Þjóðólfur - 03.12.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 03.12.1909, Blaðsíða 2
ÞJOÐOLFUK. rgs lltils nýtir í mannfélaginu, og enda mis- endismenn, en orðnir svo »slappir« á efri árum, að þeir geta ekki neitt aðhafst. í þessum síðasta kafla eru fáein skop- kvæði og ádeilukvæðt. Eitt þeirra, »Úsig- urinn«, er svo látandi: Hann lofaði fögru, sem enginn gat ent Er atkvæði var hann að sníkja En slunginn er þjóðviljinn, slysið er hent Hann slapp ekki á þing til að svíkja. En láðu ei forlög, sem fella hvern mann Hann fékkst við sinn andstæðing rama Sem bæði var lagnari og Iýgnari en hann Og lofaði alveg því sama. Þettierekki svo »ókynduglega« kveðið. 1 öðru kvæði, »Prófasturinn«, er ein vísan þannig: En hold hans og andi komst aldrei í sátt — Og augljós og glögg voru merkin Þau ráfuðu sífelt í öfuga átt Um æfi hans: kenning og verkin. Það er blær Bólu-Hjálmars á hending- um þessum. En Stephan G. Stephans- son er ekki jafn grimmúðugur sem hann, ekki jafn hamramur í kvæðskap sínum. En að orðgnótt og hugarflugi svipar þeim saman. Og meðal lslenzkra alþýðuskálda bera þeir tvsir ægishjálm yfir alla aðra. En svo berþess að gæta, að Stephan hef- ur miklu meiri mentun hlotið, orðið meðal annars fyrir áhrifum af enskum hugsjónaheimi, og hefði eflaust ekki orð- ið hér heima það skáld, sem hann nú er. Vér höfum leitast við í þessu yfir- liti að benda á sumt hið einkennilegasta og fegursta í kvæðum St., en margs er vitanlega ógetið, er eins hefði mátt nefna. Það er að eins gripið hingað og þangað niður í þetta auðuga nægtabúr. En óneit- anlega er ýmislegt léttmeti innan um f þessum mikla kvæðabálki, eins og eðlilegt er. Til að skrifa ítarlegan, sálfræðilegan ritdóm um kvæði þessi, þyrfti langan tíma og langt mál. Þau koma svo víða við. En þetta, sem hér hefur verið talið, hyggjum vér þó betra en ekki, til að vekja eptirtekt íslendinga hér heima á hinni fágætu og einkennilegu skáldgáfu þessa djúphyggna og dula fsleczka bónda vestur undir Klettafjöllum. Hann er þjóð- flokki sínum til sóma. £anísbankajargan,9. Það er eflaust ekki ofmælt, þótt öllum alvörugefnum og gætnum mönnum of- Bjóði allur sá ófagnaður og æsinga-ærsl, er skolað hafa burt með sér allri rólegri lhugun og skynsamlegri skoðun svo fjölda- margra manna í þessum bæ, síðan ráð- stöfun stjórnarinnar um Landsbankann 22. þ. m., er getið var um ísíðasta blaði, varð heyrum kunn. Slík óskapalæti hafa ekki þekkzt hér áður, því að ritsfma- farganið 1905 var jafnvel hreint barna- gaman í samanburði við þessi ósköp, sem eru sorglegur vottur þess, hve skammt vér erum á leið komnir að gæta hófs og stillingar í málum, sem bráðnauðsynlegt er að gera sér glöggva og skýra grein fyrir með greind og gætni, ofsa- og æs- ingalaust. Vér eigum auðsjáanlega eptir að nema mikið í þeim efnum. Við- burðir sfðustu daga gefa mönnum ekki háar hugmyndir um þroska hinnar íslenzku þjóðar, því miður. Látum svo vera, að ráðstafanir stjórnarinnar hafi verið óþarf- lega harkalegar og misráðnar, sem ekki er unnt að kveða upp nokkurn dóm um að svo stöddu, þá hefði það verið óífkt skynsamlegra fyrir mótstöðumennina, að taka það mál fyrir með festu og alvöru, æsingalaust og skysnamlegr, Þeir heíðu vafalaust komizt miklu lengra með því, en hamförum þeim, er nú hafa átt sér stað og fyr eða síðar hljóta að opna augu margra góðra manna fyrir því, að þeir hefðu átt að fara öðruvísi að, ekki ráðherr- ans vegna, því að vér mundum ekki mæla hann undan réttmætum aðfinnslum, heldur landsbankans vegna, stofnunarinnar, sem þjóðin á og hefur tekið ástfóstri við að maklegleikum. Hversu illa, sem mönnum var við ráðherrann, áttu menn ekki að láta það hatur bitna á stofnuninni. En það hefur verið gert. I stað þess að hjálpá til og styðja að því, að stofnunin gæti staðizt þessa eldraun, sem hún hefur kom- ist 1 um sinn, og sjá h e n n i borgið fram- ! vegis, hefur verið unnið að þvf, að gera i henni sem mestan hnekki og svipta hana trausti landsmanna út af þessum ráðstöf- unum stjórnarinnar, því að hvað sem öðru líður, þá er það skylda allra góðra drengja, að firra landsbankann vandræð- um, svo sem frekast er unnt, og það er vonandi, að það takist, þrátt fyrir allt. Meðal »höfuðskemmtana fyrir fólkið« síðustu dagana má telja mótmælafundinn á Lækjartorgi á sunnudaginn var, þar sem Knud Zimsen verkfræðingur hélt refsi- ræðu yfir atferli ráðherra og las að síð- I ustu upp áskorun um það meðal annars, I að ráðherra legði niður embætti. Við þessa athöfn mun hafa verið statt um 5000 manns, flest fyrir forvitnis sakir, til þess að sjá hverju fram færi. Að lokinni tölu Knúts gekk allur mannfjöldinn suður að bústað ráðherra í Tjarnargötu, og átti Jón alþm. f Múla að flytja þar ráðherra þessa áskorun. En úr því varð samt ekki, og segir Jón í skýrslu í »Reykjavík«, að sér hafi verið varnað þess, en »ísafold« segir allt öðruvísi frá. Þarna suðurfrá var hrópað á víxl, heilla- og óheillaóskir til ráðherra, og gátu þeir, sem fjarri stóðu, tæplega greint á hvoru meira ! bar. Ráðherra hélt ræðu þar á svöl- í unum og taldi þar frávikning bankastjórn- arinnar réttmæta m. m., en vegna ókyrrðar i var ræðan flutt með hvíldum. Þakkaði hann að síðustu mannsöfnuðinum fyrir sunnudagsheimsóknina og taldi þetta hyll- ingarför. Er það almælt nálega alstaðar, að för þessi hafi mjög mistekizt fyrir þeim, sem til hennar stofnuðu, að htin j hefði verið betur ófarin, alla forustu vant- | að og allt farið út um þúfur, enda er það j undarlegt, að sömu mennirnir, sem mest j löstuðu »bændafundinn« 1905 og gerðu ! gys að honum, skyldu nú verða til þess að gefa út aðra útgáfu af honum, ekki j að eins óendurbætta, heldur stórum lé- j legri og formlausari. Mun það mest hafa komið af þv/, að höfuðforsprakkarnir drógu sig f hlé, er til framkvæmdanna kom, en otuðu öðrum fram, er enga þekk- J ingu höfðu á að stjórna sllkum mótmæla- i fundi, svo að nokkur mynd væri á. Þetta ! viðurkenna flestir, jafnt stjórnarandstæð- J ingar sem stjórnarmenn, að samkoma þessi, eins og henni var háttað, hafi verið mesta aflagi, og ráðherra mikiu fremur ; til styrktar en hnekkis, enda fer svo opt- J ast um flesta slfka æsingafundi og of- : stækissamblástur. Har.n genr venjulegast ; míkið ógagn, en ekkert gagn, þeim sem fyrir honum gangast. Hvernig var með ! »bændafundinn« ? Og var hann þó hátíð hjá þessu í framkvæmd og forystu að minnsta kosti. Og samt varð hann til athlægis. Síðan Þjóðólfur kom út síðast, hefur rignt niður á víxl eins og skæðadrífu sím- skeytum frá »ísafold« annars vegar og »Lögréttu« og »Reykjavík hins vegar um það, hvort varasjóður landsbankans sé að mestu eða miklu leyti veðsettur »Land- mandsbanken« 1 Höfn. Bankastjórarnir fráförnu hafa neitað því skýrt og skorin- ort, að svo væri-, en slðasta skeyti frá Gliickstad, aðalforstjóra »Landmandsbank- ans«, er yfirlýsing til stjórnarskrifstofunn- ar íslenzku i Kaupmannahöfn.símuð hing- að 1 fyrrakveld, að í »Landmandsbanken« séu til tryggingar fyrir viðskiptum bank- anna verðbréf landsbankans, er nemi að nafnverði 816 þúsund krónum. En svo rífast blöðin um þetta fram og aptur, og hve mikið af þessum verðbréfum geti tal- ist eða eigi að teljast til varasjóðs er ó- upplýst. Það er allt órannsakað og þetta varasjóðsmál allt á því stigi enn, að ekk- ert verður fullyrt með verulegum rökum, hvernig því í raun og veru er háttað. Og þessvegna verður að bíða átekta og sjá, hvernig fram úr þessu ræðst. Að kveða nú þegar upp áfellisdóm yfir stjórn- inni eða fráförnu bankastjórninni út af þessu máli, sem mun vera aðalsakarefnið gegn bankastjórninni er að svo stöddu of snemmt. Þar koma auk þess ýms at- riði til greina bæði til afsökunar og áfell- is, mismunandi skilningur lögfræðinga á bankalögunum o. s. frv., að það verð- ur ekki nú séð, hvernig því máli lýkur. Að minnsta kosti kemur Þjóðólfi ekki til hugar að hreykja sér f dómarasess um það að svo vöxnu máli, eða eins og það liggur enn fyrir. — Nú kvað og vera von á einum eða jafnvel tveimur sendi- mönnum frá »Landmandsbanken« til að athuga hag landsbankans, og hefir Gliick- stad spurzt fyrir um, hvort stjórnin hefði nokkuð á móti því, og hefir hún kveðið nei við. Sú leyfisveiting er að vísu af- sakanleg og sjálfsagt alveg rétt frá stjórnarinnar sjónarmiði, eins og horfurn- ar eru nú. Þá verður þetta þó rækilega rannsakað af þaulæfðum, bankafróðum mönnum. En satt að segja er það harla óviðkunnanlegt og leiðinlegt fyrir oss að láta danska menn rannsaka hag þessarar peningastofnunar landsins. Það erhálfgert óbragð að því. Það verður ekki varið. Meðal annars, sem minnihlutablöðin hafa vítt, er það, að þingmenn meiri hlutans skuli ekki nú þegar hafa tekið ákveðna afstöðu í þessu máli oglýstvan- trausti sínu á ráðherranum. En þessi á- sökun til þingmanna meiri hlutans er á alls engu viti byggð. Eins og mál- ið nú horfir við væri það óvit af þing- mönnum þess flokks að binda nú þegar fyrir fram atkvæði sín í ákveðna stefnu, því að það eru þeir sem síðar eiga á hinu eina lögmæta dómþingi — alþingi — að fella úrskurð um gerðir stjórnar- innar, eins og þær liggja þá fyrir í fullu Ijósi, og það eru þeir, sem þá bera á- byrgðina á því, að sá úrskurður verði réttur, og geti staðizt fyrir öðrum dóm- stóli — dómstóli þjóðarinnar, sem þingið hlýtur jafnan að taka tillit til, enda þótt sá dómur geti afvegaleiðst í bili. Meiri- hluta þingmönnum er víst fullljós sú á- byrgð, er þeir koma til að hafa 1 máli þessu, en þeim er einnig fullljóst, að það nær ekki nokkurri átt, að þeir gerist nú eggjunarfífl minni hlutans og láti hann spana sig út í æsingar, er fulltrúar þjóðarinnar mega ekki og eiga ekki að láta fá vald yfir sér í svona löguðu máli, sem ekki verður dæmt um og ekki má dæma um fyr en allt er fullkomlega rann- sakað og öll málsatriði fullkunn á rétt- um vettvang, sem er alþingi. Fari minni hlutinn eða þingmenn þess flokks nú þegar að beita undirróðri og æsingum gegn þingmönnum meiri hlutans algerlega að ástæðulausu fyrir það eitt, að þeir vilja ekki nú þegar fylgjast með honum í fargani þessu, þá gerir það að eins illt eitt og getur orðið til stórrar bölvunar á ýmsa lund. Minni hlutinn ætti því að hugsa sig tvisvar um, áður en hann gríp- ur til slíkra örþrifráða, €rlen9 siraskeyti til Pjóðólfs. Kaupm.höfn 1. des. J. C. Christensen og Sigurd Berg eiga að mæta fyrir ríkisrétti innan skamms, og sitja í honum dómarar úr hæstarétti og jafnmargir kjörnir menn úr lands- þinginu. Akveðið er að G. M. Rée hæsta- réttarmálfærslumaður (sá er flutti Skúla- málið forðum) sæki mál þetta gegn þeim Christensen og Berg. Bökmenntafélagið. Dr. Þorvaldur Thoroddsen hefur verið endurkosinn forseti bókmenntafélagsdeild- arinnar < Höfn. G/sli Sveinsson stud. jur. fékk jafnmörg atkvæði. Lögmæti for- setakosningarinnar hefur vetið mótmælt, með þv/ að tekið hafi verið á móti einu at- kvæði eptir að atkvæðagreðslu var lokið, en öðru neitað, er eins stóð á um. Þeir sem mótfallnir eru heimflutningi Hafnar- deildarinnar, hafa þv/ sigrað / þetta sinn með naumindum. Khöfn 2. des. Frá brezka þinginu. Tillaga Landsdowne lávarðar (um að látá nýjar kosningar fara fram áður en /járlögin væru samþykkt, sbr. skeyti / s/ð- asta blaði) hefur verið samþykkt með 350 atkv. gegn 75. Blöð frjálslynda flokksins nefna þessa ákvörðun: sjálfsmorð efri málstofunnar (lávarðadeildarinnar). Un alþýðumenntun. Vinur minn, sr. Jóhannes L. Jóhanes- son, heiur fyllzt helgri vandlætingu út af greinum okkar, sem ekki höfum trú á þvf, að bamafræðslulögin nýju dugi til alþýðumenntunar. Telur hann það van- þakklæti við mag. Guðmund Finnboga- son — eins og hann hafi gefið lögin. Mér fyrir mitt leyti þætti það nú mjög illt, ef grein m/n um þetta efni (/ „N. Kbl.\ 9. tbl. þ. á.) hefði orðið G. F. til skapraunar. En um það er eg ekki hræddur. Eg veit með vissu, að sönn al- þýðumenntun er honum svo mikið áhuga- mál, að honum er gleðiefni að sjá hverja þá bendingu eða tillögu, sem hefur þann tilgang, að færa það mál / framfaraáttina, — þó ekki sé nema til að ræða það frá fleiri hliðum. Eg skal nú taka það fram, að mér gekk það eitt til að rita grein m/na, að eg vildi benda á mikilvæga hlið málsins, sem eg gat ekki séð, að gaumur hefði verið gefinn. Eg hélt nfl., og held enn, að vænlegra sé til alþýðumenntunar að kenna proskuðum unglingum en <5- proskuðum börnum. Hefi þvf ætlað, og ætla enn, að eina ráðið sé að stofna ung- lingaskóla mcð Itjðháskóla-sniði og skóla- skgldu, er mennti bœði pekkingtina og hugsunarháltinn. Og eg hef talið, og tel líklegt, að væri vel á haldið, mætti gera þetta fyrir það fé, sem nú er ætlað til barnafræðslu. Þá þyrfti ekki að heimta af ófermdum börnum annað en kristin- dómsþekkingu og svo mikið annað, sem nauðsynlegt væri til inntöku á unglinga- skóla. Og þá kennslu ættu heimilin að geta veitt með aðstoð prestanna. — Eg leyfi mér að treysta þeirn til þess, þó J. L. J. taki hart á þvf, — Það yrði heldur ekki erfitt nema t’yrst / stað, eða þangað til heimilin hefði fleirum og fleirum á að skipa, þeim er á unglingaskóla hefði gengið. Þetta setti eg fram sem bendingar og bað menn að athuga þær vandlega.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.