Þjóðólfur - 08.10.1909, Blaðsíða 3
► JOÐOLFUR.
167
Norskur konsúll
er v«ntanlegur hingað til Reykjavíkur
innan skamms. Hann heitir Thjodolf
fÞjóðólfur) Klingenberg og hefur
áður verið vísi-konsúll í sænska konsúl-
atinu í New-York. Hinum fyrri konsúl
O. Olavsen kaupmanni, er haft hefur
þessa stöðu launalausa, hefur verið veitt
lausn í náð frá henni 10. f. m.
▲lþlnglstíOIndln.
Umræður neðri deildar voru fullprent-
aðar (í »Gutenberg«) um næstl. helgi.
Þær urðu 125 arkir alls, og þvi nokkru
lengri en áður hefur verið, vegna þess,
hve þingið stóð lengi ytir. Umræður í
efri deild og saraeinuðu þingi verða lík-
lega fullprentaðar í lok þ. m., og munu
verða um 65—70 arkir. Þeim kafla fylgir
svo efnisyfirlit yfir öll þingtíðindin.
MoiOursmerki.
Hinn 17. f. m. var mag. Karl Kiichler
kennari í Varel í Oldenburg á Þýzkalandi
sæmdur riddarakrossi dannebrogsorðunnar,
•g hefur margur átt þá viðurkenningu
sfður skilið.
Hafnkimnur landi vestaiafs.
Taflkappinn Magnús Smith.
í »Heimskringlu« 26. ágúst síðastl. hef-
ur S. J. Austmann i Winnipeg ritað fróð-
lega og ítarlega æfisögu landa vors, tafl-
kappans Magnúsar Smith, er getið hefur
verið áður að nokkru í lslenzkum blöðum.
Æfisaga þessi er svo skemmtilega rituð
•g Magnús þessi svo einkennilegur maður
•g merkilegur, að vér hyggjum, að les-
endum Þjóðólfs þyki gaman að kynnast
æfiferli hans, og birtum vér þvf ritgerð
Austmanns að mestu leyti í heila lagi:
„Áreiðanlegt mun það vera, að ekki er
um nokkurn fslending jafnmikið talað hér í
álfu og Magnús Smith. Og hefur mér því
dottið í hug, að geta hans að nokkru leyti,
þar eð eg varð svo heppinn, að kynnast hon-
um þau ár, sem hann var hér í bænum
(Winnipeg).
Magnús er fæddur á Rauðamel í Snæ-
fellsnessýslu fyrir 36 árum*), og er sonur
Magnúsar Árnasonar, sem þar bjó og var
talinn heppinn læknir, þótt ólærður væri.
En móðir Magnúsar, sem var 3. kona Magn-
úsar Ámasonar, var Ragnheiður Elíasdóttir,
systir Jóhanns Straumfjörðs, sem margir
kannast við.
Magnús missti móður sína þá er hann
var 6 ára, en föður sinn um eða fyrir innan
fermingu1 2).
Snemma kvað Magnús hafa verið gefinn
fyrir bóknám, og las allt, sem hann náði f.
En f skóla mun hann aldrei hafa gengið á
æfi sinni. En honum virðist það lftið standa
fyrir þrifum nú.
Magnús er heldur lftill vexti, en frfður
sýnum og snyrtimenni. Mesti reglumaður
•g eyðir aldrei einum dal í óþarfa, en borg-
ar allt, sem borga á, án refja, og er bezti
drengur í hvívetna.
í trúmálum er Magnús únftari, og tilheyrði
íslenzka únftarasöfnuðinum, þá er hann
dvaldi hér í Winnipeg.
Til Ameríku kom Magnús árið 1885 og
dvaldi f Manitoba þar til árið 1889, að hann
fór vestur að hafi með hérlendum hjónum,
sem Smith hétu, Þau áttu ekkert barn og
tóku Magnús í sonar stað og kölluðu hann
son sinn, og fékk hann þá nafnið „Smith"
sem jafnan hefur haldizt við hann sfðan.
1) Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi
sjálfum í „Uppnámi", I. árg. bls. 36, segisf
hann vera fæddur í Dal í Miklaholtshreppi
10. desember 1869.
2) 11 ára segir Magnús ( „Uppnámi".
Hjá þessum hjónum dvaldi Magnús nokk-
ur ár, eg hygg þangað til hann kom hingað
aptur árið 1899. Vestur við haf lærði
Magnús að tefla, því vorið sem hann kom
hingað stóðst hann enginn hér, og var hann
því það sama sumar (1899) sendur til Mont-
real af hálfu Manitobamanna, að halda uppi
heiðri fylkisins.
Þarna f Montreal mættust 10 hinir mestu
taflmenn, sem til voru í öllu veldi Canada.
Magnús tefldi bezt af öllum, og fékk þá
nafnbótina „Skákkappi Canada". f þessari
orustu vann Magnús 7 töfl, tapaði 2, en
gerði eitt jafntefli.
Árið 1903 var aptur herör uppskorin um
öll fylki Canada. Menn skyldu nú mætast
f borg þeirri hinnu miklu, er Winnipeg nefn-
ist, allir þeir, sem snjallastir voru í þeim
konunglega leik, sem á voru máli heitir
skáktafl. Nú var liðsafnaður mikill og
og vopnaburður hinn fegursti, þar eð allir
hinir fræknustu kappar höfðu hér saman
komið. Var nú hlutast til um, hverjir skyldu
vegast á, og varð hver og einn að hlíta þvi,
er örlaganornin þar um réði.
Heslistengur voru nú upp settar og
og feldum kastað undir fætur manna, og
gengust menn nú að með kappi miklu og
mátti þar sjá mikinn firnleik og vopnavið-
skipti all-sæmileg.
En svo fór hólmganga þessi, að íslending-
urinn feldi til jarðar alla þá, er við hann
þreyttu, og varð ekki sár en lítið eitt víg-
móður, og þóttu þetta undur hin mestu.
Árið 1906 var enn komið saman í Mont-
real af öllum taflköppum landsins, og var
þar fjölmenni mikið samankomið, því nú
skyldi tefla um verðlaunapening mikinn úr
skíru gulli. sem gefið hafði Lávarður hinn
grái (Lord Grey), sá er þá hafði jarlsdæmi
yfir Canada.
En þó kappaval væri þar mikið saman
komið og reynt á allar lundir að fyrirkoma
Magnúsi: varð það allt árangurslaust. Því
af móti þessu kom hann sigri hrósandi.
Hann vann 8. tapaði 1 og gerði 3 jafntefli.
Þarna vann Magnús 100 dollara medalíu úr
gulli og nafnbótina „Champion of Canada«
f þriðja sinn.
Þau ár, sem Magnús var í Winnipeg,
vann hann við handverk sitt, skósmfði, sem
hann hafði lært í British Columbia, ásamt
öðru fleiru, og vann hann jafnan fyrir ákveð-
ið verð á hvert stykki. Honum þótti það
frjálsara, heldur en að vinna upp á daglaun.
Einu sinni kom eg til manns hér í borg-
inni, sem býr til og gerir við skó. „Vinnur
Magnús Smith hjá þér um þessar mundir?"
spurði eg manninn. — „Já, hann er fyrir
skömmu farinn héðan úr verkstofunni. Hann
hættir vanalega kl. 4 og byrjar ekki fyr en
9 (f. m.). —■ „Hann vinnur þá eptir því
ekki nema 6 kl.stundir á dag", sagði eg.—
»Nei, ekki meira. Hann þarf þess heldur
ekki. Hann vinnur fyrir fullkomnum dag-
launum, þó hann ekki vinni lengur. Hann
er svo grimmilega fljótur. Hann getur gert
eins mikið á einum degi eins og eg á þrem-
ur dögum".
Á þessu má sjá, að Magnús er enginn
slóði við skósmfði, frekar en margt annað,
sem hann snertir á.
En fyrir utan skósmfði vann hann að
ýmsu öðru, sem að smfðum laut. Hann t.
d. smíðaði tvo Phonographs að öllu leyti
að undanteknum raddhólkunum (The Re-
cords). Hann smfðaði þá f smiðju Krist-
jáns frænda síns (Geiteyings), sem hjálpaði
honum eitthvað til með þá, en það var
mjög lítið, eptir þvf sem Kristján sjálfur
sagði mér. Þessar söngvélar hafa reynzt á-
gætlega og eru enn til, önnur að eg hygg
hjá Sigurði Bárðarsyni í Blaine, Wash, en
hin hér í borginpi.
Lfka smíðaði Magnús þrumuvél, sem hann
að öllu leyti fann upp og smfðaði sjálfur f
smiðjunni hjá Kristjáni frænda sfnum.
Eg sá aldrei vél þessa, og get því ekki
lýst henni sem skyldi. Þó má geta þess, ;
að í vél þessa setti Magnús raftól (Battery)
og þegar losað var um húna, fór verkið allt
á stað. Glerhjól mikil voru í vél þessari,
sem tóku harðan snúning og snertu smá-
gerðar hjóltennur og mynduðust við það
þrumur og eldingar. Ef nú vél þessi var
sett á stað, þegar fólk var nýsofnað, þá
vöknuðu menn við vondan draum og skyldu
ekkí í kyngjum þessum.
Eg veit fyrir víst, að ekki var svefnsamt
í gildaskála þeim, sem Magnús átti heima
í. Hann setti jafnan á stað vél sína, er
aðrir höfðu til náða gengið, og eins og áð-
ur er sagt, vöknuðu menn við vondan draum.
Þetta þóttu firn og undur. Enginn sá neitt,
en allir heyrðu ólæti þessi. Skaut nú mörg-
um skelk í bringu, og féllu margir á kné
og báðu hinn þríeina og alla helga menn
sig varðveita. Aðrir kölluðu á Þór og Óð-
inn, því allir voru mötunautar Magnúsar af
hinum norrænu víkingum komnir. En svo
voru enn aðrir, sem trúðu á mátt sinn
og megin, og hervæddu sig móti ófagnaði
þessum. En á meðan allt þetta skeði, gerði
Magnús Smith ekkert nema veltast um af
hlátri og grunuðu hann þá margir um að
vera valdan að ófagnaði þessum og nefndu
hann Galdra-Magnús. Eptir að reimleiki
þessi hafði gengið nokkrar nætur, fundu
menn einhverstaðar úti í horni dálftinn kassa
ósköp meinleysislegan, og héldu sumir, að
einhver af mötunautunum mundi geyma
þar f skrautgripi sína. En aðrir sögðu, að
í þessum kassa væri óhreinn andi, sem gert
hefði allan draugaganginn. Og enn aðrir
kváðu þar í töfravél mundi vera, sem Magn-
ús Smith hinn fjölkunni hefði smíðað til
tryllingar huglausu fólki.
Nú var dómur uppkveðinn yfir veslings
kassanum og hann allur sundur brotinn og
sögðu nú menn, að Magnús skyldi ekki optar
trylla sig með djöflavél sinni. Og þar með
var lokið þrumuvél Magnúsar Smith.
(Niðurl.).
Teðnrskýrsluágrip
frá 25. sept. til 8. okt. 1909.
sept. okt. Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf.
25- + 7+ + 6,i + 5,6 + 4 5 + 5,6 + 5,1
26. + 8,6 + 9,7 + 9,2 +10,0 + 6,6 + io,9
27- + 8,0 + 8,2 + 5,6 + 5,9 + 4,0 + 4,0
28. + 9,2 + 2,6 + 1,7 + 3-4 + J,o + 8,0
29. + 9,8 + 3,5 + 2,0 + 3,4 + 1,2 + 7,2
30. + 4,8 + 3,° + 2,3 + 1.2 + 7,5 + 2,2
I. 2,5 + 2,9 + L5 + °,3 -f- J,5 + i,s
2. + 3,6 4* 1,0 + 2,1 + i,o -7- J,5 + 1,7
3- + 4,2 + 0,8 + 1,0 + o,3 -f 7,o + J,3
4. + 1,8 + M ■f 1,5 +- 1,0 + 2,5 + 6,5
5. + i,5 1,0 -r °,i + 0,0 -f 1,0 + 2,3
6. + 2,0 -f- 0,1 + °,5 + 0,2 + 1,2 + 4,5
7- + 1,8 + 1,6 + o,7 + 0,2 1,0 + 4,o
8. + °,J + °,5 + °-5 + i,° ~ 1,0 + 4,5
milíiö tii'v itl kom með
»Lauru«9 og selzt með óvana-
lega lágu verði í
verzlun Sturlu Jónssonar.
Utsalan þar heldur
áfram.
Ný
Hnl i iötíi
(eptir Jón ófeigsson og Jóhannes
Sigfússon) er til sölu hjá öll-
um bóksöluni hér i bænum og
grendinni.
Kost.av í bandi 1,50.
seldar með óvanalega lágu
verði í
verzlun Sturlu Jónssonar.
Regnkápur
(Waterproof) seldar með
verksmiðjuverði í
verzlun Starlu Jónssonar.
151
hann gerði enga tilraun til þess að þræta fyrir. Þú verður samt að minnast
þess að hann hafði það sér til afsökunar, að hann var ekki nema rétt tvítugur.
Orð mfn yfirbuguðu hann algerlega. Hann féll á kné og grátbændi mig um
að hlffa sér. Eg svaraði, að vegna ættarinnar skyldi eg ekki fletta ofan af
honum opinberlega, en hann yrði þá að heita því að taka sér aldrei framar
spil í hönd, og peningunum yrði hann að skila aptur næsta morgun með af-
sökun. Hann maldaði í móinn, sagði að hann væri þá alveg frá f félagslffinu.
Eg svaraði að hann yrði að taka við afleiðingunum af gerðum sfnum. Sfðan
brendi eg ávísanirnar, sem hann hafði unnið af mér og sópaði gullinu niður i
poka, aero lá á borðinu. Eg ætlaði að fara út án þess að segja eitt einasta
orð frekar, en hann læsti sig utan í mig og reif af mér manséttuna af ákafan-
um að halda mér eptir og fá mig til þess að lofa því að segja þér og sir
Lothian Hume ekki frá þessu. Örvæntingarópið, sera hann rak upp, þegar
hann sá, að eg sinti ekkert bænum hans, hefur verið það, sem þú heyrðir,
Charles, og hefur komið þér til að opna dyrnar, svo að þú sást mig, þegar eg
fór aptur til herbergis mlns«.
Frændi varpaði öndinni og varð sýnilega léttara niðri fyrir. »Þetta er deg-
inum ljósara* tautaði hann fyrir munni sér.
»Morguninn eptir kom eg inn til þín, eins og þú manst ogfékk þér aptur
peningana. Og eins skilaði eg aptur peningum sir Lothians. Eg gat þess
ekki, hvers vegna eg gerði það, þvi að eg gat ómögulega fengið af mér að
játa vanvirðu ættarinnar fyrir ykkur. Svo kom þessi voðalegi atburður á dag-
inn, þessi atburður, sem slegið hefur skugga á allt líf mitt, og mér var jafn-
mikil ráðgáta eins og þér. Eg varð þess vfs, að grunur féll á mig, og mér
var það ljóst, að þó að eg kynni að geta sannað sakleysi mitt, þá yrði það
með þvi eina móti, að gera vanvirðu bróður míns heyrum kunna. En það hik-
aði eg mér við, Charles. Eg vildi heldur þola sjálfur hverskonar þjáningar
heldur en setja blett á ættina, sem haft hefur óflekkað mannorð í margar
aldir. F.g flýði því frá réttarprófunum og gerði mig ósýnilegan fyrir heiminum.
En fyrst varð eg að ráðstafa konunni og syninum, sem þér og öðrum vinum
minum var ókunnugt um. Eg játa það iðrandi, Mary, að mér er meira að
kenna um afleiðingarnar af því heldur en þér. Ástæður, sem nú eru ekki
Jengur fyrir hendi, sem betur fer, voru þess valdandi, að eg hugði, að bezt
raundi að taka drenginn frá móður sinni, því að hann gat ekki saknað henn-
ar á þeim aldri. Eg mundi hafa gert þig að trúnaðarmanni mfnum, Charles,
ef grunur þinn hefði ekki sært mig svo tilfinnanlega — því að eg vissi þá
ekki, á hve sterkum ástæðum hann var bygður.
Kvöldið eptir að hinn hryllilegi atburður gerðist flýði eg til Lundúna og