Þjóðólfur - 31.12.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 31.12.1909, Blaðsíða 2
214 ÞJOÐOLFUR, finn eg hvöt hjá mér til að þakka yður öllum, er sýnt hafa mér og blaðinu stöð- uga velvild og trúfasta tryggð, allan þann tíma, er eg hef haft það á hendi, sér- staklega þeim, er verið hafa kaupendur þess öll þessi ár og ávallt staðið i beztu skilum. An yðar fulltingis, landar góðir, hefði mér ekki orðið starf þetta jafn ljúft, eins og það hefur orðið mér. Hef eg og fengið viðurkenningar- og þakk- lsetisvott fyrir störf mín í þarfir þjóðar- innar, einmitt frá óbreyttum almúgamönn- um. Og met eg þá viðurkenningu engu slður en samkynja ummæli[þeirra, sem hærra eru settir í mannfélaginu. Vfl eg og þau eptirmæli ein eiga, að eg hafi enginn ódreng- ur reynzt f stöðu minni, gagnvart þjóð minni. Vænti eg þess, að margir bjartir dagar renni enn upp yfir land vort og þjóð, og að hún eignist á ókomnum ár- um fjölda manna, er vinni að heill henn- ar og hagsæld inn á við og út á við, svo að hún geti orðið sannarlega frjáls og engum hlekkjum bundin. Og þeir tfmar munu koma, þótt það verði ef til vill ekki fyr en þeir eru komnir undir græna torfu, sem nú eru fyrir mold ofan. En gjarnan vildi eg þá stund lifa. Og svo óska eg yður öllum, landar mínir, gleðilegs nýárs. Hamingjan fylgi Islandi og fsienzku þjóðinni! A gamlársdag 1909. Hannes Þorsteinsson. „Stúlkan frá Tungu" nefnist nýtt leikrit eptir Indriða Ein- arson, er leikfélagið lék í fyrsta skipti á annan f jólum. Leikrit þetta er byggt á þjóðsögu um »Bóndadótturina í Hafra- fellstungu«, sem prentuð er í 1. árg. »Huldar« 1890, en höf. leiksins hefur í ýmsum atriðum vikið frá sögunni og aukið hana. Byggingu leiksins er allmjög ábótavant frá listarinnar sjónarmiði, og frásögmn nokkuð sundurlaus og f molum. Það spillir og fyrir, að leikurinn er um of slitinn sundur með tíðum leiktjalda- breytingum, sem hér taka ávallt langan tíma; sumir eða flestir þættirnir — en þeir eru alls fimm — eru tvfskiptir. Leik- urinn tókst og ekki vel frá leikendanna hálfu, að minnsta kosti ekki f fyrsta skiptið. Það kveld var og mjög óvistlegt f leikhúsinu sakir súgs og kulda, og fannst þvl áhorfendunum leikurinn tilkomuminni og langdregnari en ella, þvf að það skiptir miklu, er menn koma saman sér til skemmtunar, að allra þæginda sé ekki vant. En áhorfendurnir í leikhúsi bæjar- ins eiga ekki þeim að venjast. Þar er flest svo óþægilegt, sem frekast getur verið. — ítarlegur dómur um leik þenn- an kemur ef til vill sfðar í blaði þessu. fór héðan til Austfjarða og útlanda 26. þ. m. (annan jóladag). Farþegar með henni: Einar Hjörleifsson (til Frakklands), Ólafur Þ. Johnson verzlunarumboðsmað- ur, Jón Þ. Sivertsen verzlunarmaður og dönsku bankamennirnir Christensen og Jörgensen, er lokið höfðu þá skoðunar- gerðinni á landsbankanum, er þeir fram- kvæmdu að miklu leyti með aðstoð rann- sóknarnefndarinnar og f samvinnu við hana. Hafa þeir lítið eða ekkert uppi látið um árangurinn, enda áttu, er þeir fóru, óunnið úr verkefni því, er þeir höfðu safnað og fluttu með sér. Rannsóknarnefndin hefur ekki enn getað lokið við skýrslu sína, því að formaður hennar, Karl sýslu- maður Einarsson, hefur legið veikur síð- an fyrir jól Dáinn er fyrir skömmu Magnús hrepp- stjóri Þorláksson á Fossi á Síðu, 72 ára gamall. Var hann fæddur 15. júlí 1837 á Sléttabóli á Brunasandi. Faðir hans var Þorlákur Bergsson prests hins gamla á Hörgsland Jónssonar, en móðir hans var Kolfinna Magnúsdóttir, systir Magnúsar dannebrogsmanns á Skapt- árdal (d. 1890). Eptir lát föður síns stóð Magnús Þorláksson fyrir búi móður sinn- ar á Sléttubóli um hríð. En þegar Ólafur umboðsmaður Pálsson flutti frá Hörgs- landi og að Höfðabrekku 1869, gerðist Magnús bóndi á Hörgslandi og bjó þar lengi slðan, þar til hann flutti að Fossi fyrir allmörgum árum. Hreppstjóri þeirra Sfðumanna hafði Magnús verið um 30— 40 ár, fyrst í Kleifahreppi hinum forna og sfðan í Hörgslandshreppi, eptir að Kleifahrepp var skipt. Magnús var vin- sæll maður og vel látinn, hægfara en fyndinn í orðum og gamansamur, skýr og skemmtilegur í umgengni. Jarðarför Hallgrfms biskups Sveinssonar fór fram 23. þ. m. (á Þorláksmessu) með allmiklu fjölmenni. Séra Haraldur Níelsson hélt húskveðjuna, en Þórhallur biskup Bjarnar- son og Jens prófastur Pálsson ræður í kirkjunni. fslenzkar sagnir. Sagnir úr Austfjörðum. Eptir Pétur Sveinsson í Hamarsseli. (Frh.). I. Frá séra Vigfúsi Ormssyni á Valþjófsstað. Vigfús prestur þótti heldur ágengur við skógana f Fljótsdal. Selskógurinn í Víði- vallalandi fremra stóð þá í sem beztum blóma, þegar hann kom að Valþjófsstað, en Valþjófsstaðarkirkja átti þar ítak sem víðar, sem gamlir menn sögðu mér að væri frá Stuttánni út að Dagmálalæknum, en presti þótti það lítið, og vildi hafa út að Klifalæk, og þann skóg hjó hann allan upp, þar til hann var búinn með hann gersamlega. Hann hafði flutt um hundrað hesta árlega í eldinn á Valþjófsstað, fyrir utan] það, sem gert var til kola, og svo fór hann f Langhúsaskóg og Arnhallsstaða og eyddi aflinu úr þeim í eldinn og kolin, þvf sauðataðið lét hann allt ganga]á túnin. Séra Vigfús hafði opt farið í fyrstu fjall- göngur A haustin og stýrði þeim sjálfur, og mikið hafði hann sýslað í gripahirð- ingu á veturna, verið við allar heyjatök- ur og svoleiðis, þvf hann var mesti fjár- maður, og hann byggði fyrstur manna fjárhús sín með görðum. Áður voru brúk- aðar jötur f kofunum meðfram veggjum, það er að segja: þar sem nokkur kofi var til fyrir fullorðið fé, en það var nú ekki víða húskofi, nema handa lömbum, þvf fullorðinn fénað létu margir lifa og deyja í skógunum. Séra Vigfús hafði tekið sjálfur kúahey sitt mörg ár eptir að hann var orðinn blindur; hann missti víst snemma sjón, milli fimmtugs og sextugs. Séra Gunnlaugur prestur á Hallorms- stað hafði fé sitt á norðurafréttum og reið í fyrstu tjallgöngumar með Vigfúsi presti, og hafði undirmönnum þótt þeir stjórn- samir f göngunum, klerkarnir. 1812 tók séra Vigfús sér aðstoðarprest, stúdentStefán Árnason prófasts að Kirkjubæ, og gipti honum jómf'rú Sigríði dóttur sína, og ieistu þau bú á Brekku f Fljótsdal og bjuggu þar nokkur ár, líklega þangað til að Kjer- úlf læknir kom þangað. Séra Vigfús hef- ur líklega búið á Valþjófsstað fram um 1820 og gipti þar hjá sér syni sfna báða, Guttorm stúdent og Einar. Hann kvæntist jómfrú Þorgerði Jónsdóttur Þorsteinssonar frá Melum í Fljótsdal, og reistu þau bú fyrst á Skriðuklaustri, en þegar Bergvin Þorbergsson, síðar prestur á Eiðum og víðar, kom til klaustursins og varð klaust- urhaldari þar, flutti Einar Vigfússon á Víðivelli ytri og bjó þar til dauðadags og átti Viðivellina og átti engin börn með konu sinni. Guttormur stúdent og síðar alþingismaður kvæntist jómfrú Halldóru dóttur Jóns vefara. Hann bjó í sambýli við föður sinn. Hann átti 7 börn með konu sinni, 5 pilta og 2 stúlkur, sem öll urðu fullorðin og giptust öll. Guttormur var mikilhæfur maður bæði til sálar og líkama. Hann byrjaði fyrstur manna á jarðabótum í Fljótsdal og hélt þeim fram með kappi, atorku og forsjálni, meðan honum entist líf og heilsa, sem varð heldur í styttra lagí, eins og svo margra nýtustu íslands sona, og var Fljótsdalshéraði mesti söknuður að honum, sem fleirum ágætum dugandi mönnum á þessari öld. Feðgamir fluttu svo á Arnheiðarstaði, þegar þeir fóru frá Valþjófsstað, og bjuggu þar. Á næstu árum eptir 1830 datt það í séra Vigfús að fara að gipta sig öðru sinni, þegar hann var búinn að vera ekkjumaður mörg ár og það blindur. Hann ætlaði að gipta sig ungfrú Guðnýju Árnadóttur Stefánssonar, gamals bónda úr Fáskrúðsfirði. Árni sá var faðir Þóru móður Jónasar skólastjóra á Eiðum og fleiri barna. Guðný lifir enn (1894), það eg veit, hjá dóttur sinni á Hvalsnesi í Lóni á níræðisaldri. Eg var í Valþjófs- staðarkirkju dálítill drengur, þegar séra Vigfús ætlaði láta lýsa með sér og jómfrú Guðnýju, og man svo vel eptir því, þegar séra Stefán vísiprófastur átti að lýsa með séra Vigfúsi og Guðnýju, af því mér þótti það nokkuð einkennilegt, sem eg hafði ei séð áður. Þegar embættisverkin voru búin á stólnum, stóð prestur stund- arkorn þegjandi. Prédikunarstóllinn var þá uppi yfir altarinu. Þá stóð séra Vigfús upp og klappaði með fingrum í stólinn. Þá standa þeir báðir upp synir Vigfúsar prests cg offra upp höndunum til prófasts, nefni- lega, að hann skyldi þegja, og séra Stefán gekk þá ofan úr stólnum, en séra Vigfús gekk sótsvartur í andliti fram kirkjugólf og út úr kirkjunni og inn í stofu. Og það er nokkurn veginn víst, að margur hefur fengið sting í hjartað, sem þá voru í kirkj- unni, því margur vorkendi gamla prest- inum, og öllu eldra fólkinu var sérlega vel við hann og þótti hart gengið að honum blindum og mæddum, að fá ekki þá á- nægju, að eiga stúlkuna til að hjúkra sér í ell- inni, því að stúlkan var góðmenni og vel ættuð aptur í ætt sína. Það heyrði eg sagt, að það hefði orðið ljóta rimman í stofunni, þegar inn kom, á milli þeirra fjögra, því allir voru geðstórir, þegar því tók að skipta. Þetta var snemma um vortíma, að lýsing- arnar áttu að fara fram. Það, sem eg heyrði sagt, að þeim bræðrum hefði þótt að gipt- ingu föður sfns, var það, að þeir voru svo hræddir um, að hann mundi gefa Guðnýju Víðivelli ytri f morgungjöf, en það vildu þeir síður. Nú skrifaði séra Vigfús amt- manni og spurði hann að, hvort prófastur hefði ekki verið skyldugur til að lýsa. Séra Vigfús hafði fengið það svar aptur frá amt- manni, að prófastur hefði verið skyldugur til þess, og það annað, að séra Vigfús hefði mátt fara sjálfur upp í stólinn og lýsa með sér og Guðnýju. Nú kom eptir þetta svo mikið ósamlyndi upp á milli feðganna lfklega út af þessu í tvlbýlinu, að Gutt- ormur drelf sig á burtu frá Arnheiðar- stöðum og fram á Geitagerðið, sem er sameign við kristtjárjörðina Arnheiðarstaði, og bar nú ekki neitftil tíðinda fyrst fram eptir sumrinu, þar til Guttormur fór og sló tún sitt og þurkaði á því töðuna og setur upp í sæti, því tún varð alt slegið áður en þurkað varð, setn opt vill verða. Nóttina eptir kemur smali Guttorms inn í bað- stofu á milli miðsmorguns og sólarupp- komu, vekur Guttorm og segir honum, að faðir hans séra Vigfús sé á túninu hans með vinnufólk sitt og sé búinn að b’-'dg, mikið 4af töðunni og hestar margir með klifberareiðfærum, og muni honum ráð- legast að koma á fætur, því faðir hans muni víst ætla að flytja töðuna út á Arn- heiðarstaði. Guttormur brást við fljótt og vakti upp vinnumenn sína. Þegar þeir komu út á túnið, var verið að láta upp á fyrstu bestana. Guttormur heilsar upp á föður sinn og spyr hann að, hvað hann sé að láta gera, hvort hann ætli að láta flytja töðuna á burt. „Já‘‘, segir prestur, „eg þarf hennar sjálfur með‘‘. „Það megið þér ekki gera mér að taka af mér töðuna“, segir Guttormur. „Jú, eg tek hana“, sagði prestur; „þú hefur enga byggingu frá minni hendi á Geitagerði og eg fer með töðuna út í Amheiðarstaði". (Meira). Veðurskýrslnágrip frá M. des. til 31. des. 1909. des. Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. 24. -L. 4,5 +- 7,6 +- 5,o -+32 +- 4,o + 2,2 25. -T- 7,° +- 8,1 +- 7,4 +-U.5 -5-11,0 +■ 5,o 2Ó. -V 6,2 +•10,8 +-II.2 -v- 8,4 H-17,0 +- 6,7 27. -r 10,0 +-14,2 ^-15,0 -r-I2,0 -1-18,0 +-11,0 28. -r 9,0 +- 8,9 -+n,9 -+14,5 -5-22,5 +-11,1 29. + 3,o +- i,3 + i,5 +- 6.5 + 3,° ■+ 7,° 3°- + 3,5 + 6,0 + 4,° + 3,5 -f- 2,0 + 3,5 3i- + L5 + 0,8 + 2,0 + 2,0 +- 3,5 + 6,2 Innilega, þakka kona og börn Péturs Pétnrssonar bæjargjaldkera öllnm þeim, sem sýndu hluttekn- ingu við fráfall hans og heiðruðu útför hans á einn eða annan hátt. Anna S. Pétursson. Kristín Pétursson. Helgi Péturss. Keniijilu byrja eg aptur 3. janúar. Anna S. Pétursson. Hið ísl. kvennfélag heldur fund í Iðnó mánudaginn 3. janúar næstk. kl. 8V2 e. h. Á- ríðandi að konur mæti. Gjaíir til Blómsveigasjóðs Por- bjargar Sveinsdóttur: Dánarminning Guðrúnar Brynj- ólfsdóttur frá Melshúsum 83 kr. 50 aurar. Frá hinu íslenzka kvennfélagi 53 kr., sem komið hafa inn fyrir æfiminning ÞorhjargarSveinsdóttur. Þokkaleg og liflleg stúlka get- ur fengið atvinnu við inniverk. Ritstj. vísar á. Héh með er skorað á alla þá, er fengið hafa sent kvœða- safnið „Fjólu“ og enn ekki hafa gert skilagrein um söl- una, að gera það nú sem altra fgrst og senda mér und- irrituðum skýrslu um, hve mikið þeir eiga osell af hók- inni um nýjár, en borga það, sem áður er selt að frádregn- um 25°/o í sölulaun. Reykjavík 9. des. 1909. Hannes Þorsteinsson. Eigandi og ábyrgðarm.: Hannes Þorsteinsson Prcntsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.