroskinn verður að fást með tímanum og reynslunni á mörgum mannsöldrum. Sjálfstætt fullvaldaríkiget- um vér ekki orðið fyrst um s i n n. Oss skortir fé og vit til þess. Ur hvortveggju þessu verður fyrst að bæta, áður vér förum að hugsa oss svo hátt. Eg vd ekki fara að svo komnu lengra út í grein nafna míns, en athuga þetta fyrst. Fari hann með rétt mál, þáerþað víst, að eg og margír aðrir fara stórum villir vegar. Og þá er líka innlim- unin óumflýjanleg, því hver sú þjóð, sem ekki getur verið sjálfstæð, hlýtur að sætta sig við, að vera hluti annars sjálf- stæðs ríkis. Eg held, að engin röksemdaleiðsla skeri úr þessu máli. Eg efast ekki um, að G. F. geti komið með heilan álitlegan rök- semdaforða frá almennu sjónarmiði til þess að sanna sitt mál. Reynslan ein sker úr þessu. Styður hún mál höf.? Eg nefni handhæg dæmi: Japan hefur frá ómunatíð verið sjálf- stætt ríki. Síðustu áratugina hefur allur heimur undrast stjórnmálaröggsemi Jap- ana. Er almenningur þar efnaður eða sérlega þroskaður í stjórnmálum? Reynsl- an svarar: bláfátækur og nauðafáfróður og það svo, að vér stöndum miklu betur að vígi í hvorutveggju. Lengi hefðu þeir mátt bíða sjálfstæðisins eptir reglum G. F. Eflaust hefðu þeir þá orðið öðrum þjóðum að bráð. Það, sem þeim hefur drýgst dugað, eru ágætir, ötulir leiðtog- ar. Þeirra ráð hafa tryggt sjálfstæði Jap- ana út á við, og þeirra ráð éru nú smám- saman að gera almenninginn menntaðri og efnaðri en nokkru sinni fyr. Rússar eru bæði fátækir og fáfróðir svo firnum sætir, ef talað er um alþýðu manna. Stórum ver á vegi staddir en vér. Þó eru þeir sjálfstæðir að fornu fari, og jafnvel nú, er verst gegnir, ein hin tröllauknasta þjóð heimsins. Ekki mundi Pétri mikla hafa geðjast að regl- um G. F. Ef þeim hefði verið fylgt væri Rússland ekki til sem ríki og tæplega sem sérstök þjóð. Þá má og minnast þess, að Island hef- ur frá byggingu þess til þessa dags ver- ið sjálfstætt ríki, hvað svo sem Knútur Berlín segir, og þrátt fyrir allt ósjálfstæði einstaklinganna. Jeg hygg, að engin þjóð í heiminum hafi séð sér fært að fylgja reglum nafna míns. Sjálfstæði út á við byggist ekki á sjálfstæði almennings nema að nokkru leyti. Auk þess : Hvar eru takmörkin : hvenær eru efnin nóg og hvenær vitið ? Hver getur metið þetta réttilega ? Að fátækt vor og fáfræði loki oss öll- um sjálfstæðissundum efa eg. Að þessu leyti er víða pottur brotinn, jafnvel ístóru ríkjunum. Helzt kemur þetta til greina, ef sannanir eru færðar fyrir því, að fullu sjálfstæði fylgi mikill útgjaldaauki, eins og G. F. hyggur óhjákvæmilegt. Þetta mun rangt og þá er sú ástæða úr sög- unni. Annars er stjórnmálaáhugi almenn- ings meiri hér ,en víðast annarstaðar og þekkingin ekki lakari. Ef leiðtogarnir væru að sínu leyti ekki lakari en kjós- endurnir, mundi vel fara. Eg kem þá að þessari sorglegu álykt- un nafna míns, að við getum ekki, (fyr en eptir marga mannsaldra, ef guð lotar) orðið sjálfstætt rlki, til þess skorti oss fé og mannvit. Það er hörmulegt, að minn góði vin- ur G. F., sem hefur engu minni sjálf- stæðisþrá en hver annar, skuli hafa villzt inn í þetta innlimunarvölundarhús, og eg vildi feginn geta bent honum á veginn út úr þeirri aumlegu vistarveru. Végurinn er þessi: Fulíur skiln- aður er oss bókstaflega engu dýrari en innlimun með sjálf- stjórn, en aptur töluvert ódýr- ari en k o n u n g s s a m b a n d eða málefnasamband, ef vér ekki för- um því óviturlegar að ráði okkar. Fyrir þessu hef eg fært nokkrar líkur í »Aptur- elding« og víðar, sem ekki hafa verið hraktar, svo eg sleppi að endurtaka það hér. Eg veit það hins vegar vel, að íslenzka ríkið hlyti að sníða sér stakkinn eptir vexti. Það yrði að Kkja miklu framar eptir San Marínó heldur en Danmörku, að eg ekki tali um stórveldin. Það yrði ekki að tala um annan »fullveldisljóma«, en þann, sem í því lægi að halda vel á sínu, efla sjálfstæði einstaklingsins og sýna að okkar litli þjóðlíkami væri engu síður heilbrigður en hinna, sem hafa hann stærri og feitari. Ef vér værum lausir allra mála við Dani, þá mundi enginn krefjast annars af oss en þess, að halda lög og rétt í landi og í landhelgi, og auk þess sýna ekki öðrum ójöfnuð eða brigðmælgi. Enginn mundi einu sinni kref jast af oss sendiherra, enginn hers nema J. Ól. Enginn mundi krefjast þess af oss, að vér tylltum oss á tær yfir efni fram í einu einasta atriði. Slíkt væri að sjálfsögðu beinasti vegurinn til þess að gera oss hlægilega og fyrirlitlega í augum allra góðra manna. Og það myndi tæplega koma nein Grýla og taka oss. Því skiljum vér ekki við Dani úr því vér teljum gamla sáttmála gildan sjálf- stæðisgrundvöll? Því bjóðum vér ekki Dönum að takast á hendur hervarnir og utanríkismál? Þannig spyr G. F. Eg svara þeirri spurningu þannig: Að- eins vegna þess, að Danir mundu tæp- lega taka slíka uppsögn sambandsins frá vorri hálfu gilda. Þeir mundu skoða slíkt sem uppreisn. Eins og kunnugt er, þykj- ast þeir eiga oss með húð og hári. Vera má, að þetta fleyttist og væri þjóðráð. Ef svo er, þá hefur leiðtoga vora brost- ið áræðið. Almenning mundu þeir hafa haft að baki sér, ef í það stórræði hefði verið ráðizt. Síðari spurningunni er auðvelt að svara. Danir myndu þakka fyrir slíkt boð, en þykjast einfærir um að gegna málunum sjálfir. Eg fæ ekki betur séð, en að G. F. byggi í þetta sinh á sandi. Þó er grein hans að því leyti orð 1 ttma talað, að hann hrópar inn í eyru manna, hve brýna nauðsyn beri til þess, að einstaklings- sjálfstæðið aukist og eflist, að vér lærum sjálfsafneitun, förum vel með efni vor, sökkvum oss ekki niður í skuldir og með þeim f hverskonar ósjálfstæði. Þessa er full þörf, því allur þorri manna sýnist sjúkur, og jafnvel þing vort, af einhverri skulda-ástríðu, þrátt fyrir öll þau vand- raéði, er daglega hljótast af því. En þessi mein læknast engu síður, þó Vér fengjum sjálfstæði vort viðurkennt. Eg skil ekki, að erlend yfirráð séu neitt undralyf, er eigi við þeim. Og hvort mundi oss siðferðislega holl- ara, að bera sjálfir ábyrgð á gerðum

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.