Þjóðólfur - 08.10.1909, Síða 2

Þjóðólfur - 08.10.1909, Síða 2
ÞJOÐOLFUR 166 vorum, eða Iáta Dani gera það? Hvort Kklegra að efla stjórnmálaþroska vorn ? Þó eg sé ekki allskostar sarnmála nafna mínum, og fleira sé ærið athugavert i grein hans, en það sem hér er drepið á, þakka eg honum fyrir hana. Hann hefur sett fram skoðun, sem all- margir aðrir hafa, og hann hefur gert það með þeirri einlægni og drengskap, sem mikils er metandi. Eg hef reynt að sýna fram á, að þessi skoðun sé hrófa- tildur, í þeirri von, að það kunni ef til til vill að skýra málið fyrir honum eða öðrum. Guðm. Hattnesson. Bókmenntir. Hulda s Kræði. Kostnaðar- maður Sigurður Kristjáns- son. Rvik 1909. 176 bls. 8vo. Það er mikil Ijóðaöld 1 íslenzkum bók- menntum nú á tímum. Hver ljóðabókin rekur aðra, og sumar all-umfangsmiklar. Hitt er annað mál, hvort gæðin samsvara vöxtunum. Það er óhugsandi annað en að í slíku ljóðaflóði fljóti margt léttmetið, er gjarnan hefði mátt vera óprentað og lítill gróði er í, lítill ávinningur fyrir bók- menntir vorar. Og þetta má að nokkru leyti segja um þessi nýútkomnu Ijóðmæli skáldkonunnar Huldu (húsfrú Unnar Bene- diktsdóttur á Halldórsstöðum). Það hafa áðut birzt í blöðunum nokkurkvæði eptir hana, er þóttu mjög laglega kveðin af kvenmanni. En það verður eins og minna úr þeim, er öll ljóðmæli höf. eru komin saman í eina bók, vegna þess að þá ber meira á því, hve einhæf þau eru, hve Ilk innbyrðis, svo að lesturinn verður nokkuð þreytandi á svo mörgum kvæðum, sem flestöll eru kveðin út af sama yrkis- efni: um sveitafegurð og sumarblfðu, vonir og vorþrár, blóm og brekkur, sólaruppkomu og sólarlag, »heiðbláar nætur og munar- rjóð kveldc o. s. frv., o. s. frv. Þetta er að vfsu allt hugðnæmt yrkisefni, en það þarf mikla skátdlega snilld til að yrkja fjöldamörg kvæði um sama efni f allstórri bók, svo að næg tilbreyting verði, og hug- myndirnar komi stöðugt fram í nýjum og nýjum búningi, svo að lesandinn finni að efnið sé ávallt tekið frá nýrri og nýrri hlið, þótt hið sama sé. Auðsærra áhrifa frá öðrum skáldum kennir hjá höf., sér- staklega áhrifa frá Jónasi Hallgrfmssyni, er stundum ber óvenjumikið á. Vér viljum taka til dæmis kvæðið á bls. 25 : »Því gleymi eg aldreic. Það er ekki að eins með sama bragarhætti og hið fegursta ástakvæði Jónasar »Ferðalok«, heldur og sami hugs- unarþráðurinn og sömu hugmyndirnar teknar upp, dálftið öðruvísi orðaðar, t. d. í 1. vísu: »Þá var bjart yfir brún og hvammic, sbr. »Hlógum við á heiði, himin glaðn- aði, fagur á fjallabrúnc hjá Jónasi, enn- fremur upphaf 2. vfsu: »Sit eg f lautu | þar lékum við, áður | grunlaus um grát og harmc, sbr. hjá Jónasi: »Grétu þá í lautu | góðir blómálfar | skilnað okkar skildu»,|og ennfremur í næstsíðustu vísu: »Djúpar eru öldur | þær, er okkur^’milli | breiða bláan faðmc.sbr. hjájónasi: »Háa skilur hnetti, himingeimurc o. s. frv. Það getur verið, að þetta séu ósjálfráð áhrif hjá höf., en lfkingin er tvfmælalaus. Og svona mætti rekja fleiri kvæði. En þótt þau væru ekki annað en veikur endur- hljómur af rödd Jónasar, þá væri höf. það ærinn heiður, ef hann hefði getað stælt fyrirmynd sína svo vel, cð það og það kvæði gæti verið ort af Jónasi, ef menn vissu ekki, hver höf. væri. En þau kvæði munu reyndar vera harla fá í bókinni, er segja mætti það um. En mörg þeirra eru Iaglega ort, með hlýjum og þýðum undirstraum tilfinninganna, látlaus og létt, en ekki tilþrifamikil eða sérstaklega hug- myndarík. Ef nefna ætti nokkur einstök kvæði öðrum fremur, vildum vér benda á »Heim« (bls. 86), »Kveðju« (bls. 92), »Dalbúinn» (bls. 116) og »Dalaþrá« (bls. 164). í »DaIbúanum« lætur skáldið dal- búann segja meðal annars: „Aldrei skal eg önnur velja óðul en þau sem gafstu, móðir! Veit eg að lífs míns vonarrætur verða trautt um hafið fluttar. Fegurst er í heimahögum hreinast lopt og fæst af meinum. Friður og ást er fegri auður en fullar hendur af rændu gulli". Þessi vísa einkennir að nokkru skáld- skap »Huldu«, þar sem hann er beztur. Það er falslaus ættjarðarást og heimkynnis- tryggð, er kemur fram í öllum ljóðum hennar. Ungu fólki, bæði körlum og konum, munu verða þau kær, því að þau eru sungin út úr hjörtum hugsandi, við- kvæmra og þunglyndra unglinga, er alast upp f fámenni í einkennilegri náttúrufeg- urð, einir með sfnar hugsanir og æskunnar vonir og þrár. Á smalaþúfunni flýgur margt gegnum höfuð gáfaðs unglings, er enginn veit um og enginn þekkir. Margir slíkra unglinga af báðum kynjum munu hafa skemmtun og unun af kvæðum »Huldu«, en hætt við, að full- orðna fólkinu, roskna fólkinu, finnist minna til um þau. Það er óhætt að láta kvæði þessi í unglinga hendur, ekki spilla þau neinum. Það er hreinn og saklaus blær yfir þeim. Og þótt harpan hennar »Huldu« sé ekki sterk eða hljómmikil, hafi ekki háa né þunga tóna, þá eru strengirnir svo varlega, svo þýðlega stilltir, og spilað á þá svo hljótt, svo hlýtt, svo viðkvæmt, að menn afsaka, þótt sterku tónarnir, stormhvininn og stórsnilldina vanti. Það er vonandi, að »litla ljóðasvalan«, sem »Hulda« kallar skáldgáfuna sína, deyi ekki, en dafni heldur og þroskist með vaxandi reynslu og auknum árafjölda höf. Þessi fáu orð hafa að minnsta kosti ekki verið rituð til að »brjóta vængi« hennar. Peary og- Cook. Vörn fyrir Peary. I flestum blöðum nru kveðnir upp harðir áfellisdómar yfir Peary og allri að- ferð hans gagnvart keppinaut sínum Cook. Þykir honum farast ógöfugmannlega og ofsalega, er lftt sæmi jafn-mætum manni. Fáir hafa því orðið til að taka svari hans og afsaka hann, og samúð manna því snúist miklu fremur að Cook, er komið hefur mjög hóglega og kurteislega fram. í »Politiken« 19. f. m. hefur norski rithöf- undurinn Thomas Krag fært fram varnir fyrir aðferð Pearys, og tökum við hér á eptir ágrip af aðalástæðum hans, með þvl að höf. leitast við að skilja m a n u - i n n Peary og gera sér grein fyrir atferli hans. Cook er Aladín. Að vísu var ávöxtur sá, er féll í skaut þessa ameríska vísinda- manns sannarlega fullu verði keyptur. Cook hefur þolað margar þrautir, áður en hann náði takmarki sfnu. Og an mikilla hygginda og mikils undirbúnings hefði hann aldrei náð því. Og vilji hans hefur verið stæltur sem stál. En ham- ingjan hefur fylgt honum. í sambandi við 26 ára óviðjafnanlega erfiðleika Pearýs, virðist afrek Cooks fremur líkjast glæsilegri atrennu, er í ein- um rykk nær markinu. Peary er afar- mikill kjarkmaður og þrek hans óbilugt, en fyrst og fremst er hann maður með viljakrapti, maðurmeð ákveðið mark fyrir augum, er aldrei veitir honum hvíld, eyðir afli hans, og sogar til sín æsku hans og beztu þroskaár. Hann er mað- ur, er samkvæmt læðingu og uppeldi gat notið þæginda menningarinnar, en hann þvingar sjálfan sig til að fara á mis við allt, er öðrum virðist skemtilegt og eptir- sóknarvert í lífinu. I staðinn fyrir ánægju og skemmtanir annara manna á hann að- eins eitt: takmark sitt. Dögum, mánuð- um og árum saman reikar hann um þar norðurfrá, sífelt heillaður af þessu eina, er gerir hann útlaga og einmana. Fylgd- armenn hans eru sjaldnast þeir sömu. En sjálfur er hann þar stöðugt á vakki, strangur gagnvart sjálfum sér og járn- harður f kröfum sfnum við aðra, óður og uppvægur við alla, er leitast við að ná markinu hans. Hann gerir hverja tilraunina á fætur annari. Og líf hans er að sfðustu orðið hvíldarlaus ganga yfir auðnir og ísbreiður að markinu. Hann er sem eirðarlaus útlagi með ákafri framsóknarþrá og stálvilja. Eptir því sem árin líða verður hann undarlegri og undarlegri, og hann fer að athuga, þá er aldurinn færist yfir hann, hvað hann hefur lagt f sölurnar fyrir þetta eina markmið lífs sfns. Hann hef- ur farið á mis við ýmiskonar haroingju, er mönnum annars fellur í skaut. Æfidagar hans hafa verið sorglega snauðir af gæð- um þessa jarðlffs. Hefur hann dregið sjálfan sig á tálar? Hefur hann lagt of- mikið í sölurnar fyrir þetta takmark sitt. Gott og vel, hvort sem svo hefur verið eða ekki, þá er þrautin þó loksins unn- in, hann hefur náð markinu, og sú á- nægja og sá heiður vetður ekki af hon- um tekinn. Og vei þeim, er nálgast þetta takmark, er hann hefur keypt dýru verði með æfiþrautum sfnum. Og nú festist einmitt þessi hugsun hjá honum, að hann og enginn annar eigi þessa fláka, fsflákana þar norður frá. Því að hvað voru göngur annara manna þar ? Að eins kippkorn í samanburði við hinar stöðugu, löngu ferðir hans. Og ætti nokk- uð að geta borgað honum þrautir og tómleika lffsins, þá var það sigurinn, sig- urinn óskiptur og affallalaus. Hann vill ekki vera annar í röðinni, hann vill ekki einu sinni lofa nokkrum öðrum að skipa fyrsta sætið með sér. Hann vill vera hinn einasti og fyrsti, er komizt hefur á norðurheimskautið. Og loksins! Eptir 26 ára baráttu hefur hann náð markinu. Heilsa hans er farin, hann hefur misst tær og fingur og verið að bana kominn af kolbrandi. En hann náði markinu ei að sfður. Það var 6. apríl 1909. Það hefði verið einkennilegt að sjá þennan heljarmann á þeirri stund. Ef til vill hefur honum verið orðið svo kalt um hjartaræturnar, að engra geðs- hræringa hefur orðið vart í svip hans. Svo sneri hann heimleiðis til að skýra heiminum frá sigri sfnum. Og þá dynur yfir hann þetta reiðarslag, að annar yngri keppinautur hefði unnið sigurinn á undan honum, hrifsað frægðina frá honum. En hann trúði því ekki, gat ekki trúað því, að maður, sem litlar sögur höfðu farið af, hefði svona fremur undirbúningslítið og svo að segja í einni svipan, skálmað til pólsins, allan þann óraveg, er Peary hafði þurft meira en 20 ár og margendurbætt- an undirbúning til að komast yfir. Þetta gat ekki verið satt, hlaut að vera hauga- lygi. Enginn annar en hann sjálfur (Peary) hefði til pólsins komist, og hann skyldi sannarlega negla þennan Cook fastan, og sýna fram á, að hann hefði aldrei þessa þraut unnið. Honum skyldi ekki verða kápanúr því klæðinu, þessum pilti, að stela sæmdinni frá sér (Peary). Á þessa leið hefur Peary hugsað, er hann frétti sögu Cooks. Og það er sannarlega eðlilegt, að hann hugsaði svo. Cook varð það ein- mitttil hnekkis, að hann hafði alltofhægt um sig, er hann lagði af stað til heim- skautsins. Hann hefði átt að gera meira veður af för sinni. En nú fór hann í kyrþey, kom aptur ofurrólega, og kvaðst hafa komizt alla leið. Hefði hann látið meira yfir sér, áður en hann fór, hefði honum eflaust verið betur trúað. Svo er heiminum háttað. En Cook er yfirlætis- laus og blátt áfram, og þar snýr hann á Peary í almenningsálitinu. Og þó má afsaka Peary, því að hann er afareinkenni- legur maður, og menn verða að gæta þess, hversu jafn stórhuga manni sem honum hefur sviðið sárt að sjá æfimark sitt sem sigursveig við annars manns fætur. Það mundi margur óska, að Peary hefði fyrstur manna til pólsins komizt, því að hann hefði átt það skilið. Hann hafði lagt svo mikið í sölurnar. Kvennaskóll Reykjavlkur. hinn nýi, er stendur austanvert við Tjörnina, fyrir sunnan Frfkirkjuna, var settur í gær á hádegi af forstöðukonu skólans, frk. Ingibjörgu H. Bjarnason, að viðstöddum allmörgum borgurum þessa bæjar, körlum og konum. Hófst athöfn- in með því að forstöðukonan afhjúpaði mynd af frú Þóru Melsted, stofnanda kvennaskólans og forstöðukonu hans um langt skeið, er þar var nærstödd. Fór frk. Bjarnason nokkrum lofsamlegum orðum um hina gömlu forstöðukonu, sem nú er nær 86 ára gömul og furðu ern. Gat hún þess, hve skólinn ætti henni mikið að þakka og hve annt hún hefði jafnan látið sér um menntun íslenzkra kvenna. Að því búnu lýsti hún þessu nýja kvennaskólahúsi, sem Steingrímur Guðmundsson snikkari er eigandi að og hefur byggt með ærnum kostnnði og ekk- ert til sparað, til þess að það yrði sem bezt úr garði gert, en leigir það þó skól- anum með afarvægum kjörum, fyrir 2,300 kr. á ári. Er húsið allt rúmlega 30 álna langt og 18 álnir á breidd, byggt úr vandaðri steinsteypu upp á 4 hæðir, að kjallara meðtöldum. Pláss er fyrir 30 heimavistir, með uppbúnum rúmum, all- vönduðum. í húsinu er eldhús, búr, geymsluherbergi o. s. frv. — Alls hafa rúmlega 100 stúlkur sótt um skólann og verður hann stærsti og vandaðasti kvenna- skóli landsins. Sérstök hússtjórnardeild er við skólann og veitir henni forstöðu frk. Ragnhildur Pétursdóttir (frá Engey). — Síðast sneri aðalforstöðukonan, frk. Bjarna- son, máli sfnu til námsstúlknanna, og fórst það mjög vel og lipurlega. Var ræða hennar yfirleitt hin bezta, enda er hún hæfileikakona og skólanum eflaust vel borgið undir stjóm hennar. Hefur hún lbúð í skólahúsinu, og sömuleiðis for- stöðukona hússtjórnardeildarinnar. Að lokum skoðuðu menn skólahúsið hátt og lágt og leizt öllum afbragðsvel á það. Virðist þar öllu þægilega og haglega fyr- ir komið og hin ákjósanlegasta vistarvera fyrir námsstúlkumar. Miðstöðvarhiti og vatnsleiðsla er í húsinu. — Eðlilegt er, að fjárhagur skólans sé allþröngurí fyrstu, þótt hann hafi nú styrk nokkurn frá þing- inu, en sennilegt, að sá styrkur verði held- ur aukinn sfðar, þá er skólinn er kom- inn á fastan fót í þessu nýja húsnæði sínu og aðsóknin að honum eykst, sem eflaust má gera ráð fyrir. Úr þJóOklrkjunnl hefur Gaulverjabæjarsöfnuður sigt sig, eins og getið hefur verið um áður hér f blaðinu, og ráðið sér prest séra Runólf Runólfsson, er fyrir skömmu kom hingað frá Vesturheimi.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.