Þjóðólfur - 31.12.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 31.12.1909, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 61. árg. Reykjavík, föstuudaginn 31. desember 1909. Jtf 55. Kveðju-ávarp. Kæru landar! Vorið 1891 keypti eg eignar og útgáfu- rétt að Þjóðólfi, og tók við ritstjórn blaðs- ins á nýári 1892. Var þar í allmikið ráði/t af mér, ungum og efhalausum presta- skólakandidat, er búið hafði sig undir allt annað lífsstarf en blaðamennsku, og vitanlega ekki tekið þá þátt í almennum ¦nálum eða fengizt við pólitlk. Kaupverð blaðsins varð eg allt að fá að láni og rekstursfé hafði eg ekkert. Hér virtist þvf 1 allmikið tvfsýni teflt og ekki sem fbrsjállegast, enda veit eg naumast enn þann dag í dag, hverju það sætti, að eg lagði þá ósmeikur út á þessa nýju, ókunnu braut. Nú mundi eg naumast tefla svo djarft, ef um eitthvert nýtt starfssvið væri að ræða, er mér væri áður lítt eða ekki kunnugt. En traust og ofurhugi æsk- unnar hikar sér ekki við að leggja út á það djúp, sem roskinn maður og reyndur hikar við, og hyggur lítt eða ekki fært. Og ungum manni með æskuþreki fleytist margt, er fullorðnum flatlast. Hugur ræður hálfum sigri. Svo fór og um mig. Mér farnaðist miklu betur, en mér hafði nokkru sinni til hugar komið. Og að tæpum 2 árum liðnum hafði eg losað mig við allar skuldbindingar, er á mér hvlldu út af blaðakaupunum. Eg mun jafnast minnast þess með hlýju þakklæti, hve góðum viðtökum eg átti að fagna meðal kaupenda blaðsins og annara, þá er eg ungur og óreyndur tók við ritstjórn þess. Sumar beztu minningar mínar eru bundnar við fyrstu blaðamennskuár mfn. Mér varð starfið smátt og smátt létt og Ijúft, og svo hefur það optast verið öll þau 18 ár, er eg hef haft rit- srjórn Þjóðólfs á hendi. Ritstjórnartíð minni get eg skipt í tvo jafnlanga kafla. Fyrri kaflinn nær yfir 9 síðustu ár næstl. aldar (1892—1900), en síðari kaflinn yfir 9 fyrstu árin af þessari öld (1901 —1909). Þessir kaflar eru að sumu leyti allóltkir, að því er til lands- mála kemur. Síðustu ár 19. aldarinnar voru að vísu allmikil umbrota- og deiluár, einkum 4 hin síðustu, en það var ekkert í samanburði við þær byltinga- og ófrið- aröldur í fslenzkri pólitík, er aldrei hafa sjatnað, heldur jafnan aukizt ár frá ári, öll þau 9 ár, sem af 20. öldinni eru liðin. Ætla eg mér ekki að lýsa þessu tímabili frekar hér, en að eins geta þess, að blaða- mennskustarfið á þeim árum var ekki vandalaust með öllu, og opt nokkuð vand- stýrt í því pólitiska hafróti og ekki við- vaningum hent. En það get eg sagt nú, og sagt það með fullri sannfæringu, er eg lít yfir ritstjórnarár mln, að eg get ekki óskað mér, að stefna blaðs mfns hefði verið önnur en hún var í öllum atriðum öll þessi ár. Vildi eg þar engu um hrófla nú, þótt eg ætti þess kost, og bið engan afsökunar á stefnu blaðsins f stjornmálum. því að hún hefur að öllu leyti verið sjálfri sér samkvæm gegnum alt moldviðrið, og hvergi hvikað frá réttri og hreinni leið, er auðvelt væri að sanna og sannast bezt af blaðinu sjálfu, enda mun það verða dómur eptirkomenda vorra, þá er óhlut- drægt og ofsalaust verður á málavexti litið og sönn saga hinnar pólitisku bar- áttu sfðustu 20 ár er rituð. Um ritstjórn mfna á blaðinu að öðru Ieyti ætla eg ekki að dæma. Það ætti heldur ekki við, þvf að eg mundi ekki verða talinn óhlutdrægur dómari í þeim efnum. En mótstöðumenn mínir geta heldur ekki um það dæmt, og dómar þeirra skiptir mig engu, þvf að þeir munu ekki teljast óhlutdrægari en eg í hina áttina. En allt jafnast sfðar meir, og mun þá verða dæmt með meiri sanngirni og réttsýni um margt, sem orðið hefur fyrir ósanngjörnum og röngum dómum í orustuhitanum. Og þennan úrskurð ætla eg að láta mér lynda, er felldur verður þá er ofstækisvfman er rokin burtu og þeir menn fallnir undir sögunnar dóm, er mest hafa verið riðnir vlð þá atburði, er gerzt hafa f stjórnmálasögu þjóðar vorrar tvo síðustu áratugi. Hygg eg, að þá verði Þjóðólfs og hluttöku hans að ein- hverju getið og ekki til ills eins, og að þá komi ef til vill í ljós, að ekki hafi blaðið með öllu verið áhrifalaust^í minni tíð, eða engu skipt, hvað það lagði til málanna. Og svo mikið get eg alveg rauplaust sagt, að það fylgi og þá hylli hefur blaðið haft í minni tíð, að sá mál- staður hefur meira gengi hlotið meðal þjóðarinnar og orðið sigursælli, er blaðið hefur stutt, en sá, er það hefur barizt á móti. Það hefur ekki staðið alveg á sama, í hvern streng Þjóðólfur hefur tekið, og þótt hann hafi staðið svo að segja einn blaða á móti mörgum, eins og hann f raun og veru gerði gegn »valtýskunni« svo nefndu árin 1900—1903, þá hefur hann jafnan verið sigursæll f baráttunni. Og þótt mótstöðumenn hans hafi ausið yfir hann og ritstjóra hans brigzlum og óvirðingar- og svívirðingarorðum, hefur þeim optast veitt erfitt að etja kappi við hann á dómþingi þjóðarinnar og borið þar jafnan lægra hlut. En þess vil eg jafhframt láta getið, að svo nefhdir fylgis- menn eða flokksmenn blaðsins fyrrum, og 'það þeir, sem mest gagn höfðu haft af stuðning þess, hafa sumir hverjir opt og einatt engu drenglyndari reynzt en mótstöðumennirnir, og höggið þar, er hlffa skyldi. En allir hreinlyndir og drenglyndir' menn fá andstyggð á þeirri bardagaaðferð, sem að eins er miðuð við eigin hagsmuni og smásálarlega undir- ferlis-áreitni gagnvart þeim, er ekki fást til að vera klafabundnir þrælar og gera fjósaverk fyrir einstaka menn. Annars hef eg aldrei ætlazt til nokkurs þakklætis eða viðurkenningar fyrir blaðamennsku- starf mitt, en eg hef æslazt til meira dreng- lyndis, meiri sanngirni og meira réttsýnis, en eg hef orðið var við, bæði frá flokksmönnum og mótflokksmönnum. Á því hef eg þótzt hafa heimtingu. Og nú er eg sleppi rit- stjórninni gleður það mig, að eg hef bæði bréflega og munnlega fengið sönn- un fyrir því frá óhlutdrægum mönnum, er eg met mikils, að blaðamennskustarf mitt hafi verið bjá almenningi vel þokk- að, og af mörgum vel þakkað. Það get- ur vel verið, að mig hafi skort margt til þess að vera góður blaðamaður — það er leitun á þeim, er ekki skortir margt til þess — en það eitt veit eg, að fáir blaðamenu íslenzkir munu hafa eða hafa haft rfkari tilfinningu fyrir ábyrgð þeirri, er þessu starfi fylgja, og fáir, sem hafa gert sér meira far um, að leysa það sam- vizkusamlegar af hendi eða reynt frekar að komast að fastri niðurstöðu um það, sem sannast og réttast væri 1 hverjumáli og þjóðinni til mestra heilla í nútíð og framtfð. Getur vel verið, að mér hafi stundum skjátlazt f þvf, en nær mun það optast hafa stefnt hinu rétta, vegna þess, að mikilsháttar ákvarðanir hef eg ekki tekið nema eptir svo ítarlega fhugun, sem atvik og ástæður frekast leytðu. Enblaða- maður verður opt að ákveða afstöðu sfna fljótt — afstöðu, sem getur haft afarmikla þýðingu fyrir þjóðina — og þá ríður á að gera það ekki gálauslega og hugsunarlaust, heldur með rólegri, kaldri íhugun. Það er á slfkum augnablikum, sem blaða- manninum á að vera Ijós sú ábyrgð, er hann tekst á hendur gagnvart þjóð sinni. En það er einmitt þessi ábyrgðartilfinn- ing, sem virðist vera harla dauf og óljós í blaðamennskunni, eins og hún nú er orðin. Og það eru ekki vænlegar horf- ur á, að það lagist að sinni. Erþaðilla farið, því að þjóðinni er svo afarárfðandi, að leiðtogar hennar —blaðamennirnir — séu m e n n í orðsins fyllsta skilningi, sam- vizkusamir, skylduræknir og vandaðir menn, er séu starfi sínu vaxnir, menn sem hugsa rétt og vilja rétt, menn með ríkri ábyrgðartilfinningu fyrir hinu þýð- ingarmikla starfi þeirra, menn, sem beini öllum kröptum sínum til að auka veg og virðingu þeirrar stéttar, en dragi hana ekki niður í sorpið með óviðurkvæmilegum lubbaskap og ósæmilegum óhróðri um menn og málefni. Beinist blaðamennska vor í þá áttina, eins og nú er útlit fyrir, stendur þjóðinni af því beinn voði, því að þá draga þeir sig í hlé, sem betur vilja, hirða ekki um að vera í slíkum félagsskap. Geti þjóðin ekki borið virð- ingu fyrir blaðamönnunum, missir hún smátt og smátt allt traust á þeim og tillögum þeirra ílandsmálum. Alltkemst á ringulreið og í uppnám, og þjóðin veit hvorki upp né niður, hverju treysta má, því að allt er ofið saman í eina óleysan- lega ósanninda-flækju, sem enginn getur greitt úr. En veglegasta og þýðingar- mesta staðan í þjóðfélaginu, — blaða- mennskan, ef hún er eins og hún ætti að vera, — verður þa hin óveglegasta og fyrirlitlegasta, sem enginn vandaður mað- ur vill líta við, ef hanri á nokkurs ann- ars úrkosti. Eg hef orðið nokkuð fjölorður um þetta almenna atriði, en það stafar af því, að eg hef nokkra reynslu í þessu efni, og að mig tekur það sárt þjóðar minnar vegna, að blaðamennskunni nú upp á síðkastið hefur verið þannig háttað, að eg fyrir mitt leyti segi skilið við hana með litlum söknuði. Og samt leggur maður ekki niður svo margra ára starf um bezta skeið æfi sinnar, án þess að minnast margra ánægjustunda. Og það getur vel verið, að mér leiðist stundum á eptir, en þó naumast svo, að eg takist það starf aptur á hendur. En samt sé eg ekki eptir því, að eg hef vaiið til þess 18 árum á mestu þroskaárum mlnum, því að eg hef lært svo mikið á þessum árum, meira en eg hefði getað lært í nokkurri annari stöðu, og það á svo margan hátt, að sú Iffsreynsla gerir miklu meíra,, en að jafhast á við þau óþægindi og leið- indi, er heimskulegar árásir og hrakyrði hafa bakað mér, enda hefur slfkt aldrei raskað ró minni. En hentara er það blaðamanni, er í miklu stímabraki stend- ur, að taugar hans séu óveiklaðar, og að hann verði ekki uppnæmur, þótt götu- drengir kasti á hann sorpi. Eg skila blaðinu úr mínum höndum miklu meira en helmingi stærra en það var, er eg tók við því — hef stækkað þaðjjtvisvar — 1898 og 1902. — Og eg skila þvf bæði með meiri útbreiðslu, og að þvf er eg hygg ekki með lakara áliti eða minni lýðhylli en það hafði, er eg tók við því, enda hef eg selt það hærra verði, en nokkurt blað hefur áður verið selt hér á landi. Nú tekur við því sá maður, sem að yísu er ekki jafn óreynd- ur í blaðamennskunni, eins og eg var í fyrstu, en þó óvanur jafn umfangsmiklu blaði, sem Þjóðólfur er nú, og þarf því að halda á umburðarlyndi og velvilja kaupendanna. Vildi eg mælast til þess, að menn sýndu honum sömu velvild og tiltrú, eins og þeir hafa mér sýnt, að minnsta kosti meðan hann brýtur það ekki af sér. Eg er sannfærður um, að hann vill rækja starf sitt með alúð og samyizkusemi og fær væntanlega aðstoð ýmsra góðra, ritfærra manna. Entilþess að koma í veg fyrir allan misskilning skal þess getið, að stefna blaðsins ístjórnmál- um verður að líkindum nokkuð önnur hjá hinni nýju ritstjórn, en hún hefur verið hjá mér, því að nýi ritstjórinn, hr. Pétur Zóphóníasson, er minni hluta maður í pólitík, og blaðið mun því snúast á þá sveif, er hann tekur við, en eg vona, að hann geri það með hæfilegri gætni og stillingu, er einnig mun verða áhrifamest og affarasælast. En vitanlega þarf ekki að taka það fram, að hr. P. Z. verður alveg einráður um ritstjórnina á blaðinu frá nýári, og að eg hef alls engin afskipti af stefnu blaðsins frá þeim tíma. Því er svo háttað, að meiri hluta flokkurinn þóttist ekki geta keypt blaðið, þótt fyrst væri honum vitanlega gefinn kostur á því. Og er óþarft að skýra það mál frekar, enda verður nú við það að sitja. Eg hef nú haldið Þjóðólfi úti að eins 3"/^ ári skemur, en sá er Iengst hefur haft það fyrirrennara minna — Jón Guðmunds- son — en þrefalt lengur en hver þeirra, er eptir hann urðu ritstjórar þess og lengst voru við það (Matth. Jochumsson og Þor- leifur Jónsson). En þótt eg hafi verið svona lengi við blaðið, þá finn eg ekki, að starfskraptar mínir hafi bilað að nokkru eða þorrið. Og til þreytu hef eg sjaldan fundið við ritstjórnarstörf mín. Eg hef og opt haft önnur allerfið og umfangs- mikil stört á hendi samhliða blaðinu. Nú veit eg ekki, hvort starfskraptar mínir fá að njóta sín á öðru svæði, og verður þar að fara sem auðna ræður. Landar góðirl Þá er eg nú skil við blaðamennskuna og afhendi Þjóðólf, þa

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.